Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 15. júlí 1945: „Núverandi rík- isstjórn hefir setið að völdum tæplega 9 mánuði. Á þeim tíma hefir framfærslu- vísitalan hækkað um 3 stig. Milligjafa leiðinni hefir verið haldið óbreyttri, eins og í tíð fyrrverandi stjórnar. At- vinnurekstur landsmanna hefir haldið áfram með fullum krafti. Útfluttar afurðir hafa verið seldar frá áramótum til maíloka fyrir 123,7 miljónir króna. Samið hefir verið um sölu allra sjávarafurða, sem framleiddar verða á árinu, fyrir sama eða næstum sama verð og verið hefir. Verklegar framkvæmdir verða meiri á þessu ári en nokkru sinni fyr. Innflutningur og kaup nýrra vjela til framleiðslunnar er hafinn í stórum stíl. Samið hefir verið um kaup og smíði 90–100 skipa. Tvær stórar síldarverksmiðjur eru í bygg- ingu.“ . . . . . . . . . . 15. júlí 1955: „En þeir menn voru þó til í Reykjavík, sem höfðu allt á hornum sér gagn- vart breikkun Lækjargöt- unnar. Þeir snérust beinlínis gegn þessari umbót. Það mátti ekki skemma „hinar sögufrægu þúfur“ á nálægum túnum, sögðu þeir. Þess vegna mátti ekki breikka göt- una. Ýmsir Íslendingar höfðu gengið um þessar þúfur og það var ókurteisi við minn- ingu þeirra að eyðileggja þær!!“ 15. júlí 1965: „Í samræmi við ákvæði júnísamkomulagsins hafa almenn lán Húsnæðis- málastjórnar verið aukin til mikilla muna, og lánskjör eru nú miklu betri en áður. Nú hefur ríkisstjórnin gefið fyr- irheit um nokkra hækkun þessara lána á næstu árum, en jafnframt hefur hún boðað sérstakar aðgerðir til þess að auðvelda efnalitlum með- limum verkalýðsfélaganna að eignast eigið húsnæði. Þessar aðgerðir eru á okkar mæli- kvarða í rauninni mjög rót- tækar, þar sem gert er ráð fyrir, að meðlimir verkalýðs- félaganna eigi kost á lánum allt að 80% af verðmæti íbúð- anna til 33 ára.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ SLEPPA FRAM AF SÉR BEIZLINU Svo virðist sem seljendur vöruog þjónustu og þeir, semveita opinbera þjónustu, hafi sleppt fram af sér beizlinu í verðhækkunum á undanförnum vikum. Nánast í hverri einustu viku koma fram nýjar upplýsingar um verðhækkanir og í sumum til- vikum langt umfram það sem lækkun á gengi krónunnar gefur tilefni til. Þegar grundvöllur var lagður að þeim stöðugleika, sem einkenndi efnahagslíf okkar í áratug með kjarasamningunum 1990, var það eitt einkenni þess, sem á eftir fylgdi, að fyrirtæki og opinberir aðilar lögðu ríka áherzlu á að halda verðhækkunum í skefjum. Það má segja að þjóðarsamstaða hafi skapazt um það að leita skyldi allra annarra leiða til þess að tak- ast á við vanda af völdum hækkana á verði erlendrar vöru eða kaup- hækkana innanlands en að hækka verð. Þessi almenna samstaða gegn verðhækkunum var lykill að því að tryggja stöðugleikann. Það er vel skiljanlegt að geng- islækkun krónunnar hlýtur að leiða til einhverrar hækkunar. Það fer heldur ekki á milli mála að of langt hefur verið gengið í kaup- hækkunum. En það er ekki þar með sagt að eina leiðin sé sú að hækka verð. Verðhækkanir af þeirri stærð- argráðu, sem við höfum orðið vitni að undanfarnar vikur, getur leitt til stórminnkandi viðskipta. Hin leiðin, sem fyrirtækjum er fær, er sú að skera niður kostnað. Slíkur útgjaldaniðurskurður er oft sárs- aukafullur og kemur víða við en hann getur líka gert fyrirtækin rekstrarhæfari þegar til lengri tíma er litið. Hættan er auðvitað sú að þeir, sem hafa hækkað verð vegna lækkunar á gengi, lækki verðið ekki á ný vegna hækkandi gengis sem vonandi verður á næstu mán- uðum. Þá er ekki ósennilegt að neyt- endur, sem þykjast verða þessa varir, taki einfaldlega saman höndum um að eiga ekki viðskipti við þá sem haga sér á þann veg í viðskiptum. Það verður sífellt auðveldara að bera saman verð hér og í nálægum löndum. Það verður enn einfald- ara og þægilegra þegar evran hef- ur að fullu verið tekin í notkun um næstu áramót. Þá getur verðmun- ur á milli landa orðið æpandi. Selj- endur vöru og þjónustu verða að hafa þetta í huga. Þeir mega ekki ofbjóða viðskiptavinum sínum sem eru reynslunni ríkari og vita betur en áður hvað er sanngjarnt verð fyrir vöru. Það er full ástæða til að opinber- ir aðilar, neytendasamtök eða verkalýðshreyfingin eða þessir aðilar í samstarfi, auki upplýs- ingamiðlun um verðlag á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Sam- anburður af því tagi eykur mögu- leika neytandans á að gera sér grein fyrir hvað er eðlilegt verð og hvað ekki. Óbeinn þrýstingur af því tagi mun áreiðanlega eiga þátt í því að halda niðri verðlagi. Það hefur hvað eftir annað gerzt að olíufélögin hafa lækkað verð í skyndi eftir að forsætisráðherra hefur lýst undrun á stefnu þeirra í verðlagsmálum. Forráðamenn þeirra hafa áttað sig á að rök- semdir þeirra hafa ekki notið skilnings meðal almennings. Hið sama getur gerzt hjá öðrum fyrirtækjum sem finna fyrir þrýstingi frá viðskiptavinum sín- um. Þau geta komizt að þeirri nið- urstöðu að það sé skynsamlegra að skera niður útgjöld heldur en að hækka verð sem getur leitt til minnkandi viðskipta. F YRIR nokkrum árum hafði einn af viðmælendum Morg- unblaðsins orð á því, að það væri skaði, að fleiri gyð- ingar hefðu ekki flutzt til Íslands á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari og í stríðinu. Þeir sem hingað hefðu komið á flótta undan nazistum hefðu markað svo djúp spor í menningarsögu þjóð- arinnar á 20. öldinni, að augljóst mætti vera, að áhrif þeirra hefðu orðið enn meiri ef fleiri úr þeirra hópi hefðu komið hingað. Þetta er rétt, en er jafnframt ábending um, að verkum þessara manna og annarra útlend- inga, sem hér komu við sögu á þeim tíma hef- ur ekki verið haldið til haga sem skyldi. Minn- ingu þeirra hefur ekki verið sýndur sá sómi, sem ástæða væri til. M.a. af þeim sökum hafði Morgunblaðið frumkvæði að því að fá ungan tónlistarmann, Árna Heimi Ingólfsson, til þess að skrifa greinar í Lesbók um þrjá þessara manna, dr. Victor Urbancic, sem var ekki af gyðingaættum en kona hans Melitta hins veg- ar, dr. Heinz Edelstein og dr. Róbert Abra- ham Ottósson. Greinar Árna Heimis um tvo þá fyrrnefndu birtust í Lesbók um síðustu helgi og þessa en þriðja greinin um Róbert Abra- ham birtist að viku liðinni. Framlag þessara þriggja manna til upp- byggingar þjóðfélags okkar á fyrstu árum lýð- veldisins var mikið og það sama má segja um nokkra aðra útlendinga, sem hingað komu á sömu forsendum og þeir. Nú á tímum, þegar töluverðar umræður eru um það, hvort kynþáttafordómar séu að skjóta hér rótum, er bæði hollt og gagnlegt að minna á, að fólk, sem hingað kemur frá öðrum lönd- um á mikinn þátt í að skapa hér fjölbreyttara og auðugra samfélag. Það er þess vegna þröngsýni, sem byggist á þekkingarleysi, að amast við því, að fólk flytji hingað annars staðar frá. Þvert á móti eigum við að taka því opnum örmum enda sýnir m.a. saga þeirra þriggja manna, sem hér hafa verið nefndir hvað þeir hafa verið samfélagi okkar mik- ilvægir. Árni Heimir Ingólfsson lýsir áhrifum þess- ara manna á umhverfi okkar með þessum orð- um í upphafi greinar sinnar um Victor Urb- ancic: „Þótt síðari heimsstyrjöldin hafi leikið meginlandið grátt voru afleiðingar hennar fyr- ir lítið eyríki norður í Dumbshafi að mörgu leyti ekki eins válegar. Fyrir utan efnahags- lega uppsveiflu varð hér t.d. nokkurs konar menningarlegt landnám hæfileikaríkra tónlist- armanna, sem sóttu Ísland heim í kjölfar valdatöku nazista. Hér settust þeir að, sumir til skamms tíma en aðrir fyrir lífstíð og eygðu gróðrarvon í hinu fáskrúðuga landslagi ís- lenzks tónlistarlífs. Þeir létu til sín taka á hin- um ýmsu sviðum, enda engin vanþörf á fjöl- hæfum mönnum, sem gátu gengið í hin ýmsu verkefni, allt eftir því hvernig á stóð hverju sinni. Á sviði hljómsveitar- og kórstjórnar, tónsmíða og raddsetninga, menntunarmála og fræðimennsku, lögðu þessir innfluttu tónlistar- menn sitt af mörkum við að búa að þeim tón- listarlega jarðvegi, sem nú er prýddur hinum fjölskrúðuga gróðri og blómstrandi tónlistarlíf síðari ára ber starfsævum þeirra allra gott vitni.... Allir áttu þeir drjúgan þátt, hver með sínum hætti, í að lyfta tónlistarlífi Íslendinga á hærra stig. Þá unnu þeir landi og þjóð af heil- um hug og gerðust með tímanum allir íslenzk- ir ríkisborgarar. Eflaust hefur sitt sýnzt hverjum um þessa aðfluttu aðkomumenn, með- an þeir voru að fóta sig í nýju samfélagi, en meðal þeirra, sem þekktu til nutu þeir óbland- innar virðingar. Hins vegar hefur merku starfi þeirra verið heldur lítill gaumur gefinn eftir að þeir féllu frá.“ Tónlistar- kennsla Nú eiga Íslendingar margra kosta völ í tónlistarkennslu. Hér eru starfræktir margir tónlistarskólar og sumir þeirra hafa náð mjög langt í því að byggja upp góða tón- listarkennslu, þar sem miklar kröfur eru gerð- ar. Sennilega átti dr. Heinz Edelstein meiri þátt í því að leggja grunn að tónlistarkennslu á Íslandi en nokkur annar maður. Hann var ógleymanlegur kennari, ekki sízt fyrir þær kröfur, sem hann gerði til nemenda sinna og þess mikla aga, sem einkenndi kennslu hans. Þeir sem gengu í skóla til dr. Edelsteins minn- ast þess með þakklæti og djúpri virðingu fyrir þessum merka manni. Í hópi nemenda hans fyrstu árin voru menn, sem síðar áttu eftir að koma við sögu í íslenzku tónlistarlífi. Þar má ekki sízt nefna Atla Heimi Sveinsson, eitt fremsta tónskáld okkar nú á dögum, sem jafn- framt hefur hlotið margvíslega alþjóðlega viðurkenningu. Í grein Árna Heimis Ingólfssonar um dr. Edelstein í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardag, segir m.a. um upphaf tónlistar- kennslu hans fyrir börn: „Edelstein hafði á sínum yngri árum orðið fyrir áhrifum frá þýzku tónlistar-uppeldishreyfingunni, sem nazistahreyfingin yfirtók síðar og innlimaði í Hitlersæskuna. Þegar Edelstein kom hingað til lands tók hann strax að kynna fyrir lands- mönnum þær skoðanir sínar að tónlistar- kennsla ætti ekki að vera njörvuð niður í hið hefðbundna „konservatorium“-form heldur byggð upp á alþýðlegum grunni, þar sem börn byrjuðu yngri í tónlistarnámi og meiri áherzla væri lögð á samspil og leikgleði en áður hafði tíðkazt.“ Svo mikil aðsókn varð að barnadeild Tón- listarskólans í Reykjavík undir stjórn dr. Edelsteins að niðurstaðan varð sú, að stofna sjálfstæðan skóla, Barnamúsíkskólann. Við skólaslit vorið 1955 komst dr. Edelstein m.a. svo að orði: „Sá, sem ekki getur á neinn hátt tjáð sig með músík fær ekki notið sín til fulls. Músík- uppeldi þarf að vera snar þáttur almenns upp- eldis og e.t.v. er enginn þáttur betur fallinn til að stuðla að lausn þeirra uppeldislegu vanda- mála, sem steðja að okkur nú á dögum. Öll tónlist byggist á samstarfi tveggja frumafla: hreyfingar og forms – eða frelsis og aga.“ Það er rétt, sem fram kemur í grein Árna Heimis um dr. Edelstein: „Um störf hans sem kennara og frumkvöðuls í tónlistaruppeldi ungra Íslendinga er hins vegar tæpast hægt að hugsa sér betri minnisvarða en þann, sem hann reisti sjálfum sér með stofnun Barna- músíkskólans og þær mörgu þúsundir tón- listarmanna og -unnenda, sem hafa gengið sín fyrstu spor í tónlistarnámi innan veggja þeirr- ar stofnunar.“ Kórmenning Dr. Victor Urbancic var einn þeirra manna, sem settu svip á Reykjavík um miðja síðustu öld. Hann skar sig úr. Þegar hann kom hingað til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.