Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 52

Morgunblaðið - 13.09.2001, Page 52
DAGBÓK 52 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. R.S. hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma því á framfæri að hún væri ósátt við niðr- andi skrif um lúpínuna. Segir hún að þetta sé eins og kynþáttahatur og það gagnvart jurt sem hefur reynst mjög vel í upp- græðslu á landi sem var orðið auðn. Fyrirspurn SUMARIÐ 1944 fór fim- leikaflokkur úr Glímu- félaginu Ármanni í sýn- ingarför um Vestfirði. Fararstjóri var Jens Guð- björnsson, bókbindari. Þetta var 33 manna hóp- ur. Frá Ísafirði fóru þeir á báti að Arngerðareyri, þaðan í bíl að Bakkaseli í Langadal. Þar beið þeirra Lúðvík Magnússon frá Bæ í Króksfirði og félagar hans tveir, þeir Hákon Sveinsson frá Hofsstöð- um, f. 1924, nú blikksmið- ur í Borgarnesi, og Sig- urður Þorbjarnarson, f. 1927, frá Fjarðarhorni í Kollafirði. Í réttinni í Bakkaseli biðu 39 hestar en þeir félagar höfðu kom- ið yfir Þorskafjarðarheiði daginn áður. Nú spyr ég: 1. Hverjir voru í hópnum, konur og karlar? 2. Eru til myndir úr för- inni eða af flokkunum? 3. Hvaða daga var þessi för farin og var hún e.t.v. í sambandi við lýðveldis- stofnunina 17. júní 1944? Vinsamlegast ritið und- irrituðum eða hafið sam- band í síma eða með faxi. Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, Reykjavík. Pósth. 517. Sími 551-3224, fax: 551-3227. Um flogaveiki FYRIR nokkrum dögum fór móðir mín á mynd- bandaleigu og tók þar mynd á leigu sem heitir „First Do No Harm“ sem er sannsöguleg mynd um varanlega lækningu á flogaveiki. Vil ég benda þeim sem áhuga hafa á þessum málum á að taka þessa spólu á leigu. Bjartmar Leósson. Gott uppeldi ÞÓRA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri þakklæti til Sigurþórs þar sem hann vekur athygli á góðu uppeldi í pistli sem birtist í Velvakanda þriðjudaginn 11. september. Góð grein GUÐMUNDUR hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri þakklæti til Halldórs Jónssonar, verk- fræðings, fyrir snilldar- lega grein í síðasta laug- ardagsblaði. Tapað/fundið Kvenúr týndist KVENÚR týndist sl. laugardag sennilega í eða við Samkaup í Hafnarfirði eða Hafnarfjarðarkirkju- garði. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565-7769. Regnkápa tekin í misgripum LJÓS, stutt regnkápa var tekin í misgripum í Lækj- arbrekku 5. september. Skilvís finnandi hafi sam- band við Lækjarbrekku eða í síma 553-5190. Torfæra í Grindavík SÓLGLERAUGU týnd- ust á torfærunni í Grinda- vík sl. laugardag og eru þau eiganda sínum mjög mikils virði. Hafi einhver fundið sólgleraugu og haldið þeim til haga vin- samlega hringið í síma 861-4587. Myndavél í óskilum Í LOK ágúst fannst nýleg myndavél í Heiðmörk. Ef einhver kannast við kon- urnar á myndinni er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 698-7931. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Lúpínan reynst vel Víkverji skrifar... ÞEIM sem horfðu á sjónvarpið sl.þriðjudag líður þessi dagur lík- lega seint úr minni, en þennan dag var gerð hryðjuverkaárás á Banda- ríkin. Fjöldi fólks féll og eignatjón varð mikið. Það var að sumu leyti erfitt að átta sig á að maður væri að horfa á raunverulega atburði en ekki bíómynd. Það var vissulega erfitt að horfa á þetta og verða vitni að því í beinni útsendingu þegar þúsundir manna létust. Víkverja fannst ekki síður óþægilegt að horfa á fólk í Palestínu og Líbýu fagna þessum hroðalegu hryðjuverkum. Hvernig hugsar það fólk sem þýtur út á götur til að fagna þegar bræður þeirra og systur eru að farast hinum megin á hnettinum? Hvar er mannúðin? Hvar er siðferð- iskenndin? Er virkilega til svo mikið hatur í heiminum að fólk finni hjá sér hvöt til að fagna þegar svona hroðalegir atburðir verða? x x x ÞRIÐJUDAGSINS 11. septem-ber á eftir að verða minnst sem eins þess versta í sögu Bandaríkj- anna. Að öllum líkindum hafa farist fleiri í þessum hryðjuverkaárásum en fórust þegar Japanir gerðu árás á Perluhöfn í seinni heimsstyrjöld- inni, en sú árás markaði upphaf að þátttöku Bandaríkjanna í styrjöld- inni. Árás Japana þótti á þeim tíma ægileg og fólk hryllti við manntjón- inu. Þá vissu menn strax hver var óvinurinn en nú standa menn frammi fyrir óvini sem menn vita ekki hver er. Baráttan gegn þessum óvini kann því að verða erfið. Krafan um að refsa þeim sem stóðu að þessum árásum er hins vegar eðlileg. Ljóst má vera að gíf- urlegur þrýstingur verður á banda- rísk stjórnvöld að grípa til allra mögulegra aðgerða til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Vonandi tekst fljótlega að varpa ljósi á hverjir standa að baki þessum árásum og vonandi tekst að uppræta starfsemi þeirra. x x x ÝMSIR hafa haft áhyggjur af þvíað sífellt ofbeldisfyllri bíó- myndir séu sýndar í sjónvarpi. Dag- lega eiga sjónvarpsáhorfendur kost á því að horfa á menn drepa aðra menn. Það má vera að ekki séu allir sammála um hvaða áhrif þetta hefur á fólk en Víkverji hefur efasemdir um að áhrifin geti verið jákvæð. Áhyggjur manna beinast ekki síst að því hvaða áhrif þetta hefur á börn. Börn skortir oft eðlilegan þroska til að greina á milli raun- veruleikans og þess sem sett er á svið í bíómynd. Lengi var það regla hjá sjón- varpsstöðvum á Íslandi að áhorf- endur væru varaðir við myndum sem innihéldu mikinn óhugnað. Fram kom áður en myndirnar hóf- ust að þær væru ekki við hæfi barna. Víkverja sýnist sem dregið hafi úr þessu þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að minna sé um ofbeldisfullar myndir. Í vikunni sýndi Ríkissjón- varpið sjónvarpsmynd sem byggð er á sögu eftir bandaríska spennu- sagnahöfundinn Stephen King. Vík- verji varð þess ekki var að áhorf- endur væru varaðir við því að atriði í myndinni væru ekki við hæfi barna og var hún þó ekki mjög seint á dag- skránni þann virka dag sem hún var sýnd. Þeim sem horfðu á myndina hefur þó flestum eflaust orðið það fljótlega ljóst að myndin var alls ekki fyrir börn og var til þess fallin að vekja óhug þeirra. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ófullkomna, 8 staurs, 9 gerast oft, 10 eyða, 11 hálffrosinn snjór, 13 gyðju, 15 ljóma, 18 græn- metistegund, 21 blaut, 22 rifja hey, 23 að baki, 24 drambsfull. LÓÐRÉTT: 2 hefja, 3 gæti, 4 óborð- andi, 5 heyið, 6 lof, 7 ill- gjarn, 12 vindur, 14 tunna, 15 sigra, 16 sér eftir, 17 kvenvarg, 18 vinna, 19 smá, 20 þyngd- areining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjöld, 4 fýlda, 7 útrás, 8 álfar, 9 arð, 11 akra, 13 ásar, 14 gómar, 15 berg, 17 skip, 20 ána, 22 læður, 23 ginin, 24 sælan, 25 arrar. Lóðrétt: 1 fjúka, 2 ögrar, 3 dæsa, 4 fjáð, 5 lofts, 6 aðrir, 10 ræman, 12 agg, 13 árs, 15 bálks, 16 riðil, 18 konur, 19 pínir, 20 áran, 21 agða. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell fer í dag. Dettifoss kemur og fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkað- ur í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laugar- daga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 pútt- mót, félagsmiðstöðin Árskógar keppir við fé- lagsmiðstöðina Hraun- bæ, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Föstu- daginn 21. september verður sviðaveisla kl. 19. Dans á eftir, Hjör- dís Geirs skemmtir. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerð. Haustlitaferð verður þriðjudaginn 25. sept- ember kl. 13. Ekið um Kjósarskarð til Þing- valla. Farið um Grafn- ing og Línuveg heim. Kaffihlaðborð í Nesbúð. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–13 handavinnustofan opin, kl. 14.30–15.30 söng- stund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerðir mánu- og fimmtudaga. Uppl. í síma 565-6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Lagt verður af stað í dagsferðina kl. 9 frá Hraunseli. Kl. 13 verð- ur námskeið í krukk- umálun. Lokafundur fyrir þátttakendur í Pragferðinni verður miðvikd. 19. sept. kl. 13. Á morgun verður bridge kl. 13:30 og púttað á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu Fimmtudagur: Brids kl. 13. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verða hald- in á morgun, föstudag. Húsið opnað kl. 18.30, veislustjóri Sigurður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, Edgar og Símon úr hljómsveitinni God- speed syngja með gít- arleik, leikarar úr Snúði og Snældu skemmta, ferðakynn- ingar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guð- mundur Haukur sjá um dansinn. Haustlita- ferð til Þingvalla 22. september kvöldverður og dansleikur í Básn- um. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir og Ólöf Þór- arinsdóttir. Skráning hafin. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtudaginn 27. september kl. 16.15. Kennari Bjarni Ing- varsson. Skráning haf- in á skrifstofunni. Ákveðið hefur verið að halda námskeið í brids á miðvikudagskvöldum, kennari Ólafur Lárus- son, skráning hafin á skrifstofu. Farið verð- ur til Kanaríeyja 20. nóvember á sérstökum vildarkjörum. Upplýs- ingar og skráning á skrifstofunni. Silfurlín- an er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10– 16, s. 588-2111. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Í dag kl. 9 að- stoð við böðun, bók- band og almenn handavinna, kl. 11 létt leikfimi, kl. 14 sagan, á morgun, föstudag verð- ur skemmtun með Ólafi B. Ólafssyni og Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur sópran- söngkonu. Skemmtunin byrjar kl. 14. Allir vel- komnir. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félags- starf. Sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar, m.a. glermálun. Veitingar í veitingabúð Gerðu- bergs. Miðvikudaginn 19. september verður farið í heimsókn í Sjó- minjasafnið í Hafnar- firði, leiðsögn um safn- ið, m.a. útskurðar- sýning Siggu á Grund, skráning hafin, kaffi drukkið í Kænunni í Hafnarfirði. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30 klippi- myndir, taumálun, kl. 9–15, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Söngur í Gull- smára, gleðigjafarnir koma sama og syngja á föstudaginn kl. 14–15, allir velkomnir. Mynd- listarsýning Steinunnar Bjarkar Sigurðardóttur er í Listahorninu í Gull- smára. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Púttkeppni verður í Ár- skógum í dag, fimmtu- dag, kl. 13.30, lið Ár- skóga og Hraunbæjar keppa. Föstudaginn 14. sept. kl. 14. verður Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur með fræðslu um erfðamál. Lára svara spurningum frá gestum, kaffiveit- ingar, allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Á morgun, föstu- dag, dansað við lagaval Halldóru, eplakaka með rjóma í kaffitímanum. Vetrardagskráin tilbú- in. Kóræfingar hefjast mánud. 17. sept. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 frjálst spil, kl. 14 leik- fimi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Ga-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnað- arins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra Kópavogi. Æfing- ar/haustkynningar verða í Digraneskirkju fimmtudaginn 13. sept- ember og föstudaginn 14. september kl. 11.15. Sjálfsbjörg, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 19.30 tafl í Rauða sal. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi, fyrirhugar ferð á Njáluslóðir laug- ardaginn 6. október. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 12. Leið- sögumaður Arthúr Björgvin Bollason. Sögusetrið á Hvolsvelli tekur á móti gestum með þriggja rétta veislumáltíð að hætti fornra höfðingja sem snæddur er við langeld. Sýndur er leikþáttur þar sem Hallgerður og Bergþóra eru í aðal- hlutverkum. Að lokum er stiginn dans. Sæta- fjöldi er takmarkaður við 40. Upplýsingar og skráning hjá Ólöfu í síma. 554-0388 eða Sig- urbjörgu eftir kl. 17 í síma 554-3774. Í dag er fimmtudagur 12. sept- ember, 255. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Betri er þurr brauðbiti með ró en fullt hús af fórnarkjöti með deilum. (Orðskv. 17, 1.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.