Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EINN heppinn aðili var með allar töl-
ur réttar í lottó 5/38 síðastliðinn laug-
ardag. Fyrsti vinningur var fimmfald-
ur að þessu sinni og hljóðaði upp á
rúmar 24 milljónir króna.
Vinningshafinn hefur enn ekki gef-
ið sig fram við Íslenska getspá en vit-
að er að vinningsmiðinn var keyptur í
söluturninum Horninu á Selfossi á
föstudag. Agnes Björnsdóttir hjá Ís-
lenskri getspá segir það ekki óalgengt
að nokkrir dagar og jafnvel vikur líði
þar til vinningshafar gefi sig fram.
Lottóvinn-
ingur ósóttur
BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að fram
fari nýtt útboð á flutningum fyrir bandaríska
herinn í Guantanamo Bay á Kúbu. TransAtl-
antic Lines, systurfélag Atlantsskipa, samdi um
þessa flutninga í sumar og hefur farið fjórar
ferðir til Kúbu fyrir herinn.
Í auglýsingu Bandaríkjahers um útboðið kem-
ur fram að ákveðið hafi verið að efna til nýs út-
boðs „til hægðarauka“ fyrir stjórnvöld.
Guðmundur Kjærnested, framkvæmdastjóri
og aðaleigandi TransAtlantic Lines, sagði að
einn af þeim sem buðu í flutningana á móti
TransAtlantic Lines hefði mótmælt framkvæmd
útboðsins og stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu
valið þann kostinn að láta fara fram nýtt útboð.
Hann sagði að baki þessari ákvörðun hersins
lægi eitthvert mat á stöðu málsins. Ekkert hefði
komið fram um að TransAtlantic Lines hefði
staðið ranglega að málum eða að eitthvað væri
athugavert við samninginn. Fyrirtækið hefði
náð samningum um flutningana á grundvelli út-
boðs og fram hefði komið að herinn væri mjög
ánægður með þjónustu skipafélagsins, en félag-
ið hefur farið fjórar ferðir til Kúbu frá því að
samningar voru gerðir í júní í sumar.
Guðmundur sagði að TransAtlantic Lines
myndi bjóða aftur í flutningana í nýju útboði og
kvaðst vonast eftir að fyrirtækinu tækist að ná
samningum að nýju. Ef það tækist ekki yrði her-
inn að borga fyrirtækinu útlagðan kostnað.
Hann sagði að TransAtlantic Lines hefði keypt
tæki og tól fyrir um 50 milljónir króna vegna
flutningana til Kúbu, en auk þess tók það skip
og pramma á leigu. Guðmundur tók fram að
TransAtlantic Lines kæmi til með að flytja fyrir
Bandaríkjaher á Kúbu a.m.k. þangað til búið
væri að semja að nýju á grundvelli nýs útboðs.
Niðurstaðan úr því yrði tæplega komin fyrr en í
byrjun næsta árs.
Sér um flutninga fyrir varnarliðið
Atlantsskip og TransAtlantic Lines hafa séð
um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli sl. 3 ár. Samningurinn um flutninga til Gu-
antanamo Bay á Kúbu er svipaður í magni og
samningur TransAtlantic Lines við varnarliðið á
Íslandi. Samningurinn var til þriggja ára og átti
herinn að greiða 1,6 milljarða fyrir flutningana.
Óvíst er hvort TransAtlantic Lines verði áfram með flutninga til Kúbu
Nýtt útboð ákveðið
SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor-
ist tillaga Kísiliðjunnar við Mývatn að
matsáætlun vegna mats á umhverfis-
áhrifum kísilvinnslu úr Ytriflóa Mý-
vatns. Vinnsla hefur farið fram í Ytri-
flóa frá 1967 þegar Kísiliðjan hóf
starfsemi sína og námuleyfi í flóanum
liggur fyrir til ársins 2010 en Kísiliðj-
an segir kísilgúr innan núverandi
námusvæðis vera af skornum
skammti og því sé farið fram á viðbót-
arsvæði sem tryggja á Kísiliðjunni
hráefni í fimm ár til viðbótar áður en
kísilgúrnámi úr Mývatni verði endan-
lega hætt.
Í tillögunni kemur fram að fyrir-
huguð námuvinnsla í Ytriflóa felur í
sér útvíkkun á núverandi námusvæði
á þremur stöðum, þ.e. norðan Slút-
ness, í Vogaflóa og sunnan Slútness.
Á móti kemur að hluta af núverandi
námusvæði, þar sem engin vinnsla
hefur farið fram vegna grynninga,
yrði skilað til baka. Þetta svæði er um
80% af því svæði sem sóst er eftir að
vinna á utan námusvæðisins. Svæðin í
Ytriflóa yrðu unnin í forgangsröð, þ.e.
byrjað yrði á svæðum sem talin eru
valda minnstum áhrifum og endað á
þeim sem talin eru valda mestum
áhrifum. Þannig er talið líklegt að
komist verði hjá því að fara inn á við-
kvæmustu svæðin. Að mati Kísiliðj-
unnar stendur valið á milli fyrirhug-
aðrar útvíkunar í Ytriflóa, sem gefur
tveggja til þriggja ára vinnslu til við-
bótar því sem unnið verður innan nú-
verandi námusvæðis, og þess að færa
vinnsluna yfir í Syðriflóa. Í skýrslu
Kísiliðjunnar segir að verði vinnslan
færð yfir í Syðriflóa muni svæðið þar
verða fullnýtt sem gefi allt að 30 ára
vinnslutíma. Ef samkomulag náist um
vinnslu í Ytriflóa verði því fallið frá
því að sækja um námuleyfi í Syðriflóa
og hann yrði því ósnortinn.
Stefnt er að því að ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um tillögu fram-
kvæmdaraðila að matsáætlun muni
liggja fyrir 11. október.
Námasvæði í Ytriflóa Mývatns verð-
ur stækkað samkvæmt matsáætlun
Syðriflói áfram
ósnortinn
!"!
!
#!!$%
"#$!
&'(
)
%
"("
!* "
)"*+
,!-.
&
TUTTUGU menn vinna á vöktum
allan sólarhringinn, alla daga vik-
unnar, við borun tilraunaholu á
Hellisheiði, fyrir Orkuveitu Reykja-
víkur sem undirbýr nú 120 MW
virkjun á Hellisheiði. Þetta er önn-
ur rannsóknarholan, en borun á
þeirri fyrri lauk um miðjan ágúst.
Þegar Morgunblaðið bar að garði í
gær var holan sem nú er verið að
bora orðin 500 metra djúp, en til
stendur að bora allt að tveggja kíló-
metra djúpa holu.
Óli Guðnason verkstjóri segir að
það sé talið að hitinn í holunni nú, á
hálfs kílómetra dýpi, sé um 200° C.
Hann segir að þar sem um sé að
ræða háhitaverkefni þurfi að vera
vakt á svæðinu allan sólarhringinn.
Fyrirtækið Jarðboranir hf. hefur
umsjón með verkefninu fyrir Orku-
veituna og eru 5–6 menn að vinna
hverju sinni, en unnið er á þrískipt-
um vöktum. Holan er kæld niður
með vatni til að hún gjósi ekki eins
og goshver. Um 40 sekúndulítrar af
vatni eru notaðir til kælingarinnar,
vatnið er tekið úr Hengildalsá og
síðan leitt um 6 kílómetra leið að
borstæðinu.
Óli segir að borunin hafi gengið
vel til þessa, aðfaranótt þriðjudags
hafi þó komið yfirþrýstingur á hol-
una og spýttist vatnið um 4–5 metra
upp í loftið. Yfirþrýstingur þýðir að
ekki er hægt að halda vatninu í hol-
unni niðri með vatnsþunganum ein-
um saman. Það þurfi því að setja
efni í holuna sem er eðlisþyngra en
vatn, því annars myndi holan gjósa
og segir Óli að gosið yrði stærra en
gos úr Geysi. „Núna erum við að
fara með stangir niður til að steypa
í þessa æð,“ segir Óli. Hann segir að
þetta sé eitthvað sem geti alltaf
komið upp á og að þegar búið verði
að steypa upp í vatnsæðina verði
haldið áfram að bora.
Fyrri holan 1.900 m djúp
Búið er að fóðra borholuna með
stáli niður í 300 metra og verður
holan fóðruð áfram niður í 800
metra. Holan verður síðan sveigð í
átt að jarhitanum fyrir ofan skíða-
skálann í Hveradölum og er þegar
byrjað að sveigja holuna um 10°.
Verktakar frá Noregi eru komnir
hingað til lands til að sjá um stefnu-
borunina, en hallinn mun verða um
35°. Fyrstu 300 metrana er borhol-
an um 17,5 tommur í þvermál (44
cm), á 300–800 metra dýpi er hún
12,25 tommur í þvermál (31 cm) og
er þvermál dýpsta hluta hennar 8,5
tommur (22 cm).
Borun holunnar hófst hinn 21.
ágúst, strax eftir að borun fyrri hol-
unnar lauk, og er gert ráð fyrir að
holan verði tilbúin um miðjan októ-
ber. Óli segir að misjafnt sé hversu
hratt takist að bora, suma daga nái
þeir að bora allt að 150 metra niður
og aðra daga ekki neitt.
Einar Gunnlaugsson, deild-
arstjóri rannsóknardeildar Orku-
veitunnar, segir að borun hinnar
holunnar hafi gengið mjög vel. Hún
varð tæplega 1.900 metra djúp og
var boruð inn undir Skarðsmýr-
arfjall. Hann segir að fyrri holan sé
að hitna upp og ekki verði ljóst
hvaða orku hún mun gefa af sér
fyrr en í október eða nóvember því
að fyrst þurfi vatnið sem notað var
til kælingarinnar að hitna upp.
Unnið allan sólarhringinn við rannsóknarboranir á Hellisheiði
Gæti gosið stærra
gosi en Geysir
Morgunblaðið/Jim Smart
Borholan er kæld niður með vatni til að hún gjósi ekki eins og goshver.
Um 40 sekúndulítrar af vatni eru notaðir til kælingarinnar.
Mastur jarðborsins nær 54
metra frá jörðu.
JARÐSKJÁLFTI af stærð 3 á
Richterskvarða mældist klukkan
16:18 í gær í Öxarfirði rétt utan við
Kópasker. Skjálftans varð vart á
bæjum í kringum Kópasker þar sem
glamraði í borðbúnaði og húsgögn
færðust til. Einnig mældist einn for-
skjálfti og einn eftirskjálfti og voru
þeir báðir um 1,5 á Richter.
Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðl-
isfræðingur hjá Veðurstofu Íslands,
segir nokkra skjálftavirkni hafa ver-
ið á þessu svæði undanfarnar vikur
en skjálftinn í gær hafi verið sá
stærsti til þessa. Hún segir skjálft-
ann þó ekki þurfa vera vísbendingu
um frekari stórar jarðhræringar.
Jarðskjálfti
í Öxarfirði
♦ ♦ ♦