Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.07.2001, Qupperneq 26
LIÐ KR varð Íslandsmeist-ari í knattspyrnu sumarið1999, í fyrsta skipti í 31 ár,og endurtók leikinn í fyrraundir stjórn Péturs Pét- urssonar. Því hefur hins vegar ekki gengið vel það sem af er þessu sumri; þykir reyndar hafa leikið vel á köfl- um, en KR-ingum hefur gengið illa að skora og eftir tap fyrir Val á mánu- dagskvöldið fannst Pétri nóg komið. Sagði upp plássinu. Og hann er með skýringar á þeirri ákvörðun á reiðum höndum. Hann segir óviðunandi að KR skuli einung- is hafa verið komið með sjö stig eftir jafnmarga leiki. „Svo fannst mér það fyrir neðan virðingu KR að spila eins og liðið gerði gegn Val. Ég ber full- komlega ábyrgð á frammistöðunni og tók því þessa ákvörðun strax eftir leikinn. Mér fannst ég verða að gera þetta í stöðunni. Ég hefði auðveldlega getað haldið áfram en taldi þetta best fyrir KR.“ Gjarnan er haft á orði að mjög erf- itt sé að þjálfa KR vegna þrýstings á þann sem stýrir skútunni hverju sinni. Pétur segir það eflaust rétt, „en ég hef verið hjá Keflavík og það var líka erfitt að þjálfa þar. Hjá KR var ég með bestu aðstöðuna, með fullt af góðum aðstoðarmönnum í kringum mig og setti mér skýr markmið og ef liðið spilaði illa eða tapaði leik fann ég fyrir miklu meiri pressu frá sjálfum mér en einhverjum utanaðkomandi.“ Pétur segist hafa átt mjög góð samskipti við stjórn KR. „Það var aldrei minnst á það við mig að ef ég ynni ekki þennan leikinn eða hinn yrði ég rekinn. Aldrei.“ Þú tókst við þjálfun KR af Atla Eð- valdssyni, eftir að félagið varð Ís- landsmeistari og bikarmeistari sum- arið 1999. Hefði ef til vill verið auðveldara að taka við liðinu við aðrar aðstæður? „Að sumu leyti var erfiðara að taka við eftir að félagið varð loks meistari eftir 31 árs bið; þegar því langþráða takmarki var náð voru menn svolítið saddir og vitað mál að það yrði mjög erfitt að toppa árangurinn. Liðið spilaði frábærlega sumarið 1999, allt gekk upp, engin meiðsli trufluðu og að því leyti til var erfiðara að taka við liðinu en á öðrum tíma. En á móti kemur að ég tók við liði sem í voru mjög góðir leikmenn þannig að auðveldara var að taka við KR þá en einhverju öðru liði. En samt fann ég fyrir því að menn voru alltaf að tala um 99. Sumarið 99 fylgdi okkur alltaf, sem er ekkert óeðlilegt. En ég held að það hafi verið frábær árangur hjá KR að vinna Íslandsmótið árið eftir. Oft er sagt að erfiðara sé að verða meist- ari annað árið en það fyrsta, þegar lið vinnur tvisvar í röð, en sem betur fer tókst það.“ Og það var stór stund fyrir Pétur Pétursson þjálfara. „Það var alltaf draumur minn að verða Íslands- meistari með KR. Mér tókst það ekki sem leikmanni en náði markmiðinu sem þjálfari og þar með var ég orðinn mjög sáttur við það sem ég var búinn að gera hjá KR.“ Þjálfa ekki meira Nú segist Pétur hættur að þjálfa; segist ekki hafa áhuga á að þjálfa annað félag. „Ég man ég sagði að vísu fyrir sex árum að ég væri hættur í fótbolta, og hætti í fimm ár. En að fá tækifæri til að þjálfa KR var eitthvað sem ég hafði áhuga á, og nú þegar ég hef gert það tel ég mjög ólíklegt að ég eigi eftir að þjálfa aftur, nema kannski ég aðstoði eitthvað við yngri flokkana í KR. Ég fylgist að minnsta kosti með stráknum mínum sem er þar í 4. flokki.“ Alkunna er að Pétur er frá Akra- nesi en hann virðist orðinn mikill KR- ingur, eins og fleiri sem komið hafa til félagsins. „Ég hef aldrei falið það að ég er uppalinn á Skaganum og verð alltaf Skagamaður en ég hef eytt rúmlega sex árum hjá KR, sem leikmaður og þjálfari, og þegar maður hefur verið svo lengi í félaginu verður maður KR- ingur. Strax og ég kom varð ég það reyndar, það hefur ekkert breyst og breytist ekki.“ Hann vildi ekki fara með látum frá félaginu. „Það hefur loðað við margan þjálfarann og knattspyrnumanninn í gegnum árin, þar á meðal mig, að fara í fússi frá félögum og menn hafa jafnvel ekki talast við í mörg ár á eft- ir. Gjá hefur myndast, en ég var ákveðinn í tvennu, þegar ég tók við KR-liðinu; að ég skyldi verða Íslands- meistari og ég skyldi ganga sáttur frá félaginu þegar þar að kæmi. Það hef- ur nú gerst. Það skiptir mig miklu máli að geta komið í KR-heimilið með fullri reisn, fengið mér kaffisopa og rætt málin.“ Pétur segir að það sem KR-ingar þarfnist nú sé fyrst og fremst að ein- hver „berji þá saman“ og David Winnie sé betur til þess fallinn en hann sjálfur nú. „Það verður alltaf viss breyting við að skipta um þjálf- ara.“ Þú varst mjög rólegur í leiknum á móti Val sem endranær og kallar ógjarnan skilaboð inná völlinn til þinna manna eins og margir starfs- bræðranna. Er þetta meðvitað hjá þér? „Ég vandist því í atvinnumennsk- unni að það var ekki mikið kallað inn á völlinn. Auðvitað kemur fyrir að breyta þarf skipulagi og þá er þeim skilaboðum komið áleiðis, en í öllum öðrum tilfellum held ég að hróp og köll inn á völlinn trufli bara leikmann- inn. Ég man að menn sem ég lék með vissu stundum ekkert hvað þeir áttu að gera þegar var verið að kalla á þá; þetta ruglaði menn bara í ríminu. Mín skoðun er sú að þjálfari eigi að búa lið sitt vel undir leikinn og síðan ganga hlutirnir upp inni á vellinum eða ekki. Ég hef aldrei haft það fyrir vana að öskra mikið inn á völlinn. Ég skipu- legg leikinn vel fyrirfram og held ég breyti engu með hrópum og köllum. Ég er reyndar á því að menn heyri þetta varla hvort sem er; þeir eru að einbeita sér að leiknum. Vilji ég segja eitthvað við ákveðinn leikmann kalla ég í viðkomandi og segi honum frá því.“ Þú talar um að Winnie þurfi að berja KR-ingana saman og ert bjart- sýnn á að það takist. Ert þú kannski ekki nógu grimmur? Ekki nógu lag- inn við að ná mönnum í stuð fyrir leik? „Nei, nei. Ég held því hins vegar fram að þjálfari eigi ekki að þurfa að „peppa“ leikmenn upp fyrir leik. Ef leikmenn eru ekki tilbúnir til þess að fara inn á völlinn eiga þeir ekki að fara þangað. Þetta er reyndar svolítið öðru vísi þegar landsliðið á í hlut; það Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Töffarinn hefur þroskast mikið Pétur Pétursson hætti sem þjálfari knattspyrnuliðs KR á þriðjudaginn og hélt upp á 42 ára afmælið daginn eftir. Skapti Hallgrímsson ræddi við Pétur um ákvörðun hans og fleira á afmælisdaginn. 26 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.