Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nú kveðjum við ást-
kæran afa okkar, við
eigum um hann ljúfar
og góðar minningar
sem við munum alltaf geyma í
hjarta okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku afi, hvíl þú í friði.
Sigríður Lilja og Sigurður.
SIGURÐUR
EINARSSON
✝ Sigurður Einars-son fæddist í
Reykjadal í Hruna-
mannahreppi 27.
mars 1914. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 26. júní síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnar-
firði 5. júlí.
Elsku afi. Fyrst þú
fórst strax frá okkur
öllum vona ég að þar
sem þú hvílir núna
muni þér líða betur
heldur en síðustu dag-
arnir þínir voru.
Ég man að þegar ég
heyrði að þú lægir inni
á spítalanum fékk ég
sting í hjartað og hann
ætlaði ekki að fara
fyrr en ég væri búin að
sjá þig. Það hvarflaði
samt ekki að mér að
þú skildir fara strax
frá okkur öllum sem
þótti svo ofboðslega vænt um þig.
Það sást sáralítið á þér, alla vega
þegar þú varst inni á Sólvangi, þá
varstu svo hress og ég var svo stolt
að sjá þig t.d. standa sjálfan upp úr
hjólastólnum, þú varst svo ákveð-
inn og góður. Þú barðist svo við að
reyna sjálfur að gera margt en auð-
vitað þótti þér gott að fá smá dekur
stundum. Ég met það samt mikið
að hafa fengið nægan tíma með þér
í gegnum lífið mitt þó að það séu nú
ekki mörg ár.
Elsku afi, ég kveð þig þá og ég er
sátt við að þú hafir fengið hvíldina.
Ég mun aldrei gleyma þér og þú
átt stórt pláss í hjarta mínu.
Guð geymi þig, afi.
Þín
Margrét Ruth.
Með Sigurði er genginn góður
traustur maður. Það er svo margs
að minnast að ekki verður komið á
blað hér, nema með fáum orðum.
Hann var alltaf hress og kátur og
alltaf gaman að tala við hann um
heimsmálin, hann hafði mikið gam-
an af söng og söng sjálfur dável
þegar svo bar undir og tækifæri
gafst. Efst er þó í huga núnahvað
hann hafði mikinn viljastyrk þegar
þurfti á að halda, eins og þegar
hann var að þjálfa sig frá hjóla-
stólnum, og fékk alla sem komu í
heimsókn til að ganga með sér
nokkrar ferðir eftir ganginum á
Sólvangi fram og til baka, oft mörg-
um sinnum á dag eftir því hve
margir komu í heimsókn, en þetta
var bara aukaþjálfun fyrir hann.
Það var aðdáunarvert að sjá árang-
urinn, því eftir nokkra mánuði var
hann kominn með grind og síðan
bara stafinn sinn. Hann hafði mik-
inn áhuga á öllum framkvæmdum,
hann vildi sjá nýju byggðina á Ás-
landi og hafði ánægju af að skoða
þar húsin og önnur mannvirki.
Sjálfur var hann hagleiksmaður á
marga hluti. Hann hafði látið sig
dreyma um að fara og skoða Hval-
fjarðargöngin þegar hann kæmist
úr hjólastólnum. Það tókst á góðum
björtum sólardegi, að við lögðum af
stað í gegnum göngin upp á Akra-
nes með smá stoppi þar sem við
fórum á kaffihús og spjölluðum
lengi saman, en hann hafði frá svo
mörgu að segja sem gæti verið efni
í heila bók. Hann naut þess að sjá
túnin og bæina baðaða í sólskini á
einum fegursta sumardegi í ágúst
síðastliðið sumar. Þegar við sner-
um til baka aftur var hann ánægður
og glaður með þetta litla ferðalag
og yfir að hafa séð þessar fram-
kvæmdir. Við þökkum honum hvað
hann var góður börnunum okkar og
barnabörnum. Að leiðarlokum
þökkum við honum samfylgdina.
Hvíl í friði.
Petrína R. Ágústsdóttir og
Guðmundur T. Magnússon.
Ég var staddur hin-
um megin á hnettinum
þegar mér barst fréttin
um að hún Allý frænka
hefði flogið inn í aðra vídd.
Hefði hún vitað að ég hefði verið
staddur þarna í Chile á þessum tíma
hefðu fyrstu viðbrögð hennar verið,
„Hvaða þvælingur er þetta alltaf á
þér, strákur?“ Hins vegar hefði
henni þótt þetta bara spennandi eftir
smástund og smá útskýringar á því
af hverju maður væri þarna í Chile
og þetta væri nú ekki svo stór plán-
eta. Augu hennar hefðu ljómað eins
og þau gerðu oft og hún hefði byrjað
að spyrja hvernig öllu væri nú háttað
þarna suður frá.
Þannig var hún Allý mín, fljót til
viðbragða, sönn tilfinningum sínum
og aldeilis ófeimin við að láta skoð-
anir sínar í ljós, en jafnframt fljót að
skipta um skoðun ef henni fannst rök
fyrir því og forvitin og fróðleiksfús
var hún. Hefði hún fæðst á öðrum
tíma, væri t.d. ung kona nú í dag,
væri hún örugglega búin að fara
nokkrum sinnum kringum jarð-
kringluna okkar og skoða sig um. En
hún, eins og við öll, var barn síns
tíma og lét sér nægja að ferðast í
huganum þar sem hún bjó í heima-
byggð sinni, nálægt heimskauts-
baugi.
Ég á svo margt henni Allý að
þakka. Jafnvel líf mitt. Þannig var að
hún kenndi sund á Raufarhöfn á
þeim tíma sem engin sundlaug var,
en síldarþrær notaðar sem sund-
laug. Á einu dimmu haustkvöldi og
þegar uppgufun var svo mikil að
ekki sáust handa skil í lauginni
AÐALBJÖRG
PÉTURSDÓTTIR
✝ Guðný AðalbjörgPétursdóttir
fæddist á Oddsstöð-
um á Melrakkasléttu
25. apríl 1926. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 25. júní síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Raufarhafnarkirkju
30. júní.
missti undirritaður,
sem þá var 5 ára, af sér
kútinn úti í miðri laug,
þó nokkuð langt frá
öllum öðrum, svo
hvorki sást til né
heyrðist almennilega í
honum. Sá stutti byrj-
aði auðvitað að súpa
hveljur og sökkva og
hefði auðveldlega getað
drukknað þarna án
þess að nokkur tæki
eftir því. Af einhverri
ástæðu hefur Allý
fundið þetta á sér því
hún stökk út í og kippti
drengnum upp.
Síðan setti hún kútinn aftur á mig,
skammaði mig hressilega fyrir að
taka hann af og sagði mér svo að
halda áfram að synda. Þetta var
Allý, ákveðin, engar málalengingar,
gekk beint að efninu og hélt áfram.
Þótt hún sjálf eignaðist ekki börn
skildi hún svo margt eftir uppeld-
islega hjá mörgum börnum að marg-
ir foreldrar mættu vel við una. Hún
gaf mörgum frændsystkinum sínum
og afkomendum Jónsa sáluga,
mannsins hennar, mikilvægt farar-
nesti fyrir lífið en hún lét sig líka
varða óskylda. Einnig veit ég að þau
áhrif voru ekki bara bundin við börn,
því samstarfsmenn hennar í gegnum
árin tala um hana af einskærri að-
dáun og hlýju.
Allý var alveg fram á það síðasta
mikill fjörkálfur og hafði unun af alls
konar uppátækjum og sprelli. Þegar
leikararnir, bræður mínir Árni Pét-
ur og Kjartan, léku einhverja vit-
leysu fyrir hana lyftist hún öll upp,
hrukkótt og horað andlitið ljómaði af
kátínu og einlæg barnsleg gleði
skein úr augum.
Hún hafði unun af leikhúsi, kom
oft til Reykjavíkur til að fara í leik-
hús og var einn helsti hvatamaður og
drifkraftur í leikhússtarfi á Raufar-
höfn.
Á síðasta ári var Allý keyrð í
skyndi með sjúkrabíl til Akureyrar.
Við héldum að hún væri þá að fara,
svo mörg úr minni fjölskyldu fórum
með skyndi til Akureyrar til að
kveðja hana. Enda leit út fyrir að
hún væri að yfirgefa þennan heim,
þar sem hún lá tengd við öndunarvél,
nær beinin ein og húðliturinn þess-
legur að stutt væri eftir. Ég las fyrir
hana fallegan pistil sem fjallar um
það hvernig eigi að bera sig að á
þeirri stundu sem „alvöruferðalagið“
hefst, nokkurs konar leiðarvísir á
innri leið.
En viti menn, eftir smátíma vakn-
aði mín, brosti og þegar ég sagði
henni hvað ég hafði verið að gera og
las það aftur fyrir hana, en núna með
hana vakandi, þá ljómaði hún öll. Ég
sagði að það væri nú bara svona að
erfitt væri að segja nákvæmlega
hvenær menn færu, en þegar stund-
in kæmi væri nú ekki verra að vita
hvaða leið ber að fara. Við ræddum
mikið um dauðann og að þetta væri
nú bara hið besta mál, enda enginn
komið til baka til að kvarta.
Við Árni Pétur ræddum um Allý
fyrir 10 dögum þegar hann var að
keyra mig út á flugvöll, þegar ég var
á leið til Chile. Þau móðir mín höfðu
verið með henni á Raufarhöfn þá fyr-
ir nokkrum dögum og Allý öll hin
hressasta. Hafði sterk skoðanaskipti
við móður mína en þær voru auðvit-
að á öndverðum meiði um allt og alla,
eins og vera ber meðal samrýndra
og skapstórra systra. Árni Pétur
taldi að það væri hið besta mál, sterk
skoðanaskipti væru góð fyrir önd-
unina en lungun voru orðin fremur
léleg í henni Allý okkar. Hún Allý
vildi líka endilega fá myndbandstæki
til að geta horft á upptökur af frænd-
um sínum, leikurunum, ásamt öðru
efni. Við hlógum að því að hún væri
svo forvitin að hún ætti örugglega
eftir að verða kvenna elst.
En svo fór hún og það nokkrum
dögum eftir afmælisdag föður míns
sáluga. Ef einhver hefði getað tekið
vel á móti henni var það hann pabbi
því þau tvö voru mestu mátar, hlógu
mikið saman og sýndu hvort öðru
mikla virðingu. Ég veit að hún Allý
er komin á mjög góðan stað. Ef ein-
hver á það skilið á hún Allý það, kona
sem með tilveru sinni skildi eftir
mikið gott hjá mörgum og gerði eng-
um mein.
Mínar bestu samúðaróskir til ykk-
ar, Krúsa mín og Jónsi.
Blessuð sé minning hennar.
Pétur Guðjónsson.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Vilhjálmur minn
kæri vinur, eða Villi
Kristjáns eins og þú
varst alltaf kallaður,
ert horfinn á braut. Ég man það
eins og það hafi verið í gær þegar
ég kynntist þér fyrst.
Það var fyrir um það bil 30 árum
þegar þú fékkst að koma heim að
Kollsá í helgarfrí frá Reykjaskóla
með honum Daníel bróður. Ég man
sérstaklega eftir fótboltanum sem
þá var spilaður á ganginum heima
með miklum tilþrifum. Það má
segja að þú með þitt rauða hár hafir
fallið vel inn í hópinn og varst nán-
VILHJÁLMUR
KRISTJÁNSSON
✝ VilhjálmurKristjánsson
fæddist í Reykjavík
19. mars 1956. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 27.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Háteigskirkju 6.
júlí.
ast eins og einn af
okkur bræðrunum. Þú
varst dálítill gaur í
þér, yfirleitt til í allt og
mér féll strax mjög vel
við þig. Svo fór ég
einnig í skóla að
Reykjum og þar
kynntust við betur og
urðum ágætir vinir
upp frá því. Meðan
unglingsárin liðu hjá
komst þú reglulega í
heimsókn að Kollsá og
lífgaðir upp á allt og
alla í kringum þig.
Þegar ég var við nám í
Reykjavík var nú ekki ónýtt að eiga
þig að. Það var svo vorið 1982 sem
þú og Ásta eiginkona þín ákváðuð
að flytja hingað til Borðeyrar og þú
fórst að vinna hjá mér á verkstæð-
inu. Hér bjugguð þið í rúm tvö ár
og hér stækkaði fjölskylda ykkar
aldeilis. Frá þessum árum eru
margar skemmtilegar minningar og
mikil var eftirsjáin þegar þið fluttuð
aftur suður. Það var nú margt sem
við brölluðum saman í gegnum árin,
Villi.
Villi minn ertu virkilega
vinur, horfinn úr þessum heimi.
Nú sit ég, með sorg og trega
en skemmtilegar minningar geymi.
Þessi orð komu í huga minn þeg-
ar ég frétti andlát þitt. Ég hafði
ekki haft hugmynd um að það hefði
verið þú sem lentir í þessu óhugn-
anlega slysi í Straumsvík, en ég
man að það setti að mér einhvern
óhug þegar ég heyrði fyrst um það í
útvarpinu. Þegar maður missir ná-
inn vin eða ættingja ótímabært, þá
óneitanlega fer maður að velta fyrir
sér hvort einhver geti verið tilgang-
urinn, en getur andlát sem ber að
með þessum hætti haft einhvern til-
gang? Ég þakka þér, Villi, góð
kynni í gegnum árin. Ástu eigin-
konu þinni, börnunum Vilhjálmi,
Önnu og Jóhönnu, systkinum þín-
um, Gunnari, Dadda og Möggu, og
öðrum ættingjum og vinum votta ég
mína dýpstu samúð.
Sveinn Karlsson.