Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 24

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 24
„Árásirnar á land okk BJÖRGUNARSVEITIR í New York náðu í gær nokkrum mönnum á lífi úr rústum World Trade Center sem hrundi í fyrradag í mestu árás hermdarverkamanna í Bandaríkjun- um fyrr og síðar. Embættismenn í Washington sögðu hins vegar að ekki væri búist við því að fleiri fynd- ust á lífi í þeim hluta höfuðstöðva varnarmálaráðuneytisins sem eyði- lagðist þegar hermdarverkamenn flugu farþegavél á bygginguna í fyrradag. Átján björgunarsveitir leituðu þúsunda manna sem grafnir voru í rústum tveggja turna World Trade Center sem hrundu þegar tveimur öðrum farþegavélum var flogið á þá. Embættismenn áætla að 10– 20.000 manns hafi verið í turnunum þegar fyrri vélin skall á World Trade Center laust fyrir klukkan níu á þriðjudagsmorgun að staðar- tíma. Ekki er vitað hversu margir þeirra komust út úr byggingunum áður en þær hrundu. Talið er þó að þúsundir manna hafi látið lífið. 259 slökkviliðs- og lögreglu- manna saknað Bandarísk yfirvöld segja að liðið geti vikur áður en endanleg tala látinna liggi fyrir. Vitað er um 1.700 manns sem slösuðust, að sögn Rudolphs Giulianis, borgarstjóra New York. Borgarstjórinn sagði að 259 slökkviliðs- og lögreglumanna væri enn saknað. Sex slökkviliðsmönnum og nokkrum lögreglumönnum var bjargað úr rústunum í gær. Einn lögreglumannanna var sagður með alvarleg brunasár. Flestir lögreglu- og slökkviliðs- mannanna voru sendir á staðinn skömmu eftir að fyrri flugvélin flaug á World Trade Center og þeir voru að hjálpa fólki að komast út þegar turnarnir hrundu. Þrír af æðstu yfirmönnum slökkviliðs borgarinnar eru á meðal þeirra sem er saknað. Einn þeirra, Ray Downey, stjórnaði sveit slökkviliðsmanna frá New York sem tók þátt í björgunarstarfinu eftir sprengjutilræðið í Oklahomaborg árið 1995. 100–800 létu lífið í Pentagon Talsmenn björgunarsveitanna í Washington segja að ekki sé ljóst hversu margir týndu lífi í höfuð- stöðvum varnarmálaráðuneytisins, Pentagon. Þeir áætluðu að tala lát- inna gæti verið milli 100 og 800. Embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu töldu þó að hærri talan væri of há. Meira en 20.000 manns hafa starfað í höfuðstöðvum varnarmála- ráðuneytisins, stærstu skrifstofu- byggingu heims. Embættismenn í Washington segja að erfitt sé að segja til um hversu margir voru staddir í þeim hluta byggingarinnar sem eyðilagðist. Þúsundir starfsmanna Pentagon mættu til vinnu í gærmorgun þótt aðeins um helmingur byggingarinn- ar væri nothæfur eftir árásina. Reykjarmökk lagði enn frá rústum þess hluta byggingarinnar sem eyðilagðist, sólarhring eftir árásina. „Miklu verra en fólk getur ímyndað sér“ Turnar World Trade Center voru 405 m háir og annar þeirra hrundi nánast algjörlega til grunna. Um sjö hæðir hins turnsins stóðu enn uppi og björgunarmennirnir einbeittu sér að því að reyna að komast frá jarðhæð hans upp á hæðirnar fyrir ofan. Björgunarmennirnir notuðu 36 m háa krana, gröfur og önnur stórvirk vinnutæki til að hreinsa göturnar við World Trade Center. Björgun- armennirnir notuðu haka og skóflur til að grafa í rústirnar en voru svartsýnir á að margir fyndust á lífi. Slökkviliðsmaður sem hafði tekið þátt í björgunarstarfinu í hálfan sól- arhring kvaðst aðeins hafa fundið fjóra á lífi, barnshafandi konu sem sat á gangstéttarbrún og þrjá í rúst- unum. „Ég missti töluna á öllum þeim líkum sem ég hef séð,“ sagði hann. „Þetta er miklu verra en fólk getur ímyndað sér.“ Slökkviliðsmaðurinn bætti við að nokkrar byggingar við turnana hefðu skemmst og hætta væri á að þær hryndu. „Ég hlýt að hafa komið að þús- undum líkamshluta,“ sagði þjóð- varðliði sem tók þátt í björgunar- starfinu. „Þarna er 60 sm þykkt sótlag og mörg farartæki hafa ekið yfir lík því þau eru út um allt,“ sagði bráðaliði sem var sendur á staðinn til að flytja fórnarlömb árásarinnar. „Þarna var fólk sem hljóp til okkar algjörlega sviðið – með ekkert hár, engar augnabrúnir.“ Þrjú leigubílafyrirtæki í New York tóku aftursætin úr bílum sín- um til að aðstoða við að flytja lík úr rústunum. Í símasambandi við mann í rústunum Þremur mönnum, þeirra á meðal tveimur lögreglumönnum, var bjargað seint á þriðjudagskvöld að staðartíma eftir að hafa látið vita af sér í farsíma. Þeir reyndu fyrst að hringja í neyðarlínu í New York en náðu ekki sambandi. Einn þeirra hringdi þá í systur sína í Pennsylv- aníu, sem hringdi í neyðarlínu og gat veitt nægar upplýsingar um hvar þremenningarnir væru í rúst- unum til að hægt væri að bjarga þeim. Giuliani borgarstjóri sagði að björgunarmennirnir væru enn í símasambandi við mann í rústunum. Litlar líkur á að margir finnist á lífi í rústunum Slökkviliðsmenn í New York sprauta vatni yfir rústir World Trade Center 7-byggingarinnar sem hrundi síðdegis á þriðjud New York, Washington. AP. 24 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Pétur Snorrason býr í íbúð sem er tveimur götum norðar en WTC-byggingin í um það bil 150 metra fjarlægð frá henni og sá turnana báða út um gluggann hjá sér. Hann var heima þegar atburð- urinn átti sér stað. Hann segist ekki hafa heyrt fyrstu spreng- inguna, enda hafi hann hugsanlega verið í sturtu. Síðan heyrði hann mikinn hávaða frá götunni og þeg- ar hann labbaði framhjá sjónvarp- inu sá hann turninn loga, hann hljóp að glugganum og sá hann þá í björtu báli. Sigurður Pétur sagðist ekki strax hafa áttað sig á því hvað um væri að vera, en dottið í hug að það hefði kviknað í eða eitthvað slíkt. Samt hefði eldurinn verið á nokkr- um hæðum. „Skömmu seinna er ég að horfa út um gluggann þegar seinni sprengingin verður og ég sé hana. Hún verður á norðurhlið turnsins og snýr að mér líka. Það verður mikill hvellur og ég veit ekki hvort það er brak úr vélinni eða turn- inum eða hvort það eru högg- bylgjur sem valda því að hluti af byggingunni sem er á móti mér hrynur niður á götuna og slasar þar fólk líka. Þetta var hrikalegt“, sagði Sigurður. Hann sagðist hafa séð fólk reyna að forða sér úr turninum. Það hefði verið ólýsanleg lífsreynsla. Sigurður Pétur Snorrason var á götunni skammt frá WTC þegar fyrri turninn hrundi „Hélt að flugvél væri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.