Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LAGNING vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal er meðal arðsamari fram- kvæmda, sem hægt er ráðast í á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Vegur, félag áhugamanna um bættar vegsam- göngur, fékk verkfræðistofuna Línuhönnun hf. til að vinna. Í skýrslunni er metin þjóðhagsleg arðsemi við lagningu vegarins. Hún var unnin í framhaldi af 500 þúsund króna styrk sem félagið fékk frá Vegagerðinni í vor og er skýrsluna að finna á Vesturvegi, upplýsingavef um vega- og sam- göngumál á Vestfjörðum. Niðurstöðum er skipt í fernt eft- ir ólíkum forsendum, þar sem reiknað er með umferðarspá sem Halldóra Óskarsdóttir setti fram í lokaverkefni sínu við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ef veginn ækju 40 þúsund bílar á ári, sem fjölgaði smám saman, yrði arðsemin 10,9%, en ef sami fjöldi æki veginn ásamt því að vegtollur yrði innheimtur yrði arðsemin 17,8%. Að mati skýrsluhöfunda eru þetta líklegustu tilfellin. Ef gert yrði ráð fyrir sama fjölda bíla á veginum, en öll umferð æki Þorskafjarðarheiði fjóra mánuði á ári yrði arðsemin 5,1% og loks ef 30 þúsund bílar færu þarna um, en fjölgaði ekki eftir því sem árin liðu yrði arðsemin 7,6%. Tölur yfir 6% teljast arðsamar. Öruggari leið en sú sem fyrir er Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Vegagerðarinnar styttir veg- urinn leiðina milli höfuðborgar- svæðisins og Hólmavíkur um 40 kílómetra og í skýrslunni kemur fram að leiðin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttist einnig um sömu lengd. Gamla leiðin yfir Holta- vörðuheiði að Brú í Hrútafirði og áfram um Strandir til Hólmavíkur yrði ef til vill minna ekin. Skýrsluhöfundar telja að erfitt sé að meta umferðaröryggi leið- anna í heild. Þeim þykir þó rétt að benda á kaflann frá Brú í Hrúta- firði að Hólmavík, sem sé mjög hættulegur. Á árunum 1991-1995 hafi orðið 57 óhöpp, þar af 29 slys. Tölur úr gagnagrunni Umferðar- ráðs bendi reyndar til að hin síðari ár hafi ástandið farið batnandi. Það er samt mat höfunda skýrslunnar að nýja leiðin sé eitthvað öruggari en sú sem fyrir er. Talið er að stofnkostnaður við lagningu vegarins verði um 525 milljónir króna, en sú tala fæst úr áðurnefndu lokaverkefni. Misjafnt er eftir forsendunum fjórum hve- nær vegurinn ætti að hafa borgað sig upp, allt frá árinu 2010 til 2025. Skýrsluhöfundar telja að vand- fundin sé arðsamari framkvæmd á Vestfjörðum. Lagfæringar á leið um Strandir séu líklega dýrari og hafi mun minni arðsemi. Þrátt fyrir þessa miklu arðsemi nýju leiðar- innar þurfi menn að gera sér grein fyrir að stofnkostnað þurfi að greiða strax, en tekjur komi inn á löngu tímabili. Þeir segja að mik- ilvægt sé að skipuleggja fyrir- komulag hugsanlegrar einkafram- kvæmdar sem best til að tryggja sem stystan tíma fyrir fram- kvæmdina til að borga sig upp. Að lokum benda þeir á að forsendur byggðaþróunar fyrir vestan séu óljósar og hafi þær veruleg áhrif á þróun bílaumferðar á svæðinu. Á Vesturvegi kemur fram að þegar sé farið að huga að stofnun hlutafélags til undirbúnings lagn- ingar vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal, þar sem hóflegt gjald yrði tekið af vegfarendum, að minnsta kosti fyrstu árin. Skýrsla um arðsemismat vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal kynnt „Arðsamari fram- kvæmd vandfundin“                         !              "#                         Morgunblaðið/Palli Sveins Mikill straumur bíla lá yfir Krossá á föstudagskvöld. TALSVERÐ ölvun var í Þórs- mörk aðfaranótt laugardags. Í Langadal var fullt tjaldstæði, um sex hundruð manns og að stærst- um hluta háskólanemar. Eitthvað var um ryskingar, en annars fór allt stóráfallalaust fram. Lög- reglan á Hvolsvelli var í við- bragðsstöðu ef eitthvað skyldi út af bregða. Í Húsadal var hins vegar mjög rólegt og ekki voru nema um 50 tjöld á svæðinu. Minna var um framhaldsskólanema en áður, en þessa helgina var ekki skipulögð Þórsmerkurferð nokkurra fram- haldsskóla eins og verið hefur fyrstu helgina í júlí undanfarin ár. Í Básum var á fimmta hundrað manns, mest fjölskyldufólk. Menn nutu blíðunnar og lágu í sólbaði, enda mjög gott veður að sögn skálavarða, sólskin og tæp- lega 20 gráðu hiti. Búist var við áframhaldandi blíðu á svæðinu. Fjölmenni í Þórsmörk MIKIL óánægja er meðal bænda vegna takmarkana sem reglugerð um meðferð og ávísanir lyfja til dýra kveður á um. Félag sauðfjár- bænda við Eyjafjörð lýsti vanþókn- un sinni á ýmsum ákvæðum reglu- gerðar um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum í harðorðri ályktun til aðalfundar Landssamtaka sauð- fjárbænda sem haldinn var á Sel- fossi í vikulokin. Skorað var á yfirdýralækni og héraðsdýralækna að standa fyrir átaki í fræðslu varðandi lyf, sjúk- dóma, greiningu þeirra og með- höndlun og þeirri skoðun haldið fram að sú leið væri mun árangurs- ríkari en boð og bönn. Fjallað var um reglugerðina í skýrslu stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda til aðalfundarins þar sem segir að bændum séu með reglugerðinni settir svo harðir kostir varðandi meðferð og vörslu lyfja að óviðun- andi væri, bæði frá dýraverndar- sjónarmiðum og út frá rekstrarlegu tilliti, þar sem í mörgum tilvikum væri ódýrara að aflífa kind en að leita til dýralæknis. Þó kemur fram að fengist hafi undanþágur sl. vetur varðandi vörslu sumra bænda á lyfj- um með skilyrðum um að þeir starfi samkvæmt gæðastýringu og skrái nákvæmlega hvaða gripir fái lyf. Fullur vilji til tilslakana Reglugerðin heyrir undir ráðu- neyti heilbrigðis- og tryggingamála en Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, segir að ýmislegt bendi til að lengra hafi verið gengið við setn- ingu reglugerðarinnar en efni stóðu til. „Það er fullur vilji til að slaka að- eins á, án þess þó að skaða þau markmið sem nást áttu með setn- ingu reglugerðarinnar. Þessi vinna er í gangi milli landbúnaðarráðu- neytis, heilbrigðisráðuneytis og Bændasamtakanna.“ Hann áréttar þó að nauðsynlegt sé að treysta það trúnaðarsamband sem gilda þurfi milli bænda og neytenda og það verði best gert með skýrum reglum og gæðastýringu. „Ég treysti full- komlega stærstum hluta bænda til að annast þessa lyfjagjöf,“ sagði landbúnaðarráðherra. Sauðfjárbændur vilja tilslakanir á reglugerð Ódýrara að aflífa kind en leita til dýralæknis SJÖ einþáttungar undir nafninu Út í móa á Hveravöllum voru sýndir í gær undir berum himni á Hveravöllum af leikfélaginu Sýni. Leikfélagið Sýnir hefur að markmiði að fara með leik- listina til fólksins í landinu og býður þess vegna til leiksýninga þar sem þeirra er síst von og er aðgangur ókeypis. Að því er best er vitað var þetta í fyrsta skipti sem flutt er leik- sýning á Hveravöllum en fyrr í sumar hafa sýningar verið í Öskjuhlíð í Reykjavík, í Svarfaðardal og Hrísey. Beðið eftir rútu Að sögn skálavarðar á Hveravöll- um var stemmningin fyrir sýninguna í gær góð og veður eins og best ger- ist, heiðskírt og glampandi sól. Sýn- ingin átti að hefjast kl 16.00 eftir að áætlunarrúta kom á svæðið, en ann- ars voru áhorfendur sýningarinnar gestir á tjaldstæði Hveravalla. Þátttakendur í sýningunni voru um það bil 20 og koma þeir víða að. Að sögn eins aðstandenda sýningar- innar líta leikararnir á Hveravelli sem miðpunkt á landinu fyrir þátt- takendur. Listviðburður í glamp- andi sól á hálendinu Einþáttung- ar sýndir á Hveravöllum BROTIST var inn í bifreið í Breið- holti, bifreiðir skemmdar í Þing- holtsstræti, ráðist á mann í Hafn- arstræti og bifreið ekið af vettvangi eftir árekstur á Njarð- argötu í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins. Brotist var inn í bifreið í Breið- holti og stolið geislaspilara og GSM-síma. Skemmdir voru unnar á bifreiðinni við innbrotið. Málið er í rannsókn. Um miðnættið varð árekstur á Njarðargötu. Annarri bifreiðinni var ekið af vettvangi. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar gerði lög- reglu viðvart. Tjónið á bifreiðinni er talið minni háttar. Lögreglu var tilkynnt um þrjú- leytið aðfaranótt laugardagsins að verið væri að skemma bifreið í Þingholtsstræti. Tveir menn um tvítugt voru handteknir en þeir eru grunaðir um ölvun. Talið er að þeir hafi unnið skemmdir á tveim- ur bifreiðum. Þá var lögreglu tilkynnt að mað- ur lægi í blóði sínu í Hafnarstræti um kl. hálffimm. Þegar lögreglu bar að var maðurinn sestur upp en var með blóðnasir og áverka á enni. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsl hans eru ekki talin al- varleg. Skemmdir unnar á bíl- um og ekið af vett- vangi EINN var fluttur í sjúkrahúsið á Selfossi vegna gruns um reykeitrun eftir að kviknaði í íbúðarhúsi á bæn- um Hólum skammt austan Stokks- eyrar um eittleytið aðfaranótt laug- ardagsins. Þrennt var í húsinu og voru allir í fastasvefni þegar eldur- inn kviknaði. Fólkið hafði náð að koma sér út áður en slökkvilið bar að. Talið er að eldurinn hafi komið upp í kjallara hússins. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi logaði ekki mik- ill eldur en mikill reykur myndaðist. Eldsupptök eru ókunn Kviknaði í íbúðarhúsi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.