Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 41

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 41 seint í bekkinn okkar. Enn hún fór frá okkur of fljótt, allt of fljótt og það syrgjum við nú. Við syrgjum það að geta ekki átt fleiri stundir með eina söngfugli bekkjarins. Við syrgjum það að þurfa að kveðja svona fljótt þessa dýrmætu konu hinstu kveðju. Við biðjum algóðan Guð að styrkja Sigrúnu og Arneyju Ingi- björgu og vottum þeim og öðrum ættingjum og vinum Ibbýar okkar dýpstu samúð. Edda Björgvins, Elfa Gísla, Guðrún Þórðar, Helga Thorberg, Ingólfur Björn, Kolbrún Halldórs og Lilja Guðrún. Kveðja frá Félagi íslenskra leikara Ingibjörgu Björnsdóttur hef ég lengi þekkt, en kynntist henni nánar fyrir tæpum tíu árum. Þá lá móðir hennar á krabbameinsdeild Land- spítalans og ég átti erindi þangað vegna veikinda sonar míns. Ingi- björg var á þessum tíma búsett í Hollandi ásamt fjölskyldu sinni og hafði fengið þau skilaboð frá Íslandi að móðir hennar ætti sennilega ekki langt eftir. Hún tók fyrstu vél til landsins og kom beint upp á spítala, en varla var hún komin inn úr dyr- unum, hlý og kraftmikil, þegar móð- ir hennar reis upp og hætti við að kveðja þennan heim. Allir á deildinni fögnuðu þessum óvænta sigri og göntuðust með það að ráða yrði Ingi- björgu sem bjargvætt deildarinnar. Fyrir allnokkru frétti ég svo að nú væri Ingibjörg sjálf að glíma við ill- vígan sjúkdóm, en að þessu sinni varð hún að lúta í lægra haldi. Félag íslenskra leikara harmar fráfall Ingibjargar og vottar fjölskyldu hennar innilega samúð. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Edda Þórarinsdóttir. Elsku vinkona. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum Að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin(n) á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Já, Ibbý mín – það er ekki langt þetta korter sem við köllum líf, stundum breytist það í fimm mín- útur. Andrés Sigurvinsson. Hægt og hljótt ganga Guðs vinir. Stillt og rótt ganga stríðendur miskunnar og mildi og merki bera hljóðlátrar dáðar yfir háværan storð. Enþá innar, enþá hljóðar gengur góð kona götu sinnar spor merkt í mannshjarta, merkt í hjörtu barna, skrifuð öll og skráð í skjölum Guðs. Því að lífsbók lifanda Drottins er afrita bók athafna vorra. Lokin upp að lyktum og látin svara, hver var athöfn vor ósk, vild og gerð (Sigurbjörn Einarsson.) Kæra vina, ég kveð þig með minn- ingu um yndislega manneskju, með stærra hjarta en flestir. Þú gafst alltaf það besta af þér, falleg og góð. Megi ljós heimsins lýsa þér til enda. Kæra Sigrún, Arney Ingibjörg og aðrir aðstandendur, við Gestur vott- um ykkur samúð okkar og biðjum Guð að sefa sorgina Gunnvör Braga. Á arnarvængjum ber þú mig, guð, upp yfir fjöllin. Sæll og óttalaus vaggast ég á öldum hins sólheiða bláma. (Jakob Jóh. Smári.) Nú hefur hún Ibbý vinkona mín verið borin af guði upp yfir fjöllin og virðir því veröldina fyrir sér af öðr- um og hærri sjónarhóli en okkur er unnt, sem eftir sitjum. En minning- arnar raða sér hver af annarri á perlubandið dýrmæta sem geymir hin raunverulegu djásn tilverunnar. Ég kynntist Ibbý haustið 1975 þegar hún kom til liðs við bekkinn minn í Leiklistarskóla Íslands. Hún hafði stundað nám í Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins nokkrum árum fyrr, en hafði horfið frá námi áður en henni tókst að ljúka því, svo þarna var hún komin til að taka upp þráðinn. Og þráðurinn var spunninn út og suður, um króka og kima leiklistarinnar, óslitið fram á vor 1978. Ibbý var gæfubarn og ávallt umvafin englum. Á þessum fyrstu árum okkar kynna bjó hún ásamt Jóni Yngva manni sínum og gerseminni Sigrúnu í Flat- ey, var þar símstöðvarstjóri og gott ef ekki sóknarnefndarformaður líka. Flatey fóstraði þá, og gerir eflaust enn, eitthvert ævintýralegasta mannfélag sem hægt er að hugsa sér. Sumar í Flatey á þessum árum var miklu merkilegri menningar- upplifun en nokkur dvöl í heims- borgum álfunnar. London, París og Róm máttu bíða, en Flatey gat ekki beðið. Hún seiddi til sín listamenn hvaðanæva úr Evrópu og þar keppt- ust allir við að skapa og vera til í sambýli við himin og haf, kríuvarpið og teisturnar, goð og menn – og engla. Minningarnar um heimsókn- irnar til Ibbýjar í Flatey eru mér enn uppspretta andlegrar næringar og efla mér einatt trú á mannkynið. Þó hin eiginlegu Flateyjarár Ibbýjar tækju enda um 1980 og handvirka símstöðin lögð niður 1983, þá stóð enginn staður hjarta hennar nær en Flatey. Og núna, þegar hún er horf- in á braut og andi hennar svífur hátt upp yfir fjöllin í föruneyti engla og arna þá sé ég hana fyrir mér, með sólargeislana í dökku hárinu og bros um allt andlitið, úti í Flatey. Elsku Ibbý mín, þær eru margar perlurnar sem raða sér á festi minn- inganna. Átökin við að túlka Tjékhov á þriðja ári, þar bar Natasjan þín úr Systrunum alltaf höfuð og herðar yf- ir aðrar kvenpersónur. Og alltaf var ómur af tónlist einhvers staðar ná- lægt þar sem þú fórst. Ekkert okkar söng Dona Nobis af viðlíka innlifun og þú. Svo kom útskrift og brauð- strit og loks Þorvaldur eins og himnasending og bar þig á örmum sér ásamt englunum. Svo kom and- lega skeiðið og við spjölluðum þessi lifandis býsn um eilífðarmálin. Lás- um Bók Emanúels og Louise Hay í tætlur og svo fluttuð þið til Hol- lands. Þar beið þín frekara nám í leiklistinni og þar þroskuðust hug- myndir þínar um framtíðina. Svo var það einhverju sinni á Bræðraborg- arstígnum, sem þið Þorvaldur leyst- uð frá skjóðunni; Skilaboðaskjóð- unni og sögðuð mér frá galdrinum við að umbreyta henni í handrit að leiksýningu og það var upphafið að nýjum ævintýrum í leikhúsinu. Sú smiðja var einhver öflugasta upp- spretta sköpunargleði sem ég hef tekið þátt í. Leitin að réttu aðferð- unum við að koma réttum skila- boðum til skila. Glíman við gerfin og göngulagið, tónlistina og dansana, lifandi tré og talandi steina. Fyrir rest stóðu Maddamamma, Putti og dvergarnir ásamt illþýðinu ljóslif- andi á sviði Þjóðleikhússins og norn- in þvingaði Möddumömmu til að horfast í augu við raunveruleikann! Hvað við skemmtum okkur. En það er ekki alltaf auðvelt að horfast í augu við raunveruleikann, allra síst í miðju ævintýri. Það var ekki auðvelt að þurfa að horfast í augu við þá niðurstöðu sem við blasti vorið 2000 um hinn skuggalega gest krabbameinið. En það var samt stór- kostlegt að fá að fylgjast með því hvernig þú efldist við að hrinda draumunum þínum í framkvæmd. Það hafði alltaf blundað með þér að eignast hús í Hólminum og þegar þú fannst Narfeyri var eins og þú hefðir himin höndum tekið. Allt fór af stað, það var teiknað, rissað, mælt og mátað. Klórað í veggi, kíkt undir gólfdúka, bankað í fjalir, spáð og spekúlerað. Svo var hafist handa, brettar upp ermar, verkfærin á loft og valið fólk til að sinna hinum smæstu verkum. Já, allt það góða fólk sem átti samleið með þér í þessu bardúsi, það voru nú engir aukvisar. Svo kom þar að dyr Narfeyrarstofu voru opnaðar upp á gátt. Og hvílíkt afrek! Ibbý var búin að reisa hús drauma sinna með hjálp snillinga í húsagerðarlist – og englanna, því það var alveg ljóst að húsið var fullt af englum strax og Ibbý flutti inn. Það var mikil blessun að fá að fylgj- ast með þessum miklu framkvæmd- um og taka þátt í gleðinni sem fylgdi öllum sigrunum. En þó margir sigr- ar hafi unnist meðan Narfeyrarstofa var í fæðingu, þá þurftum við að horfast í augu við það að hafa tapað í bardaganum mikla. Það hallaði und- an fæti og fyrir hálfu ári var nokkuð ljóst að allt gæti farið á versta veg. Í sumar var Narfeyrarstofa seld og núna er ljósið í augum Ibbýjar og brosið um allt andlitið einungis til í hjörtum okkar sem gengum með henni veginn og þar verður það varðveitt með hjálp englanna, sem einatt fylgdu Ibbý hvert fótmál. Megi þeir sitja í hring yfir sængum þeirra sem nú sakna sárt. Elsku Sig- rún og Arney Ingibjörg, megi húsið ykkar ætíð vera fullt af kærleika, ljósi og englum. Kolbrún Halldórsdóttir. Kveðjustundir í lífinu eru margar og misjafnlega auðveldar og oft höf- um við kvatt Ibbý okkar áður. Hún ferðaðist víða og bjó löngum stund- um utan Reykjavíkur. Engin kveðju- stund er samt líkt því eins endanleg og þessi hér. Brosið hennar opna sjáum við einungis í minningunni héðan af og umhyggju hennar og kærleika nýtur nú á öðrum sviðum. Ibbý var atorkukona, mjúk kona og hlý og gædd næmleika og listhneigð sem leiddi hana út á listabraut og í tvö hjónabönd við listamenn. Stund- um óttaðist ég að hún væri of mjúk fyrir þennan harða heim. En þegar á reyndi kom ætíð í ljós seigla, útsjón- asemi, dugnaður, kjarkur og skop- skyn sem fleyttu henni yfir hvern hjalla. Hún lagði mikið upp úr að eiga heimili sem stóð vinum hennar opið og þar fann fólk sig velkomið. Best kunni hún við gömul hús og timburhús áttu afskaplega vel við hana. Þessum hæfileikum sínum fann hún nýjan farveg þegar hún flutti í Stykkishólm og byggði þar yndislegt kaffihús niðri við höfn í gömlu og fal- legu húsi. Í þessu húsi vonaðist hún til að lifa og starfa um ókomin ár og leggja sitt af mörkum í menningar- lífi staðarins, bæði leiklist, tónlist og myndlist. Það var vel vandað til þessa verks og afskaplega gott að koma í Narfeyrarstofu þar sem næmleiki og virðing fyrir aldri húss- ins, fallegar innréttingar og lista- smíði helst í hendur við hlýjuna og kaffiilminn. Þó Ibbý fengi ekki notið verks síns nema í stuttan tíma og all- an tímann veik, veit ég að íbúar á staðnum munu njóta þessa framlags hennar til betra og fjölbreyttara mannlífs um ókomin ár. Það er ætíð svo á kveðjustund að minningarnar raða sér upp og stundum kemur það á óvart að það eru litlu stundirnar sem verða ofan á. Einlæg augnablik, gleði og sorg í daglegu amstri. Slík augnablik eru gjöf. Mörg slík leita á hugann nú og minna á að í erfiðleikum jafnt sem gleði er pláss fyrir mannlega reisn og hugrekki. Ég er sérstaklega þakklátur fyrir föstudagskvöldið áð- ur en þú kvaddir þennan heim Ibbý mín, þar sem þú sýndir alla þína bestu eiginleika, hugrekki, æðru- leysi og skopskyn í ríkum mæli. Þú vissir að stundin var að nálgast og hugrekki þitt er okkur öllum sem fengum að njóta samvista við þig ljós í myrkrinu. Guð blessi þig og varðveiti og veiti Sigrúnu þinni og Arneyju litlu styrk á þessum erfiðu tímum. Það er gott til þess að vita að þín biðu góðir vinir og móttöku- nefndin var stór. Þakka þér fyrir samveruna. Ágúst Pétursson. Elsku Ibbý er farin. Farin frá okkur. Söknuður, reiði, sorg yfir þessum mikla missi hellist yfir. Af hverju? Hvaða almætti getur tekið sér þetta vald, að hrifsa burt í blóma lífsins, taka hana Ibbý okkar með miskunnarlausum sjúkdómi, láta hana þjást svona mikið og alla að- standendur hennar. Maður situr eftir í eigingirni sinni og hugsar: Þetta má ekki. Mikið vill meira. Það má ekki taka hana frá okkur. Það er svo óraunverulegt, svo sárt og svo napurt. Lífið verður aldr- ei samt án hennar. Þannig er það bara. Staðreynd. Ibbý átti marga góða vini. Fólk sogaðist að henni eins og flugur að ljósi. Enda engin furða. Þvílík lífs- orka, leiftrandi augun, svo full af reynslu og djúpum skilningi á mann- legu eðli, augu sem sáu gegnum holt og hæðir. Það var ekki hægt að kom- ast upp með neina uppgerð í kring- um Ibbý. Hún sá allt. En hún skildi líka; og hún gaf af reynslu sinni, með öllum sínum heitu tilfinningum og hún snerti við svo mörgum með krafti sínum og hjartahlýju. Á þeim sex árum sem liðin eru síð- an ég kynntist Ibbý hef ég uppgötv- að hvað sönn, djúp vinátta er mikils virði. Ég þakka fyrir að hafa notið vináttu hennar, ég þakka Ibbý hvar ég stend í dag, ég þakka henni fyrir að hafa opnað augu mín fyrir því sem raunverulega skiptir máli í líf- inu; að rækta garðinn sinn, hlúa að því sem þar sprettur og gefa sig all- an. Það getur þó verið erfitt að læra að sleppa, sættast við dauðann og sigrast á eigingirninni. En allt sem Ibbý hefur gefið og sá strengur sem hún hefur snert lifir með okkur um ókomna tíð og þegar ég þakka kyrr- ist hugurinn, reiðin hjaðnar og sorg- in mýkist. Kæra vinkona, hvíl í friði. Elsku Sigrún, Arney og fjöl- skylda, hugur okkar Pálma er hjá ykkur í þessari miklu sorg, Guð gefi ykkur styrk. Ykkar einlæg, Sigrún Sól. Minningar mínar um afa eru allar góðar og yndislegar og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu. Þegar ég var yngri spilaði hann oft Svarta-Pétur við mig og vann ég oftast. Þar til einn daginn að hann fór að velta fyrir sér af hverju ég horfði alltaf í augun á honum á með- an við spiluðum, þá uppgötvaði hann að ég sá spilin speglast í gleraug- unum hans. Eftir það fékk ég líka að láta mála svartan á mér nebbann. Afi kallaði sig oft einkabílstjórann minn því að hann keyrði mig alltaf hvert sem ég þurfti að fara og ekki þótti honum verra ef vinkonur mín- ar fengu að fljóta með. Ávallt tók á móti manni bros og hlýja og oftar en ekki einhver vísa eða góðgæti LEIFUR BJÖRNSSON ✝ Leifur Björnssonfæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 5. september. þegar ég kom í bílinn til afa. Mér þótti mjög vænt um hve afi minn tók unnusta mínum, Ívani, vel og náðu þeir vel saman. Það gladdi mig ekkert eins mikið og að afi náði að sjá og kynn- ast Ólafi Mána syni okkar Ívans. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég kveð elsku afa minn með söknuð í hjarta og hugsa til allra yndislegu stundanna sem við áttum saman og hvernig ég klóraði alltaf í skeggið hans þegar ég kvaddi hann. Ég bið guð að styrkja þig, elsku amma mín. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Kristín. Það eru ekki mörg ár síðan ég hitti Leif frænda minn í fyrsta skipti, enda ættin dreifð og ættbog- arnir lítt kunnir hver öðrum. En ég mun ávallt vera þakklát þeim degi er hann kom inn í líf mitt. Stundum líkar okkur strax vel við fólk, stund- um illa. Við Leifur smullum saman eins og gamlir vinir og frá fyrstu stundu gátum við rætt saman um allt sem vert er að ræða. Það var líka svo gaman að tala við Leif því hann var svo vel lesinn og vissi svo margt. Hann sagði mér sögur frá tíma sínum á Þjóðviljanum, hermdi eftir stjórnmálamönnum og fyllti upp í eyður mínar um svo margt. Hann sagði mér frá langafa mínum og frá öðrum ættmönnum okkar; sagði mér frá horfnum tímum – sumum hverjum jafnvel löngu horfnum fyrir hans tíma. Við ætl- uðum að fara saman í ferð um Suð- urland því hann vildi sýna mér mik- ilvæga staði sem ég vissi ekkert um. Því miður verður ekkert úr því að við förum saman, en ferðina ætla ég samt að fara og þá í minningu þessa frænda míns sem var mér svo kær. Þegar ég heyrði að Leifur væri orðinn veikur og ætti ekki langt eft- ir varð mér illt um mál. Það fyrsta sem komst að í huga mér var að ég ætti aldrei eftir að sjá hann, að hann ætti aldrei eftir að segja mér sögur eða segja: Jæja, frænka mín. Ég var stödd í Kanada þar sem ég bý og leiðin er löng á milli. En sem betur fer leyfði Guð að ég fengi að heim- sækja hann og fengi að njóta návist- ar hans einu sinni enn. Það var notaleg stund og ég er ofurþakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hann í síðasta sinn. Tímann sem ég átti með Leifi mun ég varðveita í huga mér með öðrum fallegum minning- um. Elsku Kristín, Björn og Sigurjón. Þótt ég viti að þetta sé ykkur erfið stund er gott til þess að vita að þið áttuð hlutdeild í lífi dásamlegs manns. Kristín M. Jóhannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.