Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 31
knúna til að gera það sama.
Ljóst er að Sjónvarpið hefur yf-
irburði hvað áhorf varðar, 93%
landsmanna segjast horfa á Sjón-
varpið í viku hverri samkvæmt dag-
bókarkönnun Gallup frá því í mars
2001. Þessi stærð er óþekkt erlend-
is og hér er að öllum líkindum um
,,áhorfsheimsmet“ að ræða. Áhorf á
Sjónvarpið hefur ekki minnkað
marktækt hvað þennan mælikvarða
varðar (e. reach) eftir að sam-
keppni hófst árið 1986. Hvað
áhorfshlutdeild varðar hefur Sjón-
varpið alla tíð haft yfirhöndina.
Þetta er einsdæmi í heiminum þar
sem ríkisstöðvar hafa undantekn-
ingalaust misst áhorf við tilkomu
einkastöðva og á flestum mörkuð-
um orðið undir í áhorfshlutdeild.
Auðvelt er að færa rök fyrir því
að Ríksútvarpið sé svo til eitt um
það að leggja rækt við íslenska
tungu, sinna menningarefni og öðru
efni af því tagi sem flokkast undir
sértækt efni. Ekki verður séð að
einkastöðvarnar hér á landi sinni
þessum málflokkum að neinu ráði.
McKinsey kemst að því að þessi
dagskrárstefna (blanda af afþrey-
ingarefni og sértæku efni) sé sá
kostur sem er hvað vænlegastur til
árangurs í því nýja umhverfi sem
hefur skapast við aukna sam-
keppni. Þetta er áhugaverð niður-
staða þar sem einkastöðvar á Ís-
landi hafa stundum gangrýnt
dagskrárstefnu Sjónvarpsins og
gert tilkall til þess að Sjónvarpið
sendi ekki út afþreyingarefni.
Ástæðan fyrir þessari gagnrýni er
sú að afþreyingarefni er líklegast
til að falla að smekk flestra áhorf-
enda (mikið áhorf) og þar með aug-
lýsenda. Þessi gagnrýni er þess
vegna lituð af fjárhagslegum hags-
munum einkamiðlanna og verður
því að skoðast í því ljósi.
Meginniðurstaða McKinsey-
hópsins er að ríkisstöð eigi að
stefna að mikilli markaðshlutdeild í
áhorfi með afþreyingarefni, án þess
þó að vanrækja þær menningarlegu
skyldur sem til hennar eru gerðar.
Spurningin er hvort Sjónvarpinu
hefur tekist að rata hinn gullna
meðalveg í því sambandi. Margt
bendir til þess að svo sé.
Höfundur er forstöðumaður
markaðssviðs RÚV.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 31
Í VOR samþykkti Alþingi breyt-
ingar á lögum um tóbaksvarnir.
Meginmarkmið breytinganna var að
fylgja eftir þróun sem hefur átt sér
stað víðast hvar á Vesturlöndum og
miðar að því að takmarka tóbaks-
neyslu eins og kostur er. Á sama
tíma og heilbrigðis- og trygginga-
nefnd Alþingis fjallaði um málið var
til meðferðar hjá nefndinni tillaga
til þingsályktunar um heilbrigð-
isáætlun til ársins 2010. Reykingar
eru ýmist stór eða stærsti áhættu-
þáttur margra sjúkdóma sem áætl-
unin setur í forgang að draga úr.
Ég ætla að það teldist tvískinnung-
ur hjá þingmönnum að afgreiða
heilbrigðisáætlunina, en láta hjá líða
að herða samhliða aðgerðir til að
draga úr eftirspurn og neyslu tób-
aks.
Nokkuð hefur verið deilt á efni
þeirra breytinga sem gerðar voru
og hefur sú umfjöllun verið til þess
fallin að valda nokkrum misskiln-
ingi, sem vert er að leiðrétta.
Réttur til reyklauss
andrúmslofts
Því hefur verið haldið fram að nú
sé foreldrum óheimilt að reykja á
heimilum sínum í nálægð barna.
Þetta er ekki rétt. Ekkert slíkt
bann hefur verið innleitt. Á hinn
bóginn er í lögunum það nýmæli að
rétturinn til reyklauss andrúmslofts
er viðurkenndur. Þar segir: „Virða
skal rétt hvers manns til að þurfa
ekki að anda að sér lofti sem er
mengað tóbaksreyk af völdum ann-
arra.“ Þá segir að þeir sem beri
ábyrgð á barni „skuli stuðla að því“
að það fái notið réttar síns að þessu
leyti, einnig þar sem reykingar eru
ekki bannaðar. Með þessum orðum
er fyrst og fremst áréttað að for-
eldrar og aðrir forráðamenn bera í
krafti forsjár sinnar ábyrgð á vel-
ferð barns í þessu tilliti og eiga að
standa vörð um réttindi þess og
hagsmuni.
Bann við tóbaksauglýsingum
Í ljósi þess heilsutjóns sem tób-
aksneysla veldur og gífurlegra út-
gjalda sem heilbrigðiskerfið verður
fyrir vegna hennar, kemur ekki á
óvart þó að sífellt fleiri hreyfi þeirri
skoðun að banna beri sölu og notk-
un tóbaks líkt og annarra eiturlyfja.
Ljóst er að ef tóbak væri ný vara þá
yrði það umsvifalaust flokkað með
öðrum eitur- og fíkniefnum og það
bannað. Fyrir því að varan er leyfð
og ekki þykir fært að banna hana
eru fyrst og fremst sögulegar og
menningarlegar ástæður. Þess í
stað hefur sú leið verið farin að
þrengja aðgang að tóbaki og leitast
við að takmarka neyslu þess með
öllum tiltækum og lögmætum ráð-
um. Liður í þessu er auglýsinga-
bann á tóbaki. Bannið er að finna í
7. gr. tóbaksvarnalaganna og felur í
sér víðtæka skilgreiningu á því hvað
teljist auglýsing í skilningi laganna
og er henni sérstaklega beint gegn
því sem kallað hefur verið óbeinar
eða dulbúnar auglýsingar. Rétt er
að minna á að víðtækt auglýsinga-
bann hefur lengi verið í tóbaks-
varnalögum og nú í vor voru aðeins
gerðar smávægilegar orðalags-
breytingar hvað það snertir. Í stað
orðalagsins sem bannaði: „hvers
konar umfjöllun í fjölmiðlum um
einstakar vörutegundir nema ljóst
sé að hún miði beinlínis að því að
koma á framfæri upplýsingum sem
draga úr skaðsemi tóbaksneyslu“
kom orðalagið: „hvers konar um-
fjöllun í fjölmiðlum um einstakar
vörutegundir til annars en að vara
sérstaklega við skaðsemi þeirra“.
Tálmanir á tjáningarfrelsi
– ritskoðun
Mikið hefur verið fjallað um þetta
ákvæði laganna og hefur verið látið
að því liggja að lagagreinin fæli í
sér ritskoðun eða aðra ólögmæta
skerðingu á stjórnarskrárvörðu
tjáningarfrelsi. Af þessu tilefni er
ástæða til að rekja í fáum orðum
hvað felst í ákvæði 73. gr. stjórn-
arskrárinnar um tjáningarfrelsi og
hvaða heimildir löggjafinn hefur til
að setja skorður við
því.
Segja má að ákvæði
73. gr. stjórnarskrár-
innar sé fjórþætt. Í
fyrsta lagi kveður
greinin á um að allir
menn skuli vera frjáls-
ir skoðana sinna og
sannfæringar.
Í öðru lagi verndar
ákvæðið rétt manna til
„að láta í ljósi hugs-
anir sínar“. Í þessum
rétti er fólgið hið eig-
inlega tjáningarfrelsi.
Frelsi til skoðana og
sannfæringar eru mik-
ilsverð réttindi en
væru þó verulegum
takmörkunum háð ef tjáningarfrelsi
væri ekki til staðar. Í ákvæðinu seg-
ir jafnframt að menn séu skyldugir
til að ábyrgjast það sem frá þeim
hefur farið fyrir dómi og gefur þessi
fyrirvari á tjáningarfrelsinu skýrt
til kynna að réttur manna í þessum
efnum sé ekki ótakmarkaður.
Í þriðja lagi leggur ákvæðið for-
takslaust bann við ritskoðun og öðr-
um sambærilegum tálmunum á
tjáningarfrelsi. Með ritskoðun er átt
við skoðun á rituðu eða uppteknu
efni til úrlausnar á því hvort það
megi birta. Með orðunum sambæri-
legum tálmunum í ákvæðinu er átt
við hverjar aðrar þær hindranir
sem ætlað er að koma í veg fyrir
það fyrirfram að ritað eða talað mál
sé birt. Ritskoðun er sú skerðing á
tjáningarfrelsi sem lengst gengur
og er kveðið á um það í ákvæðinu að
slíka tálmun eða aðrar sambæri-
legar megi „aldrei í lög leiða“. Það
ákvæði tóbaksvarnalaga sem hér er
til umfjöllunar felur ekki í sér rit-
skoðun eða aðra sambærilega tálm-
un í skilningi 73. gr. stjórnarskrár-
innar. Engin fyrirfram hindrun er
fólgin í reglu laganna heldur leggur
ákvæðið aðeins ábyrgð á þann sem
þrátt fyrir ákvæðið kýs að birta um-
fjöllun sem reynist brjóta í bága við
það.
Í fjórða lagi kveður ákvæðið á um
heimildir löggjafans til þess að setja
tjáningarfrelsinu skorður með
lögum, þó aðeins í þágu eftirtalinna
markmiða, „allsherjarreglu eða ör-
yggis ríkisins, til verndar heilsu eða
siðgæði manna eða vegna réttinda
eða mannorðs annarra“ og síðan
segir: „enda teljist þær nauð-
synlegar og samrýmist lýðræðis-
hefðum“. Af þessu sést að þótt tján-
ingarfrelsið teljist til grund-
vallarmannréttinda og sé viður-
kennt sem ein meginstoð lýð-
ræðislegs samfélags hefur stjórn-
arskrárgjafinn, þ.e. fólkið í landinu
og Alþingi, talið réttlætanlegt að
heimila tilteknar takmarkanir á
þessu frelsi til að ná markmiðum
sem talin eru vega þyngra en óskor-
aður réttur fólks til að tjá sig. Á
þessum grundvelli hefur löggjafinn
sett ýmsar skorður við tjáningar-
frelsi landsmanna. Má þar nefna
ákvæði almennra hegningarlaga um
landráð, sem sækja stoð sína í
markmiðið um öryggi ríkisins, og
bann við klámi sem sækir stoð sína í
markmiðið að vernda siðgæði
manna. Einnig má nefna meiðyrða-
löggjöfina, sbr. markmiðið að
vernda mannorð manna. Bann við
tóbaksauglýsingum sækir stoð sína í
markmiðið um að vernda heilsu
manna en í sama flokk falla t.d.
lagaákvæði um bann við áfengisaug-
lýsingum og lyfjaauglýsingum.
Af þessu má sjá að auglýsinga-
bann tóbaksvarnalaga stefnir að
lögmætu markmiði skv. stjórnar-
skránni, en að fleiru þarf að huga.
Skilyrði fyrir takmörkunum
73. gr. stjórnarskrárinnar setur
þrjú skilyrði sem verða að vera upp-
fyllt til að takmörkun á
tjáningarfrelsi geti
staðist. Í fyrsta lagi
verður takmörkunin að
vera lögmælt, þ.e.
heimildin til hennar
verður að vera í settum
lögum, gerð „með lög-
um“, takmörkun þarf
að sækja stoð sína til
þeirra markmiða sem
þar eru tilgreind, og
fjallað var um í fyrri
grein minni, og loks
þarf hún að vera nauð-
synleg og samræmast
lýðræðishefðum, en í
því felst jafnframt að
hún má ekki ganga
lengra en nauðsyn
krefur. Það er ljóst að hið umdeilda
ákvæði tóbaksvarnalaga uppfyllir
fyrsta og annað skilyrðið, þ.e. tak-
mörkunin sem ákvæðið felur í sér er
lögmælt og ákvæðið er sett til að
vernda heilsu manna, ekki hvað síst
heilsu barna og unglinga. Þriðja
skilyrðið um að takmörkunin sé
nauðsynleg og gangi ekki lengra en
nauðsynlegt er til að ná því mark-
miði sem stefnt er að er mun mats-
kenndara skilyrði en hin tvö og ekki
óeðlilegt að umræða skapist um það
hvort of langt hafi verið gengið í
einstökum tilvikum. Hins vegar ber
að forðast óupplýsta umræðu sem
einkum byggist á sleggjudómum og
illa ígrunduðum staðhæfingum og
er í því sambandi vísað til fullyrð-
inga þeirra sem hafa haldið því á
lofti að Alþingi hafi með því að sam-
þykkja hið víðtæka auglýsingabann
innleitt ritskoðun eða aðra sam-
bærilega tálmun á tjáningarfrelsi
landsmanna, því fer fjarri. Það sem
umræðan á að snúast um er hvort
nauðsynlegt hafi verið að ganga
eins langt og gert var og hvaða
sjónarmið eigi að leggja til grund-
vallar við mat á þeirri nauðsyn. Mat
löggjafans liggur fyrir, hann telur
nauðsynlegt að í gildi sé víðtækt
auglýsingabann á tóbaki. Endanlegt
úrskurðarvald og mat á þessu er
hins vegar í höndum dómstóla, komi
málið til kasta þeirra.
Við mat á því hversu langt má
ganga skipta þeir hagsmunir sem í
húfi eru miklu máli. Ef hagsmun-
irnir eru miklir getur reynst nauð-
synlegt að ganga lengra en þegar
um litla hagsmuni er að ræða. Það
er óumdeilt að það er gríðarlegt
hagsmunamál bæði fyrir einstak-
lingana og þjóðfélagið í heild að það
takist að draga úr tóbaksneyslu og
þeim afleiðingum sem hún veldur.
Óbeinar auglýsingar
Segja má að hæstaréttardómur
frá árinu 1987 (H. 1987:394) hafi
sýnt fram á nauðsyn þess að skerpa
ákvæði um bann við auglýsingum. Í
því máli var ábyrgðarmaður tíma-
rits ákærður fyrir að brjóta bann
þágildandi laga við tóbaksauglýs-
ingum með umfjöllun um nokkrar
sígarettutegundir og samanburði á
verði þeirra. Hann var dæmdur til
refsingar í héraði og í dómnum seg-
ir m.a.: „Svo sem nú hefur verið
rakið er tilgangur auglýsingabanns-
ins sá að sporna við útbreiðslu tób-
aksnotkunar og draga á þann hátt
úr líkum á sjúkdómum og ótíma-
bærum dauðsföllum sem kynni að
mega rekja til hennar. Fortakslaust
bann við prentun og útgáfu auglýs-
inga eða annarrar nánar skil-
greindrar umfjöllunar um tilteknar
vörutegundir í þessu skyni verður
samkvæmt framansögðu ekki talið
stríða gegn ákvæðum 72. gr. stjórn-
arskrárinnar.“ (Nú 73. gr.) Hæsti-
réttur tók ekki afstöðu til þess
hvort ákvæði tóbaksvarnalaga færi í
bága við ákvæði stjórnarskrárinnar
um tjáningarfrelsi. Minni hluti
hæstaréttar, tveir dómarar, skilaði
sératkvæði og staðfesti héraðsdóm-
inn, en með dómi meiri hluta rétt-
arins var ákærði sýknaður einfald-
lega með þeim rökum að
umfjöllunin í tímariti hans teldist
ekki auglýsing í skilningi tóbaks-
varnalaga.
Af niðurstöðu meiri hluta Hæsta-
réttar í þessu máli má álykta að ef
ætlunin er að framfylgja auglýs-
ingabanni á tóbaki sem taki bæði til
beinna og óbeinna auglýsinga þá sé
orðalag auglýsingabannsins í nú-
gildandi lögum nauðsynlegt og jafn-
framt réttlætanlegt með vísan til
þeirra ríku og óumdeildu hagsmuna
sem verið er að vernda. Sú stað-
reynd að tóbaksneysla er sá ein-
staki áhættuþáttur sem talinn er
valda mestu og víðtækustu heilsu-
tjóni hefur verið talin fullnægjandi
röksemd fyrir því víðtæka auglýs-
ingabanni sem tóbaksvarnalögin
kveða á um og ákvæðið þannig talið
uppfylla þau skilyrði sem sett eru
fyrir skerðingu tjáningarfrelsisins
og rakin voru hér að framan.
Áfram heimilt að
segja frá reynslu sinni
Fyrir nokkru gat að lesa hér í
blaðinu reynslusögur tveggja þjóð-
þekktra og málsmetandi manna af
tóbaksnotkun. Grein annars þeirra
sérstaklega bar vott um mjög djúp-
stæða og ríka reynslu sem og góða
yfirsýn og þekkingu á mismunandi
vörumerkjum. Hinn bað, í niðurlagi
frásagnar af reynslu sinni, um birt-
ingu greinarinnar fyrir 1. ágúst, þ.e.
gildistökudag nýju laganna. Vegna
þessara skrifa finnst mér rétt að
endingu að árétta tvennt í þessu
sambandi. Annars vegar að frá 1.
júlí 1996 hefur verið óheimilt að
nefna einstakar vörutegundir tób-
aks á nafn í fjölmiðlum nema bein-
línis hafi verið miðað að því að koma
á framfæri upplýsingum sem draga
úr skaðsemi tóbaks og hins vegar að
eftir 1. ágúst, líkt og áður, verður
heimilt að fjalla almennt um tóbak í
fjölmiðlum. Þannig geta herra-
mennirnir tveir eins og allir aðrir
skrifað greinar og sagt öðrum frá
reynslu sinni, skoðunum og sann-
færingu, mært tóbaksnotkun ef þeir
vilja og haldið því fram ef þá langar
að tóbaksreykingar séu hollar og
allra meina bót. Vegna ályktunar
stjórnar Blaðamannafélags Íslands
frá 18. maí sl. og kröfu þess um að
bannið við tóbaksauglýsingum verði
afnumið úr tóbaksvarnalögum af því
að það stríði gegn „prent- og rit-
frelsi“ í landinu, finnst mér jafn-
framt rétt að árétta að það sama á
við um almennar fréttatilkynningar,
þær eru heimilar bæði fyrir og eftir
1. ágúst nk. Slík umfjöllun er heimil
jafnvel þótt hún geti virkað hvetj-
andi til tóbaksneyslu, s.s. fréttir um
rannsóknir sem þættu sýna fram á
að tóbaksreykingar séu ekki eins
skaðlegar og haldið hefur verið
fram. Það er einungis bannað að
fjalla um einstakar vörutegundir
tóbaks. Með öðrum orðum, almenn
umfjöllun í fjölmiðlum telst ekki
auglýsing í skilningi tóbaksvarna-
laga nema einstakra vörutegunda,
þ.e. vörumerkja, sé getið.
UM TÓBAKSVARNIR
OG AUGLÝSINGAR
Jónína
Bjartmarz
Meginmarkmið breyt-
inganna var að fylgja
eftir þróun sem hefur
átt sér stað víðast hvar á
Vesturlöndum, segir
Jónína Bjartmarz, og
miðar að því að tak-
marka tóbaksneyslu
eins og kostur er.
Höfundur er alþingismaður og
formaður heilbrigðis- og
trygginganefndar.
hættu og jafnvel ógæfu. Ég vil gjarn-
an sjá húsbréfakerfið færast til
bankanna sem sjálfir myndu annast
greiðslumat, en Íbúðalánasjóður
fengi það hlutverk, líkt og norski
Húsbankinn, að lána með hóflegum
kjörum fé til byggingar leiguíbúða
og félagslegra íbúða. Öfugt við það
sem margir virðast halda er séreign-
arstefna einsog hér fyrst og fremst
einkenni fátækra þjóða. Í fátækra-
hverfum heimsins á fólkið skúrana
sína sjálft. Fátækrahverfi verða til
þarsem félagslegt skipulag skortir.
Ég vildi ekki sjá það hér sem sums
staðar sést, að ríka fólkið búi í dýrum
leiguíbúðum við miðbæinn en þeir
fátækari í óseljanlegum eignaríbúð-
um úthverfanna. Almennur leigu-
markaður mun koma hér fyrr eða
síðar. Spurningin er aðeins hvernig
að því verður staðið.
Það yrði mikil hagsbót fyrir alla ef
ekki þarf að fjármagna hverja íbúð
nema einu sinni og fólkið geti þá
greitt sinn húsnæðiskostnað með
einu mánaðargjaldi, í stað þess að
taka lán, greiða vexti, verðbætur,
skatta, fasteignagjöld og þurfa sjálft
að sinna öllu viðhaldi – og missa svo
ef til vill íbúðina útaf einhverju allt
öðru, t.d. ábyrgðum fyrir aðra. Það
þarf öðruvísi hugsun varðandi hús-
næðismál í þéttbýli einsog hér en í
dreifbýli sveita og þorpa. Með lögum
um Íbúðalánasjóð var opnað fyrir
lánveitingar til leiguíbúða. Spurn-
ingin er því um lánskostnað og lóðir.
Mín ábending er fyrst og fremst
þessi: Við viljum heimili í stað hús-
eignar. Við verðum að leysa þörf
heimilanna fyrir öruggan samastað í
tilverunni. Um það ættum við að
vera sammála og sameinast um leiðir
að markmiðinu.
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna og kennir
sig við Pálmholt.