Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 13.09.2001, Síða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 21 ÍSRAELSKT herlið stutt skrið- drekum og þyrlum fór í fyrrakvöld inn í bæ á Vesturbakkanum og tvö þorp í leit að meintum hryðju- verkamönnum að því er talsmenn ísraelskra stjórnvalda sögðu. Féllu sjö Palestínumenn í árásinni, þar á meðal 11 ára gömul stúlka. Palestínskir embættismenn sök- uðu í gær Ísraela um að notfæra sér hörmungarnar í Bandaríkjun- um með því að herða árásirnar á Palestínumenn en Ísraelar neituðu því og sögðu að aðgerðir þeirra væru aðeins í sjálfsvarnarskyni. Árás Ísraela á palestínska bæ- inn Jenin hófst daginn eftir að þeir höfðu umkringt hann með skrið- drekum. Sprengdu þeir upp höf- uðstöðvar lögreglunnar í bænum og létu skothríðina einnig dynja á byggingum í þorpunum Arrabeh og Tamoun. Þar skutu þeir til bana tvo menn, sem þeir sögðu fé- laga í hinum herskáu Jihad-sam- tökum, og einnig 11 ára gamla stúlku. Hús látins manns sprengt Í Tamoun sprengdu Ísraelar upp hús manns, sem þeir sögðu hafa verið hryðjuverkamann, en manninn sjálfan drápu þeir í júlí sl. Palestínumenn segja að þegar Ísraelar hafi dregið herliðið til baka hafi þeir skotið úr þyrlu á bifreið sem var að flytja fimm menn til vinnu. Særðust þeir allir. Vatikay, talsmaður ísraelska varnarmálaráðuneytisins, sagði í gær að árásirnar boðuðu nýjar og harðari aðgerðir í stríðinu gegn Palestínumönnum. Ísraelar boða hertar aðgerðir gegn Palestínumönnum Skutu unga stúlku og sex menn aðra Jerúsalem. AP. Reuters Ísraelskur brynvagn í Jenin í gær. Daginn áður var bærinn umkringdur. MENNTAMÁL Be Radical T h e M a k e u p Leyfðu sköpunargleði þinni að njóta sín með nýju haust- og vetrarlitunum frá The Makeup Kynning fimmtudag, föstudag, og laugardag. Hægt er að panta tíma í förðun. Laugavegi 80  sími 561 1330

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.