Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.09.2001, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjórnarkosn- ingar verða í lok maí- mánaðar á næsta ári. Meiri umræða er í dag en oftast áður um hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að undirbúa kosningarnar. Ástæðan er einföld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í minnihluta í borgarstjórn síðustu átta árin, en stjórnaði borginni þar á undan í nær 60 ár. Það hefur jafnan talist eitt þýðing- armesta verk flokksins að halda völdum í borginni. Í umræðunni, bæði í fjölmiðlum sem og annars staðar, hefur komið fram að ekki er einhugur um forystu borgarstjórnarflokksins og því jafnan spurt hvernig leiðtogi verður valinn fyrir jafnþýðingarmikl- ar kosningar og þær sem framundan eru. Þessu er vandsvarað og í raun erfitt að sjá aðra leið en að viðhafa próf- kjör með einhverjum hætti til að útkljá málið. En hvernig prófkjör? Prófkjörið 1998 Í prófkjöri sjálfstæð- ismanna vegna kosn- inganna 1998 varð Árni Sigfússon efstur í fyrsta sætið, aðrir komu þar langt á eftir. Færri gáfu kost á sér í prófkjörið en oftast áður. Nokkrum frambjóðend- um var bætt við af kjörnefnd, en þrátt fyrir það var það skoðun margra að frambjóðendalisti prófkjörsins hefði mátt vera fjölbreyttari. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði kosningunum og fékk minna fylgi en áður. Eftir kosn- ingarnar ákvað Árni Sigfússon að hætta afskiptum af borgarmálum og borgarstjórnarflokkurinn kaus nýjan oddvita. Staðan í dag Þótt Inga Jóna Þórðardóttir sé oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn í dag er hún ekki óumdeildur leiðtogi og engan veginn sjálfgefið að hún leiði næstu kosningar. Af þessari ástæðu einni er næstum óhugsandi að viðhafa aðra leið á vali á leiðtoga flokksins en að viðhafa prófkjör. Í þeirri umræðu sem fram fer í fjöl- miðlum og manna á milli hafa nokkrir borgarfulltrúar verið nefndir sem hugsanlegir leiðtogar í næstu kosn- ingum og nafn eins ráðherra hefur einnig blandast í hópinn. Hvað kostar prófkjör? Þeir sem þekkja vel til prófkjörs- baráttu í Sjálfstæðisflokknum telja að prófkjör í dag muni kosta að jafnaði 2 til 3 milljónir á hvern frambjóðanda. Innifalið í þessum tölum er m.a. hús- næði, starfsmaður, símar, auglýsing- ar í fjölmiðlum, bæklingar og útsend- ing þeirra, svo eitthvað sé nefnt. Verði um 20 frambjóðendur í venju- legu prófkjöri eru þetta á bilinu 40 til 60 milljónir. Það eru miklir peningar og vaknar því strax spurningin, er ekki betra að nýta alla þessa peninga í sjálfa kosningabaráttuna, það er í baráttu við andstæðinga og stefnu flokksins? En hvernig má samræma þessi sjónarmið? Ný leið Ýmsir líta á prófkjör eins og um trúarbrögð sé að ræða og ekkert ann- að eigi að ráða framboðslista. Reynsl- an hefur aftur á móti sýnt að færri og færri hæfir einstaklingar gefa kost á sér í þann darraðardans sem próf- kjörsslagur er. Tvennt kemur til. Annars vegar mikill kostnaður og hins vegar oft óvægin umfjöllun um frambjóðendur og jafnvel fjölskyldur þeirra. Til að leysa þetta er hægt að viðhafa blandaða aðferð til að velja frambjóðendur á lista flokksins. Fyrst verði prófkjör um efsta sætið, það er um val á leiðtoga listans og borgarstjóraefni. Að öðru leyti velji uppstillingarnefnd aðra frambjóð- endur í samráði við þann sem sigur hafði um efsta sætið. Ýmislegt mundi vinnast með þessari aðferð. Í fyrsta lagi yrði prófkjörsbaráttan faglegri því hún myndi meira beinast að hæfi- leikum, þekkingu, reynslu og al- mennri getu einstaklingsins til að taka að sér að vera borgarstjóri Reykvíkinga. Í venjulegu prófkjöri er auðvitað einnig leitað eftir hæfileik- um og getu einstaklinga en of mikið ber á smölun og hreinni vinsælda- kosningu 20 karla og kvenna. Í öðru lagi færu ekki tugir milljóna út um gluggann. Kostnaður yrði óverulegur miðað við það sem nefnt er hér að framan. Í þriðja lagi verður auðveld- ara að fá hæfa einstaklinga með mikla sérþekkingu á einstökum málaflokk- um til að taka sæti á listanum en á það hefur skort á síðustu átta árum. Og í fjórða lagi; í venjubundnu prófkjöri eru menn ekki að velta því fyrir sér hverjir lenda í 8. til 10. sæti. Prófkjör í Reykjavík er fyrst og síðast um það hver skipar forystu á væntanlegum framboðslista, hver er í fararbroddi á listanum og hver verður borgar- stjóraefni hans. Fleira væri hægt að nefna. Þessari hugmynd er hér með kom- ið á framfæri til Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Ný leið? Júlíus Hafstein Prófkjör Í prófkjöri sjálfstæð- ismanna vegna borg- arstjórnarkosninga, segir Júlíus Hafstein, verði beitt blandaðri aðferð til að velja frambjóðendur. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.