Morgunblaðið - 13.09.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 53
DAGBÓK
HAUST Í
FLASH
Flauelisjakkar
með og án hettu
6.990
Litir: Svart og ljóst
Stærðir 10-16
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Persónuleg og
fagleg ráðgjöf
Klipping innifalin
Dóróthea Magnúsdóttir Hugrún Stefánsdóttir
hárkollu- og hársnyrtifræðingar
Skólavörðustíg 10.
Tímapantanir í síma 511 2100
HÁRKOLLUR NÝ GERÐ
Haustvörurnar komnar
Sendum í póstkröfuGullbrá, Nóatúni 17, sími 562 4217
BOOTS
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
ATH! Nýr opnunartími:
Mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 10-16
FIMMTUDAGSTILBOÐ
Dömustígvél - fóðruð
Teg.: SAB 275036309
Stærðir: 36-42
Litur: Svartur
Verð áður 10.995
Verð nú 5.995
Dömumokkasíur
Teg.: SAB 6129
Stærðir: 36-42
Litur: Svartur
Verð áður 5.995
Verð nú 2.995
30% afsláttur
af merkjavöru
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert þannig gerður að vilja
láta verkin tala. Þú ert holl-
ur þeim málstað sem þér
finnst góður.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það gæti valdið þér ruglingi
að blanda saman einkamál-
um og verkefnum vinnunnar.
Þú verður að leggja það á þig
sem þarf til að aðskilja þetta.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér finnst eins og allir geri
kröfur til þín, en þú vitir ekki
hvað þeir vilja. Það er í lagi,
flestir eiga ekkert með að
gera kröfur til þín.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú vildir helst vera einhvers
staðar annars staðar í ljúfum
draumum. En allt hefur sinn
tíma og þú verður að sinna
starfi þínu af kostgæfni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur í mörg horn að líta
varðandi stefnumót og heim-
sóknir. Dreifðu þessu á
lengri tíma svo þér finnist þú
ekki lifa undir fargi þessa
vegna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Láttu það ekki draga úr gleði
þinni, þótt einhverjir sam-
starfsmanna þinna hafi horn
í síðu þinni. Þeir eru bara öf-
undsjúkir og fúlir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Farðu varlega, þegar þú
kemst að leyndarmáli um
einn vinnufélaga þinn.
Mundu að margar stað-
reyndir má túlka á fleiri en
einn veg.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Láttu engan texta frá þér
fara fyrr en þú ert fullviss
um að hann geti ekki valdið
neinum misskilningi. Menn
eru svo fljótir að álykta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert í náðinni hjá vinnu-
félögum og yfirmönnum þín-
um. Það er sjálfsagt að njóta
þess, en gættu þess um leið
að misnota ekki aðstöðu þína.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú þarft að venja þig á að
vera skjótráður án þess að
vera hroðvirkur. Galdurinn
er að einbeita sér að því sem
skiptir máli; hitt mætir af-
gangi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Reyndu að halda aðeins aftur
af hvatvísi þinni. Hún skapar
þér óvinsældir og þú þarft
ekki á þeim að halda á þess-
um viðkvæmu og vandasömu
dögum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu ekki lokka þig til sam-
komulags, sem þú ert óör-
uggur gagnvart. Farðu yfir
öll efnisatriði og gefðu þér
tíma til þess að vega þau og
meta.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Tvítékkaðu alla hluti sem þú
lætur frá þér fara í dag. Mis-
skilningurinn er fljótur að
verða til ef menn þurfa að
geta í einhverjar eyður.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Á EVRÓPUMÓTINU
1961 átti Bretinn Tony
Priday út gegn sjö spöðum
með þessi spil í vestur:
Vestur
♠ G
♥ K9
♦ 843
♣ÁG108653
Vestur Norður Austur Suður
3 lauf Dobl Pass 4 spaðar
Pass 5 lauf Pass 7 spaðar
Pass Pass Pass
Eftir opnun Pridays á
þremur laufum voru Ítal-
irnir Cremoncini og
Mascheroni snöggir upp í
sjö spaða. Hvar myndi les-
andinn koma út?
Bretar unnu þetta Evr-
ópumót af miklu öryggi, en
þetta var ekki þeirra besta
spil. Priday hafði of mikla
trú á mótherjum sínum og
ákvað að trompa út:
Norður
♠ ÁK105
♥ Á72
♦ ÁDG52
♣ K
Vestur Austur
♠ G ♠ 63
♥ K9 ♥ G10643
♦ 843 ♦ 106
♣ÁG108653 ♣D974
Suður
♠ D98742
♥ D85
♦ K97
♣2
Cremoncini þakkaði
þannig fyrir sig: Hann tók
aftur tromp, kláraði svo
tíglana og henti laufi og
hjarta heima. Því næst spil-
aði hann trompunum til
enda og þvingaði vestur
með hjartakóng og laufás.
Þrettán slagir.
Eftir spilið gat Priday
ekki stillt sig um að spyrja
Cremoncini hvers vegna í
ósköpunum hann hefði
stokkið í alslemmu með
ásalausa hönd. „Al-
slemmu?“ hváði Cremonc-
ini og var brugðið. Þetta
var fyrir tíma sagnmiðanna
og enska Ítalans var ekki
mjög góð. Það kom á dag-
inn að Cremoncini ætlaði
sér að segja sex spaða, en
sagði óvart sjö!
Ef þetta er ekki salt í
sárin …
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
LJÓÐABROT
Í HLÍÐARENDAKOTI
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Úti um stéttar urðu þar
einatt skrýtnar sögur,
þegar saman safnazt var
sumarkvöldin fögur.
Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag
eða syngja kvæði.
Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á,
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.
Þorsteinn Erlingsson
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Íslands, landsliðsflokki,
sem lauk fyrir skömmu í
Hafnarfirði. Bragi Þorfinns-
son (2371) hafði svart gegn
Jóni Viktori Gunnarssyni
(2404) í fyrstu umferð
mótsins, en hann hafði
deginum áður komið frá
HM 20 ára og yngri í
Aþenu í Grikklandi.
Kannski var það skýr-
ingin á því að hann veitti
hvítum ekki náðarhöggið
í stöðunni. 22... Hh4??
Hið einfalda 22... Dxe4
hefði þvingað hvítan til
uppgjafar. Í framhaldinu
nær hvítur að styrkja
stöðu sína og nýta sér
peðaveikleika svarts.
23. Be3 Be7 24. Had1 Dh5
25. Bg1 Df7 26. b3 Hh6 27.
h3 a5 28. Bh2 He6 29. Dc3
Dh5 30. Dxa5 c5 31. Dc3 Bd6
32. Hd2 Rc8 33. De3 h6 34.
Rxc5 Hg6 35. Re4 Bb4 36.
Hd5 Rd6 37. Hxe5 Rf5 38.
Dd3 Bd6 39. Rxd6 cxd6 40.
Dd5+ Kh7 41. He4 Dg5 42.
Hg4 De7 43. Hxg6 Kxg6 44.
g4 og svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Ljósmst. Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júlí sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ein-
ari Eyjólfssyni Guðbjörg
Norðfjörð Elíasdóttir og
Símon G. Jónsson. Heimili
þeirra er í Hafnarfirði.
Ljósmst. Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. maí sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ein-
ari Eyjólfssyni Málfríður
Hrund Einarsdóttir og Þór
Sigurðsson. Heimili þeirra
er í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessir duglegu drengir héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu 4.100 kr. Þeir eru f.v.: Hörður
Jónsson, Arnaldur Ingi Jónsson, Arnar Kári Ágústsson og
Eyvindur Örn Bárðarson. Á myndina vantar Ríkharð Frið-
geirsson.
Hlutavelta
Árnað heilla
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík