Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM HELGINA verður ýmislegt í boði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á laugardaginn verður gengið í Skóg- arkot klukkan 13. Skógarkot fór í eyði árið 1935 en nokkuð samfelld byggð hafði verið þar síðan á átjándu öld. Fjallað verður um búsetu í Þingvalla- hrauni en einnig verður hugað að náttúrufari og öðru sem fyrir augu ber. Einnig verður dagskrá fyrir krakka þar sem leikir og fræðsla verða í fyrirrúmi í Hvannagjá klukk- an 13. Á sunnudaginn verður guðs- þjónusta í Þingvallakirkju klukkan 14. Að henni lokinni verður þinghelg- arganga þar sem farið verður um þingstaðinn forna og saga þings og þjóðar reifuð. Þinghelgargangan hefst klukkan 15 við kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin en nánari upplýsingar um dagskrána veita landverðir í þjón- ustumiðstöð Þjóðgarðsins. Helgardagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum BYLGJULESTIN leggur af stað á laugardag og verður við Fjölbrauta- skóla Suðrlands á Selfossi. Ekið er upp Tryggvagötu af Austurvegi. Bein útsending hefst kl. 12.15 að loknum hádegisfréttum á Bylgjunni. Kl. 13.00 fara í gang leiktæki fyrir alla fjölskylduna. Fyrir unglinga 18 ára og verður litaboltavöllur settur upp á túninu á móts við Fossnesti. Á sviðsvagni verða Bylgja Bý- fluga, Eyfi Etís, Jóhanna Guðrún, Helga Möller og María Björk, Eirík- ur Fjalar, Pétur Pókus og hljóm- sveitin Á Móti Sól. Við sviðið verða kraftakarlarnir Andrés og Hjalti Úrsus og stýra Subaru-hraðaþraut- inni. Bylgjulestardansleikur verður í Ingólfscafe, Ölfusi á laugardags- kvöldið. Lestin verður á ferðinni alla laug- ardaga í sumar og lýkur ferð sinni í Reykjavík laugardaginn 18. ágúst. Aðrir viðkomustaðir lestarinnar eru Hafnarfjörður, Akureyri, Akranes, Mosfellsbær, Grundarfjörður og Blönduós. Bylgjulestin af stað um helgina BOÐIÐ verður upp á Jónsmessuferð um huliðsheima Hafnarfjarðar með Erlu Stefánsdóttur sjáanda laugar- dagskvöldið 23. júní kl. 22.00. Ferðin tekur rúmlega tvo tíma og er farið með rútu á þá staði sem mestan kraftinn gefa og sumarsólstöðum fagnað. Lagt er af stað frá Upplýs- ingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vestur- götu 8. Nauðsynlegt er að bóka sig í ferðina, sem kostar 1.800 kr. Skráning og allar frekari upplýs- ingar eru veittar í Upplýsingamið- stöð Hafnarfjarðar. Síðar í sumar verður svo boðið upp á nokkrar þemaferðir um huliðs- heima Hafnarfjarðar með Erlu Stef- ánsdóttur. Fyrsta raðferðin verður 3. júlí, kl. 19.00 og síðan annan hvern þriðjudag. Jónsmessuferð með Erlu Stef- ánsdóttur SKÓGRÆKTARFÉLAG Kópavogs heldur fjölskylduskemmtun í landi sínu, Guðmundarlundi, föstudaginn 22. júní kl. 19. Þar verður margt til boða fyrir alla aldurshópa, m.a. ratleikur um skóginn, varðeldur og söngur, snú- brauðsbakstur og pylsur. Stutt kynning verður á starfsemi Skóg- ræktarfélags Kópavogs. Guðmundarlundur er hálendis- gróðurvin við höfuðborgarsvæðið. Ekið er upp á Vatnsenda og beygt við hesthús, leiðin verður merkt það- an. Allir eru velkomnir. Hátíð í Guð- mundarlundi Í KVÖLD, föstudaginn 22. júní, verður Ray McGraw gestaprédikari á almennri samkomu í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi. Ray McGraw er frá Kanada og er stofnandi og forstöðumaður Ray of Hope-starfsins sem hefur það mark- mið að kenna hinum trúaða hvernig á að verða öflugur lærisveinn Drott- ins Jesú Krists. Hann hefur haldið fyrirlestra og verið með þjálfunar- skóla víðs vegar í Kanada, Hollandi, Indlandi og á Íslandi. Samkoman hefst kl. 20.00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Prédikar í Kefas LAUGARDAGINN 23. júní nk. kl.14–16 verður gengið á Ingólfsfjall frá Alviðru. Hjördís B. Ásgeirsdóttir staðarhaldari fer fyrir göngunni. Boðið er upp á kakó og kleinur að göngu lokinni. Þátttökugjald er 600 kr. fyrir fullorðna og 400 fyrir 12-15 ára. Allir eru velkomnir. Gengið á Ingólfsfjall KONUR hlupu víðar en á Íslandi í Kvennahlaupi ÍSÍ síðastliðinn laug- ardag. Á Mallorca tóku 28 konur þátt í hlaupinu og var sú yngsta að- eins sex mánaða og var hún í kerru. Hlaupið hófst kl. 12 að hádegi í 30 stiga hita og var hlaupið frá Sa Coma til Cala Millor. Morgunblaðið/Sigurður Karlsson Konurnar ánægðar með verðlaunapeninga sem þær fengu eftir hlaupið. Hlaupið á Mallorca FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyrir jónsmessunæturferð á Tröllakirkju á morgun laugardaginn 23. júní. Tröllakirkja stendur vestan Holta- vörðuheiðar og ber tignarlega við himinn þegar ekinn er þjóðvegurinn. Þrjár sýslur mætast í toppi Trölla- kirkju; Dalasýsla, Mýrasýsla og Strandasýsla. Útsýn er fögur yfir Hrútafjörð, Stórasand, Langjökul, Eiríksjökul, Geitlandsjökul og Þóris- jökul svo nokkuð sé nefnt og í Trölla- kirkju ku vera bústaður trölla. Áætlaður göngutími er 7–10 klst. og hækkun samtals 700 metrar. Þátttökugjald í þessa ferð er 2.200 fyrir félagsmenn en 2.500 fyrir aðra. Brottför er frá BSÍ 23. júní kl. 18:00 og komið við í Mörkinni 6. Jónsmessuferð á Trölladyngju MIÐNÆTURHLAUP á Jónsmessufer fram í 9. sinn laugardaginn 23. júní nk. kl. 23. Gatorade er aðalsam- starfsaðili þeirra sem standa að hlaupinu og mun gefa öllum þátttak- endum bol, drykk o.fl. Vegalengdir eru 10 km með tíma- töku og flokkaskiptingu þar sem keppt er í eftirtöldum flokkum 18 ára og yngri, 19–39 ára, 40–49 ára, 50–59 ára og 60 ára og eldri, síðan er 3 km og 5 km skemmtiskokk og línu- skautahlaup án tímatöku og flokka- skiptingar. Hlaupið er eftir stígum og gangstéttum um Laugardalinn, frá sundlauginni í Laugardal. Skrán- ing fer fram í anddyri sundlaugar- innar í Laugardal 22. júní frá kl. 11– 20 og 23. júní frá kl. 12–22:45. Þátt- tökugjald er 1.000 kr. og 600 kr. fyrir 13 ára og yngri, innifalið í gjaldinu er verðlaunapeningur, bolur, útdráttar- verðlaun o.fl. Eftir hlaup er öllum þátttakendum boðið í sund. Miðnætur- og Ólympíuhlaup á Jónsmessu Í SAFNI Grasagarðsins í Laugardal eru um 70 mismunandi reynitegund- ir af rúmlega 100 tegundum sem finnast í heiminum. Ættkvíslin reynir hefur að geyma mikinn breytileika í vaxtarformi og blóma- og berjalit. Reynitegundir geta verið bæði tré og runnar sem ýmist eru hávaxnar, lágvaxnar eða jafnvel skriðular. Blómin sitja mörg saman í sveip og berin eru rauð, hvít, bleik eða appelsínugul. Hér á landi vex ein tegund eða ilm- reynir, og telst hann því til íslensku Flórunnar. Áður fyrr hvíldi mikil helgi yfir ilmreyni og talið var að honum fylgdu bæði góðar og vondar náttúrur segir í fréttatilkynningu. Laugardaginn 23. júní kl. 10 verða reynitegundir í Grasagarðinum skoðaðar í fylgd Ingunnar J. Ósk- arsdóttur garðyrkjufræðings og Evu G. Þorvaldsdóttur forstöðumanns. Mæting er í lystihúsinu sem stendur gegnt garðskálanum. Reynitegundir skoðaðar í Grasagarðinum Ilmreynir Í TENGSLUM við hvalaskoðun- arhátíð Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík verður farið í miðnætursigl- ingu til Grímseyjar í kvöld, föstu- dagskvöldið 22 júní, þ.e. á sumarsól- stöðum. Farið verður með bátum Norður- siglingar frá Húsavík kl. 20:00 og siglt til Grímseyjar þar sem kven- félagskonur taka á móti hópnum með súpu og brauði í félagsheim- ilinu. Þaðan verður farið í miðnæt- ursólargöngu yfir heimskautsbaug. Áætluð koma til Húsavíkur verður um kl. 06:00 um morguninn. Upplýsingar um ferðina má fá hjá Hvalamiðstöðinni og Norðursigl- ingu. Miðnætursól- arsigling til Grímseyjar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÁHUGASAMIR Eyrbekkingar efna til Jónsmessu- og miðsumarshátíðar á Eyrarbakka eins og undanfarin ár. Að þessu sinni verður hátíðin haldin laugardaginn 23. júní 2001. Hátíðin hefur verið fjölsótt undan- farin ár og er hún að festast í sessi, sem fastur liður í þorpslífinu á Eyr- arbakka. Dagskrá hátíðarinnar er að mótast fram á síðustu stundu, eins og vera ber um Jónsmessuna og ævin- týrin geta gerst, eins og segir í fréttatilkynningu.Handverksfólk í Sveitarfélaginu Árborg og víðar verður með Jónsmessumarkað í sam- komu- og íþróttahúsinu Stað frá kl. 14 – 21. Klukkan 20 verður gengið um Vestur-Bakkann með leiðsögn, þar sem sögð verður saga húsa og sagt frá mönnum og málefnum frá fyrri tíð. Gangan hefst við Eyrarbakka- kirkju og henni lýkur við Húsið. Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka verða opin á venjulegum opnunartíma, en að auki verður opið frá klukkan 20 – 22 fyrir Jónsmessuhátíðargesti. Kveikt verður í Jónsmessubrennu um klukkan 22 vestan við bryggjuna á Eyrarbakka. Þar verður almennur söngur, dansað í kringum brennuna, leikir og fleira meðan einhver endist. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra ávarpar hátíðargesti við brennuna. Miðsumarshátíð á Eyrarbakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.