Morgunblaðið - 01.07.2001, Page 49

Morgunblaðið - 01.07.2001, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 49 GEISLAPLAT- AN sem hér er til umfjöllunar er til styrktar afar góðu málefni; rekstri unglingagöngu- deildar SÁÁ. Það er því með all- miklum trega sem ég skrifa þessa umfjöll- un mína um geislaplötu þessa sem Poppfrelsi heitir. Treginn kemur til af því hversu illa heppnuð platan er. Það er sorglegt að ekki skyldi hafa verið staðið betur að mál- um. Platan inniheldur 14 lög með hin- um ýmsu innlendu tónlistarmönnum, flestum í framvarðasveit hinnar ís- lensku skemmtanamenningar, en mér er illu heilli ekki skemmt. Tæknilega séð er ekki mikið að Poppfrelsi. Umgjörðin, hljóð, leikur og söngur eru yfirleitt í ágætu lagi, þannig séð. Það er innihaldið sem er vandamálið. Flestar smíðar og út- færslur einkennast af ófrumleika og andleysi; einhvers konar Popphelsi. Sálin á fyrsta lagið á Poppfrelsi og kallast það „Hinn eini sanni“. Sálar- vélin keyrir öruggt sem ávallt, en þessi lagasmíð Guðmundar Jónsson- ar er þó aðeins skugginn af flestu því sem frá þeim ágæta smellasmið hefur komið. Þá er texti Friðriks Sturlu- sonar við lagið afleitur og inniheldur fáránlegt líkingamál eins og „þótt þú bölvir eins og naut“! Það skyldi þó aldrei vera að búfénaður formælti? Nóg um það. Einar Ágúst á næsta lag, „Frelsi“, í félagi við Kristján Grétarsson. Lagið er heldur óspennandi og hallærislegt, en Einar syngur það þó ágætlega. Það er sungið um „frelsi til að lifa af“ og ég naumlega lifði af „Frelsið“, þ.e. lagið. „Púðurskot“, heitir framlag Lands og sona til Poppfrelsis og ber um margt nafn með rentu. Lagið er þó ekki alslæmt, en oft hafa Land og synir gert betri lög. Á móti Sól er ein af Sólarhljóm- sveitunum fjölmörgu og á á Popp- frelsi lagið „Star Wars“. Lagið er vel mótað popprokk með grípandi viðlagi þótt smíðin í heild sinni rísi nú ekki hátt. Hljómsveitin er greinilega í ágætis málum varðandi stílmótun og fróðlegt verður að fylgjast með henni á komandi misserum. Framlag Buttercup heitir „Von“ og er heldur klén smíð. Brú og viðlag eru nokkuð grípandi en byggð á of- notuðum formúlugrunni. Framsögn forsöngvara er fyrir neðan allar hellur í orðum eins og „áhyggjulaust“ sem verður í túlkun forsöngvarans að „áhykkjulaust“. „Ekki fara“, heitir lag Sóldaggar á Poppfrelsi og er alls ekki svo slæmt. Sóldögg hefur vel mótaðan stíl og Bergsveinn hefur afar einkennandi laglínusetningu. Línur hans eru oft grípandi en keimlíkar og þannig hljómar lagið, „Ekki fara“, bara rétt eins og enn eitt Sóldaggarlagið. Alls ekki slæmt, en bætir engu við. Framlag Írafárs heitir „Eldur í mér“ og er barasta ágætt. Það er eitthvað þægilegt og af- slappandi við lagið og söng Birgittu; ekki þessi rembingur sem oft vill brenna við hjá hljómsveit- um sem vilja vera móðins. Ég hefði þó kosið að heyra lagið í einfaldari útsetningu, án til að mynda hallær- islegra bakradda sem lýta í stað þess að lita. Landsþekkt „Birta“ Einars Bárðarsonar er á Poppfrelsi í órafmagnaðri útgáfu og kemur mun betur út en frumgerðin. Áðurnefndur rembingur er á bak og burt og laglín- an, haglega samsett, nýtur sín mun betur. Hallærisleikinn er þó enn í fullu gildi og verður allt að því nota- legur við hamskiptin. Hin bráðefnilega Jóhanna Guðrún syngur gamla Smokey Robinson smellinn „My girl“, snyrti- og Þor- steinslega þýddan af Karli Ágústi Úlfssyni sem „Maíkvöld“. Ágætt, en útsetningin er tilþrifalítil og stendur frumgerðinni að sjálfsögðu langt að baki, eins og títt er þegar endurgerð- ir eru annars vegar. Mér er framlag Housebuilders and Miss Margo algjörlega óskiljanlegt. Lagið, sem er Mána Svavarssonar, er danstónlistarættar og sungið á eng- ilsaxnesku. Útsetningin er með öllu óspennandi og í heildina hljómar framlagið eins og bakgrunnstónlist fyrir líkamsræktarstöðvar. Jagúar framreiða í félagi við Sesar A og Blazroca endurgerð á eigin stemmu, „Óskabörn“. Höfuðstefið, sem ég hélt reyndar alltaf að fengið hefði verið að láni, er grípandi og gott. Hér er það komið í þyngri og pumpulegri hryn og kirfilega rapp- skreytt. Þetta er að mörgu leyti fín- asta útfærsla en hvimleið þykir mér þó óskýrmælgin í rappinu; masið verður svolítið tilgangslaust ef ekk- ert skilst nema einstaka orð. Besta lagið og yfirhöfuð framlagið á Poppfrelsi er án efa „Niðurfall“ hljómsveitarinnar Ensími. Fínt lag og flott band. Ensími eru hreinlega á hærra plani hér og ofjarlar annarra á „Poppfrelsi“ þessu. Hljómsveitin Gos á þrettánda lag plötunnar, „Farðu“, og ég var að því kominn að hlýða kallinu. Byrjenda- bragur er á smíðinni sem er og til- gerðarleg. Rokksveitin rótgróna, Gildran, var á sínum tíma atkvæðamikil og með betri rokkböndum landsins. Ansi eru þeir nú þreyttir á Poppfrelsinu og loka því hér í viðeigandi verksmiðju- búningi. Lag þeirra, „Hringdans“, er í grunninn ekta Gildrusmíð, en út- setningin hentar laginu engan veg- inn. Hinn forritaði trommuhrynur er sérstaklega út í hött þegar Gildran er annars vegar. Þrátt fyrir að Poppfrelsi sé heldur slök geislaplata þá er sjálfsagt að hvetja alla til þess að styrkja mál- efnið sem útgáfan stendur fyrir. Mál- staðurinn er og verður góður og gild- ur. Popphelsi TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Poppfrelsi, geisladiskur með ýms- um íslenskum hljómsveitum og ein- herjum. Flytjendur eru Sálin, Einar Ágúst, Land og synir, Á móti sól, Buttercup, Sóldögg, Írafár, Two tricky, Jóhanna Guðrún, Housebu- ilders & Miss Margo, Jagúar ásamt Sesar A & Blazroca, Ensími, Gos og Gildran. Skipulagning og umsjón var í höndum Grétars Örvarssonar og Guðmundar Arnar Jóhanns- sonar en útgáfan er samvinnuverk- efni SÁÁ, Búnaðarbankans, Heklu hf. og Símans. POPPFRELSI Orri Harðarson Morgunblaðið/Arnaldur Birgitta, söngkona Írafárs, á Poppfrelsistónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöll. Micro - acne fyrir eftir Ingibjörg er búin að vera í Glycolic sýrumeðferð og Micro-acne og húðin orðin góð. Núna síðast fékk hún Tattoo á varir Upplýsingar í s. 561 8677

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.