Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓLIN lék við gesti Landsmóts UMFÍ í Tjarnargarðinum á Egils- stöðum í fyrradag en þar verða yfir helgina þrautir og leikir ætlaðir ungviðinu og öðrum glöðum hjört- um. Að sögn iðar bærinn af lífi og gestir í bænum eru um 10 þúsund. Landsmóti ungmennafélaganna, sem farið hefur fram síðustu daga á Egilsstöðum og víðar á Austur- landi, lýkur í dag. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mannlífið blómstrar á Egils- stöðum DRÖG að nýrri búfjársamþykkt í Reykjavík hafa valdið óánægju meðal bænda á Kjalarnesi, sem telja drögin vera aðför að búskap á Kjalarnesi og jafnvel brot á sauð- fjárveikivörnum. Á undanförnum árum hefur verið heimilað að sleppa sauðfé upp fyrir sameiginlega vörslugirðingu sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á þessari girðingu þannig að stórt beitarhólf hefur myndast á Mosfellsheiði og Hellis- heiði. Nú hafa verið unnin drög að nýrri búfjársamþykkt fyrir Reykja- vík, þar sem gert er ráð fyrir að sauðfjáreigendur í borginni megi sleppa fé í umrætt beitarhólf, en að öðru leyti munu þær reglur gilda að allt búfé skuli vera í girðingarhólf- um á ábyrgð búfjáreigenda. Búfjársamþykktin var samþykkt í borgarráði 5. júní sl. og hefur verið vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Í bréfi sem bændur fengu frá skrifstofu borg- arverkfræðings segir að markmið samþykktarinnar sé að „undirstrika ábyrgð búfjáreigenda og að stuðla að aukinni umhverfisvernd, fegrun umhverfisins og sátt milli búfjáreig- enda og annarra íbúa á höfuðborg- arsvæðinu. Með hliðsjón af fram- ansögðu eru það vinsamleg tilmæli að búfé verði ekki sleppt í Esjuhlíð- ar í sumar, nema þá í afgirt hólf.“ Bændur á Kjalarnesi eru afar ósáttir með breytingarnar sem reglugerðin veldur á búskap þeirra og sendu borgarverkfræðingi ítar- legar athugasemdir þar sem kemur m.a. fram að í sameiningarferli Reykjavíkur og Kjalarneshrepps hafi þess sérstaklega verið getið og um það samið að sérstaða Kjalar- ness sem landbúnaðarhéraðs skuli fá að halda sér. Samþykki sauðfjárveikivarna liggur ekki fyrir Í athugasemdum Haralds Jóns- sonar, bónda í Varmadal á Kjal- arnesi, segir að Mosfellsheiði geti ekki tekið við öllu fé frá Kjalarnesi og Mosfellsbæ þar sem gróður fyrir svo margt fé, sem mun vera á fjórða þúsundið, sé ekki fyrir hendi. Að auki er bent á að fyrir utan svæðið við Leirvogsvatn sé Mosfellsheiðin og mikill hluti Hellisheiðar algjör- lega vatnslaus. Haraldur segir að sér sé ekki kunnugt um að sam- þykki sauðfjárveikivarna liggi fyrir um að fé frá Kjalarnesi, Mos- fellsbæ, Þingvallasveit, Grafningi, Ölfusi, Reykjavík og Kópavogi og fleiri stöðum sé rekið á einn sameig- inlegan stað, beitarhólf, enda telji hann það mjög varhugaverða að- gerð, „og beinlínis ranga, þó ekki væri nema vegna sjúkdómavarna,“ segir Haraldur. Hann telur einnig undarlegt að ekki hafi verið rætt við bændur eða búfjáreigendur, hvorki í Mosfellsbæ eða á Kjalarnesi, um nýju beitar- hólfin. Haraldur mótmælir því að samþykktin skuli fyrst send út 8. júní og frestur til að skila athuga- semdum veittur í fimm sólarhringa. „Þar af voru aðeins tveir virkir dag- ar sem er alltof skammur tími og slík vinnubrögð verður að átelja harðlega.“ Bændurnir gera einnig athuga- semd við 5. gr. samþykktanna, þar sem gert er ráð fyrir að uppsetning og viðhald vörsluhólfa skuli vera á ábyrgð vörsluaðila búfjárins. Í skriflegum athugasemdum segir: „Það fær ekki staðist að sveitar- félög setji upp beitarhólf og síðan eigi fjáreigendur eða vörslumenn að bera alla ábyrgð. Sveitarfélög geta ekki skotið sér með þessum hætti undan ábyrgð og eftirliti með búfé og beitarhögum, svo sem ráð er fyr- ir gert í samþykktinni. Þá er grein- in afar óskýr og illa samin og býður óbreytt upp á mistúlkun og jafnvel vísvitandi rangtúlkun.“ Afréttarmál Kjalnesinga og girðingarhólf á Mosfellsheiði Bændur óánægðir með nýja búfjársamþykkt HJARTSLÁTTARNEMI sem not- aður er til að finna orskakir óút- skýrðra yfirliða var settur í sjúk- ling hér á landi í fyrsta sinn fyrir skömmu og með hjálp tækisins hafa læknar nú komist að því hvað veldur yfirliðum sjúklingsins. Verð- ur tæki þetta nú tekið í notkun hér á landi í sambærilegum tilfellum. Um var að ræða karlmann á sex- tugsaldri sem hafði ítrekað fallið í yfirlið, án þess að orsakir þess hefðu verið greindar, og orðið fyrir miklum óþægindum af þeim sökum. Fyrir tæplega tveimur mánuðum var umræddum hjartsláttarnema komið fyrir með einfaldri aðgerð sem fólst í því að tækinu var stung- ið undir húð hans í gegnum tveggja sentímetra skurð á brjósti. Neminn fylgist stöðugt með hjartslættinum og hefur honum verið líkt við svo- kallaða svarta kassa í flugvélum. Um hálfrar mínútu hjartastopp við yfirlið Davíð O. Arnar hjartalæknir gerði aðgerðina, ásamt Bjarna Torfasyni, og segir að með hjálp tækisins hafi komið í ljós að orsakir yfirliða mannsins voru verulegar hjartsláttartruflanir og að gangráði hafi þegar verið komið fyrir í hjarta hans. Þannig sé viðbúið að vandi hans sé leystur. „Á strimli úr hjarsláttarneman- um sést að þegar yfirlið átti sér stað varð um hálfrar mínútu hjartastopp, sem orsakaði yfirlið- ið,“ segir Davíð. „Okkur hafði grunað að orsök yf- irliða þessa manns væru frá hjart- anu, en þrátt fyrir verulega ítarleg- ar rannsóknir hafði ekki tekist að sýna fram á neitt óeðlilegt. Það er mjög erfitt að sýna fram á að stöðvun hjartsláttar í einhvern tíma valdi yfirliði því allt getur verið eðlilegt inni á milli. Þess vegna er oft mjög erfitt að finna orsakir yf- irliða sem verða á nokkurra mán- aða fresti. Því er þetta tæki afar hjálplegt því það vaktar hjartslátt- inn stöðugt og gerir það í allt að 14 mánuði.“ Fólk fellur ekki í yfirlið eftir pöntun Umræddur sjúklingur féll í yf- irlið um sex vikum eftir að tækinu var komið fyrir. Skoðaði Davíð hann nokkrum dögum seinna og gat þá lesið út úr tækinu að hjartað hafði stoppað í um 30 sekúndur þegar yfirliðið átti sér stað. „Þegar erfiðlega gengur að greina orsakir yfirliða er náttúr- lega langbest að sjá hvað hjartað er að gera þegar líður yfir fólk. En fólk fellur náttúrlega ekki í yfirlið eftir pöntun. Með tækinu getum við tengt saman einkenni, sem í þessu tilfelli er yfirlið, við það sem við lesum út úr tækinu. Í umræddu til- felli komumst við að því hvað hafði valdið vandamálinu og síðan var vandamálið meðhöndlað með því að maðurinn fékk hjartagangráð sem grípur inn í og kemur í veg fyrir að hann fái svona hægataktsköst,“ segir Davíð. Hann segir víst að tækið verði notað áfram hér á landi í sambæri- legum tilfellum, það er að segja erfiðum tilfellum þar sem búið er að reyna aðrar aðferðir til grein- ingar til þrautar. Hjartsláttartruflanir orsökuðu yfirlið Ný tækni gef- ur góða raun Tækinu er stungið undir húð í gegnum tveggja sentímetra skurð á brjósti. Neminn fylgist stöðugt með hjartslættinum og hefur verið líkt við svokallaða svarta kassa í flugvélum. Morgunblaðið/Ásdís LÖGREGLUUMDÆMIN á Norðurlandi hafa í sumar með sér samstarf um eftirlit á þjóð- vegum og skiptast á að gera menn út af örkinni í þeim er- indagjörðum. Lögreglumenn frá Húsavík og Ólafsfirði höfðu á föstudag afskipti af 13 ökumönn- um vegna of hraðs aksturs og hafði lögreglan á Húsavík á orði að svo virtist sem hraðakstur hefði aukist. Margir voru stöðvaðir í al- mennu eftirliti og sagði lögregla að í flestum tilfellum hefði allt verið með mesta sóma, réttindi í lagi og belti almennt spennt. Þá hefði verið áberandi hversu vel var hugað að öryggi barna í bíl- um hjá fólki en umferð hefði ver- ið mikil og margir á ferðalögum. Yfirumsjón með samstarfi lög- reglustöðvanna er að þessu sinni í höndum yfirlögregluþjóns á Akureyri en stöðvarnar skiptast á um að sjá um samstarfið á milli ára. Annars var fremur ró- legt á Húsavík en þó hafði verið kveikt í bílhræjum á öskuhaug staðarins í óleyfi á föstudag og var slökkvilið kallað til vegna þess. Samvinna lögreglu á Norðurlandi Aukið þjóðvegaeftirlit AÐEINS hluti þeirra bréfdúfna, sem tóku þátt í keppni Bréf- dúfnafélags Reykjavíkur fyrir nokkru frá Grímsstöðum á Fjöll- um, hefur skilað sér heim til eig- enda sinna. Kunnugir telja að um fimmtíu dúfur hafi tvístrast um landið þegar fálkar komust í hóp- inn. „Ég var með 19 dúfur í keppn- inni og af þeim hafa 9 skilað sér á einn eða annan hátt. Mig vantar enn 10,“ segir Eggert Hörgdal Snorrason bréfdúfnabóndi og bætir við að nokkrar dúfur hafi fundist á skipum um 100 sjómílur suðvestur af landinu. Að sögn hans lentu tvær á togara og segir hann að hinar muni fara í sjóinn þar sem þær hafi ekki burði til að fljúga alla leið til Færeyja. Aðspurður segist Eggert ekki vongóður um að fleiri dúfur muni skila sér heim til eigenda sinna og segir líkurnar minnka með hverjum deginum. Hann segir að þegar dúfur lendi í slíkum hremmingum verði þær mátt- farnar því þær séu ekki vanar að bjarga sér útivið. Hann segir ein- ungis eina af hverjum tuttugu til þrjátíu dúfum finna sér æti og geta þannig byggt sig upp fyrir flug. Hverfandi líkur á að fleiri dúfur finnist Morgunblaðið/Davíð Pétursson Fyrir skömmu fundu systkinin Guðmundur og Kristín Sverrisbörn frá Fitjum í Skorradal merkta dúfu á kafi í lúpínubreiðu. Dúfan var það horuð og máttfarin að hún gat ekki flogið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.