Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 9 FULLORÐINN rósastari hefur haldið til í Skógum undir Eyjafjöll- um síðan í júnílok. Yann Kolbeins- son, áhugamaður um fuglaskoðun og ritari flækingsfuglanefndar, segir að tegundin sé afar sjaldséð hér við land en síðast hafi nokkrir fuglar sést síðla sumars árið 1994. Yann segir rósastara verpa suð- austast í Evrópu en eigi það til á nokkurra ára fresti að fara á sum- arflakk til Vestur- og Norður- Evrópu en það gerist gjarnan í framhaldi af stórum skordýra- göngum í Suðaustur-Evrópu. Hann segir að rósastarinn í Skógum sé sá sextándi sem sæki landið heim svo vitað sé. Sjái fólk ókennilega fugla vill Yann hvetja til að haft verði sam- band við flækingsfuglanefnd og lát- ið vita. Nefndin gefur árlega út skýrslu um flækingsfugla hér á landi sem birtist í tímaritinu Blika sem Náttúrufræðistofnun gefur út í samstarfi við fleiri aðila. „Flækingsfuglanefnd var stofn- sett nokkru fyrir árið 1980 og er því ein af elstu flækingsfugla- nefndum Evrópu. Þetta er allt sjálf- boðavinna en 7 nefndarmenn, kosn- ir af fjölda fuglaskoðara á landinu, sjá um að dæma gögn sem nefnd- inni berast,“ sagði Yann og bætti við að senda mætti ábendingar á eftirfarandi heimilisfang: Flæk- ingsfuglanefnd, c/o Yann Kolbeins- son, Sólheimar 30, 104 Reykjavík. Rósastari heldur til í Skógum Ljósmynd/Yann Kolbeinsson VÍÐA er unnið að undirbúningi snjóflóðavarna á svæðum þar sem hætta er á snjóflóðum. Stefnt er að því að ljúka brýnustu aðgerðum fyr- ir árið 2010. Helstu framkvæmdir sem eru á döfinni eru í Bolungarvík, á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, hófust framkvæmdir við þvergarð og keilur í Neskaupstað árið 1999 en auk þess er unnið að uppsetningu stoðvirkja úr stáli sem komið er fyrir á upp- takasvæðum ofar í fjallinu. Gert er ráð fyrir að þessum aðgerðum ljúki á þessu ári. Gerð verður frumathugun seinna í sumar um framkvæmdir sem eru áætlaðar árið 2003 en það á eftir að athuga hvort þær varnir verði garð- ar eða net eða hvort tveggja. Áætl- aður heildarkostnaður við þær er um 600 milljónir króna en fram- kvæmdirnar sem nú standa yfir kosta einnig um 600 milljónir króna. Ráðist að upptakasvæðum „Á Seyðisfirði voru fyrirhugaðar miklar aðgerðir árið 1998. Þeim var frestað þar sem mikil óánægja var meðal íbúa bæjarins. Gerð voru drög að heldur stórum mannvirkjum sem hefðu verið alveg á milli húsanna og kostnaður var kominn langt fram úr áætlun. Lagt var til að ráðist yrði að upptakasvæðum snjó- flóðanna til að koma í veg fyrir að þau færu af stað,“ sagði Ólafur Sig- urðsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar. „Það er búið að hafa eftirlit með efri hluta Bjólfsins í tvö til þrjú ár núna og menn sjá að best væri að setja þvergarð þar til að stöðva snjó- flóðin. Það er alveg ljóst að ef stór flóð féllu úr efsta hluta fjallsins myndu engar varnir sem væru niðri við bæinn halda þeim.“ Kostnaður- inn við þvergarðinn yrði um 100 til 120 millljónir. Hægt er að huga að frekara framhaldi eftir að þessum framkvæmdum verður lokið. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri Bolungarvíkur segir að nánast hafi verið lokið við hönnun þvergarðaog leiðigarða sem rísa munu þar. Ljóst sé hins vegar að sjö hús séu í vegi framkvæmdanna og eru samninga- viðræður núna í gangi við íbúa húsanna. Töf hefur orðið vegna þess en ekki er hægt að bjóða verkið út fyrr en samkomulag hefur náðst við húseigendur. Kostnaður við fram- kvæmdirnar eru 400 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ofanflóðasjóður Með færslu snjóflóðavarna yfir til umhverfisráðuneytisins um áramót- in 1995–1996 hefur ofanflóðasjóður verið stórlega efldur. Snjóflóðaeft- irlitskerfi var byggt upp frá grunni, nákvæm stafræn kort hafa verið gerð af fjöllunum ofan þeirra byggða sem búa við ógn af flóðum, rýmingaráætlanir hafa verið gerðar og átak hefur verið gert í rannsókn- um og þróun varðandi gerð hættu- mats. Áætlað er á næstu tveim árum að ljúka hættumati fyrir alla þétt- býlisstaði þar sem hætta er á of- anflóðum. Ofanflóðasjóður tekur þátt í og styður ýmsar rannsóknir sem tengj- ast málaflokknum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun sjóðsins er stefnt að því að ljúka brýnustu aðgerðum fyrir árið 2010 og er nú ýmist unnið að undirbún- ingi margvíslegra aðgerða eða fram- kvæmd þeirra víðs vegar um land. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að heildarkostnaður að- gerða til að tryggja öryggi fólks nemi um 8 milljörðum króna. Und- irbúningur og framkvæmdir hafa verið í gangi síðan 1996 eða eftir fall stóru flóðanna á Vestfjörðum. Brýnustu aðgerðum í snjóflóða- vörnum verði lokið árið 2010 Þvergarður í Bjólf- inum og húsakaup í Bolungarvík  1 41- - .  -./-!**'         *-         +--         ! " #  " $  %&&%   +--         '--        ' ()   "* '--         + (-  ,  '    #      (--    %& ! * **-    %)-    .  '/            + )--     #  " $    %&&%   0!  %--
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.