Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 27 Árásin á Bandaríkin Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR FLUGRÁNIN sem hryðjuverka- menn frömdu í Bandaríkjunum á þriðjudag voru vandlega skipulagt samsærisverk manna sem nýttu sér gloppur í öryggiseftirliti í banda- rísku innanlandsflugi. Höfðu banda- rískir fjölmiðlar þetta eftir háttsett- um fulltrúum bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, í gær. Að sögn Los Angeles Times telja yfirvöld, sem eru að rannsaka hvern- ig flugránin voru framin, að hryðju- verkamenn hafi setið við stjórnvöl farþegaþotnanna fjögurra er þeim var stýrt að „skotmörkum“ sínum. Grunar rannsakendur að hryðju- verkamennirnir hafi notið aðstoðar manna á flugvöllunum þaðan sem flugvélarnar fóru í loftið og að þeir hafi valið vélar sem voru á leið til vesturstrandar Bandaríkjanna og því hlaðnar eldsneyti, og að í hópi flugræningjanna hafi verið menn sem kunnu að stýra flugvélum. En það sem rannsakendur furða sig einna mest á er hin samstillta tímasetning ránanna. Þeir eru furðu lostnir yfir því að hópum flugræn- ingja skyldi hafa tekizt að komast um borð í fjórar farþegaþotur á þremur flugvöllum og yfirbuga áhafnir þeirra samtímis, áður en yf- irvöldum gæfist ráðrúm til að loka fyrir flugumferð eða grípa yfirleitt til nokkurra ráðstafana. „Við erum agndofa yfir því hve mikillar samhæfingar þetta mun hafa krafizt,“ hefur Los Angeles Times eftir háttsettum FBI-manni í Washington. „Við erum með alla staðina þaðan sem flugvélunum var rænt undir smásjánni,“ tjáði annar FBI-fulltrúi blaðinu. „Við munum athuga alla bíla á bílastæðum flugvallanna. Hvað gerðist við farþegahliðin? Hvernig komust þeir í gegn? Hverjir eru skráðir á farþegalistana, hvað á far- angursskrárnar? Við munum skoða allar upptökur öryggismyndavéla (...) Það eru ótal spor sem við verðum að fylgja eftir,“ sagði fulltrúinn. Áður en til þessa fjöldaflugráns kom hafði enginn séð það fyrir að öfgamenn myndu ekki aðeins geta breytt sjálfum sér, heldur heilum farþegaþotum í sjálfsmorðssprengj- ur. Jafnvel handritshöfundar í Hollywood hafa ekki látið sér detta í hug aðra eins hryllingsatburðarás. Er þotunum var rænt, einni af annarri, mun hver flugmaður nær örugglega hafa gert ráð fyrir að hér væri um „venjulegt“ flugrán að ræða, þar sem hryðjuverkamenn krefðust þess að vera flogið á ein- hvern ákveðinn stað og samninga- viðræður hæfust. Flugumferðarstjóri heyrði hótanir „Við höfum aðrar vélar, við höfum fleiri vélar. Ekki reyna nein heimskupör, ykkur verður ekki gert mein,“ sagði einn flugræningjanna á ensku við flugstjóra annarrar þot- unnar sem flogið var á World Trade Center í New York, eftir því sem vef- útgáfa bandaríska dagblaðsins Christian Science Monitor greindi frá í gær. Flugumferðarstjóri, sem ekki vildi láta nafns síns getið, heyrði hluta þess sem fór í milli flug- manns og flugræningja þar sem kveikt var á hljóðnema í flugstjórn- arklefanum. „Einn flugmannanna kveikti á hljóðnema svo að orðaskipti flugmannsins við flugræningjann heyrðust,“ er haft eftir flugumferð- arstjóranum. „Maðurinn í flugstjórnarklefanum talaði ensku. Hann sagði eitthvað eins og „ekki gera neina vitleysu, ykkur verður ekki gert mein“,“ sagði hann. Flugvélin var lögð af stað frá Boston og var á leið til Los Angeles, er annaðhvort flugræninginn eða flugmaðurinn fór þess á leit við flug- turn að fá að leggja leið sína að Kennedy-flugvelli við New York, en að því loknu var ratsjársvari þotunn- ar tekinn úr sambandi. Ratsjársvar- inn er tæki sem gefur sjálfkrafa upp- lýsingar til ratsjárstöðva á jörðu niðri um kennitölu flugvélarinnar, flughæð, stefnu, hraða o.þ.u.l. Slökkt var á ratsjársvörum allra flugvél- anna sem rænt var. Flugmennirnir slógu ekki inn fjögurra stafa kenni- tölu sem gefið hefði flugumferðar- stjórn merki um að verið væri að fremja flugrán; að minnsta kosti bár- ust engum flugturni slík boð, að því er áðurgreindur flugumferðarstjóri segir. Sagði hann það vel kunna að vera að flugræningjarnir hafi tekið ratsjársvarana úr sambandi til þess að koma í veg fyrir að flugmennirnir létu vita af því sem væri að gerast, en til þess þyrfti staðgóða þekkingu á tæknilegum útbúnaði flugvélanna. Þótt það sé regla í bandarísku inn- anlandsflugi að flugstjórnarklefan- um sé læst er ekki talið að flugræn- ingjarnir hafi átt í neinum erfið- leikum með að komast inn í hann – annaðhvort með því að brjóta sér leið eða með því að þvinga áhafn- armeðlim til að opna. Er flugræningjarnir voru einu sinni komnir að stjórntækjum vél- arinnar gat varla nokkur neitt að gert. Stefni flugvél á flugi í glötun, hver svo sem ástæðan er, geta flug- umferðarstjórar ekki annað en fylgzt með harmleiknum gerast á skjánum, að því er fréttavefur BBC hefur eftir Chris Yates, ritstjóra flugöryggismála við tímaritið Jane’s Defence Weekly. „Þeir myndu í ör- væntingu hafa reynt að ná sambandi við flugvélina sem stefndi af réttri leið, en ef það skilaði ekki árangri væri það eina sem þeir gætu gert annað að kalla herþotur á vettvang.“ En herinn hefði lítið getað aðhafzt við þessar aðstæður – með hundruð farþega um borð í vélunum sem voru á valdi flugræningja og miðborgar- þéttbýli fyrir neðan. Hljóta að hafa tekið stjórnina í eigin hendur Óljóst er hvaða vopn flugræningj- arnir notuðu, nema að farþegi í einni vélinni – þeirri sem hrapaði nærri Pittsburgh – sagði í símasamtali við eiginmann sinn að ræningjarnir væru vopnaðir hnífum og dúkahníf- um. „Þeir kunna að hafa skotið flug- mennina eða tekið að minnsta kosti annan þeirra úr umferð og tekið stjórn vélarinnar í eigin hendur,“ hefur fréttavefur BBC eftir David Learmount, sérfræðingi í flugörygg- ismálum við alþjóðlega flugmála- tímaritið Flight International. Að hans mati þyrfti ekki mikla flug- kunnáttu til að stýra svona þotum síðasta spölinn að jafn stórum „skot- mörkum“ og gert var. Fullyrti Lear- mont, sem sjálfur var atvinnuflug- maður, að hverfandi líkur væru á því að nokkur atvinnuflugmaður í far- þegaflugi myndi hlýða kröfu flug- ræningja um að stýra vélinni á fullri ferð á byggingar þar sem vitað væri að þúsundir manna væru innandyra, jafnvel þótt miðað væri byssu að höfði hans. Furðulegt hvernig unnt var að gera farþegaþotur að fjöldamorðsverkfærum Vandlega skipulagt samsæri Reuters Björgunarmaður horfir á hluta úr hjólabúnaði þotu á götunni skammt frá rústum World Trade Center-turnanna. Allt að 20 þúsund manns voru í World Trade Center New York. AP. UNDIR venjulegum kring- umstæðum störfuðu um fimmtíu þúsund manns hjá þeim 1.200 fyr- irtækjum sem höfðu skrifstofur í World Trade Center-turnunum tveim sem hrundu í kjölfar árásanna á þriðjudaginn. En margir voru enn ekki komnir til vinnu þegar fyrri flugvélin rakst á norðurturninn, og er haft eftir embættismönnum að líklegt sé að tíu til tuttugu þúsund manns hafi þá verið í turnunum. Meðal þeirra fyrirtækja sem höfðu skrifstofur í turnunum voru Bank of America, Kemper- tryggingafélagið, Lehman Broth- ers-fjárfestingafyrirtækið, Morgan Stanley Dean Whitter-fjárfestinga- fyrirtækið, bankarnir Credit Suisse og First Boston, og hugbúnaðarfyr- irtækið Sun Microsystems. Á skrifstofum Morgan Stanley í suðurturninum störfuðu um 3.500 manns. Á vefsetri fyrirtækisins seg- ir m.a. að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi um leið og fjár- málamarkaðir verði opnaðir. Tugir erlendra fyrirtækja höfðu skrifstofur í turnunum, þ.á m. kín- verska fyrirtækið Sinochem Am- erican Holdings, japanska fyr- irtækið Nikko Securities, þýski bankinn CommerzBank AG og ísr- aelska flutningafyrirtækið Zim- American. Talsmenn Deutsche Bank í Frankfurt greindu frá því að um 300 starfsmenn bankans hefðu starfað á neðri hæðum turnanna. Væri fyr- irtækið að reyna að fá upplýsingar um afdrif starfsmanna sinna. Um 300 starfsmenn þýska trygginga- félagsins Allianz störfuðu í turn- unum og sagði talsmaður fyrirtæk- isins að allir hefðu komist lífs af. Breska verðbréfafyrirtækið Canto Fitzgerald International, og dótturfyrirtæki þess, eSpeed Int- ernational, hafði yfir eitt þúsund starfsmenn á efstu hæðum annars turnsins. Sagði stjórnarformaður beggja fyrirtækjanna í gær að verið væri að reyna að komast að því hver hefðu orðið afdrif fólksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.