Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 6

Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPNUÐ var fjöldahjálparstöð á vegum Rauða kross Íslands fyrir ferðamenn á leið til Bandaríkj- anna í húsnæði Reykjavíkur- deildar við Hverfisgötu. Var ferðamönnum veitt aðstoð og þar sem ekki var flogið til Bandaríkj- inni og boðið þeim aðstoð, m.a. áfallahjálp. Sigurveig Sigurð- ardóttir, framkvæmdastjóri Reykavíkurdeildarinnar, sagði að nokkrir farþegar hefðu þegið að- stoð en aðeins hefði þurft að sjá fimm farþegum fyrir gistingu. anna í gær var nokkrum útveguð gisting og fæði. Hannes Birgir Hjálmarsson, markaðsstjóri RKÍ, tjáði Morg- unblaðinu að fulltrúar Rauða krossins hefðu rætt við ferða- mennina í gær á hótelum í borg- Morgunblaðið/Þorkell Fjöldahjálparstöð opnuð SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra átti í gær og fyrradag fundi með fulltrúum löggæslu, Landhelg- isgæslu og almannavarna þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi og viðbrögð vegna atburðanna í Bandaríkjunum. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra segir ljóst að Íslendingar geti ekki einir varist þeirri ógn sem er af hryðjuverka- mönnum. Þeir verði að hafa sam- starf um það við aðrar þjóðir. „Lögreglan hefur það hlutverk hér á landi að takast á við hryðju- og hermdarverk, vopnaðar árásir og sprengjutilvik sem beint er gegn al- mannahagsmunum hvar sem er á landinu og efnahagslögsögu Íslands. Markmiðið er að lögreglan geti framfylgt landslögum og haldið uppi reglu og gætt almannaöryggis þótt um vopnaða árás innlendra eða erlendra einstaklinga eða hópa sé að ræða. Í þessu skyni hefur verið komið á fót sveit sérþjálfaðra manna, þ.e. svokallaðri sérsveit ríkislögreglustjóra. Hún hefur yfir einföldum vopnum að ráða ef þörf er á. Þjálfun sveitarinnar miðast m.a. við að mæta gíslatöku, flugvéla- ránum og hættulegri skotvopna- notkun eða ógn einstaklinga um slíka notkun. Hún hefur líka með höndum vopnaða öryggisgæslu er- lendra ráðamanna sem landið gista sé þess krafist í alþjóðlegum sam- skiptareglum,“ sagði dómsmálaráð- herra. Sólveig sagði að félagar í sérsveit- inni gegndu flestir öðrum störfum í lögregluliði landsmanna, en væru reiðubúnir til að sameinast sveitinni ef útkall bærist. Hún sagði að sér- sveitin færi eftir ákveðnum við- bragðsáætlunum við störf sín. Til þess gæti þó einnig komið að störf sveitarinnar féllu inn í stærri áætl- anir eins og flugverndaráætlanir fyrir flugvellina í Reykjavík og Keflavík. „Þjálfun þessara lögreglumanna hefur að sjálfsögðu miðast við þau tilvik sem við þekkjum til jafnt hér á landi sem í nágrannaríkjum okkar þegar þörf er á sérhæfðu liði vopn- aðra lögreglumanna. Ég held að það hafi engum dottið í alvöru í hug að jafn skelfileg hermd- arverk yrði framið á sama hátt og við höfum nú upplifað í Bandaríkj- unum. Það kallar væntanlega á nýj- ar öryggisráðstafanir. Við munum verða í samráði við samstarfsríki okkar báðum megin hafsins um þær breytingar sem gera þarf í þessu sambandi. Væntanlega þarf að líta til öryggisgæslu á flugvöllum og eins til upplýsingaflæðis milli ríkja um hermdarverkastarfsemi og hættu- lega einstaklinga,“ sagði Sólveig. Hún mun eiga fund með fulltrúum lögreglu, Landhelgisgæslu og Al- mannavörnum í dag m.a. til að fjalla um þær aðgerðir sem gripið verður til í öðrum löndum. Viljum efla hlutverk Atlantshafsbandalagsins Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að íslensk stjórnvöld hefðu á síðustu árum verið að breyta öryggismálastefnu Íslands. Utanrík- isráðuneytið hefði gefið út skýrslu um öryggismál sem hefði verið ít- arlega rædd á sínum tíma. „Það má segja að sú hugmynda- fræði sem þar kemur fram sé það sem við höfum byggt á síðan. Við höfum lagt á það mjög mikla áherslu að efla hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins á þessu sviði og við höfum talið að mikilvægi varnarstöðvarinn- ar í Keflavík hafi aukist vegna þess- arar nýju ógnar. Það sé því ekki rétt sem margir hafa viljað halda fram að við lok kalda stríðsins hafi allt breyst að því er hana varðar.“ Halldór sagði að utanríkisráðu- neytið hefði lagt áherslu á að efla hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi með þátttöku í friðargæslu. Við hefðum byrjað að taka þátt í her- málanefnd Atlantshafsbandalagsins til að fylgjast betur með þróun í ör- yggismálum og umræðu um öryggis- mál. „Að því er varðar viðbúnað hér innanlands þá höfum við aukið ör- yggi í flugstöðinni og öllu eftirliti með flugi til og frá landinu. Það er starfandi víkingasveit á vegum lög- reglunnar sem hefur fengið nokkra reynslu á erlendri grund. Það er ljóst að yfirmenn lögreglunnar telja að hún þurfi að vera öflugri. Það verður alltaf að vega og meta hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. Það er þó ljóst í mínum huga að við getum ekki átt við þessa hættu einir og sér. Við verðum að gera það í samstarfi með öðrum þjóðum,“ sagði Halldór. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslu í Keflavík Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að viðbúnaður gegn hryðju- verkum á Íslandi hafi tekið mið af aðstæðum hér á landi og þeirri stað- reynd að hér hafi ekki verið nein hryðjuverkastarfsemi. Hann segir að hér séu viðbúnaðaráætlanir, en telur einsýnt að þær verði endur- metnar í ljósi hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. „Á vegum ríkislögreglustjóra er starfrækt sérsveit og um hana gildir ákveðin reglugerð sem dómsmála- ráðherra gaf út. Við störfum einnig eftir verklagsreglum sem eru trún- aðarmál. Það eru einnig í gildi svo- kallaðar flugverndaráætlanir sem snúa að fluginu,“ sagði Jón. Í reglugerð um sérsveitina, sem gefin var út í desember 1998, segir: „Ríkislögreglustjórinn annast við- fangsefni sem eðli máls samkvæmt eða aðstæðna vegna kalla á miðstýr- ingu eða samhæfingu lögregluliða á landsvísu. Hann skal starfrækja sér- sveit lögreglu til að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál þegar þörf krefur hvar sem er á landinu og innan efnahagslögsögu Íslands.“ Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að svo- kölluð flugverndaráætlun fjallaði m.a. um viðbrögð við flugránum. Hafsteinn sagði að flugverndar- áætlun væri ekki unnin í samvinnu við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar væri Landhelgisgæslan í samstarfi við varnarliðið m.a. um að varnarliðið nýti sér sprengjusér- fræðinga Landhelgisgæslunnar. Sprengjusérfræðingar Gæslunar voru sendir til Keflavíkur eftir há- degið á þriðjudag. Hafsteinn sagði að þeir yrðu þar svo lengi sem þurfa þætti. Hafsteinn sagðist gera ráð fyrir að vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum yrði farið yfir við- brögð við hugsanlegum aðgerðum hryðjuverkamanna á Íslandi. Meðal annars yrðu viðbrögðin hér á landi síðan árásirnar voru gerðar á Bandaríkin skoðuð sérstaklega með tilliti til þess hvort eitthvað mætti betur fara. Viðbrögð við hryðjuverkastarfsemi á Íslandi liggja fyrir Áætlanir endurmetnar í ljósi síðustu atburða Á Íslandi eru til áætlanir um viðbrögð við hryðjuverkastarfsemi. Dómsmálaráð- herra segir eðlilegt að endurmeta þessar áætlanir. Utanríkisráðherra segir að öryggi í flugstöðinni og með flugi hafi verið aukið á síðustu árum. Við verðum hins vegar að treysta á samstarf við aðrar þjóðir í öryggismálum. BLÓÐBANKINN við Barónstíg hefur tilkynnt utanríkisráðuneyt- inu að hægt sé að senda blóð til Bandaríkjanna ef óskað verður eftir. Myndi Blóðbankinn þá senda hluta af varabirgðum sínum eða um 300 einingar af um 600. Sveinn Guðmundsson, forstöðu- læknir Blóðbankans, segir að ákveðið hafi verið að bjóða fram þessa liðveislu þótt vitað sé að þessi skammtur sé nánast eins og dropi í hafið í þeirri þörf sem við blasi. Segir hann að Bandaríkja- menn safni nú blóði um landið allt og leiti trúlega liðveislu fjölmenn- ari þjóða og þannig hafi t.d. Kan- adamenn komið til skjalanna. Sveinn segir Bandaríkin tæplega sjálfum sér nóg með blóð og að þeir kaupi t.d. um 2 til 5% af því sem þarf í Sviss. Hérlendis er safnað árlega 14-15 þúsund blóðeiningum, eða skömmtum, og aðallega unnið úr þeim rauðkornaþykkni. Sveinn segir hugmyndina að bjóða fram 300 einingar af varabirgðunum og verði það þegið yrði sett í gang herferð til að safna um 600 ein- ingum á tveimur til þremur dög- um. Helming þess mætti einnig senda til Bandaríkjanna en hinn hlutinn yrði áfram varabirgðir hér. Síðdegis í gær höfðu ekki komið viðbrögð til utanríkisráðuneytisins frá Bandaríkjunum vegna þessa tilboðs Blóðbankans. Blóðbankinn tilbúinn að senda af varabirgðum FORSÆTISRÁÐHERRA Ís- lands, Davíð Oddsson sendi í gær George W. Bush Banda- ríkjaforseta svohljóðandi bréf: „Íslenska þjóðin fordæmir þá ógnaraðgerð, sem beint var að bandarísku þjóðinni með hryðjuverkum í New York borg og Washington D.C. og vottar henni sína ríkustu samúð. Barátta gegn hryðjuverka- mönnum og aðilum sem skjóta skjólhúsi yfir þá eða hjálpa þeim á aðra lund kallar á ein- arða alþjóðlega samstöðu. Rík- isstjórn Íslands mun ekki hvika frá stuðningi við þá baráttu. Ríkisstjórnin lýsir samstöðu með Bandaríkjastjórn við að finna og refsa þeim sem bera ábyrgð á ódæðunum sem unnin voru gegn bandarísku þjóðinni í gær [þriðjudag].“ Þjóðin fordæmir hryðju- verkin Bréf forsætis- ráðherra ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi á þriðjudag George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, samúð- arkveðjur frá íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkanna sem leitt hafa til dauða þúsunda Bandaríkjamanna. Í samúðarkveðjunni segir: „Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og mín sjálfs vil ég votta þér og bandarísku þjóðinni okkar dýpstu og innilegustu samúð vegna allra þeirra Bandaríkja- manna sem létust á sorglegan og hörmulegan hátt vegna hinna grimmdarlegu hryðjuverka sem framin voru, ekki eingöngu gegn Am- eríkönum heldur öllu mannkyninu. Í kvöld [þriðjudagskvöld] hefur fólk hvarvetna á Íslandi safnast saman í kirkjum til að láta í ljós samúð sína og deila sorgum ykkar og harmi.“ Forseti Íslands sendi samúð- arkveðjur GILBERT Normand, ráðherra vís- inda og rannsókna í kanadísku rík- isstjórninni, sem staddur var í vinnu- heimsókn hér á landi, var kallaður heim í skyndi í gær og sóttur með kanadískri herflugvél vegna áríðandi fundar ríkisstjórnarinnar, að sögn Jóns Bergs, ræðismanns Kanada á Íslandi. Ráðherrann ætlaði að dveljast á Íslandi fram á sunnudag og átti m.a. að taka þátt í vísindadegi Íslands og Bandaríkjanna, sem Rannsóknaráð Íslands áformaði að halda í dag. Vegna banns við farþegaflugi til og frá Bandaríkjunum var vísindadeg- inum frestað. Kanadískur ráðherra kallaður heim VEGNA atburðanna í Bandaríkjun- um hefur fyrirhugaðri opinberri heimsókn forsætisráðherra Lett- lands til Íslands dagana 12. til 16. september verið frestað. Opinberri heim- sókn frestað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.