Morgunblaðið - 13.09.2001, Side 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jörína GuðríðurJónsdóttir fædd-
ist í Blönduholti í
Kjós 30. september
1900. Hún lést í Selja-
hlíð, vistheimili aldr-
aðra, 4. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar Jörínu voru hjónin
Jón Stefánsson, f. 1.4.
1856, d. 1944, og Sig-
ríður Ingimundar-
dóttir, f. 7.9. 1864, d.
1952. Systkini Jörínu
voru Bjarni, lengst af
bóndi í Dalsmynni á
Kjalarnesi, f. 27.11.
1892, og Birgitta klæðskeri í
Reykjavík, f. 22.8. 1895, þau eru
látin.
Jörína giftist 27.9. 1923 Sigur-
vini Einarssyni, kennara og síðar
alþingismanni, f. 30.10. 1899, d.
23.3. 1989. Börn þeirra eru: Rafn
loftsiglingafræðingur, f. 14.3.
1924, d. 13.1. 1996, var fyrst
kvæntur Auði Pálsdóttur, f. 10.9.
1928, d. 1.5. 1947, og eignuðust
þau eina dóttur, en seinni kona
Rafns var Sólveig Ingibjörg
Sveinsdóttir, f. 19.10. 1926, d.
1999, og áttu þau tvö börn en
barnabörn Rafns eru fimm; Einar
flugvélstjóri, f. 6.7. 1927, kvæntur
Sigrúnu Lárusdóttur, f. 16.4. 1929,
eiga þau sex börn og sextán barna-
börn; Sigurður Jón, f. 16.8. 1931,
d. 11.5. 1946; Ólafur, f. 5.7. 1935,
var kvæntur Þórunni Aðalsteins-
dóttur, f. 13.1. 1934, þau skildu, og
er seinni kona Ólafs Hrefna Hekt-
orsdóttir, f. 13.5. 1946, og á hann
átta börn, sautján barnabörn og
þrjú langafabörn; Elín, íþrótta- og
söngkennari, f.
21.10. 1937, gift Sig-
urði Eggertssyni, f.
9.1. 1933, og eiga þau
þrjú börn, sex barna-
börn og eitt barna-
barnabarn; Björg
Steinunn bókari, f.
31.5. 1939, var gift
Kristjáni Steinari
Kristjánssyni, f. 26.3.
1937, en þau skildu
og eiga þau þrjú
börn og tvö barna-
börn; og Kolfinna
íþróttakennari, f.
25.4. 1944, gift
Sverri Má Sverrissyni og eiga þau
þrjú börn og þrjú barnabörn.
Jörína tók kennarapróf 1922 og
fluttust þau Sigurvin til Ólafsvíkur
1923, þar sem hann var skólastjóri
og kenndi Jörína við barnaskólann
þar og eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur 1932 kenndi hún einn
vetur við Miðbæjarskólann. Jörína
starfaði mikið að bindindismálum,
var m.a. ritari stúkunnar Freyj-
unnar í allmörg ár og virk í Félagi
Framsóknarkvenna, heiðursfélagi
þar. Stjórnaði að öðru leyti stóru
heimili, þar sem mikill gestagang-
ur var, stundaði alls kyns hannyrð-
ir, s.s. útsaum, vefnað, málaði
einnig myndir og á silki. Þau hjón-
in áttu lengst af heima í Mjóuhlíð 2
og síðar Úthlíð 16, Reykjavík, en
síðustu árin dvöldu þau í Seljahlíð,
vistheimili aldraðra, þar sem Jör-
ína lést 4. september sl., tæplega
101 árs.
Útför Jörínu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mamma mín.
Hún kunni það hún mamma mín
að milda grát og sefa.
Hún sagði það hún mamma mín
að mér hún skyldi gefa
fley og fagrar árar
og fleira er ég þráði.
Enga veru, mamma mín
meir’ en þig ég dáði.
Ást og mildi mamma gaf
mér í veganesti
er eirðarlaus ég lét í haf
og löngun þar ei festi,
er mér léði lánið
landsins bestu móður.
Þú sagðir aðeins mamma mín
,,Mundu’ að vera góður.“
En hvar sem fleyið mamma mín
myrkar leiðir þræddi
mér fylgdi ástin þögla þín.
Og þegar dauðinn æddi
varð ég oft í anda
svo undarlega hljóður.
Ég heyrði mamma málróm þinn
,,Mundu’ að vera góður.“
(Úlfur Ragnarsson.)
Guð blessi minningu þína, elsku
mamma mín.
Þín
Kolfinna.
Elsku amma Jörína er dáin.
Hundrað ár eru langur tími þegar um
mannsævi er að ræða en aldur er af-
stæður þegar ástvinur deyr og miss-
irinn er alltaf jafn sár. Amma náði því
að lifa heila öld og næstum heilu ári
betur. Hún náði því að lifa tímana
tvenna svo ekki sé meira sagt. Að
eiga ömmu og afa er ómetanleg gjöf
hvers barns. Amma og afi voru komin
á efri ár þegar við systurnar fædd-
umst og áttum við ekki von á að fá að
njóta þeirra svona lengi. Við erum
þakklátar fyrir að hafa þekkt ömmu í
öll þessi ár og skipst á sögum við
hana. Amma sagði okkur oft frá bú-
skapar- og lifnaðarháttum í Kjósinni
þar sem hún ólst upp, frá skáldum
sem gengu bæja á milli, farkennurum
og mörgu fleira. Síðustu ár eftir að
amma var að miklu leyti hætt að
fylgjast með tæknivæðingu nútímans
gátum við svo sagt henni frá ýmsum
nýjungum s.s. samskiptum á tölvu-
pósti. Amma hló eins og oft áður þeg-
ar henni var sagt eitthvað en ómögu-
legt var að segja hvort hún trúði
frásögninni eða ekki.
Amma var alla tíð mjög hraust
kona og sagði hún sjálf að það væri
vegna þess að hún fékk nægan mat
og mjólk að drekka á meðan hún var
að alast upp. Amma var bæði yfirveg-
uð og róleg en umfram allt jákvæð,
glaðvær og hláturmild kona. Á með-
an afi lifði lét hún ekki mikið á sér
bæra, lá uppi í sófa og hlustaði á það
sem fram fór en lét þó í sér heyra
þegar hún vissi betur. Hún var líka
einstaklega eftirtektarsöm og leið-
rétti oft afa þegar hann fór rangt með
úrslit fótboltaleikja dagsins svo eitt-
hvað sé nefnt. Amma var mjög minn-
ug og fram á síðasta dag þuldi hún
fyrir okkur vísur og vakti það aðdáun
okkar hvað hún mundi þær vel. Hún
tók eftir minnstu smáatriðum í fari
og útliti fólks allt fram á síðasta dag.
Hún var óhrædd að segja skoðanir
sínar og hrósa fólki. Eftir andlát afa
kom berlega í ljós hversu sterk kona
amma var, í stað þess að einangrast
sótti hún í félagsskap annarra vist-
manna í Seljahlíð og tók m.a. upp á
því að mála myndir líkt og hún hafði
gert á yngri árum.
Amma stóð sem klettur við hlið
manns síns og afkomenda og var allt-
af til staðar fyrir þá sem á þurftu að
halda. Þó hún hafi nú kvatt þennan
heim finnum við enn nálægð hennar
og yljum okkur við minningarnar um
góða ömmu og afa. Við kveðjum elsku
ömmu með söknuð í hjarta en hugg-
um okkur við að nú er biðin á enda og
hún og afi saman á ný.
Blessuð sé minning ömmu Jörínu.
Hulda, Rannveig og Sólrún.
Elsku amma.
Það er sárt að kveðja þig þótt innst
inni sé ég glöð að þú hafir loksins
fengið að sofna svefninum langa. Það
er eigingirni mín að vilja hafa þig hjá
okkur sem lengst.
Mig langar að þakka þér, meira en
orð fá lýst, fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Frá því að leyfa mér
að skríða upp í til ykkar afa flesta
morgna í Mjóuhlíðinni, passa mig og
hugga. Taka alltaf brosandi á móti
mér þegar ég vildi koma í heimsókn,
hvort heldur sem ég var ein á ferð
eða með vinkonu með mér og setti
íbúðina á annan endann fyrir búðar-
leik. Fyrir ómælda umhyggju, stuðn-
ing í gegnum lífið og allar stundirnar
sem við áttum saman og ég trúði þér
fyrir leyndarmálum mínum. Það er
svo margt sem rifjast upp við kveðju-
stund, en við Eggert Þór geymum
minningarnar um yndislega tíma
með ykkur afa.
Ég man þegar ég svaf hjá þér þeg-
ar afi var á spítala, þá héldumst við í
hendur og þú sagðir mér að þið afi
sofnuðuð alltaf þannig. Nú hafið þið
fundið hvort annað á ný, en ég veit að
þér þótti biðin eftir að hitta afa orðin
löng. Ég læt fylgja hér með vísu sem
þér þótti mjög vænt um og var kveðin
til þín og gefin á sumardaginn fyrsta
1923 af skólabróður ykkar afa úr
Kennaraskólanum, Jóhannesi úr
Kötlum.
Gæfan þér hossi á sínum engilörmum,
ævin þér verði sólrík gleðistund.
Móti þér andinn blænum blíðum vörmum,
björt þér lýsi stjarna um næturstund.
Alla daga allt þér lotning sýni,
allir hlutir gangi þér í vil.
Nafn þitt ætíð heiður helgur knýi
hljót það lífsins hnoss sem best er til.
Elsku amma, hvíl í friði.
Þín
Sigrún.
Endalaust sólskin, lognvær kvöld-
in, kyrrð sem endrum og sinnum var
rofin af gáskafullum leikjum
barnanna í götunni. Mjóahlíðin var
fullbyggð, fyrsta gatan í Hlíðunum.
Hún var hvorki löng né breið, við
hana stóðu fimm hús. Í nágrenninu
Geir í Hlíð, Öskjuhlíðin og endalaus
tún. Árið er 1945.
Í fyrsta húsinu, sem jafnframt var
eina einbýlishúsið í götunni, bjuggu
hjónin Sigurvin og Jörína með barna-
hópinn sinn. Í þeim hópi fundum við
systurnar Ellu og Böggu, sem reynd-
ust jafnöldrur okkar. Þar urðu svo
sterk vináttubönd ofin að þau hafa nú
enst í tæpa sex áratugi og eru hreint
ekkert farin að trosna.
Flestar okkar bernskuminningar
tengjast þeim systrum og fjölskyldu
þeirra. Heimili þeirra var okkur allt-
af opið, garðinn gátum við nýtt að
vild og jafnvel bílskúrinn lögðum við
undir okkur, þegar halda þurfti
skemmtun í götunni. Öllu brambolt-
inu var tekið af einstöku æðruleysi
hjá húsráðendum.
Hlátrasköll, glens og söngur fylgdi
okkur fjórmenningunum gjarnan en
aðeins einu sinni minnist ég þess að
Jörína hafi þaggað niður í okkur og
þá sagði hún: „Látið ekki alveg svona
mikið, telpur mínar.“ Hlýjan, góð-
vildin og þolinmæðin gagnvart okkur
ærslabelgjunum virtist takmarka-
laus.
Aldeilis þótti okkur upphefð í því
þegar þau hjónin báðu okkur að
syngja fyrir sig í stofukróknum. Í eitt
skiptið fengum við ljóð að launum frá
Sigurvin, sem við sungum oft og
syngjum enn á góðum stundum.
Þar stendur m.a.
Fjórlaufasmárinn er farinn að syngja
fegurstu lögin sín í stofukrók
Þjálfaðar raddir af kátínu klingja
karlmenn sem hlusta þeir falla í mók.
Jólaboðin hennar Jörínu er vafa-
laust mörgum enn í fersku minni. Þá
bauð hún krökkunum úr nágrenninu
upp á súkkulaði og kökur og auðvitað
var hópurinn svo stór að það þurfti að
drekka í „hollum“. Síðan hófust sam-
kvæmisleikir, söngur og grín, sem
stóð fram eftir kvöldi. Ár eftir ár stóð
Jörína við jólaborðið sitt og gætti
þess að allir færu þaðan mettir.
Árin liðu og öll fluttum við úr
Mjóuhlíðinni, stofnuðum heimili og
hentum okkur út í hringiðu lífsgæða-
kapphlaupsins. Þá voru endurfund-
irnir í fermingar- og afmælisveislum
og alltaf fundum við umhyggju þeirra
og elskusemi í okkar garð.
Senn er ár síðan við hittumst á
hundrað ára afmæli Jörínu. Það var
ógleymanleg stund. Síðustu árin hef-
ur Jörína búið í Seljahlíð, en þangað
fluttu þau hjón árið 1985. Fjórum ár-
um síðar dó Sigurvin en þá höfðu þau
verið gift í 66 ár.
Að leiðarlokum kveðjum við syst-
urnar Jörínu með þökk fyrir allar
góðu bernskuminningarnar, sem hún
átti svo ríkan þátt í. Afkomendum
hennar öllum biðjum við guðsbless-
unar.
Pálína og Gunnhildur.
JÖRÍNA GUÐRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
! "
!!"
#$ "# $%&
#$ "' $%& #$ %$$(
#$ ")!*
+
" '
, ! ' -
# $
$ %
)./01
234
15226
7 8( 9:
($$
&
' ""
/ %&#$ $$( ,/-)!*$%&
%"$#$ $%& #(;-/! $$(
$%&
< <*(< < <*-
(
46
;50)2
$<
$
) *
+
,
$ -
8 %) ) % $%&
5 ) $$(
7 $%& )! $$(
) % $$( <!*) %$%&
, $$(
(< <*-
. - /
%
#)0
/6#
/ $$ =
! "
-
/
$$(
!&/ $$(
>/ $$(
%& -
(
$ +$
3.;4
2
15220?10
0 +
" ;&8 @&&
$%&
4,$ / %&$$(
% ,4,$ $%& -
$%
00);>/016A4
15220
%&$$ *
)&
0 1
-
8 % %&
A $(
%&
(
!* $ %-