Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 48

Morgunblaðið - 01.07.2001, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Söngleikur fluttur af nemendum Verslunarskóla Íslands Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning, miðaverð kr. 1.200 Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning Lau 7. júlí kl. 20 Sun 8. júlí kl. 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið HEDWIG KL. 20.30 Forsýning mið 4/7 UPPSELT Frumsýning fim 5/7 UPPSELT Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda örfá sæti laus Fös 13/7 Lau 14/7 Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN fim 5/7 nokkur sæti laus Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:                  !" #$%#&  '(  )%# %*+ !"  , -#    .!  */     (   '% $ %#01 231  & 4     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  HELSTI tónlistarmaðurBrasilíu á okkar tímum,og einn helsti tónlist-armaður Ameríkuálfa al- mennt, er Caetano Veloso. Þótt hann hafi aldrei talið sig tónlistar- mann að því hann segir sjálfur, frek- ar textasmið, hefur hann gefið út á fimmta tug af plötum á ferlinum, sem staðið hefur í á fimmta áratug og mótað brasilíska dægurtónlist meira en nokkur annar. Þeir sem um Veloso fjalla skipa honum gjarnan sess með stjörnum eins og Bob Dyl- an, Bob Marley og John Lennon, sem gefur ágæta mynd af stöðu hans í poppsögunni. Þetta er hér upp rifj- að til að draga upp skýra mynd af því við hvaða væntingar sonur hans, Moreno Veloso, þarf að glíma þegar hann sendir frá sér sína fyrstu sóló- skífu, Music Typewriter, um þessar mundir. Þeir sem hlusta af ráði á bras- ilíska tónlist átta sig snemma á því að þar getur allt gerst, allir tónlist- armenn brasilískir eiga það til að bregða á leik og hræra saman ólík- legustu stefnum og straumum. Á síðustu árum hafa þarlendir tónlist- armenn síðan tekið fegins hendi nýj- ungum í raftónlist, teknó, umhverf- ishljómum og naumhyggju. Moreno Veloso er þar engin undantekning, því ekki er bara að hann hefur á valdi sínu MBP-tónlistina sem faðir hans átti þátt í að búa til, Musica Populeira Brasiliana, og tropicalia, sem Veloso eldri var einnig með í að smíða, og á þeim grunni byggir Mo- reno Velosio og beitir rokkgíturum og rafhljóðum af smekkvísi Nýtískulegri straumar Platan hans Morenos Velosos yngir heitir Music Typewriter. Hún er álíka fjölbreytt og Veloso eldri er frægur fyrir á ferlinum, en á plötu Morenos eru nýtískulegri straumar. Líkt og Caetano beitir Moreno fyrir sig fjölmörgum tónlistarstefnum og sækir í þjóðaarf Suður-Ameríku og Karíbahafs, en hann lítur einnig til nýrra strauma í raftónlist og þá ekki í myljandi teknó, heldur frekar í danstónlist sem ekki er gott að dansa við. Moreno Veloso er elsta barn Caet- anos Velosos, varð 26 ára um daginn. Hann syngur líkt og faðirinn og lærði gítarleik í nokkur ár, en hann er einnig sleipur sellóleikari, var meðal annars sellóleikari í hljóm- sveit Carlinhos Browns, aukinheldur sem hann hefur leikið á slagverk fyr- ir föður sinn og Gilberto Gil, en einn- ig var hann um tíma trommuleikari í tilraunarokksveit. Moreno segist hafa lært tónlist af föður sínum sem vonlegt var, en þriggja ára gamall var hann farinn að syngja lög föður síns. Á unglings- aldri kom hann upp hljóðveri í félagi við vini sína og þeir hófu að hljóð- setja kvikmyndir og vinna efni fyrir sjónvarp og útvarp. Nánast fyrir tilviljun Hann segir svo frá að Music Type- writer hafi orðið til nánast fyrir til- viljun, enda hafi hann ekki verið starfandi með hljómsveit eða neitt slíkt í bígerð þegar kunningi hans, sem rekur nútímalistasafn í Sao Paulo, bað hann að leika tónlist við opnun sýningar. Hann kallaði á tvo félaga sína, Alexandre Kassin og Domenico Lancelloti, og þar sem þeim gekk svo bráðvel að setja sam- an nokkur lög og síðan að flytja þau opinberlega þótti gráupplagt að taka upp breiðskífu. „Við eigum allir hljóðver hver fyrir sig, en þar er allt- af fullt að gera og erfitt að fá sam- felldan tíma til að taka upp. Þeir Domenico og Kassin fóru því af stað upp í sveit að leita að húsi þar sem við gætum sett upp tæki og tekið upp, fóru inn í hús sem föl voru og klöppuðu og sungu til að finna besta hljóminn. Það hús fannst svo í fjöll- unum skammt frá Perryopolis og þótt kuldinn hafi verið að drepa okk- ur á húsið snaran þátt í því hvað platan heppnaðist vel.“ Moreno segir að sem Bras- ilíumenn séu þeir mjög vel meðvit- aðir um hefðina, sömbur og bossa nova. „Við þekkjum líka tölvur, raf- eindatónlist og tilraunamennsku og því gaf augaleið að blanda þessu tvennu saman.“ Hann segir að þeir félagar hafi ekki farið í hljóðver beinlínis til að taka upp plötu með lögum hans, en þegar upp var staðið átti hann flest laganna, auk þess sem þeir völdu nokkur lög eftir aðra sér til skemmtunar. Fjögurra nótna Disney-lag Caetano kemur sjálfur við sögu á plötunni, leikur á gítar í einu lagi, sem er endurgerð Morenos á lagi eftir Carmen Costa frá 1942, en mjúkur slagverkskliður sér til þess að fortíð og framtíð renna saman í þægilega heild á dæmigerðan bras- ilískan hátt. Það er svo við hæfi að lokalag diskins er dúett Morenos með Daniel Jobim, barnabarni Tom Jobim, en saman syngja þeir félagar lágstemmda sömbuútgáfu af I’m Wishing eftir þá Frank Churchill og Larry Morey úr Disney-myndinni um Mjallhvít. Moreno segir að þeir Daniel hafi heillast af laginu þegar þeir voru að horfa á kvikmyndina eitt sinn fyrir löngu, enda sé það sannkölluð perla. „I’m Wishing er fyrsta lagið í mynd- inni og í því eru bara þrjár nótur þar til undir lokin að sú fjórða bætist við. Við ætluðum ekki að trúa okkar eig- in eyrum og endurtókum lagið í sí- fellu þar til við fórum að syngja það saman. Það var því sjálfgefið að taka það upp þegar kom að því að ég gerði plötu.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Samruni fortíðar og framtíðar Fjölbreytnin í brasilískri tónlist er gríðarleg og tónlistarvinir þekkja þaðan sömbur, bossa nova, MBP, tropicalia, forró og dauðarokk, svo fátt eitt sé talið. Árni Matthíasson segir frá nýrri plötu Morenos Velosos, sem sýður saman brasilískar hefðir við rafeindatónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.