Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 13 FYRIRHUGUÐ uppfylling fyrir bryggjuhverfi í Arnarnesvogi, byggð og smábátahöfn, mun hafa varanleg áhrif á fuglalíf í voginum að því er kemur fram í skýrslu fuglafræðingsins Jóhanns Óla Hilmarssonar sem unnin var fyrir verkfræðistofuna Hönnun. Jóhann Óli leggur til að friðlýsingarkost- urinn verði metinn til jafns við aðra kosti. Skýrslan byggist á kerfisbund- inni talningu fugla í Arnarnesvogi yfir eins árs tímabil, frá ágúst 2000 til 2001. Var það gagnrýnt í vor, meðal annars af Náttúruvernd rík- isins, að ekki hefði verið beðið eftir niðurstöðum þessarar rannsóknar áður en matsskýrsla framkvæmda- aðila á umhverfsiáhrifum fram- kvæmdarinnar var lögð fram. Nú liggja þessar niðurstöður hins vegar fyrir og var skýrsla Jó- hanns Óla um þær lögð fram í bæj- arráði Garðabæjar í vikunni. Kem- ur þar fram að fuglafánan í voginum sé fjölbreytt en alls sáust 45 tegundir fugla í talningunum og þrjár aðrar í görðum nærri eða við læki sem renna í voginn. Segir í skýrslunni að gildi vogarins felist fyrst og fremst í því að hann sé mikilvægur hlekkur í vistkerfi stærra svæðis. Hefur verndargildi á heimsmælikvarða Bent er á að meira en eitt pró- sent af heimsstofni kviðljósu mar- gæsarinnar hafi viðkomu í Arn- arnesvogi og hafi hann því verndargildi á heimsvísu fyrir und- irtegundina, samkvæmt alþjóðleg- um skilgreiningum. Þá sé vogurinn á náttúruminjaskrá auk þess sem Skerjafjörur eða allar fjörur og grunnsævi frá Bala á Álftanesi að norðanverðu Seltjarnarnesi séu á skrá Alþjóðafuglaverndunarsam- takanna um alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að fyrirhuguð uppfylling, byggð og smábátahöfn muni hafa varanleg áhrif á fuglalíf, að því leyti að fyr- irhuguð uppfylling muni skemma hluta af voginum auk þess sem byggð og bátaumferð fylgi truflun. Lagt er til að friðlýsingarkosturinn verði metinn til jafns við aðra kosti en ef ráðist verði í framkvæmdir er bent á að í mótvægisskyni end- urheimti framkvæmdaraðili vot- lendi sem hefur verið raskað. Varanleg áhrif á fuglalíf Arnarnesvogur Skýrsla fuglafræðings um áhrif uppfyllingar lögð fram í bæjarráði NÝR leikskóli við Maríubaug í Grafarholti verður boðinn út um næstu mánaðamót en skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt teikningar að honum. Að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar, forstöðumanns byggingadeildar Borgarverkfræðings, er um að ræða fjög- urra deilda leikskóla sem er um 660 fer- metrar að stærð og mun hann rúma um 80–90 börn. Hönnun leikskólans var í höndum Arkþings. Guðmundur áætlar að skólinn fari í úboð um næstu mánaðamót og er stefnt að því að hann verði tilbúinn næsta haust. Fram- kvæmdir munu því hefjast fljótlega í októ- ber. Kostnaðaráætlun er um 125 milljónir króna. Guðmundur segir þetta í annað sinn sem leikskóli af þessari gerð er byggður en hann verður eins og leik- skólinn Hamravík í Víkurhverfi. Margrét Wally Jóhannsdóttir, for- stöðumaður fagsviðs hjá Leikskólum Reykjavíkur, segir að þegar sé kominn biðlisti fólks sem óskar eftir leik- skólaplássi í Grafarholti. „Af þeim for- eldrum sem ég hef heyrt í á und- anförnum vikum þá er þetta fólk sem er að festa kaup á íbúðum eða er að byggja og veit að það er að koma leik- skóli í hverfið. Maður veit svo sem aldr- ei hversu hratt uppbyggingin í hverfinu gengur fyrir sig en það virðist vera að þarna séu foreldrar með ung börn,“ seg- ir hún. Nýr leikskóli við Maríubaug Grafarholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.