Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 50
FRÉTTIR
50 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UM HELGINA verður ýmislegt í
boði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á
laugardaginn verður gengið í Skóg-
arkot klukkan 13. Skógarkot fór í eyði
árið 1935 en nokkuð samfelld byggð
hafði verið þar síðan á átjándu öld.
Fjallað verður um búsetu í Þingvalla-
hrauni en einnig verður hugað að
náttúrufari og öðru sem fyrir augu
ber. Einnig verður dagskrá fyrir
krakka þar sem leikir og fræðsla
verða í fyrirrúmi í Hvannagjá klukk-
an 13. Á sunnudaginn verður guðs-
þjónusta í Þingvallakirkju klukkan
14. Að henni lokinni verður þinghelg-
arganga þar sem farið verður um
þingstaðinn forna og saga þings og
þjóðar reifuð. Þinghelgargangan
hefst klukkan 15 við kirkju. Þátttaka í
dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og
öllum opin en nánari upplýsingar um
dagskrána veita landverðir í þjón-
ustumiðstöð Þjóðgarðsins.
Helgardagskrá
þjóðgarðsins á
Þingvöllum
BYLGJULESTIN leggur af stað á
laugardag og verður við Fjölbrauta-
skóla Suðrlands á Selfossi. Ekið er
upp Tryggvagötu af Austurvegi.
Bein útsending hefst kl. 12.15 að
loknum hádegisfréttum á Bylgjunni.
Kl. 13.00 fara í gang leiktæki fyrir
alla fjölskylduna. Fyrir unglinga 18
ára og verður litaboltavöllur settur
upp á túninu á móts við Fossnesti.
Á sviðsvagni verða Bylgja Bý-
fluga, Eyfi Etís, Jóhanna Guðrún,
Helga Möller og María Björk, Eirík-
ur Fjalar, Pétur Pókus og hljóm-
sveitin Á Móti Sól. Við sviðið verða
kraftakarlarnir Andrés og Hjalti
Úrsus og stýra Subaru-hraðaþraut-
inni.
Bylgjulestardansleikur verður í
Ingólfscafe, Ölfusi á laugardags-
kvöldið.
Lestin verður á ferðinni alla laug-
ardaga í sumar og lýkur ferð sinni í
Reykjavík laugardaginn 18. ágúst.
Aðrir viðkomustaðir lestarinnar eru
Hafnarfjörður, Akureyri, Akranes,
Mosfellsbær, Grundarfjörður og
Blönduós.
Bylgjulestin af
stað um helgina
BOÐIÐ verður upp á Jónsmessuferð
um huliðsheima Hafnarfjarðar með
Erlu Stefánsdóttur sjáanda laugar-
dagskvöldið 23. júní kl. 22.00. Ferðin
tekur rúmlega tvo tíma og er farið
með rútu á þá staði sem mestan
kraftinn gefa og sumarsólstöðum
fagnað. Lagt er af stað frá Upplýs-
ingamiðstöð Hafnarfjarðar, Vestur-
götu 8. Nauðsynlegt er að bóka sig í
ferðina, sem kostar 1.800 kr.
Skráning og allar frekari upplýs-
ingar eru veittar í Upplýsingamið-
stöð Hafnarfjarðar.
Síðar í sumar verður svo boðið upp
á nokkrar þemaferðir um huliðs-
heima Hafnarfjarðar með Erlu Stef-
ánsdóttur. Fyrsta raðferðin verður
3. júlí, kl. 19.00 og síðan annan hvern
þriðjudag.
Jónsmessuferð
með Erlu Stef-
ánsdóttur
SKÓGRÆKTARFÉLAG Kópavogs
heldur fjölskylduskemmtun í landi
sínu, Guðmundarlundi, föstudaginn
22. júní kl. 19.
Þar verður margt til boða fyrir
alla aldurshópa, m.a. ratleikur um
skóginn, varðeldur og söngur, snú-
brauðsbakstur og pylsur. Stutt
kynning verður á starfsemi Skóg-
ræktarfélags Kópavogs.
Guðmundarlundur er hálendis-
gróðurvin við höfuðborgarsvæðið.
Ekið er upp á Vatnsenda og beygt
við hesthús, leiðin verður merkt það-
an. Allir eru velkomnir.
Hátíð í Guð-
mundarlundi
Í KVÖLD, föstudaginn 22. júní,
verður Ray McGraw gestaprédikari
á almennri samkomu í Kefas, kristnu
samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi.
Ray McGraw er frá Kanada og er
stofnandi og forstöðumaður Ray of
Hope-starfsins sem hefur það mark-
mið að kenna hinum trúaða hvernig
á að verða öflugur lærisveinn Drott-
ins Jesú Krists. Hann hefur haldið
fyrirlestra og verið með þjálfunar-
skóla víðs vegar í Kanada, Hollandi,
Indlandi og á Íslandi.
Samkoman hefst kl. 20.00 og eru
allir hjartanlega velkomnir.
Prédikar
í Kefas LAUGARDAGINN 23. júní nk. kl.14–16 verður gengið á Ingólfsfjall
frá Alviðru. Hjördís B. Ásgeirsdóttir
staðarhaldari fer fyrir göngunni.
Boðið er upp á kakó og kleinur að
göngu lokinni. Þátttökugjald er 600
kr. fyrir fullorðna og 400 fyrir 12-15
ára. Allir eru velkomnir.
Gengið á
Ingólfsfjall
KONUR hlupu víðar en á Íslandi í
Kvennahlaupi ÍSÍ síðastliðinn laug-
ardag. Á Mallorca tóku 28 konur
þátt í hlaupinu og var sú yngsta að-
eins sex mánaða og var hún í kerru.
Hlaupið hófst kl. 12 að hádegi í
30 stiga hita og var hlaupið frá Sa
Coma til Cala Millor.
Morgunblaðið/Sigurður Karlsson
Konurnar ánægðar með verðlaunapeninga sem þær fengu eftir hlaupið.
Hlaupið á Mallorca
FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyrir
jónsmessunæturferð á Tröllakirkju á
morgun laugardaginn 23. júní.
Tröllakirkja stendur vestan Holta-
vörðuheiðar og ber tignarlega við
himinn þegar ekinn er þjóðvegurinn.
Þrjár sýslur mætast í toppi Trölla-
kirkju; Dalasýsla, Mýrasýsla og
Strandasýsla. Útsýn er fögur yfir
Hrútafjörð, Stórasand, Langjökul,
Eiríksjökul, Geitlandsjökul og Þóris-
jökul svo nokkuð sé nefnt og í Trölla-
kirkju ku vera bústaður trölla.
Áætlaður göngutími er 7–10 klst.
og hækkun samtals 700 metrar.
Þátttökugjald í þessa ferð er 2.200
fyrir félagsmenn en 2.500 fyrir aðra.
Brottför er frá BSÍ 23. júní kl.
18:00 og komið við í Mörkinni 6.
Jónsmessuferð
á Trölladyngju MIÐNÆTURHLAUP á Jónsmessufer fram í 9. sinn laugardaginn 23.
júní nk. kl. 23. Gatorade er aðalsam-
starfsaðili þeirra sem standa að
hlaupinu og mun gefa öllum þátttak-
endum bol, drykk o.fl.
Vegalengdir eru 10 km með tíma-
töku og flokkaskiptingu þar sem
keppt er í eftirtöldum flokkum 18
ára og yngri, 19–39 ára, 40–49 ára,
50–59 ára og 60 ára og eldri, síðan er
3 km og 5 km skemmtiskokk og línu-
skautahlaup án tímatöku og flokka-
skiptingar. Hlaupið er eftir stígum
og gangstéttum um Laugardalinn,
frá sundlauginni í Laugardal. Skrán-
ing fer fram í anddyri sundlaugar-
innar í Laugardal 22. júní frá kl. 11–
20 og 23. júní frá kl. 12–22:45. Þátt-
tökugjald er 1.000 kr. og 600 kr. fyrir
13 ára og yngri, innifalið í gjaldinu er
verðlaunapeningur, bolur, útdráttar-
verðlaun o.fl. Eftir hlaup er öllum
þátttakendum boðið í sund.
Miðnætur- og
Ólympíuhlaup
á Jónsmessu
Í SAFNI Grasagarðsins í Laugardal
eru um 70 mismunandi reynitegund-
ir af rúmlega 100 tegundum sem
finnast í heiminum.
Ættkvíslin reynir hefur að geyma
mikinn breytileika í vaxtarformi og
blóma- og berjalit. Reynitegundir
geta verið bæði tré og runnar sem
ýmist eru hávaxnar, lágvaxnar eða
jafnvel skriðular. Blómin sitja mörg
saman í sveip og berin eru rauð, hvít,
bleik eða appelsínugul.
Hér á landi vex ein tegund eða ilm-
reynir, og telst hann því til íslensku
Flórunnar. Áður fyrr hvíldi mikil
helgi yfir ilmreyni og talið var að
honum fylgdu bæði góðar og vondar
náttúrur segir í fréttatilkynningu.
Laugardaginn 23. júní kl. 10 verða
reynitegundir í Grasagarðinum
skoðaðar í fylgd Ingunnar J. Ósk-
arsdóttur garðyrkjufræðings og Evu
G. Þorvaldsdóttur forstöðumanns.
Mæting er í lystihúsinu sem stendur
gegnt garðskálanum.
Reynitegundir
skoðaðar í
Grasagarðinum
Ilmreynir
Í TENGSLUM við hvalaskoðun-
arhátíð Hvalamiðstöðvarinnar á
Húsavík verður farið í miðnætursigl-
ingu til Grímseyjar í kvöld, föstu-
dagskvöldið 22 júní, þ.e. á sumarsól-
stöðum.
Farið verður með bátum Norður-
siglingar frá Húsavík kl. 20:00 og
siglt til Grímseyjar þar sem kven-
félagskonur taka á móti hópnum
með súpu og brauði í félagsheim-
ilinu. Þaðan verður farið í miðnæt-
ursólargöngu yfir heimskautsbaug.
Áætluð koma til Húsavíkur verður
um kl. 06:00 um morguninn.
Upplýsingar um ferðina má fá hjá
Hvalamiðstöðinni og Norðursigl-
ingu.
Miðnætursól-
arsigling til
Grímseyjar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÁHUGASAMIR Eyrbekkingar efna
til Jónsmessu- og miðsumarshátíðar
á Eyrarbakka eins og undanfarin ár.
Að þessu sinni verður hátíðin haldin
laugardaginn 23. júní 2001.
Hátíðin hefur verið fjölsótt undan-
farin ár og er hún að festast í sessi,
sem fastur liður í þorpslífinu á Eyr-
arbakka. Dagskrá hátíðarinnar er að
mótast fram á síðustu stundu, eins og
vera ber um Jónsmessuna og ævin-
týrin geta gerst, eins og segir í
fréttatilkynningu.Handverksfólk í
Sveitarfélaginu Árborg og víðar
verður með Jónsmessumarkað í sam-
komu- og íþróttahúsinu Stað frá kl.
14 – 21.
Klukkan 20 verður gengið um
Vestur-Bakkann með leiðsögn, þar
sem sögð verður saga húsa og sagt
frá mönnum og málefnum frá fyrri
tíð. Gangan hefst við Eyrarbakka-
kirkju og henni lýkur við Húsið.
Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka verða
opin á venjulegum opnunartíma, en
að auki verður opið frá klukkan 20 –
22 fyrir Jónsmessuhátíðargesti.
Kveikt verður í Jónsmessubrennu
um klukkan 22 vestan við bryggjuna
á Eyrarbakka. Þar verður almennur
söngur, dansað í kringum brennuna,
leikir og fleira meðan einhver endist.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra ávarpar hátíðargesti við
brennuna.
Miðsumarshátíð
á Eyrarbakka