Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 4
ÍSLENSK kona varð fyrir því í Bandaríkjunum á síðasta ári að bí- ræfinn þjófur stal persónuupplýs- ingum um hana og gat þannig stofn- að fimm kreditkort í hennar nafni. Á þennan hátt náði hann að svíkja út um þrjár milljónir króna. Rannsak- endur málsins komust að því að ís- lenska konan væri líklega fórnar- lamb nígerísks glæpahrings en þeir höfðu á höndum sínum 110 svipuð mál. Gyða Eyjólfsdóttir er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og dóttur, en þar stundar hún dokt- orsnám í sálfræði. Hún ákvað í fyrra að taka sér ársleyfi frá námi og starfa á Íslandi á meðan. Þegar fjöl- skyldan fluttist svo aftur út í ágúst á síðasta ári hafði hún í huga að kaupa húsnæði. Þá var lánstraust hennar athugað í bönkum og í ljós kom að Gyða var í vanskilum á fimm kred- itkortum sem hún hafði aldrei heyrt minnst á. „Það var búið að eyða hátt í þrem- ur milljónum króna á kortin. Lána- fulltrúinn gerði athugasemd við mig fyrir að hafa ekki látið vita af þess- um kortum. Ég kom að sjálfsögðu alveg af fjöllum en áttaði mig strax á að ekki var allt með felldu. Ég fór svo að titra og skjálfa og hugsaði með mér að svona nokkuð gæti alls ekki komið fyrir mig,“ sagði Gyða. Lánafulltrúinn trúði Gyðu um leið enda sá hann hvað henni varð brugðið. Hann sá einnig að Gyða var traustur lántakandi að öðru leyti og að kortin fimm pössuðu engan veg- inn við aðrar niðurstöður. „Ég varð alveg hræðilega reið og fannst nafn- ið mitt hafa verið dregið niður í svaðið,“ sagði Gyða. Fljótlega kom í ljós að þjófurinn Glæpahringur sveik út þrjár milljónir á nafni Íslendings Morgunblaðið/Íris Björk Eysteinsdóttir Gyða Eyjólfsdóttir heldur tryggilega fyrir allar upplýs- ingar á kortunum sínum. var búinn að nota kortin í átta mán- uði án þess að upp hefði komist. „Um leið og ég kom heim fór ég að hringja í kortafyrirtækin,“ sagði Gyða. Hún leitaði jafnframt til lög- fræðings við háskólann sem starfaði frítt fyrir hönd nemenda. „Hann sagði mér að skrifa korta- fyrirtækjunum og krefjast þess að nafn mitt yrði hreinsað. Þá upphóf- ust alveg ótrúlegar bréfaskriftir og ljósritanir. Þessu fylgdu einnig endalaus símtöl til að fylgja öllu eft- ir,“ sagði Gyða og bætti því við að blaðabunkinn væri orðinn á þykkt við símaskrá þar sem hún héldi ljós- ritum af öllu fyrir sig. „Yfirleitt þegar ég hringdi á þessa staði var komið fram við mig eins og glæpamann – mér var í rauninni ekki trúað,“ sagði Gyða. Það varð henni reyndar til happs að hún var stödd á Íslandi í ársleyfi á meðan þjófurinn eyddi út á kortin og gat því sannað að hún ætti þau ekki þrátt fyrir að þau væru á henn- ar nafni. „Heimilisfangið á kortun- um var skráð í Kaliforníu en þangað hef ég aldrei stigið fæti.“ Komst yfir persónulegar upplýsingar Þegar sótt er um kreditkort í Bandaríkjunum þarf að gefa upp nafn, kennitölu, eftirnafn móður og undirskrift. Þjófurinn bíræfni hafði komist yfir allar þessar upplýsing- ar. Stærstu upphæðirnar sem versl- að var fyrir á kortin voru fyrir tölvuhluti en öll viðskipti fóru fram í gegnum síma. Á einu kortinu hafði hann borgað tvisvar inn á skuld. Í annað skiptið greiddi þjófurinn með persónulegri ávísun. Bankinn gaf rannsakendum þannig upp nafnið á þjófinum svo upp um hann komst. Rannsakendur töldu að um níger- ískan glæpahring væri að ræða þar sem 110 svipuð mál voru í umsjá þeirra. Öll fórnarlömbin áttu það sameig- inlegt að hafa flutt búferlum og látið áframsenda póst sinn. Þeir töldu að með því hefðu persónulegar upplýs- ingar lekið til glæpahringsins. Tapaði rúmri hálfri milljón Afleiðingar þessa kortasvindls urðu miklar fyrir Gyðu. Hún slapp reyndar við að greiða milljónirnar þrjár en hins vegar þurfti hún að leggja um 100 þúsund krónur út í kostnað. Þar sem Gyða þurfti að bíða í 8 mánuði með að kaupa sér húsnæði kostaði málið hana um hálfa milljón til viðbótar þar sem gengisbreytingar voru mjög óhag- stæðar á þeim tíma. „Ég var ekki með neitt lánstraust í kjölfar þessara svika svo við gátum ekki keypt húsnæði eins og við höfð- um ætlað okkur,“ sagði Gyða sem jafnframt lagði fram um 100 klukkustundir í vinnu til að leysa málið. Það tók Gyðu 8 mánuði að hreinsa nafn sitt að fullu. Hún er nú mjög passasöm á allar persónulegar upp- lýsingar og gefur þær aldrei upp nema brýna nauðsyn krefji hvort sem er á Íslandi eða í Bandaríkj- unum. „Þetta gæti örugglega gerst á Íslandi, fólk er svo lítið á varð- bergi og það halda allir að ekkert svona muni koma fyrir sig.“ Gyða er afar fegin að vera loks laus við þetta mál. „Mér datt aldrei í hug að þetta yrði svona mikið mál. Lánafulltrúinn sagði nú nýlega að hann væri hissa á því hvað þetta hefði gengið hratt. Flestir sjá þetta bara fyrir sér, gera sér grein fyrir hvað þetta er mikið mál og gefast upp áður en þeir byrja,“ sagði Gyða sem loks hefur fengið nýja lánasögu hjá bönkunum. „Ég fékk nýja lána- sögu í mars og það kom mjög vel út.“ Þjófurinn bíræfni var aldrei handtekinn þar sem mörg svona mál koma upp í Bandaríkjunum. Hann býr enn einhvers staðar í Kaliforníu og gæti endurtekið leik- inn. Gyða lætur það vera að hafa upp á honum enda hefur hún ekki hugmynd um hverju hún gæti átt von á. FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er athyglisvert að bera sk. lífs- gæðavísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna saman við kort af heiminum. Kemur þá í ljós að hin efnislegu gæði virðast í mörgu svæð- isbundin og þau liggja saman þróun- arríkin, fátækari ríkin, miðlungsrík- in og auðugustu ríki veraldar. Ársskýrsla Þróunarstofnunarinn- ar var kynnt á sama tíma um allan heim í liðinni viku, en lífsgæðastuð- ullinn er byggður á vísitölu meðal- ævilíkna í 162 löndum, menntunar- stigi og því sem kallað er aðlagaðar rauntekjur. Ísland er í 7. sæti á list- anum, en frændur okkar Norðmenn tróna á toppnum en Kanadamenn eru í þriðja sæti. Skýrsla Þróunarstofnunarinnar var í fyrsta sinn birt fyrir áratug, en hið eina markmið hennar „er að hafa þarfir fólks og uppbyggingu mann- auðs í fyrirrúmi í umræðum um efnahagsmál og aðra opinbera stefnumótun og þannig minna stöð- ugt á að raunverulegur tilgangur efnahags- og félagslegrar þróunar er að auka á möguleika og frelsi fólks,“ að því er fram kemur í inn- gangi. Í skýrslunni eru jafnan birtar fimm mismunandi vísitölur; staða lífsgæða, jafnrétti kynjanna, þátt- taka kvenna í atvinnulífi og stjórn- málum, staða fátæktar og hagnýting tækni.                      !" #" $" %" &" '" (" )" *" !+" , -. -/-               !"  # $  %&' %&( %&& %&) %&* %&+ %&, %)- %)% %). , - -/-  /-  0-%)-. - -/-   2 -  0- - -%*"3!#'"- /-  0- - -!#("3!'#"- 5 -1---/-   ,( %() ((& ,% %). /#  ( ' $  1 ! %      !%  !)  *    # 6 3 /  !* !$    !( !&) & .%.+ '- .' .& .. .( 23"43" .* # 4  .)#"  '.    '( 5" 6 '( 7 " 8',  '( 3 &% 43 69 &.: ). )% ;  4 ),  *': +- :" 8  %-( +( 3 ,' < )( # *+ = (, >?>3"3(% %-* %-) &( %-+ ,&  6  # 3 !"  +) : 69 @   (.   <A 8 B <A (+ 4 (- (& ('  *( && 9  *) *,*.+. >< ,- C %-& +' ,, *& 4  6 *% D )+ # 5 %.* : 6 %-' ,. %., %'- %'. +* 4 %%& E **  <A %'' =   %'(26 &, $  +, ,(# 5 %-- 5 %%. %%' %.- %%%! #FG $ 6 %&*   %.( 4333 <A %.' 4   %%( 36 F %'& "  %-, %%- %%* %.& %.) 43" %') !"  %'+ #  %',  %(- >G %(% %(. %(' H %(( %(+ %()5" %&- %&% %&' %&+  %'* %)% !"  %). %&, %&& %&( %%) 3" %%+   &) ** 6 ))>8 < %.%4 %'% *-  <A +% #$ %-% ; 6 %-. E  %.. :  ! A   /C0 /5 /#0/$ %&) ,% /; 6 # 0/4  $3 />8 0 / <  .4   7-!'#-  -/-#++!  .4   --89-/ 1 4  10-1  -  71-   /! 4 &*/= " &+ 2 9 7 $ 66 &' &- (*'+ ') '' () #+ !'!! (( !+  6 %(* %%, %.+ %&. %)- %(, %(&         :36 " #  3 "<6 Lífsgæði mæld á heimsvísu Könnun á vegum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna Í VEÐURBLÍÐU undanfarinna daga hefur víða mátt sjá börn að leik. Sum skemmta sér við að sparka bolta á milli, önnur fara í hjólreiða- túra og enn önnur draga flugdreka á loft. Hákon Jens Helgason, 10 ára strákur í Garðabænum, fer ótroðnar slóðir í að drepa tímann, því í vik- unni gerði hann sér að leik að hoppa á hoppupriki í einn og hálfan klukkutíma. Á þessum tíma náði hann að hoppa á prikinu alls 14.557 sinnum. Aðspurður um hvað dreif hann áfram til verksins sagði hann að hann og félagar hans hefðu séð í Heimsmetabók Guinness heimsmet skráð um hopp á priki og ákveðið að reyna við það. Þeir eiga þó ennþá langt í land því heimsmetið er 130.077 sinnum. Hákon Jens sagðist hafa verið mjög þreyttur eftir hopp- ið og skoppið en stefnan væri engu að síður sett á heimsmetið. Morgunblaðið/Sverrir Hopp á priki í Garðabæ Hugmynd um verka- lýðshús í skoðun HALLDÓR Björnsson, for- maður Starfsgreinasambands Íslands og varaforseti Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), segir að verið sé að leita að hentugu húsnæði sem gæti rúmað starf- semi ASÍ, landssamböndin og hugsanlega þau félög sem eru með beina aðild að Alþýðusam- bandi Íslands. Hann segir að helst sé vilji fyrir því að fá hús á 101-svæð- inu en þó séu hús í Borgar- túninu sem væntanlega yrði hægt að fá. Þar sé verðið hins vegar dálítið of hátt. „Það er verið að vinna að því að fá öll landssamböndin inn í þessa byggingu og hugsanlega félög með beina aðild að ASÍ þannig að þetta verði eins kon- ar verkalýðshús ef við getum kallað það svo. Það er sú sýn sem við sjáum fyrir okkur og það er áhugi fyrir því þar sem við höfum borið niður.“ Halldór segir að nokkur félög hafi reyndar verið að flytja í nýtt húsnæði en þeirri óeiningu sem hafi ríkt innan ASÍ hafi verið ýtt til hliðar. Segir hann jafnframt að sam- eiginlegt húsnæði gæti ýtt und- ir þá samstöðu sem nú ríkir. „Ég er sannfærður um það og ég held að núna sé lag. Menn eru búnir að leggja niður deil- urnar og eru búnir að sameina þrjú landssambönd og öll al- mennu félögin á Reykjavíkur- svæðinu. Flóabandalagið varð til og það eru straumar í þessa átt ef svo má segja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.