Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1999 birti hið þekkta rannsóknarfyr- irtæki McKinsey skýrslu um stöðu rík- isútvarps (sjónvarps) í heiminum og framtíð þess. Með útvarpi/rík- isútvarpi í þessari grein er átt við sjón- varp sem rekið er í al- mannaþágu (e. public service). Skýrslan var gerð að frumkvæði BBC og voru niður- stöður hennar athygl- isverðar, sérstaklega ef þær eru skoðaðar í ljósi núverandi mark- aðsaðstæðna á Íslandi og þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað eftir að einkareknar stöðv- ar voru leyfðar hér á landi. Það skal þó tekið fram að Ísland var ekki með í úttektinni. Í skýrslunni voru kannaðir 20 markaðir í fjórum heimsálfum. Í hverju tilviki var m.a. kannað samkeppnisumhverfi, núverandi þátttakendur, markaðs- hlutdeild þeirra, einkenni dag- skrárefnis, sérkenni, fjármögnun og þróun markaðarins. McKinsey bar saman stefnu ríkisstöðva á hverjum stað og fann hvað auð- kennir þær stöðvar sem best virð- ast búnar til að mæta ögrun hinna nýju markaðsaðstæðna. Nokkrar af helstu niðurstöðum skýrslunnar voru: Ríkisreknum sjónvarpsstöðvum sem athugaðar voru má skipta í þrjá flokka, eftir meginstefnu þeirra:  Stefnt er að sérhæfingu fremur en markaðshlutdeild. Áhersla er lögð á gæði fremur en áhorf. Þessar stöðvar, sem oft er þröngvað í þessa stöðu vegna þess hvernig þær eru fjármagnaðar (ein- göngu afnotagjöld), hafa lítil áhrif haft á markaðsum- hverfi sitt og keppa ekki við einkastöðv- arnar um áhorf.  Stefnt er að mark- aðshlutdeild fremur en sérhæfingu. Áhersla er lögð á áhorf fremur en gæði. Þótt stöðvar af þessu tagi hafi mögu- leika til þess að hafa veruleg áhrif á mark- aðinn, er í raun fátt sem greinir þær frá einkastöðvum sem eru fjármagnaðar á við- skiptagrundvelli. Flestar ríkisstöðvar af þessari gerð treysta mjög á auglýsingatekjur.  Stefnt er að jafnvægi milli þess- ara tveggja þátta. Áhersla er lögð á jafnvægi milli áhorfs og gæða. Ríkisstöðvar af þessari gerð hafa verulega áhorfshlutdeild þótt þær haldi sérstöðu sinni og uppfylli skyldur sínar um almannaþjónustu (RÚV). Öflugt ríkisútvarp getur gegnt mikilvægu hlutverki á flóknum samkeppnismarkaði nútímans. McKinsey komst að því að í um- hverfi þar sem velja má um margar rásir nær ríkisútvarp hvað bestum árangri, þegar það útvarpar metn- aðarfullri dagskrá og þrýstir einnig á keppinautana að gera það sama. Með reglum sem stjórnvöld setja um einkaútvarp má ná sumum þessara markmiða. Rannsóknin sýndi að ríkisútvarp er það æski- legasta, það skapar bæði þrýsting að því er varðar gæði dagskrár og markaðslegan þrýsting gagnvart einkaútvarpi, sem stuðlar að því að einkaútvarp uppfylli væntingar þjóðfélagsins. Þetta gerist með ákveðinni gæðahringrás. Vegna sérstæðs hlutverks og fjármögnun- ar getur ríkisútvarp gert nýtt dag- skrárefni vinsælt og með því hvatt einkastöðvar til að skapa sitt eigið efni af sama tagi. Til að skapa þessa gæðahringrás, verður ríkis- útvarp að hafa nægilegt áhorf en halda þó sérstöðu sinni gangvart keppinautum í einkageiranum. Fjárhagur ríkisútvarps er afger- andi þegar litið er til þess hvernig til tekst að mæta nýjum samkeppn- ismarkaði. Í mörgum tilfellum er ríkisút- varp fjármagnað, a.m.k. að hluta til, með auglýsingum. Rannsóknin sýndi greinilega þær hættur sem geta verið þessu samfara. Greinileg rök fundust fyrir því, að því stærri hluti sem auglýsingatekjur eru af heildartekjum, því minni líkur eru á að ríkisútvarp einkennist af vand- aðri dagskrá. Í ljós kom að fjármögnun með af- notagjaldi veitir ríkisútvarpi traustastan fjárhag þegar til lengri tíma er litið. Traustur fjárhagur gerir ríksútvarpi kleift að taka áhættu með því að fjárfesta í sér- stæðum tegundum dagskrár og í nýrri þjónustu. Einkareknir miðlar taka sjaldnast áhættu af þessu tagi. Aðlögunarhæfni ríkisútvarps er mikilvæg en skilyrði fyrir árangri eru þó hin sömu og áður. Í framtíðinni má vænta þess að þær ríkisstöðvar sem best standa, aðlagi sig kringumstæðum áfram og fylgist með þegar stafræna tímabilið rennur upp, eins og þær hafa gert í fjölrása umhverfi. Þrátt fyrir þörfina fyrir vöxt og aðlögun, t.d. með því að hefja nýja þjónustu, breytast ekki skilyrðin fyrir því að árangur náist. Þau eru eftirfarandi:  Fjölbreytt dagskrá  Blönduð gæðadagskrá  Veruleg markaðshlutdeild  Næg og trygg fjármögnun  Hagkvæmur rekstur Hlutverk ríkisútvarps Ríkisútvarp hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan þess markaðar sem það starfar á. Rík- isútvarp er fyrirmynd annarrar út- varpsstarfsemi. Öflugt ríkisútvarp getur eflt útvarpsmenningu og þar með menningu þjóðarinnar. Það er hagur allra útvarpsnotenda að sjá til þess að ríkisútvarp starfi áfram, svo að ljósvakamiðlar verði það fjölbreytta, örvandi og sameinandi afl í þjóðfélaginu sem þeir hafa ver- ið mikinn hluta síðustu aldar. Mat á frammistöðu Sjónvarpsins Áhugavert er að skoða (dag- skrár)stefnu Sjónvarpsins (RÚV) og tölulegan árangur af henni með tilliti til skýrslunnar. Til þess að það sé hægt í ljósi niðurstaðna McKinsey, er rétt að byrja á því að skoða þær áður en lengra er haldið: McKinsey-hópurinn kemst að því að afþreyingarefni verði að finnast innan um menningarefni og annað sérhæft efni til þess að slíkt efni hafi yfirleitt möguleika á því að fá áhorf sem einhverju máli skiptir. Á þennan hátt eru gæði markaðarins í heild aukin. Samkeppni miðlanna eykur á þennan hátt gæðin og þroskar smekk notendanna. Með öðrum orðum er ríkisútvarp skilvirkast þar sem tekist hefur að sameina hátt áhorfshlutfall og mikil gæði. Hér má nefna ARD og ZDF í Þýskalandi, SVT í Svíþjóð og BBC í Bretlandi. Þeim hefur tekist það vandasama verk að finna viðeigandi jafnvægi milli áhorfs og gæða. Áhorfendur stilla inn á vinsæla þætti, en horfa síðan áfram á dag- skrárefni sem er bæði vandað og auðskilið. Að gera dagskrárefni aðgengilegt fyrir fjöldann er erfitt verkefni, en þar sem ríkisútvarpi tekst það, hafa almenn gæði útvarpsmarkaðarins í heild aukist, vegna þess að keppinautar finna sig Þorsteinn Þorsteinsson McKinsey komst að því að í umhverfi þar sem velja má um margar rásir, segir Þorsteinn Þorsteinsson, nær ríkisútvarp hvað bestum árangri. MCKINSEY-SKÝRSLAN OG MAT Á DAGSKRÁRSTEFNU SJÓNVARPSINS Myndin sýnir hlutdeild íslenskra sjónvarpsmiðla í heildaráhorfi lands- manna. Gallup, dagbókarkönnun, mars 2001. 1. LEIGUMARKAÐINUM má skipta í tvennt. 1. félagslegan eða op- inberan markað og 2. frjálsan mark- að. Félagslegi hlutinn er yfirleitt sýnilegur, leigukjör þekkt, samning- ar skriflegir og oftast til langs tíma og búsetuöryggi yfirleitt gott, geti fólk greitt umsamda leigu. Sérstöðu hafa námsmannaíbúðir, einsog gefur að skilja. Stærsti vandinn er skortur á íbúðum, en nú mun vera um tveggja ára bið eftir íbúð á þessum hluta markaðarins. Það er vissulega óþolandi því flest biðlistafólkið býr við afar erfiðar aðstæður. Ég mun ekki ræða þennan þátt markaðarins frekar því á mælendaskrá eru aðrir sem munu gera honum nánari skil. 2. Ég sný mér þá að hinum svo- nefnda frjálsa markaði sem rís þó varla undir nafni. Nær væri líklega að kalla hann svartan markað. Þessi markaður er utanvið öll kerfi, hvergi skráður, fjöldi íbúða óþekktur, leigu- kjör oft illa sýnileg, samningar gjarnan munnlegir sem hefur af fólki réttinn tilað fá húsaleigubætur. Stundum eru munnleg- ir samningar gerðir framhjá þeim skriflegu og þá er greidd leiga hærri en segir í samn- ingi. Ástand íbúðanna er með ýmsu móti. Hér eru vissulega til sæmi- legar íbúðir og lögleg viðskipti, en hinn þátt- urinn er alltof algeng- ur. Hér býr óþekktur fjöldi í óíbúðarhæfu húsnæði, moldarkjöll- urum, bílskúrum, iðn- aðarhúsnæði ýmis- konar. Fregnin um útleigu á jarðhúsunum við Elliðaárnar var að- eins toppurinn á stórum ísjaka. Eng- inn veit hve hann er stór. Heilbrigð- iseftirlit hefur lokað mörgum slíkum grenum og byggingafulltrúi hefur og komið að slíkum málum eftir ábend- ingum. Auk Íslendinga búa margir af erlendum uppruna við þessar að- stæður. Það fólk kvartar yfirleitt ekki og vill engin afskipti. Það virðist óttast um sinn hag ef það mótmælir. Það er fegið hverju sem er. Til dæm- is búa gjarnan tvær eða þrjár fjöl- skyldur í tveggja herb. íbúð. Sé ein fjölskylda rekin útúr sinni íbúð tekur önnur hana inná sig. Sumir búa við lé- lega eða enga hreinlæt- isaðstöðu en vinna þó við matvælafram- leiðslu, t.d. kjötvinnslu. Margir komu í byrjun til fiskvinnslustöðva út- um land, þarsem að- staða var góð en hafa síðan flutt hingað suð- ur. Nú munu fyrirtæki farin að flytja inn fólk beint hingað til höfuð- staðarins, að því er virðist án þess að tryggja því nauðsynlega heimilisað- stöðu og heinlæti. Þartil fyrir nokkrum árum var tal- ið að um 20% borgarbúa byggju í leiguíbúðum, en þær voru gjarnan á söluskrá einnig. Í upphafi árs 1999 gerðist það að leigjendur fóru skyndilega að hringja, flestir með sama erindið: Það er búið að selja íbúðina sem ég leigi. Oft fylgdi að kaupandi krafði um tvöfalda leigu eða brottför að öðrum kosti, hvað sem samningum leið. Fyrir kom að hótanir fylgdu sem m.a. beindust að börnum. Við þetta fækkaði verulega leiguíbúðum í Reykjavík og leigu- verð stórhækkaði. 3. Fyrsta krafa Leigjendasamtak- anna eftir stofnun þeirra 1978 var um setningu húsaleigulaga, og voru þau sett árið eftir. Síðan hefur það verið helsta verkefni samtakanna að reyna að sjá til þess að lögin haldi. Ég vil þó nefna hér einn þátt starf- seminnar sem sjaldan er nefndur, en það er sáttahlutverkið. Í skýrslum kærunefnda sést að kærunefnd húsaleigumála hefur aðeins afgreitt fjögur kærumál á síðasta ári. Það er ekki vegna skorts á ágreiningsefn- um. Málin eru afgreidd hjá okkar skrifstofu, annaðhvort bent á rétt- arstöðu sé hún skýr, annars lögð fram sáttatillaga sem oftast er sam- þykkt. Samtökin ná yfir allt landið og taka einnig til atvinnuhúsnæðis og gildir sama um það og íbúðir. Þótt húsaleigulögin gagnist oft vel þarfn- ast þau endurskoðunar og einnig Lög um fjöleignarhús frá 1994. Þar er réttur leigjenda mjög skertur, t.d. er sérkennilegt að fólki sem býr vestur í Ameríku skuli gert að greiða atkvæði um dýrahald í fjölbýlishús- um á Íslandi vegna eignarhalds á íbúð hér, einsog komið hefur fyrir. Þessi lög þarf að endurskoða með í huga að hér komist á alm. leigu- markaður einsog í öðrum löndum. Og vitaskuld eru skattfrjálsar húsa- leigubætur ein af forsendum þess. 4. Spurt er um þörf fyrir leiguíbúðir. Um hvaða þörf er verið að tala? Sé eingöngu átt við félagslega þáttinn tel ég að vanti um þrjú þúsund íbúðir og helst strax tilað tæma biðlistana og eyða versta neðanjarðarmarkað- inum, en því fer fjarri að allir séu á biðlistum. Að þessu frátöldu tel ég brýnustu þörfina vera uppbyggingu almenns leigumarkaðar, sem þá yrði hluti af húsnæðiskerfinu með sýnileg viðskipti og í samræmi við lög. Slíkt krefst m.a. öruggrar hlutlausrar leigumiðlunar, en núverandi leigu- miðlanir starfa ekki í samræmi við gildandi lög. Okkar húsnæðisstefna hefur lengi verið í ýmsu frábrugðin stefnu nágrannaþjóðanna. Hér er t.d. ofuráhersla á viðskiptahagsmuni í stað heimilisöryggis. Það þýðir megináherslu á húsið sjálft, oft á kostnað heimilisins sem þar er rekið. Þessu tel ég að eigi að breyta. Hús- næðismál eiga að fjalla um heimili fyrst og fremst, en ekki um fjárfest- ingar eða viðskipti, þótt þau mál megi ekki gleymast heldur. Þá er nú- verandi stefna mjög skuldhvetjandi. Skuldir heimilanna eru nú samkv. upplýsingum Seðlabanka um 630 milljarðar kr. og hækka um 6 millj- arða kr. á mánuði. Um þetta leyti að ári verða þær að óbreyttu um 700 mi. eða sama upphæð og samanlögð þjóðarframleiðslan. Skuldirnar hafa aukist á sl. þrem árum um 42% um- fram verðbólgu. Það er ekki nóg að eiga fyrir skuldunum, vaxtakostnað- urinn er yfir 40 milljarðar kr. á ári (álíka og öll heilbrigðisþjónustan) sem þýðir 10% viðbótarskattlagn- ingu til jafnaðar á hvert heimili. Þetta tel ég að bjóði heim mikilli SAMASTAÐUR Í TILVERUNNI Jón Kjartansson Ég tel að vanti um þrjú þúsund íbúðir, segir Jón Kjartansson, og helst strax til að tæma biðlistana og eyða versta neðanjarðar- markaðinum.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.