Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK
44 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn Í dag
er væntanlegt Meteor
og farþegaskipin Col-
umbus og Maxim Gork-
iy sem fara aftur út
ásamt Quest. Á morgun
eru væntanleg Arkona
og Saga Rose.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga:
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og
síðan á klukkustundar
fresti til kl. 17.30.
Kvöldferðir eru föstu-
og laugardaga.: til Við-
eyjar kl. 19, kl. 19.30 og
kl. 20, frá Viðey kl. 22,
kl. 23 og kl. 24. Sérferðir
fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Viðeyjarferj-
an, sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og kl.
16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. sími:
892-0099.
Mannamót
Aflagrandi 40 og
Hraunbær 105. Sumar-
ferð verður farin á
Nesjavelli miðvikudag-
inn 18. júlí. Lagt af stað
frá Aflagranda 40 kl. 13
og frá Hraunbæ 105 kl.
13.30. Ekið um Línuveg
til Nesjavalla og skoð-
unnarferð um stöðina.
Kaffihlaðborð í boði
Orkuveitu Reykjavíkur.
Komið við á Ljósafossi
og þar skoðuð útskurð-
arsýning á vegum Þjóð-
minjasafns Íslands. Til
baka um Grafning og
Mosfellsheiði. Síðasti
skrásetningardagur
mánudaginn 16. júlí. Í
Aflagranda í síma 562-
2571 og í Hraunbæ í
síma 587-2888.
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1 og Hæðargarð-
ur 31. Fimmtudaginn
19. júlí verður farið í
ferð á Þingvelli og
Laugarvatn. Ekið verð-
ur um línuveg og Grafn-
ing til Þingvalla. Þaðan
verður farið að Laugar-
vatni þar sem drukkið
verður kaffi á veitinga-
húsinu Lindinni. Til
baka verður farið um
Grímsnes og Hellis-
heiði. Leiðsögumaður
Anna Þrúður Þorkels-
dóttir. Lagt verður af
stað frá Norðurbrún 1
kl. 12.30 og síðan verða
teknir farþegar í Furu-
gerði og Hæðargerði.
Skráning í Norðurbrún
568-6960, í Furugerði
553-6040 og Hæðar-
garði 568-3132.
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 10 boccia, kl. 14
félagsvist, kl. 12.30 bað-
þjónusta.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9-12 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia, kl.
13.30-16.30 opin smíða-
stofan/útskurður, kl.
13.30 félagsvist, kl. 10-
16 púttvöllurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9-16 almenn
handavinna, kl. 9.30-11
morgunkaffi/dagblöð,
kl. 10 samverustund, kl.
11.15 matur, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fótaaðgerðir
mánud og fimmtud.
Uppl. í síma 565-6775.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.3018, s.: 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð, kl. 9.30 hjúkrun-
arfræðingur á staðnum,
kl. 10 verslunin opin, kl.
11.20 leikfimi, kl. 11.30
matur, kl. 13 handa-
vinna og föndur, kl. 15
kaffiveitingar.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli þriðjudaginn
kl. 14 til 16.00. Orlofið í
Hótel Reykholti í Borg-
arfirði 26.-31. ágúst nk.
Skráning og allar upp-
lýsingar í símum ferða-
nefndar 555-0416, 565-
0941,565-0005 og 555-
1703 panta þarf fyrir 1.
ágúst. Félagsheimilið
Hraunsel verður lokað
vegna sumarleyfa
starfsfólks til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10.00-13.00. Matur í
hádeginu. Sunnudagur:
Dansleikur kl. 20.00
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13.00. Mið-
vikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Hlemmi kl.
9.45. Eigum tvö sæti
laus vegna forfalla í 6
daga ferð um Eyja-
fjörð-Skagafjörð og
Þingeyjarsýslur. 26.
-31. júlí. Ákveðið hefur
verið að fara aðra
hringferð um Norð-
austurland 20. ágúst
nk.vegna mikilla eftir-
spurnar, ef næg þátt-
taka verður. Þeir sem
hafa skráð sig á biðlista
eru vinsamlegast beðn-
ir að hafa samband við
skrifstofu FEB. Silfur-
línan er opin á mánu-
dögum og miðvikudög-
um frá kl. 10.00 til 12.00
f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB kl. 10.00 til
16.00 í síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á morgun. Sund- og
leikfimiæfingar á veg-
um ÍTR í Breiðholts-
laug á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 9.30.
Púttvöllurinn er opinn
virka daga kl. 9–18,
kylfur og boltar til leigu
í afgreiðslu sundlaugar-
innar. Allir velkomnir.
Veitingabúð Gerðu-
bergs er opin mánudaga
til föstudaga kl. 10-16.
Félagsstarfið lokað
vegna sumarleyfa frá 2.
júlí-14. ágúst.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Á morgun kl.
9-11 morgunkaffi, kl. 9-
12 hárgreiðsla, kl. 11.30-
13 hádegisverður, kl. 14
félagsvist, kl. 15-16 eft-
irmiðdagskaffi.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9.30-12. Þjóðdansa-
sýning norrænna ung-
menna í Gjábakka
föstud. 20. júlí kl. 15.
Aðgangur öllum opinn
án endurgjalds. Vöfflu-
kaffi selt í Gjábakka.
Gullsmári. Lokað vegna
sumarleyfa til 7. ágúst.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 10 bænastund, kl.
13 hárgreiðsla, kl. 13.30
til 14.30 gönguferð.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun,
fótaaðgerðir, kl. 13 spil-
að.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðarstofan lokuð 16.-
20. júlí. Vinnustofur lok-
aðar í júlí vegna sumar-
leyfa. Bókasafnið opið
kl. 12-15, ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9 dagblöð og kaffi,
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 almenn
handavinna, kl. 10- 11
boccia, , kl. 11.45 matur,
kl. 14.30 kaffi.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smiðjan og hár-
greiðsla, morgunstund
og almenn handmennt,
kl. 10 fótaaðgerðir, kl.
11.45 matur, kl. 13 leik-
fimi og frjáls spil, kl.
14.30 kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu. Skrifstofan
lokuð vegna sumarleyfa
frá 16. júlí til 7. ágúst.
Sumarleyfisferð Úti-
vistar 21.-25. júlí (5 dag-
ar) Sprengisandur-
Norðurland-Grímsey.
Ný öku- og skoðunar-
ferð, hálendisleiðir,
eyðibyggð, eyjar o.fl.
Ferð við allra hæfi. Far-
arstjóri: Anna Soffía
Óskarsdóttir. Uppl. á
skrifstofunni að Hall-
veigarstíg 1, sími: 561-
4330.
GA-fundir spilafíkla,
eru kl. 18.15 á mánudög-
um í Seltjarnarnes-
kirkju (kjallara), kl.
20.30 á fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA Síðu-
múla 3-5 og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laugar-
dögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis eru
með fundi alla mánu-
daga kl. 20 á Sólvalla-
götu 12, Reykjavík.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn, verður á
morgun kl. 10 við Arn-
arbakka.
Í dag er sunnudagur 15. júlí, 196.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Sannlega segi ég yður: Hver sem
tekur ekki við Guðs ríki eins og
barn, mun aldrei inn í það koma.
(Mark. 10,15.)
MIKIÐ er ég óánægð með
störf áreitinefndar Félags-
þjónustunnar í Reykjavík.
Ég leitaði til hennar eftir að
hafa lent í einelti á vinnu-
stað af yfirmanni mínum
þau tvö ár, sem ég starfaði
þar. Ég lagði öll mín mál
fram tvisvar sinnum á
fundum með þremur per-
sónum, sem hlustuðu á mál
mitt. Mér líður það illa, að
ég er ekki tilbúin að sækja
um nýtt starf. Ég hélt ég
mundi fá aðstoð áreiti-
nefndar og að ég gæti litið í
spegil og sagt: „Ég hef ekki
gert neitt ljótt af mér.“ En
ég sit ennþá með sektar-
kennd um að ég sé ómögu-
leg manneskja, því aldrei
heyrði ég frá áreitinefnd
meir. Ég vona að þeir sem
lenda í sams konar erfið-
leikum, séu duglegri en ég.
Þetta er slæm líðan, svo
ekki sé meira sagt.
Kona.
Ávísanir eru
líka peningar
HINN 5. júlí sl. fór tengda-
móðir mín í Vero Moda í
Kringlunni til þess að
sækja fyrir mig bol sem ég
hafði látið taka frá fyrir
mig. Þegar að greiðslu
kom, rétti hún fram ávísun
að upphæð 1.390 krónur,
sem ég hafði skrifað með
tilheyrandi tékkaábyrgðar-
númeri. Afgreiðslustúlkan
heimtaði þá að fá að sjá
skilríki hennar, svo hún
hefði eitthvað í höndunum
reyndist ekki innstæða fyr-
ir ávísuninni. Skelkuð rétti
tengdamóðir mín fram
veskið sitt með Visa-korti í
og hóf þá stúlkan að skrifa
niður númerið á kortinu.
Þegar tengdamóðir mín
spurði hana hvað hún væri
eiginlega að gera, sagðist
hún vera að afla sér trygg-
ingar ef ske kynni að ávís-
unin væri fölsuð eða inn-
stæðulaus. Tengdamóðir
mín heimtaði þá að stúlkan
strikaði yfir númerið, enda
ekki nokkur fótur fyrir því
að hún gengi í ábyrgð fyrir
því ef að ég væri að stunda
ávísanafals. Eftir nokkurt
orðahrak strikaði afreiðslu-
stúlkan yfir númerið
hneyksluð yfir framferði
tengdamóður minnar.
Ég vil með þessu bréfi
mínu benda þessari ágætu
stúlku og hennar yfirmönn-
um á það að Íslandsbanki
ábyrgist allar ávísanir und-
ir 10.000 krónum sé tékka-
ábyrgðarnúmeri framvísað.
Ég vil líka benda henni á
það að ávísanir eru ennþá
peningar og var ávísunin
fyllt út eftir reglum bank-
ans samviskusamlega með
tilheyrandi tékkaábyrgðar-
númeri. Svona framkoma
er henni og Vero Moda
versluninni til háborinnar
skammar svo ekki sé
minnst á upphæðina sem
hún var að tryggja að yrði
ekki stolið af sér. Þetta fólk
ætti að kynna sér betur
reglur bankanna um ávís-
anir.
Virðingarfyllst,
Kristín Björg Einars-
dóttir Laufrima 6, 112
Reykjavík.
Um vísnaþætti
VÍSNAKLAMBRARI
vestan úr Ísafjarðardjúpi
vann sér það helst til
frægðar í febrúar sl. að fá
birtar í Morgunblaðinu níð-
vísur, einkum um forsætis-
ráðherrann.
Nú er hann enn á ferð-
inni, enda telur hann sig
hafa fengið mikla hvatn-
ingu símleiðis, sennilega
frá rauðum og róttækum,
því hann tekur upp hansk-
ann fyrir vinstrigræna, sem
veita m.a. gömlum og eld-
rauðum stalínistum húsa-
skjól um þessar mundir.
Það væri vissulega vel til
fundið að Morgunblaðið
birti öðru hvoru vel orta
vísnaþætti. Hins vegar eiga
níð og illkvittni ekkert er-
indi í slíka þætti.
Vísnavinur.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR kassavanir sjö vikna
kettlingar fást gefins á góð
heimili. Upplýsingar í síma
862 6709.
Pésa vantar
heimili
PÉSI er ársgamall brönd-
óttur fress. Hann er hálfur
skógarköttur, mjög falleg-
ur. Pési er geltur. Hann
fæst gefins á gott heimili
vegna ofnæmis. Upplýsing-
ar í síma 899 8767.
Kannast einhver
við kisuna?
ÞESSI læða fannst um
miðnætti 3. júlí sl. á brúnni
á Miklubraut og Snorra-
braut. Hún er mjög sérstök
á litin og hún er ómerkt. Ef
einhver veit hvar hún á
heima, vinsamlegast hafið
samband í síma 551 0539
eða við Kattholt, sími 567
2909.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Um einelti
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 örþunn, 8 rúmið, 9
koma á ringulreið, 10
elska, 11 hreinar, 13 eld-
stæði, 15 fugls, 18 baslar
við, 21 gerist oft, 22 lag-
legur, 23 endurtekið, 24
land.
LÓÐRÉTT:
2 telur, 3 dysjar, 4 þjón-
ustustúlka, 5 blökkumað-
ur, 6 viðauki, 7 heimili, 12
sár, 14 rödd, 15 róa, 16
votur, 17 dreng, 18 stétt,
19 dáin, 20 lítilfjörlega.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 karms, 4 gusan, 7 ljúka, 8 ófátt, 9 rif, 11 afar,
13 ýsur, 14 ofnar, 15 fork, 17 afls, 20 err, 22 lútan, 23 eit-
ur, 24 narra, 25 meina.
Lóðrétt: 1 kelda, 2 rjúpa, 3 skar, 4 gróf, 5 stáss, 6 nætur,
10 innir, 12 rok, 13 ýra, 15 fýlan, 16 ritar, 18 fatli, 19
syrpa, 20 enda, 21 reim.
K r o s s g á t a
Víkverji skrifar...
LÖNGU, mjóu franskbrauðin semFrakkar kalla baguettes hafa
lengi verið í uppáhaldi hjá Víkverja.
Hann gladdist því mjög þegar þau
fóru að fást hérlendis. Bakarar Hag-
kaupa hafa lengi boðið upp á góð
baguette, en nú bregður svo við að
þau hafa minnkað, þó enn sé boðið
upp á „gamla, góða verðið“. Hvers
vegna skyldu brauðin góðu hafa
minnkað að umfangi?
x x x
VÍKVERJI leyfir sér enn einusinni að hvetja forráðamenn
sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar að
bjóða áskrifendum stöðvarinnar upp
á fleiri leiki frá spænsku deildar-
keppninni í knattspyrnu næsta vet-
ur. Varla hægt að bjóða betri
skemmtun.
Besti knattspyrnumaður heims að
margra mati, Frakkinn Zinedine
Zidane, fór á dögunum frá Juventus
á Ítalíu til Real Madrid á Spáni og
vakti það mikla athygli, enda greiddi
Real meira fyrir hann en nokkru
sinni áður hefur verið greitt fyrir
knattspyrnumann; andvirði rúmlega
6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrir
réttu ári keypti sama lið portúgalska
snillinginn Luis Figo frá erkifjend-
unum í Barcelona á rúmega 5 millj-
arða! Ótrúlegt en satt.
Úrslitaleikur Meistaradeildar
Evrópu næsta vor verður 15. maí á
Hampden Park í Glasgow, þar sem
frægasti Evrópuúrslitaleikur sög-
unnar fór fram 18. maí 1960, þegar
Real Madrid sigraði Eintracht
Frankfurt 7:3. Þá skoraði ungverski
galdramaðurinn Ferenc Puskas
fjögur mörk fyrir Real og argent-
ínski snillingurinn Alfredo di Stefano
þrjú, en hann er nú heiðursforseti
Madrídarliðsins. Í höfuðborg Spánar
gælir fólk nú við að Zidane og Figo
geri fyrir Real það sem Puskas og di
Stefano gerðu á árum áður.
x x x
VIÐSKIPTAVINIR Amazon-netbókaverslunarinnar í
Bandaríkjunum eru hrifnir af verk-
um Halldórs Laxness, ef marka má
upplýsingar sem fram koma á heima-
síðu verslunarinnar á Netinu. Vík-
verji undrast þetta vitaskuld ekki, en
hefur alltaf jafngaman af því að
fylgjast með hvernig útlendingar
taka verkum skáldsins og annarra ís-
lenskra rithöfunda.
Á Amazon-síðunni getur fólk
skrifað ritdóma um bækur og gefið
þeim einkunnir. Sem dæmi má nefna
að „meðaleinkunn“ lesenda um Sjálf-
stætt fólk er fjórar og hálf stjarna af
fimm mögulegum. Samsvarandi ein-
kunn um Atómstöðina eru fjórar
stjörnur en skv. þessari könnun er
Salka Valka í mestum metum verka
meistarans þar vestra. Meðalein-
kunn hennar er hvorki meira né
minna en fimm stjörnur.
x x x
VELGENGNI Akureyrarliðannatveggja, Þórs og KA, í 1. deild
karla í knattspyrnu er gleðiefni. Vík-
verji, sem fylgst hefur með Íslands-
mótinu í knattspyrnu mjög lengi, er
á þeirri skoðun að lið frá Akureyri sé
bókstaflega nauðsynlegt í efstu deild
karla.
x x x
ÞAÐ er vel til fundið hjá eigend-um útvarpsstöðvarinnar
Stjörnunnar, sem sendir út á FM
107,7, að leggja áherslu á tónlist fyrir
börn. Börn Víkverja eru ákaflega
hrifin þegar stillt er á Stjörnuna þeg-
ar fjölskyldan bregður sér í bíltúr.