Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 41
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 41
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir 478 8962
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 451 2618 894 8469
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Jónína M. Sveinbjarnardóttir 566 6082 868 7654
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Ólöf Þórhallsdóttir 486 1136 862 1924
Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400
Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234
Neskaupstaður Sveinbjörg Guðjónsdóttir 477 1841 896 0326
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962
Neskaupstaður Bjarney Ríkharðsdóttir 477 1687
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Stefanía Jónsdóttir 465 1179
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Jóhanna Konráðsdóttir 423 7708
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815
Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Gunnar Már Sigurgeirsson 456 2672
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
STRÍÐ af öllum gerðum hafa ver-
ið fylgifiskar mannkynsins frá
örófi alda. Sérhver kynslóð hefur
lagt sögunni til nýjan kapítula
ófriðar og óhugnaðar. 20. öldin –
öld menntunar, vísinda og tækni –
er þar engin undantekning nema
síður sé. Hún „státar af“ tveimur
heimsstyrjöldum, þúsundum stað-
bundinna átaka og milljónum
voðaverka. Hæst ber máske hel-
förina gegn gyðingum, sem kost-
aði sex milljónir saklausra manna
lífið.
Dæmi vóru þess að hermenn úr
síðari heimsstyrjöldinni, sem við-
skila urðu við herflokka sína á af-
skekktum eyjum, fóru huldu höfði
árum og jafnvel áratugum saman
eftir að styrjöldinni lauk, haldandi
að þeir stæðu enn í stríði við óvin-
ina. Þessi veruleiki varð Tómasi
Guðmundssyni að yrkisefni í
kvæðinu Friður (Heim til þín Ís-
land 1978):
Öðru hverju í afskekktum frumskógi,
austur í löndum hittast menn,
sem fóru í mannsaldur huldu höfði
haldandi að styrjöldin geysi enn.
Skáldið spyr síðan stórrar
spurningar í síðara erindi ljóðsins,
sem enn hljómar í eyrum:
Oss finnst að sjálfsögðu furðu gegna
slík fávísi, en hvað um alla þá,
sem ennþá trúa því fullum fetum
að friður sé löngu kominn á?
Ríkir friður í veröldinni á mót-
um árþúsunda? Hvað um átökin í
miðri menningarálfunni, Evrópu,
átökin í fyrrum Júgóslavíu og
Makedóníu? Hvað um átökin fyrir
botni Miðjarðarhafsins – á bibl-
íuslóðum? Hvað um darraðardans-
inn í mörgum Afríku- og Asíuríkj-
um? Hvað um hryllingsverk öfga-,
ofstækis- og hryðjuverkahópa?
Hvað um þær milljónir sem nú
„standa á aftökupalli“ eitur-
lyfjasala, „sölumanna dauðans“?
Erum við Íslendingar innan eða
utan vítahrings eiturs- og voða-
verka? Þannig má lengi spyrja.
Mönnunum nægir ekki að
„höggva mann og annan“. Þeir
leiða og dýrin á spennuvöll bar-
dagans. Forfeður okkar höfðu
yndi af hestaati. Suður-Am-
eríkumenn dagsins í dag finna
sumir hverjir gleði sína í hanaati,
þar sem „leikið“ er til dauða.
Matthías Johannessen kemst svo
að orði í frásöguþættinum „Síðasti
víkingurinn“ (Nítján smáþættir,
Bókaútgáfan Þjóðsaga 1981):
„Honum þótti tilkomumikið, þegar
hann heyrði að bændurnir í Suður-
Ameríku hefðu í síðasta stríði skírt
hanana sína hershöfðingjanöfnum,
eins og Montgómery, Patton, Eis-
enhower og Timosjenkó. Það átti
vel við, fannst honum. Ekkert átti
raunar betur við að hans dómi en
hershöfðingjar í hanaslag …“
Fleiri en hershöfðingjar iðka
hanaslag í byrjun 21. aldar. Já,
flest iðkum við einhvers konar
hanaslag við náungann eða sam-
félagið. Sem betur fer er sá hana-
slagur oftar en ekki hættusmár.
En grunnt er á stundum á öfgum
og ofstæki, sem leitt geta til þess
að „bræður munu berjast og að
bönum verða“ eins og segir í Völu-
spá.
Í tvö þúsund ár hefur mann-
kynið haft í höndum lykilinn að
friði, án þess að nýta hann sem
vera bar, boðskap Krists: Það sem
þér viljið að aðrir menn gjöri yður
– það skuluð þér og þeim gjöra.
Lykillinn að friði er gjörður úr trú,
von og kærleika. Af þessu þrennu
er kærleikurinn mikilvægasta lyk-
ilefnið – bezti áttavitinn. Vonandi
tekst samkomulag um það á 21.
öldinni, að nýta þennan lykil
Krists, sem einn getur opnað dyr
friðar – alheimsfriðar. Sú á að vera
bæn okkar bæði kvölds og
morgna.
Vel fer á því að hver og einn
leggi eigin lóð á vogarskálarnar
með því að stuðla að friði í eigin
samfélagi, eigin fjölskyldu, eigin
sál og sinni. „Lát ekki hið vonda
yfirbuga þig, heldur sigra þú illt
með góðu,“ sagði Páll postuli.
Löngu fyrr sagði hinn vitri Sal-
ómon: „Sá sem stjórnar geði sínu
er meiri en hinn sem vinnur borg-
ir.“ Sá sem býr að hugarró og sál-
arfriði er betur skóaður á göng-
unni til birtu og farsældar en hinn,
sem elur hatur og heift í brjósti.
„Guð er bara í einnar bænar fjarlægð.“
Stríð og friður
Styrjaldir hafa fylgt mannkyninu frá
örófi alda. Stefán Friðbjarnarson spyr
þeirrar spurningar, hvort 21. öldin færi
okkur til varanlegs friðar.
CARL Steinitz, prófessor við
landslagsarkitektadeild Harvard-
háskóla, mun halda tvo fyrirlesta
um mat á landslagi í næstu viku.
Þriðjudaginn 17. júlí kl. 13.00 í
Norræna húsinu verður fyrirlestur
um almennar aðferðir við sjónrænt
mat á landslagi. Sunnudaginn 22.
júlí kl. 13.00 í Norræna húsinu
mun Steinitz fjalla um mat á lands-
lagi á hálendi Íslands, eftir að hann
hefur ferðast um hálendið til að
kynna sér þetta efni sérstaklega.
Fyrirlestarnir eru í boði Verk-
efnisstjórnar rammaáætlunar um
nýtingu vatnsafls og jarðvarma og
Háskóla Íslands og eru öllum opn-
ir.
Landslag er einn þeirra þátta
sem taka þarf tillit til þegar virkj-
unarkostir eru metnir og flokkaðir.
Engin ákveðin viðmið eru hinsveg-
ar til um með hvaða hætti hægt sé
að meta landslag. Á vegum ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma hefur verið unnið að því
undir stjórn Þóru Ellenar Þór-
hallsdóttur prófessors að þróa leið-
ir til að meta landslag. Á síðasta
ári var haldin ráðstefna og hádeg-
isfyrirlestur um þetta efni sem
vakti mikla athygli. Carl Steinitz
er hér á landi til að veita ráðgjöf
um frekari þróun á þeirri aðferða-
fræði sem beita á við gerð ramma-
áætlunarinnar.
Upplýsingar um vinnu Steinitz
er að finna á www.gsd.har-
vard.edu/faculty/steinitz/stein-
itz.html.
Harvardprófessor fjallar
um íslenskt landslag
ÞJÓNUSTA FRÉTTIR
10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber-
te@islandia.is
FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s.
423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir
samkomulagi.
GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar
frá kl. 9–19.
GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík.
Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S.
551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13.
ágúst.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar
opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17.
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Frá 21.5. til 19.8. er opið sem hér segir: mán.–fös. kl. 9–
17, lau. 10–14. Sun. lokað. Þjóðdeild og handritadeild lok-
aðar á laugard. S: 525 5600, bréfs: 525 5615.
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op-
ið eftir samkomulagi. S. 482 2703.
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema
mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og
Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er
alltaf opinn.
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán.
Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla
virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16.
Aðgangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internet-
inu: http//www.natgall.is
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
THE REYKJAVÍK ART MUSEUM
Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105
ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191
Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn-
@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu-
daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 –
101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/
E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykja-
vik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–mið-
vikudaga 11–18 Fimmtudaga 11–19
Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105
Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista-
safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–
september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla
daga
LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12–17 nema mán.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s.
553 2906.
LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla
mið. kl. 12-18.
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús,
Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax:
563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst.
kl. 10-16.
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er
opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17.
MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í
sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími
575-7700.
MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að-
alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1.
júní til 15. sept. kl. 11-17.
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1.
september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gam-
alt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara.
Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi,
kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eld-
horn.is.
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/
Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S.
567 9009.
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá
kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550
og 897 0206.
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum
tíma eftir samkomulagi.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116
eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16.
NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 13-17.
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17.
Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán.
Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrif-
stofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas:
552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða:
hhtp://www.nordice.is.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar-
firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til
ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16.
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími
sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási
7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn-
@natmus.is.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S.
581 4677.
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl. í s: 483 1165, 483 1443.
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18.
S. 435 1490.
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga -
laugardaga kl. 11.00 - 16.00
STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga
kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. Forsýning á
safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býður upp á góm-
sætar veitingar. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt
handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steina-
riki
SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði
frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant-
að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861-
0562 og 866-3456.
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu
lokaðar vegna endurbóta á húsnæði.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning-
ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga
frá kl. 11–17. Sími 545 1400.
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–
19. Lau. 10–15.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18.
Lokað mán.
NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní –
1. sept. Uppl. í s. 462 3555.
NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
ar frá kl. 11–17.
ORÐ DAGSINS
Reykjavík s. 551 0000.
Akureyri s. 462 1840.