Morgunblaðið - 22.06.2001, Page 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
& Gargið
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Pétur Kristjáns
Í kvö
ld
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!! " # $ %&'( !! " )*%+
* $
,-
-./---- 0$1 ' '23 1
!! "
!! "
!! "
!! "
+*% * $
333" #4 1 $ 1"5" #4 1
*$! 6#"7$ %8 # 1 $$ 1 9 1
%" ! $6+: #"7;)7<$ %) #"7;+&
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Í KVÖLD: Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning,
miðaverð kr. 1.200
Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning
Lau 7. júlí kl. 20
Sun 8. júlí kl. 20
Söngleikur fluttur af nemendum
Verslunarskóla Íslands
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
HEDWIG KL. 20.30
Forsýning mið 4/7 UPPSELT
Frumsýning fim 5/7 UPPSELT
Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda
örfá sæti laus
Fös 13/7
Lau 14/7
Hádegisleikhús KL. 12
RÚM FYRIR EINN
fim 28/6 nokkur sæti laus
FEÐGAR Á FERÐ KL. 20
sun 24/6 nokkur sæti laus,síðasta sýning
Allar sýningar hefjast kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
STÓRSVEIT Reykjavíkur er sífellt
með ný járn í eldinum og nú er blásið
í seglin til Svíþjóðar þar sem sveitin
leikur í djasshátíð í Sandviken undir
stjórn Daniel Nolgård.
Fyrst fær þó hluti íslenskra aðdá-
enda að njóta tónaþytsins kraftmikla
því Stórveitin heldur tónleika í kvöld
á Blönduósi kl. 21 og á morgun á
Hvammstanga kl. 14.
Palli syngur sveifluna
„Við erum að fara með dagskrá í
létta kantinum norður og Páll Óskar
kemur með okkur sem gestasöngv-
ari,“ segir Sigurður Flosason saxó-
fónleikari. „Palli hefur aldrei komið
fram með okkur á tónleikum og það
var löngu orðið tímabært, hann er
fínn söngvari og mikill atvinnumað-
ur.“
Á dagskránni eru lög sem flestir
kannast við eða létt og skemmtilegt
sveifla og stórsveitartónlist sem á
sjálfsagt eftir að fá áheyrendur til að
iða í sætunum sínum.
„Það sem við stórsveitarmenn vilj-
um gera er tvíþætt. Við reynum að
sinna þessum léttari geira sem er já-
kvætt að mörgu leyti. Þetta er fín
tónlist sem víkkar út áheyrendahóp-
inn okkar og kynnir djasstónlist fyr-
ir landanum.
Hins vegar leikum við metnaðar-
fyllri, þyngri djasstónlist. Flestar
stórsveitir eru að gera annaðhvort,
en við erum að reyna að gera bæði,
og einbeitum okkur að því sem sem
við erum að gera hverju sinni.“
Landvinningar í framtíðinni
Í Svíþjóð koma þeir fram á þekktri
djasshátíð en eru um leið að standa í
stórsveitarskiptum við Sandviken
Big Band sem kemur hingað á
djasshátíð í september. „Það er já-
kvætt fyrir okkur að kynnast þeirra
starfsemi og sjá hvernig þeir reka
sitt band. Auk þess er þetta fyrsta
ferð stórsveitarinnar af landinu sem
var löngu orðin tímabær. Þetta er lít-
il og einföld ferð en vonandi byrjunin
á meiri landvinningum í framtíð-
inni,“ segir saxófónleikarinn.
„Stórsveitin stendur á tímamót-
um, við horfum fram á nýja tíma og
við viljum gera meira af því að
ferðast.
Í Sandviken leikum við annars
vegar íslenska tónlist, það er reynd-
ar lítið til af stórsveitartónlist eftir
Íslendinga, en við leikum lög eftir
Veigar Margeirsson trompetleikara,
Stefán S. Stefánsson saxófónleikara
og mig,“ segir Sigurður.
Síðan leika þeir lög eftir eftir
stjórnandann Daniel og nokkur lög
úr hinum alþjóðlega „bigband litte-
ratúr“. Við viljum endilega kynna
okkur og íslenska djasstónlist,“ segir
Sigurður að lokum fyrir hönd Stór-
sveitar Reykjavíkur.
Stórsveit Reykjavíkur heldur norður og suður
Páll Óskar syngur með Stórsveit Reykjavíkur um helgina.
Tvíþætt sveit
á tímamótum
ÞÓTT ótrúlegt megi virðast eru
líkur á að skylmingaþrællinn
Maximus Decimus Meridius snúi
aftur á hvíta tjaldið. Sá orðrómur
svífur a.m.k. um Hollywood-
hæðir þessa dagana að Dream-
Works, kvikmyndasamsteypan
sem gerði Gladiator, sé alvarlega
að hugleiða að fylgja vinsældum
myndarinnar eftir sem ef
til vill er ekki undarlegt,
í ljósi Óskaranna fimm
sem hún hlaut.
Af skiljanlegum ástæð-
um velta menn vöngum
yfir því hvernig handrits-
höfundurinn David H.
Franzoni, sem skrifaði
handrit Gladiator, ætli
sér að gera trúanlegt handrit um
frekari ævintýri skylmingaþræls-
ins, en framleiðendurnir hafa
ekki útilokað að myndin komi til
með að gerast á undan þeirri
fyrri en sagt er að það velti al-
farið á því hvort leik-
arinn Russel Crowe sé
reiðubúinn að taka að sér
hlutverk Maximus í annað
sinn.
Talið er að þar sem
Crowe fékk Ósk-
arsverðlaun fyrir leik
sinn þá séu framleiðend-
urnir reiðubúnir í að
fórna nokkrum útlimum til þess
að hann gangi að tilboði þeirra.
Hvort leikstjóri Gladiator, Ridl-
ey Scott, sé eitthvað viðriðinn
samningsviðræður eður ei, veit
enginn.
Orðrómur á kreiki um gerð framhaldsmyndar Gladiators
Frekari
ævintýri
Maximusar?