Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 35 Ingibjörg föðursyst- ir mín, eða Imma frænka, eins og hún var kölluð í mínum systkinahópi, var einstök kona. Ég kynntist henni fyrst, er ég fékk að fara í fyrsta sinn til Reykja- víkur frá Húsavík um 15 ára ald- urinn og gisti á heimili þeirra Hálf- dáns í Nökkvavoginum. Þar var alltaf nóg pláss, þótt börnin væru fimm og einnig bjuggu á heimilinu tvær fullorðnar konur. Önnur þeirra var Lukka, orðin kreppt af gigt og Guðrún tengdamóðir Immu, þá orð- in rúmföst. Imma sýndi þessum öldruðu konum sérstaka hlýju og natni og það hefur hún örugglega einnig sýnt vistmönnum á Hrafn- istu, en þar vann hún eftir að hún lokaði litlu matvörubúðinni sinni í Nökkvavogi 13, en hana rak hún í mörg ár meðan krakkarnir voru litl- ir og að vaxa úr grasi. Þau vissu allt- af hvar hana var að finna. Imma frænka var ákaflega hlý og gefandi kona. Samband hennar og bróður hennar, Salómons, var mjög sterkt og náið, enda þótt þau byggju á sitthvoru landshorninu. Þau voru enn mjög ung að árum, er þau misstu föður sinn og þurftu að hafa fyrir lífinu. En þau voru bæði mjög dugleg og ósérhlífin, öfluðu sér menntunar, og svo voru þau mjög lík í útliti, svo undurfríð. Samgangur minn við menningar- heimilið í Nökkvavogi og síðar í Akraseli varð síðar mjög mikill eftir að ég hóf háskólanám í Reykjavík og svo aftur eftir að ég flutti heim eftir nám erlendis. Þau Imma og Hálfdán urðu eitt af besta vinafólki okkar Hjálmars og fyrir þá vináttu erum við afar þakklát. Það var alltaf svo INGIBJÖRG ERLENDSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Er-lendsdóttir fædd- ist 17. október 1919 að Brandagili í Hrútafirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 22. júní síðastliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Selja- kirkju föstudaginn 29. júní. notalegt að kíkja til þeirra og jafngott að fá þau í heimsókn og ekki var tilhlökkunin minni að hitta þau eftir að við fluttum til Egilsstaða. Fyrir sex árum héld- um við ættarmót á fæðingarstað þeirra Brandagilssystkina í Húnaþingi. Það var yndisleg helgi, er við áttum þar saman, og allir nutu samvistanna. Imma lét sig ekki vanta þótt parkinson- sjúkdómurinn hefði sett sitt mark á hana. Þau systkinin, fjögur, höfðu þá ekki verið öll saman um árabil og ekki eftir það. Nú eru tvö þeirra horfin á braut. Ég þakka Immu frænku fyrir allt, sem hún var mér og mínum. Ég mun sakna þess að geta ekki kíkkað til hennar í Skógarbæ, þegar ég er í höfuðborg- inni. Innilegar samúðarkveðjur til Hálfdáns, barna, tengdabarna og annarra afkomenda. Hvíl í friði. Erla Salómonsdóttir. Elsku Imma mín. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir samveruna í gegnum okkar líf, þó ég skilji ekki nógu vel af hverju þú ert farin á annan stað, því ég hef vist haldið að þú yrðir eilíf. En þegar ég kom til þín í Skógarbæ, 21. og 22. júní sl. vissi ég alveg í hvað stefndi, lífið þitt var að fjara út, þú varst svo mikið veik, en dauðinn kemur mér samt alltaf jafn mikið á óvart. Það var mér svo mikil huggun að vita af þér í Skógarbæ, Hólabæ á sömu deild og mamma mín var síð- ustu mánuði ævi sinnar en hún lézt 13. janúar sl. Það er ekki langt á milli ykkar mágkvennanna, aðeins rúmir fimm mánuðir, en mikið var yndislegt að heimsækja ykkur báðar á hverju kvöldi í Skógarbæ, og drekka heitt kakó saman, þú og Hálfdan og ég og mamma. En svona breytast hlutirn- ir skyndilega. Elsku Imma mín, þegar ég var lítil og fram eftir aldri kom ég svo mikið í Nökkvavoginn og ég og Guðrún dóttir þín brölluðum margt saman, og alltaf varst þú með bros á vör og stutt í stríðnina hjá þér. Þú skildir okkur svo vel og leyfðir okkur að dafna og þroskast, fíflast og gera ýmislegt, eins og t.d. þegar þú varst með búðina, þá fékk ég að hjálpa til við afgreiðslu og borða nammi eins og ég vildi, og ekki má gleyma því, þegar við vor- um að fara niður í kjallarann þar sem þú geymdir vörulagerinn þinn, þá var nú ekki allt í pökkum, eins og núna, þú þurftir að vigta ýmislegt, og stundum fór ég í sekkinn með gráfíkjunum eða púðursykrinum og fleira og úðaði í mig, þangað til ég stóð á blístri, en aldrei skiptir þú skapi eða skammaðir okkur, þó ég væri skellihlæjandi fyrir innan búð- arborðið á meðan þú varst að af- greiða, þú bara brostir með okkur. Og aldrei gleymi ég matnum hjá þér, sem var svo góður, hvort heldur það var fiskur, kjöt eða snarl, en mest man ég þó eftir glænýja brauð- inu, með harðsoðnum eggjum, tóm- ötum og gúrkum, en það kemur allt- af til með að minna mig á þig. Ég og Guðrún erum fæddar með þriggja daga millibili, við vorum skírðar saman og fermdar saman, ásamt því að vera mjög nánar, og hef ég alltaf litið á krakkana þína sem systkini mín. Þú varst svo dugleg, með börnin þín fimm, heimilið, búðina og ömmu Guðrúnu rúmliggjandi í mörg ár, og vil ég þakka fyrir þetta allt. Ég gæti rifjað upp fleiri, fleiri blaðsíður, en ég ætla að geyma minningarnar í hjarta mínu. Ég vona að þér líði vel núna, og kannski eruð þið búin að hittast, þú, mamma, pabbi, Hilmar sonur þinn og allir þeir sem eru farnir héðan, þau hafa öll tekið vel á móti þér, en þú hefur átt góða heimkomu í Guðsríki, því þú varst svo yndisleg kona. Mér finnst þú hafa verið mín önnur móð- ir. Elsku Hálfdan, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, Guð gefi okkur öllum styrk í þessari miklu sorg, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, þín Sigurbirna. Okkur langar að kveðja hann afa okkar með nokkrum orðum. Við eigum margar góð- ar minningar um afa sem við munum ávallt geyma. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og ömmu og vel tekið á móti öllum. Öll börn hændust sér- staklega að afa og hann gat setið með þau lengi og sagt þeim sögur. Að ógleymdum ísnum sem öll börn fengu JÓHANN SAMSONARSON ✝ Jóhann Samson-arson fæddist á Þingeyri 19. maí 1919. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi að kveldi 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaða- kirkju 3. júlí. hjá afa seinni árin. Afi og amma bjuggu á Patró þegar við vorum litlar og þá heimsóttum við þau á hverjum degi. Stundum komum við við í verbúðunum þegar afi var að vinna þar við að fella net. Okkur eru minnisstæð ein jólin þegar við komum til afa og ömmu á aðfanga- dagskvöld. Þá voru fleiri staddir hjá þeim. Frændi okkar sendi eina okkar til að sækja vindil í vindlakassann hans afa. Síðan var sett sígrettu- sprengja í vindilinn og honum síðan skilað. Skömmu síðar fékk afi sér vindil og sprakk þá vindillinn hjá hon- um. Var þetta í síðasta sinn sem afi reykti svo við vitum til. Seinna fluttu þau til Hafnarfjarðar og fengum við þá oft að gista hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar ljúfu stundirnar sem við höfum átt með þér. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Irma, Silja, Etna og fjölskyldur. Elsku afi, takk fyrir samveruna. Ég vona að þér líði vel uppi hjá Guði. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þín langafastelpa, Írena.                                                         !   " #$       ! "#$ %  $  #$ " "&  $ '!(     #$ " $ (&" ($$'!(  ! "  #$ ! $ '' )  '!(   *$ %  %  $#$ #&  $  $                                                        !" # $ #  %&   ' ()% *+ "  &    #  #,  + &    %+  #,   $ #  &   -  #, # *+ * .  /+    #, * 0 1 )+&&     $  #     $ "                                                !      "      #     !      ! "#!! $   "#!%&&  '$   Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld                                                     !   " #         ! " #  $%    ! ! & ' (   ) * %                                    !   "#$ %$& !'$ $$'$ (&)' ))%  *) (+% $)% ,$!  %$$ !'$ #$ #$ % #$ #$ #$  Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra AS- CII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýs- ingar má lesa á heimasíðum. Það eru vin- samleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.