Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í VETUR býður Fræðsluráð
Reykjavíkur í samstarfi við
Morgunblaðið, DV og Frétta-
blaðið, nemendum og kennur-
um 7. bekkja grunnskóla á höf-
uðborgarsvæðinu að taka þátt
í verkefni sem ber yfirskriftina
Dagblöð í skólum. Verkefninu,
sem felur í sér lestrarátak
nemenda á íslenskum dag-
blöðum, var hrundið af stað
síðasta haust í tilraunaskyni
og þótti takast með afbrigðum
vel, að sögn Auðar Huldar
Kristjánsdóttur verkefnis-
stjóra.
Kynningarfundur var hald-
inn í Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur í gær þar sem Auður
Huld kennari og Örn Þórisson
frá Morgunblaðinu kynntu
verkefnið fyrir kennurum sem
ætla sér að taka þátt nú í vet-
ur. Auður Huld sagði frá
reynslu sinni en hún er einn
þeirra kennara við Breiða-
gerðisskóla sem tóku þátt í
verkefninu síðasta vetur.
Á fundinum var afhent
kennsluefni, svokallaður
Blaðapassi sem í eru ýmsar
æfingar fyrir nemendur.
Verkefnið stendur yfir í eina
viku en kennarar ráða hvaða
viku skólaársins þeir leggja
undir það. Þá viku sem verk-
efnið varir fá allir nemendur
bekkjarins afhent eintök dag-
lega af Morgunblaðinu,
Fréttablaðinu og DV, lesa þau
og vinna verkefni tengd efni
þeirra. Kennarar hafa þó
nokkuð frjálsar hendur um
hvernig þeir haga verkefnum.
Fyrirmyndin erlendis frá
Auður Huld sagði á fundin-
um að við gerð kennsluefnisins
var aðalnámskrá grunnskóla í
íslensku frá 1999 höfð til hlið-
sjónar. Þá sagði hún að fyrir-
myndin að verkefninu væri
sótt erlendis en víða um heim
hefur tíðkast að nota dagblöð
sem stuðningstæki við
kennslu. Helst var leitað fyr-
irmyndar til Noregs en sam-
starf skóla og dagblaða þar í
landi hefur þróast mikið enda
staðið yfir í rúmlega þrjá ára-
tugi.
Markmiðið með verkefninu
Dagblöð í skólum er m.a. að
venja nemendur við dagblaða-
lestur sér til gagns og gamans.
Þá er ekki síður mikilvægt að
nemendur temji sér gagnrýna
hugsun og taki ekki öllu því
sem fyrir augu ber sem heil-
ögum sannleik, að sögn Auðar
Huldar.
Á síðasta skólaári tóku um
220 nemendur í fjórum skólum
þátt í verkefninu. Að sögn
Arnar var niðurstaða síðasta
árs hvetjandi og þess vegna
var ákveðið að bjóða kennur-
um og nemendum að taka þátt
í verkefninu í vetur. Þá stend-
ur til að bjóða nemendum 3.
bekkjar líka svipað verkefni og
er kennsluefni til þess í und-
irbúningi.
Auður Huld segir að nem-
endur hafi kunnað að meta
Dagblöð í skólum og að for-
eldrar hafi einnig brugðist vel
við verkefninu en ætlast er til
að þeir taki þátt í þeim hluta
verkefnisins sem nemendur
vinna utan skóla.
Brynhildur Ragnarsdóttir
hjá Fræðslumiðstöðinni sagði
á fundinum að verkefnið stuðl-
aði að því að nemendur fylgd-
ust betur með því sem væri að
gerast í kringum þá, jafnt hér
á landi sem erlendis.
Auður Huld sagði að á ein-
faldan hátt væri hægt að nota
dagblöð sem stuðningsefni til
kennslu, t.d. í landa- og nátt-
úrufræði og miðast verkefnið
m.a. að því að slíkt yrði gert í
auknum mæli.
Dagblöð aftur
í skólum í vetur
Reykjavík
Margir kennarar sýndu verkefninu áhuga og mættu á kynningarfundinn.
Auður Huld Kristjáns-
dóttir er stjórnar verk-
efninu Dagblöð í skólum.
Morgunblaðið/Jim Smart
BJÖRN Bjarnason, mennta-
málaráðherra, segir Áslands-
skóla ekki hafa fengið neina
undanþágu frá lögum sem
varðar stjórnun skólans.
Hann hafi rætt málefni Ás-
landsskóla við bæjarstjóra
Hafnarfjarðar, sem telji farið
að lögum við stjórn skólans.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að formenn fagfélaga
skólastjóra og kennara telja
það lögbrot að Sunita Gandhi,
framkvæmdastjóri Íslensku
menntasamtakanna, taki yfir
verkefni fyrrverandi skóla-
stjóra þar sem hún uppfylli
ekki þau skilyrði sem skóla-
stjórar þurfa að uppfylla sam-
kvæmt lögum. Kallaði for-
maður Kennarasambands
Íslands eftir upplýsingum um
það hvort menntamálaráðu-
neytið hafi veitt skólanum
undanþágu frá lögum. Björn
Bjarnason, menntamálaráð-
herra segir svo ekki vera.
„Það er alveg skýrt að við höf-
um ekki heimilað neina aðra
skipan á þessum málum en al-
mennt gilda í grunnskólalög-
um varðandi skólastjórnun-
ina,“ segir hann.
Ekki borist erindi
um lögbrot
Aðspurður um hvort ráðu-
neytið muni bregðast við á
einhvern hátt segir hann að
málið hafi ekki verið lagt fyrir
ráðuneytið. „Hvað sem líður
yfirlýsingum í blöðum höfum
við ekki fengið neina rök-
studda, formlega ábendingu
um að það sé verið að brjóta
lög við stjórn Áslandsskóla.
Ráðuneytið mun bregðast við
með réttum hætti, fái það
slíka ábendingu.“
Björn segist hafa rætt mál-
ið við bæjarstjóra Hafnar-
fjarðar, sem telji farið að lög-
um við stjórn skólans. „Sunita
Gandhi er ekki skólastjóri Ás-
landsskóla. Hún hefur ekki
starfsréttindi til þess.“
Í samtalinu við Morgun-
blaðið í gær sagði Sunita
Gandhi að hún hygðist taka
yfir verkefni sem fyrrum
skólastjóri hafði á höndum.
„Ég veit ekki hvað felst í þess-
um orðum hennar, því að í
grein Morgunblaðsins er
einnig haft eftir henni að Ás-
laug Brynjólfsdóttir sé skóla-
stjóri Áslandsskóla,“ segir
Björn inntur um þetta.
Búist var við að málefni
skólans yrðu til umræðu á
bæjarstjórnarfundi í Hafnar-
firði í fyrradag en vegna at-
burðanna í Bandaríkunum
var fundinum frestað. Í dag er
hins vegar gert ráð fyrir fundi
í skólanefnd Hafnarfjarðar.
Menntamálaráðherra um Áslandsskólamálið
Undanþága varð-
ar ekki stjórnun
Hafnarfjörður
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögur umferðardeildar Borgar-
verkfræðings Reykjavíkur til að
draga úr umferðarhraða í Rofabæ.
Tillögurnar fela í sér að settar
verði nýjar hraðahindranir í göt-
una, biðskýli strætisvagna verði
færð til, auk þess sem hámarks-
hraði verði lækkaður á köflum.
Stefán Finnsson, verkfræðingur
umferðardeildar Borgarverkfræð-
ings Reykjavíkur, segir að fram-
kvæmdir muni í fyrsta lagi hefjast
næsta sumar því eftir eigi að út-
færa hugmyndirnar nánar. Þá sé
ákveðin fjárupphæð veitt í þennan
málaflokk hverju sinni og það
muni ráðast af henni hve margar
af þessum tillögum verði fram-
kvæmdar.
Inntur eftir því hvort umferð-
arhraði sé mikið vandamál á þessu
svæði segir Stefán það hafa sýnt
sig á þeim þremur hraðamæling-
um sem þar hafi verið gerðar.
Tillögurnar gera ráð fyrir að
umferðaröldu austan Fylkisvegar
verði breytt í hellulagða 30 km
öldu. „Þarna er í dag malbikuð
alda en það hefur verið nokkuð af
slysum þarna á horninu og eins á
kaflanum þar vestan við. Við
mældum hraðann og það er ljóst
að ekið er mjög greitt þarna. Þess
vegna viljum við setja krappari
umferðaröldu austan við hornið til
að minnka hraðann á þeim stað og
svo aftur vestar,“ segir Stefán.
Krappar umferðaröldur
vandamál fyrir strætisvagna
Þá fela tillögurnar í sér að á
milli Fylkisvegar og Skólabæjar, á
móts við Melbæ 9, verði sett svo-
kölluð samalda þar sem tekið er
tillit til mismunandi breiddar milli
dekkja.
Stefán segir að hér sé um að
ræða strætisvagnaleið og krappar
umferðaröldur séu ávallt vanda-
mál fyrir strætisvagna þar sem
þeir verða að fara mun hægar yfir
þær en fólksbílar. Þá geti einnig
komið mjög þungt högg á vagn-
ana. Samaldan muni virka sem 30
km alda á litla bíla með stutt
hjólahaf en sem 40 km alda á
stærri bíla með langt hjólahaf á
borð við strætisvagna.
Þá er að hans sögn ætlunin að
færa strætisvagnabiðstöðina við
Fylkisveg til móts við Brekkubæ 3
til 5 og setja jafnframt upp um-
ferðaröldu og miðeyju. „Strætis-
vagnar munu því ávallt stoppa við
miðeyjuna og hindra um leið aðra
umferð í að aka framhjá á meðan,“
segir Stefán.
Þá verður hámarkshraði lækk-
aður úr 50 km í 30 km á hluta
Rofabæjar, milli Skólabæjar og
Bæjarbrautar, þar sem umrætt
svæði verður merkt með umferð-
arskiltum í báða enda.
Eins leggur umferðardeild til að
settar verði samöldur milli Hábæj-
ar og Glæsibæjar.
Loks verður biðstöð austan við
Skólabæ færð til móts við inn-
ganginn í Árbæjarskóla jafnframt
því sem komið verður fyrir þreng-
ingu.
Dregið úr um-
ferðarhraða
í Rofabæ
Árbær
! !
"#
$
/%"
/%"
/%")'(-+!+!*(0!$*
1)-!
/%"
23(('(-+!+!*(0!$*
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt á fundi For-
eldraráðs Hafnarfjarðar í
gær:
„Foreldraráð Hafn-
arfjarðar harmar þá nei-
kvæðu umræðu sem m.a. for-
maður kennarasambandsins
hefur haldið uppi um Ás-
landsskóla. Áslandsskóli eins
og aðrir nýir skólar þarf að fá
tækifæri til að koma skóla-
starfinu í gang.
Vegna frétta í Ríkisútvarp-
inu 7. sept. um foreldraráð,
viljum við minna á að það er í
verkahring foreldra að kjósa
í foreldraráð en ekki skóla-
stjóra þó hann sé ábyrgur
fyrir stofnun þess. Til þess að
foreldrar geti kosið for-
eldraráð þurfa þeir að fá
tækifæri til að hittast. Al-
gengt er að það taki margar
vikur að koma saman for-
eldraráði, jafnvel í skólum
sem hafa starfað í áratugi.
Sú neikvæða umræða sem
átt hefur sér stað er ekki til
að bæta skólastarfið heldur
frekar fallin til að skaða það.
Slíkt kemur niður á nem-
endum skólans. Því má ekki
gleyma að tilgangur skóla er
að veita börnunum þjónustu
en ekki að veita kennurum at-
vinnu. Skólar eru til vegna
barnanna ekki kennara. Gefið
starfsfólki skólans vinnufrið.“
Harma neikvæða umræðu
VISSARA er að fara yfir veið-
arfærin og hafa þau í lagi fyrir
næsta túr. Er líka heldur betra
að ná aflanum í heil veiðarfær-
in og það veit Þórður Þorfinns-
son sem vann að netaviðgerð-
um í Reykjavíkurhöfn. Hann
lét ekki trufla sig um of við
verkið enda sjálfsagt stutt í
róður og næsta skref því að
taka veiðarfærin um borð.
Allt gert
klárt fyr-
ir næsta
róður
Morgunblaðið/Ásdís