Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK erfðagreining hefur
náð að staðsetja erfðavísa sem
tengjast offitu og kvíða og er þetta
í fyrsta sinn sem erfðavísar sem
tengjast þessum sjúkdómum eru
kortlagðir með aðferðum lýðerfða-
fræðinnar. ÍE og Roche-lyfjafyr-
irtækið hyggjast nota þessar upp-
götvanir við þróun nýrra og
áhrifaríkari lyfja. Nú hefur 11
áföngum verið náð í rannsókna-
samstarfi fyrirtækjanna og mun
Íslensk erfðagreining fá áfanga-
greiðslur vegna þessara niður-
staðna.
Páll Magnússon, upplýsinga-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
segir áfangagreiðsluna skipta heil-
miklu máli fyrir ÍE en þegar hefur
hluti af upphæðinni verið tekju-
færður og afgangurinn verður
tekjufærður á næstu misserum. Að
sögn Páls er venju samkvæmt ekki
gefið upp hversu háar þessar upp-
hæðir eru.
Páll segir að í vísindalegu tilliti
sé þessi uppgötvun talin afar
merkileg. „Þetta er enn frekari
staðfesting á því að þessi nálgun
okkar, sem við höfum kallað lýð-
erfðafræðilega nálgun, skilar ár-
angri. Jafnvel þegar um er að
ræða tegundir af flóknustu sjúk-
dómum eins og þessir báðir tveir
flokkast undir, þar sem um er að
ræða mjög flókið samspil erfða-
fræðilegra og umhverfislegra
þátta,“ segir Páll.
Offita og kvíði eru talin tvö af
stærstu heilbrigðisvandamálum
vestrænna ríkja, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá ÍE
og Roche. Við rannsókn ÍE á stað-
setningu erfðavísis sem hefur áhrif
á myndun offitu voru skoðaðar arf-
gerðir um 11.000 einstaklinga en á
meðal þeirra var stór hluti Íslend-
inga sem þjást af offitu og tengd-
um sjúkdómum. Til viðbótar við
erfðafræðiþekkingu í sambandi við
myndun offitu sköpuðu rannsóknir
jafnframt mikilvæga þekkingu á
tengslum offitu og annarra sjúk-
dóma, s.s. sykursýki, heilablóð-
falls, hjartasjúkdóma og blóðfitu-
hækkunar. „Með þessum uppgötv-
unum hafa opnast óvæntir og
áhugaverðir möguleikar til frekari
erfða- og lyfjarannsókna á offitu
og fylgisjúkdómum hennar,“ segir
í fréttatilkynningu.
Ekki ríkti mikil bjartsýni í
rannsóknum tengdum kvíða
Rannsókn Íslenskrar erfða-
greiningar á erfðafræði kvíða hófst
með könnun sem gerð var af sam-
starfslæknum fyrirtækisins og
byggðist á spurningum um kvíða-
einkenni sem sendar voru til
10.000 einstaklinga sem valdir
voru af handahófi. Af þeim sem
tóku þátt í frekari læknis-
fræðilegum prófunum og arf-
gerðargreiningu greindust um 500
með alvarlega kvíðaröskun og með
því að beina athyglinni sérstaklega
að fjölskyldum þar sem a.m.k. einn
meðlimur hafði greinst með felmt-
ursröskun (ofsakvíða) tókst að
kortleggja erfðavísi sem tengist
sterklega kvíðaröskunum, segir í
fréttatilkynningu.
Að sögn Páls ríkti ekki mikil
bjartsýni innan Íslenskrar erfða-
greiningar um árangur við grein-
ingu erfðavísa sem valdið geta
kvíðaröskun. „Það var satt að
segja engin óskapleg bjartsýni hér
um árangur, sérstaklega varðandi
það sem snýr að kvíðaröskun. Ég
vissi til dæmis til þess að Kári
taldi alltaf að nánast væri hægt að
líta á kvíðann sem þátt af almennu
mannlegu ásigkomulagi frekar en
að einhverjir handfastir erfða-
fræðilegir þættir væru að verki.
En þetta hefur sýnt fram á að þeir
eru fyrir hendi svo ekki verður um
villst.“
Íslensk erfðagreining nær 11. áfanga sínum í samstarfinu við Roche
Erfðavísar sem tengjast
offitu og kvíða kortlagðir
HINN 15. maí síðastliðinn varði
Sif Ormarsdóttir doktorsritgerð sína
við læknadeild Háskólans í Upp-
sölum, Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið
Osteoporosis in Chronic Liver Di-
sease og fjallar
hún um rannsókn
á tíðni og áhættu-
þáttum beinþynn-
ingar hjá sjúk-
lingum með
langvinnan lifr-
arsjúkdóm.
Samanburð-
arrannsókn á
sjúklingum með lifrarsjúkdóm og ein-
staklingum með heilbrigða lifur leiddi
í ljós að um þriðjungur sjúklinganna
var með beinþynningu eða helmingi
fleiri en í samanburðarhópnum.
Áhættuþættir sem tengdust bein-
þynningu í sjúklingahópnum voru lág
líkamsþyngd, meðferð með sterum
og langt genginn lifrarsjúkdómur.
Konum var hættara við beinþynningu
en körlum og áhættan jókst einnig
með hækkandi aldri. Beintap sem
mælt var á tveggja ára tímabili var
meira hjá sjúklingum með lifrar-
sjúkdóm en heilbrigðum ein-
staklingum og tengdist lágri blóð-
þéttni D-vítamíns og lifrarbilun. Um
þriðjungur sjúklinganna mældist
með of lágt hlutfall D-vítamíns í blóði.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar
var sú að sjúklinga með langvinnan
lifrarsjúkdóm og ofangreinda
áhættuþætti beri að rannsaka og
meðhöndla með tilliti til beinþynn-
ingar. Sem fyrirbyggjandi meðferð
ætti einkum að gefa sjúklingum með
lifrarsjúkdóm D-vítamín og kalk.
Leiðbeinendur Sifjar voru dósent
Lars Lööf, dósent Östen Ljunggren
og dósent Hans Mallmin við Háskól-
ann í Uppsölum. Andmælandi var
Rolf Hultcrantz, prófessor við Há-
skólann í Stokkhólmi.
Sif er fædd 14. október 1961. Hún
lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild
Menntaskólans í Reykjavík vorið
1981 og læknaprófi frá Háskóla Ís-
lands 1988. Frá árinu 1996 hefur hún
starfað sem sérfræðingur við melt-
ingarsjúkdómadeild Háskólasjúkra-
hússins í Uppsölum, Svíþjóð.
Sif er dóttir Ormars Þórs Guð-
mundssonar og Kristínar Valtýs-
dóttur. Hún er gift og á tvo syni.
Fólk
Nýr doktor í
læknisfræði
almenningsgarða á morgnana í
miðri viku mjög lítið en getur ekki
sagt til um hvort eftirlitið verði hert
í kjölfar þessa atviks.
Að sögn Harðar eru síbrotamenn
á ofbeldissviði fremur fáir en þegar
næst í grunaða menn er eingöngu
beitt gæsluvarðhaldi í alvarlegustu
málunum uns dómur gengur. Meg-
inreglan sé hins vegar sú að menn
ganga lausir uns dómur gengur að
lokinni rannsókn og ákærumeðferð.
sjaldnast fyrir árás á stað sem þess-
um. „Flestar árásir verða í miðbæn-
um um helgar og eru tengdar ölvun,
en þetta er hins vegar alveg nýtt og
þarf að uppræta sem fyrst.“
Hörður segir lögreglueftirlit við
RANNSÓKN lögreglunnar í
Reykjavík á árásarmáli við Landa-
kotstún þar sem ókunnugur maður
réðst á 18 ára stúlku að morgni
fimmtudags hefur ekki leitt til
handtöku árásarmannsins. Maður-
inn henti stúlkunni inn í runna og
skaddaði hana í andliti auk þess
sem hún hlaut áverka á höndum og
fótum. Ekki var þó um varanlega
áverka að ræða. Málið hefur vakið
ugg meðal íbúa í hverfinu og varar
fólk börn sín við að fara einsömul
yfir túnið.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá rannsóknardeild lög-
reglunnar í Reykjavík, segir árásina
í rannsókn og að lögreglan geri allt
sem í hennar valdi sé til að hafa
uppi á árásarmanninum. Hins vegar
sé ekkert vitað hver hann sé og því
sé málið erfitt viðureignar. „Það eru
litlar vísbendingar til staðar en það
er allt gert til að reyna að átta sig á
því hver árásarmaðurinn er,“ segir
Hörður.
Þarf að uppræta
Aðspurður segir hann um fólsku-
lega árás að ræða og segir enn-
fremur að tímasetningin sé óvana-
leg auk þess sem fólk verði
Fólskuleg árás á unglingsstúlku á Landakotstúni í rannsókn
Árásarmaðurinn ófundinn
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Stúlkunni, sem ráðist var á á göngustígnum á Landakotstúni í síðustu viku, tókst að verjast árásarmanninum
svo hann hljópst á brott, en atvikið hefur vakið ugg í fólki. Myndin er sviðsett.
„LOKSINS kom skot í Stóru-
Laxá,“ sagði Bergur Steingríms-
son hjá SVFR í gærdag, en þá
hafði hann frétt af tveggja daga
holli á svæðum 1-2 sem fékk 17
laxa. Segja má að eftir þessu hafi
verið beðið, því svona skot koma
oftast í september, en menn voru
að verða svartsýnir þar eð lítið líf
hefur verið á Iðu síðustu vikur, en
þaðan kemur septemberlaxinn í
Stóru-Laxá.
Þetta var annars mjög fallegur
afli að sögn Bergs, aðeins þrír
undir 10 pundum og 15 veiddir á
flugu. Fyrsta eftirmiðdaginn var
vöxtur í ánni og gruggugt vatn. Á
heila deginum var áin að hreinsa
sig, sem sagt bestu hugsanlegu
skilyrði fyrir laxinn að færa sig til
sem hann og gerði auðsjáanlega.
Fékk hollið þá 12 laxa, þar af átta
stykki í Gunnbjarnarhyl. Seinni
morguninn komu svo fimm til við-
bótar á land og var þá mest líf í
Kálfhagahyl, þrír komu þar á
land. Verður nú fróðlegt að fylgj-
ast með framhaldinu.
Enn drjúg veiði í
Rangánum
Veiðimaður einn sem kom úr
Eystri-Rangá á mánudagskvöldið
hafði fengið fimm laxa þann dag-
inn og sagði mikinn lax víða í ánni.
Í gær voru komnir um 2.700 laxar
á land. Á sama tíma voru komnir
um 2.250 laxar úr Ytri-Rangá og
eru báðar árnar komnar vel fram
úr sínu besta til þessa og enn
drjúg veiði. Þeir sem vilja hampa
ám þessum sem mest vilja gjarnan
nefna eina sameiginlega heildar-
tölu úr þeim þótt þarna fari tvær
ár, sem að vísu renna saman
nærri sjó, en lúta hvor sínu lög-
málinu og sitt hvorum umsjón-
araðilanum. Það er hins vegar
skiljanlegt að það sé freistandi að
spyrða þær saman í aflatölu þegar
að er gáð að saman gefa þær 5.000
laxa.
Enn ein bara með flugu
Óhætt hefði verið að nefna til
Flekkudalsá á Fellsströnd í
blaðinu í gær þegar Svartá var
bætt við áðurnefndan hóp áa sem
aðeins leyfa fluguveiði. Maðki og
spón var nefnilega úthýst úr ánni í
sumar. Næsta sumar verða því tíu
laxveiðiár aðeins með flugu, auk
Kjarrár sem er efri hluti Þverár.
Árnar tíu eru Haffjarðará, Hrúta-
fjarðará, Vatnsdalsá, Straumfjarð-
ará, Hofsá, Reykjadalsá í Reykja-
dal, Fljótaá í Fljótum, Laxá á
Ásum, Svartá og Flekkudalsá.
Skot í Stóru-Laxá
Ingólfur Davíð Sigurðsson með
18 punda hæng úr Svartá, ann-
an tveggja stærstu laxanna úr
ánni í sumar.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
VALGERÐUR Bjarnadóttir, hef-
ur verið ráðin í stöðu framkvæmda-
stjóra Sjúkrahúsapóteksins ehf. og
hefur hún störf 1. nóvember nk.
Valgerður útskrifaðist úr Við-
skiptafræðideild
H.Í. árið 1975.
Hún var for-
stöðumaður hag-
deildar Flugleiða
1981 til 1985,
starfaði hjá Asso-
ciation of Euro-
pean Airlines frá
1986 til 1991 og
síðan sem sjálfstæður ráðgjafi í
Brussel til 1993. Frá þeim tíma hefur
hún verið skrifstofustjóri á skrifstofu
EFTA í Brussel.
Apótek Landspítalans voru tvö ár-
ið 2000, staðsett í Fossvogi og við
Hringbraut, og seldu samanlagt lyf
fyrir tæpar 833 milljónir króna. Und-
ir lok ársins 2000 var ákveðið að sam-
eina lyfjaverslanirnar í Sjúkra-
húsapótekið efh. Nýtt apótek er
hlutafélag í eigu Landspítala – há-
skólasjúkrahúss og eru starfsmenn
þess um 50 talsins.
Ráðning annarra stjórnenda sam
kvæmt nýju skipuriti Sjúkra-
húsapóteksins verður gerð í fram-
haldi af því að nýr framkvæmdastjóri
tekur til starfa.
Fólk
Framkvæmda-
stjóri ráðinn
Sjúkrahúsapótekið ehf.