Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Búðu þig undir slæmar fréttir, sagði móðir mín þegar hún hringdi í mig frá Ís- landi þriðjudaginn 26. júní. Hver er dáinn? svaraði ég. Hún Hanna Maja, vin- kona þín. Þvílíkt áfall. Ég neitaði að trúa þessu. Mikið ofboðslega fannst mér ég vera langt í burtu frá landinu mínu, vinum og fjöl- skyldu. JÓHANNA MARÍA SVEINSDÓTTIR ✝ Jóhanna MaríaSveinsdóttir fæddist í Siglufirði 9. ágúst 1959. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 6. júlí. Minningarnar hell- ast yfir mann á stundu sem þessari. Við Hanna Maja kynntumst þegar við vorum aðeins 5 ára. Þá var Hanna Maja í heimsókn hjá ömmu Diddu á Laugarvegin- um. Við urðum strax perluvinkonur og að- aláhugamál okkar þá var að búa til dúska úr garnafgöngum. Það voru ófáir dúsk- arnir sem við vöfðum og stoltar sýndum við öllum sem sjá vildu dúskana okk- ar. Þeir fylltu marga poka og voru í öllum regnbogans litum. Þegar skólaganga okkar hófst vorum við ekki í sama bekk í byrjun. Það kom ekki í veg fyrir vinskap okk- ar. Þegar þú og fjölskylda þín flutt- uð suður um tíma átti ég erfitt, ég saknaði þín mikið. Mikið var gleði mín stór þegar þið svo fluttuð til baka og þú komst í bekkinn minn, svo að auði stóllinn við hliðina á mér varð fylltur. Fjarlægðin á milli heimila okkar gat næstum ekki verið meiri, þið bjugguð á Hvanneyrarbrautinni og við á Laugarveginum. Þessi fjar- lægð á milli heimila okkar kom samt ekki í veg fyrir að við eydd- um öllum stundum saman, við hitt- umst bara á „Thorahorninu“. Um helgar sváfum við ansi oft heima hjá hvor annarri. Við vinkonurnar brölluðum ým- islegt saman um ævina en okkur bar báðum saman um að sumarið ’74 var mjög skemmtilegur tími í okkar lífi. Þá vorum við báðar að vinna í Frystihúsinu á Dalvík og bjuggum hjá „Tótu systur“ eins og við kölluðum hana báðar, þótt hún væri systir mín. Þetta sumar urð- um við báðar skotnar í strákum og eignuðumst marga góða vini. Við fórum á hinar ýmsu hátíðir í ná- grenni Dalvíkur, s.s. Hólahátíð, ball í skemmunni á Akureyri, útihátíð í Kjarnaskógi og síðast en ekki síst bindindismót á Hrafnagili um verslunarmannahelgina. Við töluðum oft um þennan tíma með blik í augum. Þegar ég var á undan þér farin að búa og komin með bæði mann og barn var samband okkar ekki eins náið en það var bara tíma- bundið. Þú komst alltaf í heimsókn við og við. Þegar þið Böddi voruð að draga ykkur saman man ég eft- ir okkur á balli á Hótel Höfn (Siglufirði). Þið stóðuð á miðju gólfi og dönsuðuð saman. Vegna hins mikla stærðarmunar sem á ykkur var spurði ég þig hvort þú værir að skoða á honum naflann. Þú brostir bara og bandaðir mér frá þér með hendinni. Þar sem ég sá smá eftir að vera að stríða þér á svo viðkvæmu augnabliki sótti ég stól handa þér og sagði þér að dansa uppi á honum þú gætir þá að minnsta kosti náð upp til halda um hálsinn á honum Bödda þínum. Þegar kom að því að þið Böddi urðuð foreldrar var ég orðin tveggja barna móðir. Lísa litla kom í heiminn löngu fyrir tímann, minnsta barn sem fæðst hafði og lifað á Íslandi á þeim tíma. Þegar þú varðst síðan send heim frá Reykjavík til Siglufjarðar án litlu dúllunnar þinnar, áttir þú mjög erfitt. Böddi var á sjó á þessum tíma og þið lifðuð í stöðugum ótta um að litla stelpan ykkar myndi ekki lifa. Þrisvar hélstu að Lísa Rut litla væri dáin. En hún Lísa Rut var ekki á þeim buxunum að gefast upp heldur og dafnaði. Svo kom sú stund að þið fenguð hana heim til Sigló og þá var mikil gleði á Hlíðarvegi 44. Þeir sem hafa upplifað hversu erfitt það er að eignast barn svo löngu fyrir tím- ann eru flestir sammála um að það er mikið álag og nóg fyrir eina fjölskyldu að ganga í gegnum það einu sinni á ævinni. Þannig var það nú ekki í ykkar fjölskyldu því Erik Helgi fæddist aðeins 19 mán- uðum á eftir systir sinni, líka löngu fyrir tímann. Aftur upplif- uðuð þið sama óttann um að missa barnið ykkar og nú með Lísu litlu að hugsa um að auki. Erik Helgi var eins og systir hans, barðist fyrir lífi sínu og sigraði. Þeir erf- iðleikar sem þið genguð í gegnum samfara þessu öllu færðu ykkur Bödda sem betur fer nær hvort öðru. Þið Böddi voruð ekki bara hjón heldur líka bestu vinir. Ég hugsaði alltaf um ykkur sem eitt. Þegar eldri sonur minn tók upp á því að kalla mig „Mömmu Maddý“, mér til mikillar gremju, þá hermdi Lísa Rut þetta eftir honum. Þannig var ég oftast kölluð „Mamma Maddý“ af ykkar fjöl- skyldu. Það er nú líka einkennandi fyrir ykkar fjölskyldu að nefna fólk upp á nýtt og ég hafði líka annað nafn sem ég nefni ekki hér. Þegar þið svo fluttuð á Skagann saknaði ég þín mikið og ég skammaði Bödda oft fyrir að taka þig frá mér. En þegar þið svo fluttuð á Höfðabrautina fór þér að líða vel á Skaganum og þú eign- aðist góða vini þar. Það var líka alltaf jafn yndislegt að koma í heimsókn til ykkar. Alltaf var hlegið mikið og alltaf hlakkaði ég mikið til að hitta ykkur öll. Alltaf var það sami myndarskapurinn í þér og ef að það er hægt að segja um einhvern að hann sé dverg- hagur þá á það svo sannarlega við um þig. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt lék í höndunum á þér. Mér þætti gaman að sjá alla handavinnuna þína komna á einn stað. Sannkölluð hagleiksmanneskja. Ég veit að ég gæti skrifað heila bók um þig, Hanna Maja mín, en það geri ég ekki hér. Ég er búin að skoða hug minn mjög vel og á ég bara fal- legar minningar um þig. Hvernig væri annað hægt, þú sem varst alltaf svo glöð og góð. Aldrei varð okkur sundurorða um ævina en þó vorum við alveg óskaplega hrein- skilnar hvor við aðra. Það að eign- ast slíka vinkonu er ómetanlegt og þó svo að við byggjum í sitthvoru landinu síðustu ár var alltaf eins og við höfðum sést í gær. Þó svo að mér finnist óskaplega erfitt að sætta mig við það að þú sért horf- in úr þessu jarðneska lífi verð ég víst að gera það. Það er eitt sem er alveg víst, þér gleymi ég aldrei. Sem betur fer er ekki hægt að taka minningarnar um þig frá mér, þær á ég svo lengi sem ég lifi. Hanna Maja mín, þú munt lifa áfram í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Þín vinkona, Margrét St. Þórðardóttir. ✝ Lára FríðaÁgústdóttir, fæddist 9. júlí 1912 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. júní síðastliðinn. Móðir hennar var Ágústa Magnúsdóttir Sig- urðssonar pósts og Guðbjargar Jóns- dóttur. Faðir hennar var Ágúst Lárusson Lúðvíkssonar skó- kaupmanns og Mál- fríðar Jónsdóttur. Þau voru átta börnin, Lára elst, Hörður, Skúli, Hreiðar, Óskar, Magnús, Lárus og Haukur sem lést í æsku. Hörður og Lárus eru látnir. Skúli, Hreiðar og Magnús búa í Bandaríkjunum. Hinn 13. janúar 1934 giftist Lára Óskari Gíslasyni skipstjóra frá Vestmannaeyjum, f. 6.mars 1913, d. 19. janúar 1983. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon útgerðar- maður frá Skálholti í Vestmanna- eyjum og kona hans Sigríður Ein- arsdóttir. Lára og Óskar eignuðust þrjár dættur: 1) Erna húsmóðir, gift Kára Óskarssyni múrara, þau eiga þrjá syni, Hreið- ar sjómann, sambýliskona Marit Erikson; Óskar hjúkrunarmaður, sambýliskona Vibeke Harderes, þau eiga tvo syni, Thorbjörn Ósk- ar og Valdimar og áður átti Óskar son- inn Óðin Örn, móðir hans er Marí Krist- jánsdóttir; Ágúst, lækni, kona hans er Svanfríður Helga Ástvaldsdóttir tækniteiknari, þau eiga tvö börn, Írisi Ósk og Magnús Kára. 2) Hrefna fóstra, búsett í Bandarikjunum, gift John Minner smiði, þau eiga þrjú börn, Láru Sigríði forrit- ara, hún á soninn Ryan Minner; Tómas Óskar smiður, sambýlis- kona Missi Bougman; og Ingrid mosaiker, hún á son- inn Gavin Minner. 3) Ágústa mat- ráður, gift Ernst Kettler kvik- myndagerðarmanni, þau eiga þrú börn, Ernu Ósk dagskrárgerðar- mann, gift Kristjáni Pálssyni framkvæmdastjóra, þau eiga tvær dætur, Ágústu Björgu og Láru Theódóru; Lindu Karen dag- skrárgerðarmann og Óskar Rud- olf námsmann, unnusta hans er Kristjana Ragnarsdóttir. Lára bjó lengst af í Vestmanna- eyjum eða þar til 1983, þá flutti hún til Reykjavíkur. Seinustu árin bjó hún í Lönguhlíð 3. Útför Láru fór fram í kyrrþey. Aldrei hef ég verið sannfærðari en nú þegar móðir mín lést að það hlýtur að vera til annað líf, líf eftir dauðann. Við deyjum ekki heldur færumst á annað tilverusvið. Ég trúi líka að látnir ástvinir okkar taki á móti okkur. Móðir mín ólst upp í Þingholt- unum með foreldrum sínum og bræðrum. Það var oft glatt á hjalla og nóg að gera á stóru heimili, hún tók að sjálfsögðu mikinn þátt í heimilishaldinu eins og þótti sjálf- sagt. Amma kenndi henni allt sem hún þurfti að kunna, elda, sauma, ala upp börn og vera ávallt til sóma. Hún var sannkölluð Reykja- víkurmær, en örlögin eru stundum skrítin, hún kynntist ungum mynd- arlegum manni, Óskari Gíslasyni frá Skálholti í Vestmannaeyjum, sem hún giftist og fluttist með hon- um til Eyja og þar bjó hún ríflega helming ævi sinnar eða í rúma hálfa öld. Þetta voru mikil von- brigði fyrir borgarbarn á þeim tíma og saknaði hún fjölskyldunnar úr Reykjavík en þá voru samgöng- ur erfiðar á milli lands og Eyja, oftast var farið með mjólkurbátn- um í ýmsum veðrum til Þorláks- hafnar eða með Esjunni og var þá ferjað út í hana, því ekki gat hún lagst að bryggju. Faðir minn var lítið heima, hann fór á síldina á vorin og kom heim á haustin. Hann var skipstjóri lengst af og sigldi öll stríðsárin en þá beið mamma heima. Það var bæði ein- semd og kvíði sem fylgdi þeim ár- um, þó að ég yrði aldrei vör við það þökk sé léttu lundarfari hennar alla tíð. Segja má að hún hafi verið sönn sjómannskona og hennar styrkur hafi endurspeglast í styrk föður míns, skipstjórans Óskars. Þau byggðu ásamt tengdafor- eldrum hennar, Gísla Magnússyni og Sigríði Einarsdóttur, glæsilegt tvíbýlishús í Sólhlíð 3 og var alla tíð afar gott og náið samband milli þeirra. Seinni árin þegar faðir minn var kominn í land starfaði hann sem forstjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyjar og síðan forstjóri Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins í Vestmannaeyjum, var alla tíð mikill gestagangur, þá kom sér vel fyrir mömmu að kunna að elda frábæran mat og baka gómsætt bakkelsi og tóku þau ávallt á móti fólki með glæsibrag. En svona leið ævi hennar í mikil- leika hinna fögru Vestmannaeyja, þar sem klettarnir og hafið syngja sína dularfullu tónlist. Rúm fimmtíu ár bjó hún í Eyj- um, en fluttist til Reykjavíkur eftir að faðir minn lést árið 1983, hún hafði alla tíð sterkar taugar til Eyja og saknaði margs þaðan. Hún bjó í Reykjavík til dauðadags. Blessuð sé minning þín, Erna Óskarsdóttir. Það var í Vestmannaeyjum fyrir mörgum, mörgum árum, sólin skein, ég og afi höfðum ákveðið að fara á sjóinn morguninn eftir á litlu trillunni hans afa. Ég bað þig um að vekja mig snemma, svo að við yrðum komnir tímanlega á fiskislóðina. Og hvernig þú vaktir mig um morguninn lýsir þér vel. Svo blíðlega og rólega, brosandi út að eyrum, þú geislaðir eins og eng- ill, og ilmurinn, maður lifandi, ég finn hann enn þann dag í dag. Ilm- urinn af nýlöguðu kaffi, ekta heimalöguðu súkkulaði, kókói og nýristuðu brauði og einhverju góðu sem ég vissi að ég fengi þegar ég kæmi fram í eldhús til þín. Og það passaði alltaf, samlokurnar þínar góðu, matarpakkarnir tilbúnir, þú varst búin að gera allt klárt. Það var gaman að vakna og byrja nýjan dag hjá þér, elsku amma mín. Og svona varst þú gagnvart öllum sem heimsóttu þig eða leituðu til þín. Við kysstum þig á kinnina, hneigð- um okkur og þökkuðum fyrir okk- ur. Öll þau ár og dagar sem við átt- um saman eru sólarstundir lífs míns, ljóslifandi myndir og minn- ingar. Ég get alltaf gengið stoltur, hreinn og beinn, hvar sem ég er í heiminum, og þegar einhver spyr mig af hverju ég sé svona. Svara ég: ég lærði það af henni Láru ömmu minni. Heiðarleiki, góð- mennska, þrautseigja, þolinmæði og dugnaður eru spegilmynd lífs þíns. Það er heiður að þekkja þig, fyrir mér munt þú lifa að eilífu. Við höfum grátið Við munum gráta Við grátum af sorg yfir að hafa misst þig, en við grátum af gleði yfir að hafa þekkt þig. Ég fylgi þér í huga mínum og hjarta yfir öll landamæri. Það sem þú kenndir mér mun nýtast mér allt mitt líf. Ég var ekki ein, ég var sótt og leidd í Paradís og nú líður mér vel. Blessuð sé minning þín. Þinn dóttursonur, Hreiðar Haukur Kárason. Eftirfarandi orð mín eru tileink- uð elsku ömmu minni, Láru Ágústsdóttur, á útfarardegi henn- ar, 4. júlí 2001. Því miður er ég fjarri fjölskyldunni en sit á þessum sólríka degi í Vínarborg og hugsa heim, hugsa til baka. Amma Lára bjó í Vestmannaeyjum, ásamt eig- inmanni sínum, Óskari Gíslasyni. Sem lítil stúlka fékk ég oft að fara til þeirra í fríum og dvaldist þar í góðu yfirlæti og ástúð í Sólhlíðinni, þar sem þau bjuggu. Þar átti ég margar stundum við leiki í geymslu, hirslum og skúmaskotum í húsinu þeirra afa og ömmu, svo ekki sé talað um garðinn og bíl- skúrinn. Hið spennandi andrúms- loft þessara ókönnuðu staða heill- uðu mig og félaga mína óendanlega mikið og alltaf söfnuðust fleiri og fleiri leikglaðir í hópinn. Amma Lára leyfði okkur að ærslast að vild, gladdist yfir þessum félags- skap mínum og fylgdist með út um eldhúsgluggann með stóískri ró. Aðeins á kaffitímum lét hún sjá sig og brutust þá út fagnaðarlæti þeg- ar amma birtist með rúnstykki og kökur handa öllum skaranum. Eft- ir stutt suss og svei hvarf hún aft- ur og leyfði okkur að hamast áfram. Þessar yndislegu stundir æsku minnar í Sólhlíðinni, í öryggi og ástúð, verða mér alltaf minn- isstæðar. Árið l982 veiktist afi Ósk- ar. Þá urðu afi og amma að flytjast til Reykjavíkur, bæði vegna sjúk- dóms afa og til að vera í návist dætra sinna, Ernu og Ágústu, en þriðja dóttirin, Hrefna, bjó þá og býr enn í Ameríku. Þarna tóku við erfiðir tímar og brátt kvaddi afi minn þennan heim. En amma Lára var ákveðin kona. Hún bjó yfir viljastyrk sem mér og fjölskyldu minni er enn óskiljanlegur. Síðan þá hefur hún búið í Reykjavík í ná- inni samvist við dætur sínar tvær, eiginmenn þeirra, börn og barna- börn. Amma Lára var stór þáttur í fjölskyldulífi okkar. Hún lifði með og í gegnum okkur. Hátíðisdagar tóku fyrst á sig rétta mynd þegar amma birtist, fín og uppáklædd. Ávallt hristi hún höfuðið yfir æs- ingi okkar en brosti út í annað og fylgdist athugul með. Hörð barátta við veikindi var stór þáttur í lífi ömmu Láru en ótrúleg harka og lífsvilji hennar lét ekki undan, ekki fyrr en í síðustu viku þegar elsku amma okkar lést. Djúp sorg heltók mig þar sem ég sat í fallegum garði hér í Vínarborg og fékk frétt- ina. Sumarið í fullum blóma og amma mín deyr. En hver veit nema að hún sé einmitt hér núna. Ég veit að hún gleðst yfir sumrinu, hún gleðst yfir glaðværð og lífs- gleði okkar eins og hún gerði í Sól- hlíðinni í gamla daga, horfandi á okkur út um eldhúsgluggann. Hún hristir höfuðið og brosir laumulega. Það verður erfitt fyrir fjölskyldu mína að venjast fjarveru hennar en hún mun verða með okkur í anda á þeim tímum sem nærvera hennar var svo rótföst. Hún mun njóta góðra stunda með okkur áfram, fyrir það er ég og fjölskylda mín þakklát í hjarta okkar – hvar sem við erum. Linda Kettler. LÁRA FRÍÐA ÁGÚSTSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.