Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgar- stjóra í Reykjavík, vegna forystu- greinar blaðsins á laugardag: „Í leiðara Mbl. í dag gætir hrap- allegs misskilnings hjá leiðarahöf- undi á bókun sem borgarráð gerði sl. þriðjudag vegna kostnaðar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins af fæðingarorlofi feðra. Í bókuninni er þeim tilmælum beint til stjórnenda slökkviliðsins að „í skipulagi starf- seminnar verði leitað allra leiða til að lágmarka útgjaldaauka vegna fæðingarorlofs feðra“. Af þessu tilefni óska ég eftir því að koma eftirfarandi á framfæri: Borgaryfirvöld fagna að sjálfsögðu þeim rétti sem feður, slökkviliðs- menn jafnt sem aðrir, hafa öðlast með nýjum lögum um fæðingarorlof og ég hygg að það sé skoðun allra þeirra sem sitja í borgarráði að með lögunum sé stigið mikilvægt skref í átt til aukins jafnræðis foreldra í uppeldi barna sinna og það sé til heilla fyrir íslenskar fjölskyldur og samfélagið allt. Áttu borgaryfirvöld raunar talsverðan þátt í því að ýta undir umræðuna um feðraorlof bæði með því að taka þann rétt upp ein- hliða fyrir borgarstarfsmenn og eins með því að gera heimildarmynd um reynslu íslenskra feðra og fjöl- skyldna af feðraorlofi. Til fróðleiks má svo geta þess að einn feðranna sem fylgst var með í þeirri mynd var starfandi slökkviliðsmaður. Ekkert skal um það fullyrt hvort myndin á einhvern hlut að máli, en víst er að slökkviliðsmenn eru ábyrgir feður og nýta sér flestir hverjir rétt sinn til fæðingarorlofs. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa 13 slökkviliðsmenn höfuðborg- arsvæðisins þegar nýtt sér þennan dýrmæta rétt og flest bendir til að þeir verði 20 þegar árið er á enda, eða um fimmtungur slökkviliðs- manna. Geri aðrir betur! Þetta er fagnaðarefni, og gefur til kynna að þar fer ungt og ábyrgt lið manna. Hitt er svo annað mál að þegar starfsemi slökkviliðsins var skipulögð á þessu ári höfðu stjórn- endur liðsins enga reynslu af fæð- ingarorlofi og í starfs- og fjárhags- áætlun ársins var þetta ekki tekið með í reikninginn. Og af því að í slökkviliðinu verður alltaf að koma maður í manns stað þá hafa stjórn- endur liðsins séð sig knúna til að mæta orlofi hinna ungu feðra nánast alfarið með aukinni yfirvinnu ann- arra liðsmanna. Sú lausn hefur haft í för með sér mikinn kostnaðarauka og er líklegt að hann verði 10–15 m.kr. á þessu ári. Það var af því tilefni sem borg- arráð sá ástæðu til að beina þeim til- mælum til stjórnar slökkviliðsins að „í skipulagi starfseminnar (og þess- um þætti bókunarinnar má ekki sleppa úr eins og gert var í leiðara Mbl.) verði allra leiða leitað til að lágmarka útgjaldaauka vegna fæð- ingarorlofs feðra“. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta auðvitað ekkert annað en að stjórnendur liðs- ins leiti hagræðingar í skipulagi starfseminnar s.s. í vaktaskipulagi liðsins og ráði þá fleiri menn til starfa í liðinu í stað þess að greiða allan aukakostnað með yfirvinnu. Þetta eru eðlileg og sanngjörn til- mæli af hálfu þeirra sem fara með skattfé borgaranna og rangt hjá leiðarahöfundi að líta svo á að til- mælin verði ekki skilin öðruvísi en svo að takmarka eigi rétt starfs- manna hjá Slökkviliðinu til feðraor- lofs því varla sé hægt að lágmarka kostnað vegna þess með öðrum hætti. Ef grannt er skoðað þarf nett- an húmor, gúrku eða kannski bara ofurviðkvæmni til að túlka bókun borgarráðs með þeim hætti sem leiðarahöfundur, og raunar fleiri fjölmiðlamenn, hafa gert. Hitt er svo annað mál að það er út af fyrir sig áhugavert að stjórnend- ur á hefðbundnum karlavinnustöð- um standa skyndilega andspænis þeirri staðreynd að fæðingarorlof kostar sitt bæði í fjármunum og mannafla og það þarf að taka mið af því í skipulagi starfseminnar. Þetta hafa stjórnendur hefðbundinna kvennavinnustaða vitað lengi og gert ráð fyrir því í sínum áætlunum. Vonandi verður þetta á endanum til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og draga úr þeirri kynbundnu mismunun sem þar við- gengst á ýmsum sviðum.“ Athugasemd frá borgarstjóra FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Grasagarðurinn í Laugardal Nýjar plöntur árlega Grasagarðurinn íLaugardal er vin-sæll viðkomu- komustaður borgarbúa og gesta höfuðstaðarins, en garðurinn á einmitt 40 ára afmæli í sumar. Garðurinn hefur farið stækkandi ár frá ári og síðast var bætt við matjurtagarði sl. sum- ar. Ingunn Jóna Óskars- dóttir er garðyrkjufræð- ingur hjá Grasagarðinum í Laugardal. Hún var spurð hvort margar nýjar plöntur hefðu bæst við að undanförnu. „Það bætast á hverju ári við um 300 til 400 nýjar plöntur. Við sáum sjálf um 700 nýjum tegundum ár- lega en af þeim fara í framhaldsræktun um 300 plöntur. En auðvitað verða líka af- föll.“ – Hvernig veljið þið nýjar plöntur? „Við veljum plöntur frá þeim stöðum sem eru með sem líkast veðurfar og hér gerist og vonum að þær lifi af hér. Við reynum líka stundum að rækta plöntur sem við vitum að er á takmörkum að geti lifað hér. Stundum heppnast það og stundum ekki.“ – Hver er ykkar mesti sigur í þessum efnum? „Ég myndi segja að rósakirsu- berjatréð okkar vekti mikla að- dáun á hverju vori þegar það blómgast snemma og verður þak- ið bleikum blómum. Lyngrósirnar þykja líka mjög fallegar, þær blómgast í maí og eru með fyrstu plöntunum að bera blóm á vorin. Rósakirsuberjatréð er frá 1964 og fræið kom frá Wageningen, heim- kynni trésins eru Kúrileyjar. Fræ lyngrósarinnar kom frá Tromsö í Noregi en heimkynni hennar er Vestur-Kína.“ – Hvað eruð þið núna með margar plöntur? „Nær fimm þúsund plöntur eru í garðinum núna, bæði tegundir og yrki.“ – Hvað er yrki? „Það eru jurtir sem hafa verið kynbættar. Mikið er gert af því að kynbæta jurtir, sérstaklega í rósarækt, en slíkar plöntur verða sumar ófrjóar – ef þær skila fræi getur útkoman verið óörugg.“ – Eru margar plöntur íslensk- ar? „Við erum með um 320 plöntur af íslensku flórunni, en það er sér- stök deild hjá okkur. Við erum með t.d. þær tvær rósir sem vaxa villtar á Íslandi, þ.e. þyrnirós og glitrós, ásamt flestum þeim blóm- tegundum sem vaxa hér. Einnig erum við með mikið af grösum.“ – Er auðveldara að rækta ís- lenskar villtar plöntur en erlend- ar ræktaðar? „Nei, ef eitthvað er þá er það erfiðara. Þegar íslensku villtu plönturnar eru komnar í garða er jarðvegurinn oft of feitur fyrir þær. Þær eru vanar erfiðari að- stæðum og vaxa því oft úr sér, verða of stórar og ekki eins fallegar og þær sem eru úti í nátt- úrunni, sumar lifa ekki í ræktun. T.d. eru allir vendirnir erfiðir, svo sem maríuvöndur, og einnig lokasjóður, sem er erfitt að rækta nema í sambýli við gras. Við erum með okkar plöntur í hólfum í stein- hæð.“ – Eru þið með allflestar plöntur sem hér eru ræktaðar í görðum? „Nei, en þó flestar. Þessar plöntur eru algengar en við erum meira í að prófa nýjar tegundir sem geta þá nýst í garða héðan í frá.“ – Seljið þið fræ? „Við söfnum fræjum af öllum plöntum sem við náum fræi af en það fræ er notað í fræskiptum við 400 aðra grasagarða víðs vegar um heiminn en ekki selt til al- mennings. Við höfum því miður ekki afgang til þess. Ef við eigum að geta fengið fræ frá öðrum grasagörðum verða þeir að geta pantað frá okkur. Við gefum út nýjan frælista á hverju ári og sendum í þessa 400 grasagarða og við fáum þeirra lista. Þetta eru fræskipti og eru ókeypis fyrir garðana. Hins vegar er mikil vinna í frætökunni, það er margra mánaða verk. Við byrjum að tína fræ í byrjun ágúst og erum að fram í október. Síðan erum við einn og hálfan mánuð að hreinsa fræin og búa þau til pökkunar. Síðan koma svo 400 erlendu frælistarnir sem við þurfum að lesa og velja úr og panta. Seinna sáum við því sem við pöntum. “ – Koma margir að heimsækja ykkur? „Það er ekki selt inn í garðinn, það er ókeypis aðgangur, en ég veit að við erum gífurlega vinsæl þegar sólin skín og svo dregur veitingastaðurin Kaffi Flóra að gesti. Við eigum ýmsa fastagesti, þ.á m. tíu herramenn sem koma á hverjum degi kl. 11, þeir kynntust hér í garðinum og koma hingað til að fá sér göngutúr og spjalla í eina klukkustund daglega.“ – Þið eruð líka með ræktun innanhúss? „Já, garðskálinn okkar var opnaður 1990 og er 310 fermetr- ar en í honum eru eigi að síður milli 100 og 130 plöntutegundir, að- allega tré, runnar og klifurplöntur sem eiga það sameiginlegt að þola ekki íslenskan vetur. Skálinn er opinn jafnt að sumri sem vetri en kaffistofan er opin yfir sumarið. Fólk getur líka komið með nesti og borðað, bæði í Lystihúsinu og víðar. Ingunn Jóna Óskarsdóttir  Ingunn Jóna Óskarsdóttir fæddist 27. júní 1947 í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi 1963 frá Gagnfræðaskóla verknáms og prófi sem garðyrkjufræð- ingur frá Garðyrkjuskóla rík- isins í Hveragerði 1992. Hún starfaði sem skrifstofumaður um árabil en frá 1989 hefur hún unn- ið garðyrkjustörf, nú er hún starfsmaður Grasagarðsins í Laugardal. Maður Ingunnar er Jón Sigurðsson byggingatækni- fræðingur hjá Reykjavíkurborg. Ingunn á eina dóttur og maður hennar tvö börn. Erfiðara að eiga við ís- lenskar villtar plöntur en sumar erlend- ar ræktaðar „Við brúsapallinn bíður hans mær.“ MEÐAL þeirra auglýsinga sem er að finna á almenningsvögnum fyr- irtækisins Strætó bs. er auglýsingin bus.is. Inntur eftir því hvers vegna enskusletta sé notuð til að auglýsa heimasíðu fyrirtækisins segir Þór- hallur Örn Guðlaugsson, for- stöðumaður markaðs- og þróun- arsviðs Strætó bs., að hér sé ekki um enskuslettu að ræða. „Bus.is stendur fyrir byggðar- samlag um samgöngur. Fyrirtækið Strætó bs. er byggðarsamlag um samgöngur. Þetta er bara til- viljun,“ segir Þórhallur en getur þess þó að hér sé um hentuga til- viljun að ræða. „Auðvitað hefðum við getað haft þetta straeto.is en við vildum það ekki. Hins vegar má geta þess að bus er ekki enskusletta heldur alþjóðleg skilgreining á al- menningssamgöngum víða í heim- inum.“ Auglýsingin bus.is á almenningsvögnum Ekki enskusletta Samið við sveitarfélög FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga gekk frá kjarasamningi við launa- nefnd sveitarfélaga á miðvikudag. Ína Björg Hjálmarsdóttir, formaður félagsins, segir að gengið verði til at- kvæða um samninginn meðal félags- manna fljótlega, helst á næstu dög- um. Hún segir að um sé að ræða sam- ræmingu samninga frá síðasta samningstímabili. Engar sérstakar breytingar hafi verið gerðar, ein- hverjar lagfæringar hafi átt sér stað sem feli í sér hækkun á grunnlaun- um, en þó sé ekki um neinar heild- arhækkanir að ræða. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.