Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 12
MARGRÉT Guðnadóttir,fyrrverandi prófessor íveirufræði við Háskóla Íslands, hefur gert rannsóknir á mislingum og rauðum hundum á Íslandi um árabil og segir að nægi- lega mikið sé vitað um mislinga- veiruna í bóluefni í heiminum til þess að útiloka meint tengsl henn- ar við þróun einhverfu. „Ef einhver tengsl væru milli hennar og auk- innar tíðni einhverfu væri búið að sýna fram á slíkt fyrir löngu. Þrír veiklaðir stofnar rauðuhundaveiru voru notaðir í eingilt bóluefni milli 1970 og 1980. Einn þeirra, RA/27/3, reyndist best, og er eini stofninn sem notaður hefur verið í rauðuhundabólusetningu á Íslandi. Hann hefur auk þess verið notaður í öllu MMR-bóluefni á Vest- urlöndum síðustu tvo áratugina. Hvað hettusóttarþáttinn áhrærir, er ekki nægilega mikið vitað um hegðun þeirrar veiru. Ef ég ætti að segja eitthvað varðandi umræðuna um einhverfu, myndi ég segja að vafinn lægi þar. Annars ætti vel að vera hægt að gera samanburð á tíðni einhverfu hér á landi í tíu ár fyrir og eftir 1989, þegar byrjað var að sprauta börn með MMR- bóluefninu hér,“ segir hún. Margrét kveðst ennfremur álíta betra að aðskilja mislinga-, hettu- sóttar- og rauðuhundabóluefnið og að varnir verði gerðar sitt í hvoru lagi gegn hverjum sjúkdómi fyrir sig. „Ástæðan er sú að markhóp- arnir sem þarf að verja eru mis- munandi. Áhættuhópurinn við mislingavarnir er ung- og smá- börn, en þegar kemur að rauðum hundum er áhættuhópurinn ein- vörðungu ófædd börn ófrískra kvenna. Að mínu mati er það rangt að gefa vörn við rauðum hundum 20–30 árum áður en viðkomandi þarf á henni að halda,“ segir Margrét Guðnadóttir. Hettusóttar- þáttur vekur spurningar Margrét Guðnadóttir, fyrrverandi prófessor í veirufræði. 12 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ dómseftirlit í Bandaríkjunum (CDC), sem leiði til „tölfræðilega marktæks sambands milli kvikasilfurs í bóluefni og þroskatruflana á borð við athygl- isbrest og tafir á máltöku,“ segir blað- ið ennfremur. Með nýju bólusetningarfyrirkomu- lagi, sem tekið var upp hérlendis 1. janúar árið 2000, og fyrr var getið, eru ungbörn á Íslandi ekki lengur sprautuð með bóluefni sem inniheldur thiomersal, en slíkt mun, að sögn, hafa verið gert með þrígildu bóluefni gegn barnaveiki, kíghósta og stíf- krampa um skeið. Hin mikla umfjöllun um bóluefni hefur leitt til þess að neikvæðar af- leiðingar ungbarnabólusetningar eru taldar hafa færst í vöxt, þótt mörgum vísindamanninum þyki þær hug- myndir byggðar á getgátum fremur en vísindalegum staðreyndum. Lanc- et hefur eftir Philippe Duclos, starfs- manni í bólusetningardeild Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Infectious Diseases, nýju blaði innan vébanda læknatímaritsins um smitsjúkdóma sem hleypt verður formlega af stokkunum í ágúst, að öryggishugtakið „óverulegar auka- verkanir“ sé orðið merkingarlaust í huga fólks og að af tvennu þyki mörg- um sem ala önn fyrir börnum æski- legra að forðast bólusetningu, sem feli í sér fræðilegan möguleika á skaða, en hættuna á alvarlegum smit- sjúkdómi. Þótt flestir læknar og heil- brigðisyfirvöld séu sammála um já- kvæða þætti bólusetningar og brýna þörf fyrir ónæmisaðgerðir, eru sífellt fleiri að átta sig á nauðsyn þess að auka þurfi traust almennings á bólu- efnum með auknu eftirliti og bættri miðlun upplýsinga um áhættuþætti. „Eitt helsta vandamálið er, að bólu- efni er jafnan gefið heilum kynslóðum og ýmsir óvissuþættir gera faralds- fræðilegar rannsóknir á skaðlegum aukaverkunum einstaklega flóknar. Vandinn liggur í því að uppgötva fá- tíðar alvarlegar aukaverkanir, hvort sem þær eru af völdum bóluefnisins sjálfs, eða tilviljunar. Úrtakið sem leggja þarf til grundvallar er hins vegar miklu stærra en um ræðir í grunnrannsóknum, eða tök eru á mið- að við umfang faraldsfræðilegra upp- lýsinga fyrir hendi í flestum löndum,“ segir ennfremur í Infectious Diseas- es. Vilja eingildar sprautur Vægið milli áhættu og gagnsemi bólusetningar hefur breyst í huga al- mennings og eldri viðmið, það er sjúk- dómshættan, eru ekki lengur full- nægjandi. „Athyglin beinist í slíkum mæli að áhættuþættinum að fjallað er um hugsanlegan skaða af bólusetn- ingum í fjölmiðlum, þótt slíkar upp- lýsingar séu byggðar á takmörkuðum eða gölluðum rannsóknum. Slíkt hef- ur einnig gerst í virtum læknatímarit- um (svo sem Lancet innskot. blm.) sem dregur úr trú á dómgreind ann- arra í vísindasamfélaginu þegar kem- ur að mati á rannsóknarniðurstöðum. Umfjöllun fjölmiðla getur síðan haft áhrif á stefnumótun heilbrigðisyfir- valda, eins og til dæmis í Bretlandi, þar sem háværar umræður eru uppi um að sprauta börn frekar með ein- gildu bóluefni gegn mislingum, hettu- sótt og rauðum hundum, þótt engar rannsóknir hafi leitt í ljós skaðsemi MMR-sprautunnar.“ Greindi BBC til dæmis frá því í liðnum mánuði að hluti skoskra félagsmanna í Samtökum breskra lækna (BMA) myndi leggja til bólu- setningu með eingildum sprautum á þingi samtakanna í júlí. Á fréttavefn- um independent.co.uk sagði líka frá því í nóvember á liðnu ári að þátttaka í Bretlandi í bólusetningu gegn misl- ingum, hettusótt og rauðum hundum hafi fallið úr 92,5% í 87% í kjölfar nei- kvæðrar umræðu um MMR og að ótt- ast sé að nýir og banvænir stofnar mislingaveirunnar, sem fundist hafi í Afríku, geti leitt til faraldurs. Í sum- um hverfum Lundúna hefur þátttaka tveggja ára barna í umræddri bólu- setningu farið niður í 74% en hjarð- arónæmi er ekki tryggt að mati WHO nema 92% séu bólusett. Skoska fréttastofan itn.co.uk sagði ennfrem- ur í úttekt um MMR fyrr á þessu ári að um 2.000 breskar fjölskyldur standi í málaferlum vegna einhverfra barna sinna, því að foreldrarnir séu sannfærðir um að umræddu bóluefni sé um að kenna. Bresk móðir nokkur, sem verið hefur áberandi í þessari umræðu í heimalandinu á sex börn og eru fimm þeirra sögð hafa greinst ein- hverf í kjölfar MMR-sprautunnar. Infectuous Diseases vitnar í Ro- bert Chen hjá bólusetningardeild CDC í Bandaríkjunum, sem heldur því fram að besta leiðin til þess að auka tiltrú almennings á bóluefni sé að setja á laggirnar óháða hópa sem annast muni rannsóknir á hugsanleg- um alvarlegum aukaverkunum bólu- setningar. Sérfræðingar á launum hjá lyfja- fyrirtækjum eða hluthafar Opinbert fé til rannsóknastarfa er sagt dragast jafnt og þétt saman og vísindamönnum í auknum mæli bent á að leita til einkafyrirtækja eftir fjár- framlagi. Ein stöndugustu fyrirtækin í þeim hópi eru lyfjafyrirtæki, en Sunday Times greindi til dæmis frá því fyrr á árinu að þriðjungur fulltrúa í opinberri breskri nefnd um öryggi lyfja væri annað tveggja á launum hjá lyfjafyrirtækjum eða hluthafi. Einnig hefur verið haft orð á því í tengslum við yfirheyrslur í bandaríska þinginu um MMR og einhverfu að illmögulegt sé að setja saman nefndir sérfræð- inga til þess að fara yfir gögn sem ekki þiggi styrki frá lyfjaframleiðend- um til rannsókna. Bandarísku sérfræðingarnir (Class- en og Classen) sem leitt hafa getum að því að bólusetning barna eldri en fjög- urra vikna geti ýtt undir þróun insúl- ínháðrar sykursýki, og getið var í upp- hafi, segja samkvæmt bmj.com, „eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld og lyfja- framleiðendur vilji draga úr áhyggjum af öryggi bóluefna“. „Við erum hins vegar þeirrar skoð- unar, að tilraunir til þess að afneita áhættuþáttum í bóluefni séu að grafa undan trausti almennings á heilbrigð- isyfirvöldum.“ (Janúar, 2000). Ungbarnabólusetning er skylda í Bandaríkjunum, en hverjum uppal- anda í sjálfsvald sett á Íslandi sem og í Bretlandi, þar sem mikil umræða fer nú fram um ónæmisvarnir með bólu- setningu. Hægt er að nálgast upplýs- ingabækling um ungbarnabólusetn- ingar hjá landlækni eða á heilsu- gæslustöðvum, en í greinargerð um bólusetningar á heimasíðu landlækn- isembættisins er bent á, að það sé réttur hvers barns að vera bólusett og að allar þjóðir verði að tryggja börn- um þann rétt. Vísað er í 4., 6. og 24. grein Sáttmála allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barna sem samþykktur var 20. nóvember árið 1989. Í samfélögum þar sem hjarðar- ónæmi fyrir alvarlegustu sjúkdómum er til staðar má hugsanlega fresta ákvörðun um bólusetningu um óákveðinn tíma, en sumum þykir slík afstaða byggð á eigingirni og fórnum náungans, það er allra hinna sem lögðu bólusetningu á sig og börnin sín. Í huga þess uppalanda, sem velta vill fyrir sér kostum og göllum bólu- setningar, togast því á sjónarmiðin um einstaklingsfrelsi, samábyrgð og að aðeins það besta sé nógu gott fyrir barnið. Priorix inniheldur vörn gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Morgunblaðið/Sigurður Jökull helga@mbl.is GEIR Gunnlaugsson, yf-irlæknir Miðstöðvar heilsu-verndar barna á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, segir þó nokkurn fjölda fyrirspurna hafa bor- ist til sín frá uppalendum vegna um- fjöllunar um MMR-sprautuna. „Ég fæ nokkur erindi í hverjum mánuði, bæði frá foreldrum og starfsfólki heilsugæslustöðva, einkum úti á landi, þar sem ég er spurður ráða um hvernig eigi að bregðast við fyr- irspurnum,“ segir hann. Geir segir að Miðstöð heilsuvernd- ar barna hafi beitt sér fyrir því að safna upplýsingum um þátttöku barna fæddra 1998 í MMR- bólusetningunni, sem er gerð við 18 mánaða aldur hér á landi. „Benda fyrstu niðurstöður til að þátttakan sé rétt um 90%, en þá er miðað við börn sem orðin eru að minnsta kosti sex mánuðum eldri en æskilegur bólu- setningaraldur fyrir MMR- sprautuna segir til um, að tilmælum landlæknis. Skýringin er að ein- hverju leyti sú að sum börn eru ekki bólusett við 18-mánaða skoðunina, sem til dæmis getur verið vegna veikinda svo bólusetning gleymist, eða fólk man ekki eftir að koma með börnin í eftirlit þegar þau eru komin á annað ár. Í einhverjum tilvikum er síðan um virka andstöðu gegn bólu- setningum að ræða. Við slíkar að- stæður er ekki útilokað að mislinga- faraldur geti allt í einu komið upp í íslensku samfélagi,“ segir hann. Hægt er að útrýma skæðum sjúk- dómum úr samfélögum með 98% þátttöku í bólusetningum og segir Geir afleiðingar neikvæðrar umræðu um bóluefni geta verið geigvæn- legar. „Bóluefni eru lýðheilsufræði- legt kraftaverk og bylting í almennri heilsuvernd, það er óumdeilt. Viss hætta er auðvitað alltaf fyrir hendi þegar bóluefni er gefið, en alvarlegar aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar og því miður óhjákvæmilegur fórn- arkostnaður í þágu almannaheilla, ef svo má að orði komast. Einmitt vegna þessa er stöðugt unnið að því að bæta bóluefni og gera þau virkari og betri. Enn eigum við því miður ekkert fullkomið bóluefni sem er án allra aukaverkana í öllum tilvikum. Ég kom aftur til Íslands eftir að hafa starfað um árabil í Gíneu-Bissá, þar sem mannskæðir sjúkdómar geisa og engum dettur í hug að draga nauðsyn bóluefna í efa. Nefna mæður oft mislinga sem dæmi um góð áhrif bólusetninga. Það er því einkennilegt að verða var við vax- andi andstöðu við bóluefni í um- hverfi, þar sem sjúkdómarnir og af- leiðingar þeirra eru að verða óþekktir meðal almennings og heil- brigðisstarfsfólks vegna almennrar þátttöku í bólusetningum. Ég vil því leyfa mér að kalla þessar vangavelt- ur lúxusvandamál,“ segir hann. Hvað afleiðingar umræðu um meinta skaðsemi bóluefnis varðar tekur Geir Svíþjóð sem dæmi, þar sem þátttaka í kíghóstabólusetningu fór úr 90% í 12% milli 1974 og 1979. Byrjað var að bólusetja gegn kíg- hósta í Svíþjóð árið 1950 en árið 1967 lýsti áhrifamaður í sænska heilbrigð- iskerfinu, Justus Ström, því yfir að kíghósti væri ekki jafn alvarlegt vandamál og fyrr sakir efnahags- legra, félagslegra og læknis- fræðilegra framfara. Árið 1975 höfðu sænskir barnalæknar misst tiltrúna á umrætt bóluefni þar sem kíghósta- tilfellum fór fjölgandi, ef eitthvað var, þrátt fyrir almenna bólusetn- ingu. Einhver bólusett börn veiktust, auk þess að umræða kom upp um þátt bóluefnisins í afbrigðilegum taugakerfisþroska. Árið 1979 hafn- aði sænska læknasamfélagið kíg- hóstabóluefninu síðan alfarið, þar sem afráðið var að bíða eftir betri ónæmisvaka og ekki leið á löngu þar til notkun bóluefnisins var hætt á landsvísu. Segir Geir athyglisvert að fylgjast með því sem síðan gerðist. „Á árunum 1980-83 jókst tíðni kíg- hósta hjá sænskum börnum yngri en 4 ára verulega og tíðni alvarlegra aukaverkana varð eins og annars staðar í heiminum. Á næstu árum jókst tíðnin enn frekar og um 10.000 börn veiktust á ári hverju, sem er sambærilegt við það sem verið hefur í þróunarlöndum. Afleiðingarnar í Svíþjóð voru ekki miklar til þess að byrja með, en upp úr 1980 kom síðan erfiður kíghósta- faraldur. Í sumum tilvikum komu mánaðargömul börn í andnauð á bráðamóttökur, og þriggja, fjögurra og fimm ára börn í krampa, með heilabólgur og aðrar aukaverkanir kíghósta. Slíku gleymir enginn sem séð hefur, og ekki að ástæðulausu að Kínverjar kalla kíghóstann 100 daga hóstann,“ segir Geir. Einfalt og þægilegt kerfi MMR-sprautan er börnum og for- eldrum að kostnaðarlausu og er Geir spurður hvort foreldrar sem vilja ónæmisverja börn sín geti átt kost á eingildum sprautum gegn misling- um, hettusótt og rauðum hundum, vilji þeir af einhverjum orsökum forðast MMR-bóluefnið. Segist hann gera ráð fyrir því að hægt sé að út- vega eingilt bóluefni, en bætir við að það myndi þýða þrjár sprautur fyrir barnið og hefði hugsanlega aukinn kostnað í för með sér, jafnvel þó að uppalendur greiddu sjálfir fyrir. „Um þessar mundir er boðið upp á fimmgilt og þrígilt bóluefni í ung- barnavernd og ef fólk ætlar að fara að taka þennan eða hinn þáttinn út úr sprautunum, sé ég ekki hvar það ætti að enda. Þetta kerfi er einfalt og þægilegt í framkvæmd fyrir for- eldra, börnin og heilsugæsluna, og gefur vörn gegn sjúkdómum eins og til er ætlast. Auk þess hef ég ekki heyrt nokkurn sérfræðing um bólu- efni mæla með eingildum sprautum í staðinn fyrir MMR-sprautuna, frem- ur hið gagnstæða. Það væri því ekki rétt stefna að mínu mati,“ segir Geir Gunnlaugsson yfirlæknir. Vestrænt lúxusvandamál Morgunblaðið/Árni Sæberg Geir Gunnlaugsson yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.