Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KLÆÐSKERASAUMUÐ föt henta mörgum enda mannfólkið ólíkt að stærð og lögun. Verslun Sævars Karls kynnir þessa dagana nýjung; tölvuskanna sem tekur nákvæm mál af fólki. Máltakan fer fram á þann hátt að viðskiptavinurinn stíg- ur á þar til gerðan pall og eru tekn- ar þrjár myndir af honum frá ólík- um hliðum. Myndirnar birtast á tölvuskjá og þá er hægt að hefjast handa við að velja efni og snið að smekk hvers og eins. Sævar Karl Ólason, verslunareig- andi, segir þrívíddarskannann koma að góðu gagni fyrir þá sem eru orðnir leiðir á því að máta föt, enda henti hefðbundnar fatastærð- ir og snið ekki öllum. Þá eru margir sem vilja sinn eigin stíl og fá fag- lega aðstoð við efnisval og annað. Upplýsingar um mál kúnnans og val hans á efni og sniði eru sendar til fataframleiðandans Odermark í Þýskalandi sem verslun Sævars Karls hefur átt viðskipti við í yfir 25 ár. Odermark tók þrívídd- arskannann í notkun fyrir nokkrum árum og hefur Sævar Karl afnot af honum fram á sunnudag. „Ef skanninn reynist vel hjá okkur kemur vel til greina að festa kaup á honum,“ segir Sævar. Ný tækni þróuð Verið er að þróa nýstárlega tækni sem mun enn auðvelda mál- töku. Þar er um að ræða innrautt ljós, svo kúnninn þarf ekki að fækka fötum. En hvað hefur þrívíddarskanninn fram yfir gömlu aðferðina að taka mál með málbandi? „Tækið er mjög nákvæmt. Engir tveir menn eru eins og engir menn eru eins á báðar axlir eða bæði læri. Svo felst í þessu ákveðið hagræði fyrir okkur, við getum til dæmis lækkað lagerstöðuna hjá okkur,“ segir Sævar. Morgunblaðið/Þorkell Magni Magnússon verslunareigandi prófar þrívíddarskannann. Mál tekin með hjálp tölvu Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar Hvert ætlum við að stefna? TVEGGJA dagaheilsugæsluráð-stefna hefst í dag kl. 9 á Grand Hóteli í Reykjavík. Að ráðstefn- unni standa Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ og Heilsugæslan í Reykjavík. Erla Kolbrún Svavarsdóttir dósent er formaður undirbúnings- nefndar. Hún var spurð hvaða málefni væru efst á baugi á ráðstefnunni. „Ráðstefnan ber yfir- skriftina; Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkr- unar: Hvert ætlum við að stefna? Við erum með tvo gestafyrirlesara – pró- fessor Marcia Stanhope og Ellen Hahn frá háskól- anum í Kentucy í Lexington í Bandaríkjunum. Erindi dr. Stan- hope fjallar um hjúkrun á heims- vísu og landsvísu innan heilsu- gæslunnar – hún fjallar um stöðuna í dag, fortíð og framtíð- arsýn. Ellen Hahn ræðir um þá áskorun heilsugæsluhjúkrunar að móta „heilbrigða“ stefnu í heilbrigðismálum.“ – Segja íslenskir fyrirlesarar frá niðurstöðum rannsókna? „Á ráðstefnunni er fjöldi inn- lendra fyrirlesara og sumir þeirra segja frá niðurstöðum rannsókna. Bæði kennarar hjúkrunarfræðideildar HÍ og starfandi hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum á landinu halda erindi. Meginþema þessara erinda er um framtíðarsýn innan heilsugæslu hjúkrunar. Þar má nefna stefnu innan skólahjúkrun- ar, geðheilbrigði Íslendinga, nýj- ungar í hjúkrunarmeðferð, fram- tíð innan heilsueflingar, um- önnun aldraðra, foreldrar í nú- tíma þjóðfélagi, hið daglega líf hjá fjölskyldum langveikra barna, reykinga-, ávana- og fíkniefnavarnir, heilsugæsla ung- linga og íslensk heilbrigðisþjón- usta í nútíð og framtíð. Auk þess starfa vinnusmiðjur á ráðstefn- unni er tengjast geðheilsu mæðra eftir fæðingu, kynheil- brigðisþjónustu fyrir ungt fólk, fræðsluþarfir verðandi feðra og að tala við fólk um reykingar. Marga Thome, deildarforseti hjúkrunardeildar Háskóla Ís- lands, mun setja ráðstefnuna, auk þess mun Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ávarpa ráð- stefnugesti og Sigurður Guð- mundsson landlæknir flytja er- indi. Fjallað verður um nokkuð margar rannsóknarniðurstöður. Ég mun segja frá niðurstöðum er tengjast íslenskum og bandarísk- um fjölskyldum sem eiga ungt barn með astma og hvernig þess- ar fjölskyldur aðlagast sjúk- dómsástandi barnsins. Ragn- heiður Ósk Erlendsdóttir mun fjalla um rannsóknarniðurstöður sínar er tengjast hegðun systk- ina barna með lang- vinnan astma. Guðrún Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir munu fjalla um sérhæfða hjúkrun- armeðferð fyrir lang- veika. Prófessor Rún- ar Vilhjálmsson mun ræða um niðurstöður úr nýlegri heilbrigð- iskönnun meðal Íslendinga sem tengjast því hverjir leita til hjúkrunarfræðinga í heilsugæsl- unni. Dr. Páll Biering ræðir um hlutverk heilsugæslunnar í efl- ingu geðheilbrigðis. Arna Skúla- dóttir og Marga Thome munu fjalla um árangur meðferðar við svefnvandamálum barna. Auður Ragnarsdóttir, Elísabet Kon- ráðsdóttir og Hildur Svein- björnsdóttir munu fjalla um reynslusögur mæðra sem eiga börn með sykursýki. Herdís Storgaard mun tala um áverka og slysavarnir í skólum og hvern- ig heilsugæslan getur komið að þessum málum. Hildur Krist- jánsdóttir ræðir um unglinga- móttöku á heilsugæslustöðinni á Sólvangi. Sigríður Jónsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir fjalla um unglingamóttöku á Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri. Sigrún Gerða Gísladóttir mun kynna heilsubæinn Bolungarvík. Þá mun Þorgerður Ragnarsdóttir segja frá niðurstöðum er tengj- ast ávana- og fíkniefnavörnum. Guðrún Jónsdóttir mun fjalla um það að hætta að reykja með hjálp Netsins. Valgerður Magnúsdótt- ir mun ræða um næringarástand aldraðra í heimahúsum. Dr. Mar- grét Gústafsdóttir mun fjalla um reynslu fjölskyldunnar af stofn- anavistun aldraðs fjölskyldumeð- lims og Rut Petersen mun ræða um samþættingu og samvinnu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu fyrir aldraða.“ – Hafa verið haldnar margar svona yfirlitsráðstefnur? „Nei, þetta er fyrsta ráðstefn- an þar sem þeir aðilar sem að henni standa vinna með mark- vissum hætti að því að birta nið- urstöður rannsóknar- og þróun- arverkefna hér á landi. Heilsugæslan í Reykjavík og hjúkrun- arfræðideild HÍ hafa verið í mikilli stefnu- mótunarvinnu þetta árið og ráðstefnunni er ætlað að sameina þessa krafta og draga fram þær áherslur í verk- efnum sem þessar tvær stofnanir hafa verið að vinna að. Það er von mín að þessi ráðstefna marki aðeins upphafið að enn frekara samstarfi milli HÍ og heilsugæsl- unnar í landinu sem leiði til þess að góð þjónusta heilsugæslunnar verði enn betri.“ Erla Kolbrún Svavarsdóttir  Erla Kolbrún Svavarsdóttir fæddist á Egilsstöðum 30. apríl 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1981 og BS-prófi í hjúkrun frá Háskóla Íslands 1987. Meist- araprófi í hjúkrunarfræði lauk hún háskólanum í Wisconsin Madison í Bandaríkjunum og doktorsprófi frá sama háskóla 1997. Hún hefur starfað sem lektor og dósent við hjúkr- unarfræðideild HÍ frá 1997. Erla er gift Gunnari Svavarssyni, verkfræðingi hjá Línuhönnun, og eiga þau tvö börn. Mikil stefnu- mótunarvinna í hjúkrunar- fræði HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær fyrrverandi fram- kvæmdastjóra einkahlutafélagsins Sólstöðu ehf. í 4 mánaða skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu 22,2 milljóna króna sektar vegna skatt- svika. Ákærðu, sem framkvæmdastjóra og stjórnarmanni einkahlutafélags- ins, sem úrskurðað var gjaldþrota 18. maí 1999, var í ákæru efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, gefið að sök að hafa brotið gegn lög- um um virðisaukaskatt með því að hafa ekki staðið Sýslumanninum í Kópavogi skil á virðisaukaskatti sem innheimtur hafði verið í nafni einka- hlutafélagsins á árunum 1997 og 1998 að fjárhæð um 9,3 milljónir króna. Þá var ákærðu gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda með því að hafa ekki staðið sýslumanni skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfs- manna Sólstöðu ehf. á árunum 1998 og 1999 að fjárhæð um 1,7 milljónir króna. Ákærða játaði brot sín, sem að mati dómsins voru talin meiriháttar. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra sótti málið. Verjandi ákærðu var Örn Clausen hrl. 4 mánaða fangelsi og 22 milljónir króna í sekt ♦ ♦ ♦ UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna árása hryðjuverka- manna á Bandaríkin á þriðjudag. Í henni segir: „Utanríkismála- nefnd Alþingis fordæmir harðlega árás hryðjuverkamanna á Bandaríki Norður-Ameríku og vottar banda- rísku þjóðinni sína dýpstu samúð vegna þeirra þjáninga sem atburðir gærdagsins hafa leitt yfir hana. Utanríkismálanefnd lýsir yfir samúð með og stuðningi við Banda- ríkjastjórn og leggur áherslu á að þeir sem bera ábyrgð á voðaverkun- um verði dregnir til ábyrgðar. Brýnt er að þjóðir heimsins sameinist í bar- áttu gegn hryðjuverkamönnum og þeim sem veita þeim skjól.“ Árásir fordæmdar Utanríkismála- nefnd Alþingis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.