Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                          !    "#  $$  %     & ' $$  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Kæri sr. Ólafur. Þakka þér fyrir bréfið þitt sem kom nokkuð óvænt, en ekki á óvart, miðað við skoðanir þínar á náttúru- verndarmálum. Erindi þín hef ég heyrt og lesið sem þú hefur skrifað um þessi mál. Vissulega er aldrei of varlega farið í þessum efnum. Þú nefnir viðhorf mín til náttúrunnar. Þau eru vísast í flestum efnum sam- hljóma öðrum sem unna náttúrunni að við verðum að gæta að Guðs góðu sköpun. En ég verð að fá að hafa leyfi til að hafa mínar skoðanir á þessum málum. Þú vitnar í fundinn á Reyð- arfirði og orð mín þar gáfu þér tilefni til að senda mér línu. Sá fundur var ákaflega upplýsandi og gagnlegur. Það dylst engum fyrir austan að atvinnulíf hér á í vök að verjast. At- vinnulíf er hér of einhæft, einkum þegar sjávaraflinn er takmarkaður og aukin tækni í fiskvinnslu hefur tekið völdin. Byggðarlög eru misjafn- lega vel sett. Ég man tímana tvenna þegar hér ríktu gullaldartímar síld- aráranna og atvinnulíf var í miklum blóma. Þá sem ævinlega streymdi fé suður til Reykjavíkur sem íbúar hér öfluðu og fáar byggðir nutu þess í reynd að byggja upp í þágu íbúanna. Þegar tímar breyttust, varð talsvert bakslag sem erfitt var að vinna upp. Nú virðist slíkt bakslag hafa ríkt um tíma og margendurtekin loforð um stóriðju aldrei orðið að veruleika. Þegar á reynir virðist aðeins stóriðja auka atvinnu og skapa tekjur, bæði fyrir einstök svæði og landið í heild. Margfeldisárifin virðast m.a.s. vera komin á skrið, og virðist sem orku- veitur séu nú farnar að hugsa sér gott til glóðarinnar og hefur heyrst rætt um sölu á Rafveitu Skagafjarð- ar og Orkubú Vestfjarða er að reikna út eigið verðmæti ef til sölu kæmi. Af stólnum ræði ég oft umhverf- ismál og viðhorf okkar til þeirra; skyldur okkar við náttúruna og þann gróða sem jörðin og hafið gefur. Við eigum að vera í gagnvirkum tengslum við umhverfið. Allt er þetta með skírskotun í guðfræðileg við- horf. Við eigum t.d. að vinna mun meira úr sjávaraflanum og nýta hann betur. Líftækni hefur ýmsa mögu- leika til framtíðar. Ferðamannaiðn- aðinn mætti efla að mun án þess að níða náttúruna um of. Ferðamanna- iðnaður og straumur ferðamanna til Austurlands er lítill enn sem komið er. Yfir vetrarmánuðina eru fáir sem engir túristar hér og því er ljóst að hann skapar ekki stöðuga afkomu. Siglingar á fjörðum og flóum hér hafa heldur ekki náð væntingum sem skyldi. Laxeldi inni á fjörðum er að vísu vaxtarbroddur en á í vök að verj- ast. Loðnu- og kolmunnaveiðar eru nú uppistaðan í sjávarafla Austfirð- inga. Fiskvinnslan er að miklu leyti komin út á sjó. Augljóslega er því stóriðja það sóknarfæri sem skapar mest áhrif til framtíðar og skilar mestum áhrifum til samfélagsins í heild. Herkostnaðinn ræðir þú einnig og ég er enn við sama heygarðshornið. Ekkert verður til án fórna. En mér sýnist helst að málamiðlun felist í því fyrst og fremst að mæta kröfum nú- tímans, svo langt sem hægt er, til að draga úr áhrifum mengunar af stór- iðjunni og hafa stranga eftirlits- skyldu sem eykur enn á öryggið varðandi umhverfismálin. Á nútíma- vísu er hér um að ræða fullkomustu tækni við álbræðslu sem völ er á og verður eflaust fyrirmynd annarra þegar upp er staðið. Á fund Reyðaráls í Reykjavík mættu sárafáir, en flestir sem töluðu eða settu fram fyrirspurn luku lofs- orði á það hve skýrslan væri vönduð og hve vel Reyðarál hefði staðið að framsetningu varðandi alla umhverf- isþætti og það sýnir að metnaður Reyðaráls er trúverðugur í þessum efnum. En hvar voru náttúruvinirnir allir? Ég hef nú stiklað á stóru varðandi bréfið þitt og vissulega höfum við rætt efni þess í síma en mér finnst mér bera skylda til að svara bréfi þínu og það af fyllstu kurteisi og hátt- vísi. Söfnuður minn á það skilið að sjá og finna að ég vil vera sjálfum mér samkvæmur. Þegar ég lít til þess hlutverks sem ég er kallaður til, þá vil ég glaður deila kjörum með sókn- arbörnum og Austfirðingum öllum í þessu mikla hagsmunamáli. Lífið er ekki lengur fiskur einn og sér, heldur kallar á nauðsyn þess að byggja upp tilveruna með ýmsum fjölbreytileika og til framtíðar. Undarlegt var það að við hlið greinar þinnar í Morgun- blaðinu segir ungur maður frá Reyð- arfirði hug sinn til álvers með orð- unum: „Ég vil álver í Reyðarfjörð“. Hér tjáir unga kynslóðin sig og rödd hennar fullvissar mig um það að margir vilja vinna í álverinu. Má reyndar benda á að skýrsla Reyð- aráls um samfélagslegu áhrifin bend- ir til þess að ungt fólk vilji vinna þar og margir koma heim sem fluttir eru burtu. Stóriðjustörf eru nú eftirsótt- ari en fiskvinna. Má benda á að ein bestu laun í landinu í störfum tengd- um iðnaði eru fyrir störf í álveri. Ásókn fólks til að starfa þar virðist ekki fara minnkandi ef marka má fréttir Sjónvarpsins á dögunum, í sambandi við stækkun álveranna fyr- ir sunnan. Í Neskaupstað er metnaðarfullur verkmenntaskóli. Hann mun njóta aukins styrks við að mennta ungt fólk, af Austurlandi og víðar, sem fær störf við tæknisvið og eftirlit við framleiðslu, auk þess sem margfeld- isáhrifin ná til þjónustugeirans, smá- iðnaðar auk heilsugæslu og bættra samgangna. Reiknað er með að fram- tíðarvinnuaflsþörfin í álverinu nemi um 630 mannárum og önnur störf verði um 450–550. Mannfjöldi gæti vaxið um 2000-2500 og árið 2010 gæti mannfjöldi orðið 9000–10.000 manns. Þá má ekki gleyma því að þetta getur leitt til frekari sameiningar sveitar- félaga á Austurlandi, sem breytir vörn í sókn varðandi flutning fólks af landsbyggðinni. Með þessu er vissu- lega hægt að mæta væntingum unga fólksins og skapa því starfsgrundvöll á heimavettvangi og framtíðarstörf í blómlegu atvinnuumhverfi. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég vil sjá. 630 mannár – svar við opnu bréfi Ólafs Hallgrímssonar Frá Sigurði Rúnari Ragnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.