Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 37 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Hlíðarhjalli - Kópv. - m. bílsk. Í einkasölu sérl. falleg ca 120 fm endaíbúð á annari hæð í fallegu fjölb. auk 25 fm innbyggs bílskúrs, parket, sérþvottaherb., suðursvalir, frábær staðsetning og útsýni. Áhv. húsbréf. Hagst. lán. Verð 15,8 millj. 81483 Fjarðargata - Hf - penthouse Nýkomin í einkas. stórglæsil. ca 200 fm íbúð á efstu hæð í glæsil. lyftuh. í miðbæ Hafnarfj. (2 íbúðir á hæðinni). Glæsil. stofur og eldhús. 4 svefnherb. Tvö baðherb. o.fl. Sérþvottaherb. Stórar s-v svalir. Sérsmíðaðar innr. Parket. Frábært útsýni yfir höfnina og fjörðinn. Eign í algjörum sérflokki. 82044 Garðatorg - Gbæ - eldri borgarar Nýkomin í einkas. sérl. falleg, nýl., ca 100 fm íb. á 1. hæð auk 26 fm bílskúrs í þessu vandaða húsi. Suðurverönd m. skjólgirðingu. Parket. Góð staðs., stutt í verslun og þjónustu. Eignaraðild að samkomusal eldri borgara á svæðinu. Ákv. sala. Verð 17,5 millj. 83235 Laufrimi - Rvk - raðh. Nýkomið í einkas. sérl. fallegt, einlyft endaraðh. m. innb. bílskúr, samtals ca 140 fm. Vandaðar innréttingar. Suðurgarður. Góð staðs. í enda botnlanga. Áhv. húsbr. Verð 19,5 millj. 83230 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Opið hús í dag milli kl. 15 og 18 Til sýnis í dag þetta stórglæsilega raðhús sem er á besta stað í Ár- bænum. Fjögur góð svefnher- bergi, sjónvarpshol, stórar stofur, stórt eldhús, fallegur suðurgarð- ur, bílskúr. Stutt í leikskólann, skólann, sundlaugina eða á Fylk- isvöllinn. Eign sem vert er að skoða. Ingvi og Rut taka á móti þér og þínum milli kl. 15 og 18 í dag. Melbær 24 Borgartúni 22 105 Reykjavík Sími 5-900-800 Ljósheimar 9 Gullfalleg og vel skipulögð 3ja herbergja 88 fm. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Nýtt parket á gólf- um. Suðursvalir. Innst í botn- langa. Húseignin og sameign eru í mjög góðu ásigkomulagi. Áhv. 4,8 millj. Verð 11,4 millj. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 898 3603. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Til sölu 62 fm bústaður nr. 120 í Vatns- endahlíð Skorradal með útsýni yfir vatnið. Bústaðurinn skiptist í anddyri, stofu, eld- hús, baðherbergi og 3 svefnherbergi. Bú- staðurinn er ekki fullfrágenginn. Verð 7,6 millj. Bústaðurinn verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 13-18. Verið velkomin. Sumarbústaður í Skorradal til sýnis í dag BRIMHESTAR á Brimilsvöllum í norðanverðum Snæfellsbæ buðu í sumar upp á reiðferð í kringum Snæfellsjökul. Ferðin er farin í fjórum áföngum og reiðmönnum ekið í gistingu á Brimilsvöllum eftir hvern áfanga. Inn í reiðferðina er fléttað sögu svæðisins undir leiðsögn Sæ- mundar Kristjánssonar, sagna- manns í Rifi, og sagði Gunnar Tryggvason hjá Brimhestum að hin sögulega tenging hefði fallið í góðan jarðveg hjá reiðmönnum, sem aðallega eru þýskir. Í þriðja áfanga var komið við á Hellnum þar sem fréttaritari náði tali af ferðalöngunum, áður en þeir riðu af stað yfir Hellna- hraun, til Arnarstapa og þaðan til Búða. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Riðið kringum Jökul Hellnum. Morgunblaðið. LANDVERND hefur bæst í hóp þeirra aðila sem skilað hafa umsögn um mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðs álvers í Reyðarfirði. Telur hún að afla þurfi betri gagna til að meta hvort hætta sé á því að þær breytingar sem fylgja stórfram- kvæmdum og rekstri álvers geti í raun veikt samfélagið á Miðaustur- landi í stað þess að stuðla að mark- miðum um framþróun til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins. Landvernd telur að samfélagið á Austurlandi muni ekki þróast sem skyldi í kjölfar risaframkvæmda og reksturs nýs álvers eins og fram- kvæmdaraðilar spá fyrir um. Land- vernd bendir á skýrslu iðnaðarráðu- neytisins frá 1983 máli sínu til stuðnings en þar er sagt að svæðið sé ekki talið álitlegt fyrir stóriðju- ver. Framkvæmdaraðili byggir nið- urstöður sínar hins vegar á rann- sóknum Nýsis og kemur þar í ljós að íbúum á Miðausturlandi myndi fjölga og þessi framþróun gefi tæki- færi til fjölbreyttara menningar- og mannlífs. Að ósk Landverndar fóru Þórólf- ur Matthíasson og Ívar Jónsson yfir skýrslu Nýsis. Að áliti Ívars mun framkvæmdin ekki hafa langvarandi jákvæð áhrif á íbúaþróun á Austur- landi. Þórólfur telur að bæði þurfi að treysta fræðilegan grunn sam- félagsrannsóknarinnar og afla frek- ari gagna innanlands og í öðrum löndum þar sem uppbygging af þessu tagi hefur átt sér stað við áþekkar aðstæður. Landvernd tekur undir þessi sjónarmið og telur að afla þurfi betri gagna til að meta hvort hætta sé á því að þær breytingar sem fylgja stórframkvæmdum og rekstri ál- vers geti í raun veikt samfélagið á Miðausturlandi í stað þess að stuðla að markmiðum um framþróun til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins. Landvernd telur því mikilvægt að gerð verði nánari grein fyrir öllum samfélagsáhrifum Noral-verkefnis- ins. Losun gróðurhúsalofttegunda Reikna má með því að 420.000 tonna álver myndi losa 770.000 tonn af koldíoxíðsgildum. Það er álíka mikið og losun frá öllum fiskiskipa- flota Íslands á árinu 1999. Á árinu 1999 var heildarlosun Íslands 3.410 þúsund tonn og jafngildir losun Reyðaráls því liðlega 22% aukningu. Má því búast við að ef til fram- kvæmda kemur muni þessi eina framkvæmd valda því að losun Ís- lands fari umtalsvert fram úr þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru í Kyotobókuninni. Þessi eina framkvæmd myndi valda meira en fimmtungs aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi og í samningum um loftslags- breytingar er gert ráð fyrir að hvert ríki axli ábyrgð. Gera verður sér- stakar kröfur um fyrirhyggju við verkefni sem valda hlutfallslega jafnmikilli aukningu í losun gróður- húsalofttegunda og fyrirhugað álver Reyðaráls. Enn liggur ekki fyrir hvort vilji er fyrir því meðal aðild- arríkja Loftslagsbreytingasamn- ingsins að veita stóriðju hér á landi undanþágu. Jafnvel þótt sú undan- þága verði veitt er líklegt að hún verði einhverjum takmörkunum háð, segir í athugasemdum Land- verndar. Heildaráhrif og ímynd Ef til framkvæmda kemur telur Landvernd að það muni valda tals- verðri mengun í Reyðarfirði. Meiri umferð og hávaði yrði fylgifiskur ál- vers og gróður og dýralíf myndu einnig verða fyrir neikvæðum áhrif- um. Háspennulínur og stórar bygg- ingar vegna álversins myndu raska landslagi talsvert. Árlega yrðu tæp 90 tonn af köfnunarefnisoxíðum los- uð út í andrúmsloftið en sú loftteg- und getur valdið verulegum sjón- rænum áhrifum. Landvernd telur að velta þurfi fyrir sér hvort ofangreindir þættir myndu ekki hafa neikvæð áhrif á ímynd svæðisins vegna ferðaþjón- ustu og matvælaframleiðslu. Umsögn Landverndar um álverið í Reyðarfirði Meta þarf hættu af stórframkvæmdum NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands telja að Skipulagsstofnun beri samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum að leggjast skilyrðis- laust gegn byggingu og starfrækslu fyrirhugaðs álvers Reyðaráls hf. í Reyðarfirði með allt að 420.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Þetta kemur fram í frétt frá Nátt- úruverndarsamtökum Íslands sem og að framkvæmd og rekstur álvers- ins hafi í för með sér „umtalsverð umhverfisáhrif“. Náttúruverndarsamtök Íslands leggja áherslu á að íslensk stjórn- völd og Reyðarál hf. fari að alþjóð- legum skuldbindingum Íslendinga og að skýr grein verði gerð fyrir því hver beri ábyrgð á þeim brotum á loftslagssáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem gert er ráð fyrir í mats- skýrslu Reyðaráls. Í fréttatilkynningunni segir enn fremur orðrétt: „Sterk rök liggja til þess að fyrirhuguð framkvæmd sé ótímabær og að einfaldasta og sterk- asta mótvægisaðgerð við þeim veru- legu óafturkræfu umhverfisáhrifum sem orsakast af fyrirhugaðri losun á miklu magni af gróðurhúsaloftteg- undum sé frestun á framkvæmdum þar til lokið er þróun nýrrar tækni til álbræðslu. Það myndi einnig gera fyrirhugaða rafskautaverksmiðju með tilheyrandi PAH-mengun óþarfa. Margvísleg rök eru fyrir þessari niðurstöðu en þyngst vega alþjóðleg- ar skuldbindingar um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og for- sendur orkuöflunar fyrir álverið, Kárahnjúkavirkjun. Virkjunin mun valda stórkostlegum óafturkræfum umhverfisáhrifum og uppfyllir ekki skilyrði sérákvæðis íslenskra stjórn- valda um frávik frá Kyoto-bókun loftslagssáttmála S.þ.“ Jafnframt krefjast Náttúruvernd- arsamtök Íslands þess að Skipulags- stofnun taki samtímis til umfjöllunar og ákvörðunar tengda þætti við virkjun og álbræðslu, m.a. vegna sameiginlegrar úttektar á þjóðhags- legum og samfélagslegum áhrifum. Athugasemdir Náttúruverndarsamtaka Íslands vegna Reyðaráls Farið verði að alþjóð- legum skuldbindingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.