Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 1
„Fagna pví að ekki var lagt til kvótakerfi” segir Matthias Biarnason fyrrum slávarútvegsráðherra um samhykkt Fiskihings ,,Ég fagna þvi áð Fiskiþing skuli hvorki hafa lagt til auð- lindaskatt, veiðileyfi né kvóta- kerfi”, sagði Matthfas Bjarna- son, fyrrum sjávarútvegsráö- herra I samtaii við Visi i morg- un um samþykkt Fiskiþings sem lauk á laugardaginn. ,,Ég verB alltaf bjartsýnni á að þorskstofninn sé mun stærri en af er látið enda bendir linu- veiöin á Snæfellsnesi til Norður- lands i haust á,að svo er”, sagði Matthias. Samþykkt Fiskiþings felur i sér að beitt verði i meginatrið- um sömu aðferðum við tak- mörkun þorskveiða á næsta ári og i ár. Fiskiþing leggur til að ekki verði veitt meira en helmingur leyfilegs þorskafla á timabilinu 1. janúar til 31. mai á næsta ári. Algjört þorskyeiðibann hjá togskipum verði frá 1. júli til 10. ágúst og hlutur þorsks i aflan- um megi ekki vera meiri en 1/5 i þrem samfelldum veiðiferðum. Tillaga um kvótakerfi var borin upp á þinginu en var felld með miklum atvkæðamun. „Mér finnst þaö skynsamleg samþykkt að taka aðeins helming leyfilegs afla fyrri hluta ársins”, sagöi Matthias. „Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að lengja það timabil, sem bátaflotinn hefur veriö stöövað- ur. Og ég tel það i þaö mesta sem Fiskiþing leggur til varö- andi stövun hja togaraflotan- ..... »i um Um miðjan april á þessu ári var þorskaflinn orðinn um 150 þúsund tonn. Ef þær reglur heföu gilt þá sem Fiskiþing leggur til og miöað við 300 þús- und tonna leyfilegan afla á ári, heföi þurft aö stööva allar þorskveiðar um miðjan april fram til 1. júni. —KS Matthlas Bjarnason, fyrrum sjávarútvegsráðherra Hér má sjá hvar flutningavagninn hefur ekiö á flugvélina,en iögregiuþjónar á Egilstöðum standa hjá og kanna skemmdirnar. Visismynd GVA. Skelflskdellan I Grundarllrðl: „Heid uppi vörnum" - seglr Soffanfas Cecllsson ,,Ég fer I Grundarfjörö i dag og birti Soffanfasi stefnu vegna þessa máls”, sagði Rikharður Másson, fulltrúi sýslumanns i Stykkishólmi, við Visi I morgun. „Soffanias segir svo til um hvort hann vill halda uppi vörn- um i málinu. Ég reikna meö að dómur verði kveðinn upp um miðjan dag”. „Ég held aö sjálfsögðu uppi vörnum”, sagöi Soffanias Cecils- son. „Þetta er þaö sem ég vildi fá fram. Láta skera úr um réttmæti hvers byggöarlags til verðmæta á sjávarbotninum, við landstein- ana. Við sjáum svo hvernig þetta fer”. —o— Hreppsnefndin I Grundarfirði hefur boðað Soffanias til fundar viö sig seinnipartinn og við spuröum Guðmund ósvaldsson, sveitarstjóra, hvaö til stæöi. „Við munum biðja Soffanias að kynna sinn málstaö og þar á eftir geri ég ráð fyrir að hreppsnefndin taki formlega afstööu. Sjálfur er ég Soffa megin og mér sýnist að i þessu máli sé ekki sama Jón og séra Jón. Það hefur veriö reynt að fara i allskonar hrossakaup við Soffanias i þessu máli og hann alltaf svikinn. Nú þykir honum mælirinn fullur. Það er lika athyglisvert að bát- ar I Stykkishólmi, sem fóru langt yfir kvóta I fyrra, voru fyrstir til að fá leyfi aftur þótt samkvæmt lögum heföi átt að svipta þá þvi”. —ÓT Ibúar vlö Vatns- enda lokaðlr innl tbúar i Vatnsendahverfi við Elliðavatn ientu i miklum vand- ræðum um helgina vegna ófærð- ar. Ekkert var mokað og komust menn hvorki að heiman né heim. tbúar i Vatnsendahverfi eru milli tvö og þrjú hundruð. „Við reynum aö halda leið skólabilsins opinni.en viö höfum ekki tök á aö moka heim til hvers og eins”, sagöi Siguröur Björns- son, bæjarverkfræðingur i Kópa- vogi. „Byggöin þarna er mjög dreifð, enda flest húsin sumarbústaðir, og gerir það okkur enn erfiöara fyrir. Reyndar bilaöi aðalsnjó- moksturstækið okkar um helgina og hefill, sem við leigðum i stað- inn, bilaöi einnig”. —ATA Fokker-flugvel i arekstrl - veröur frá flugi í 2-3 vikur Það óhapp vildi til þegar verið var að afferma Fokker-vél frá Flugleiðum á Egils- staðaflugvelli i gær- morgun að flutninga- vagn, sem notaður er i þvi skyni, ók á vélina og skemmdi hana nokkuð. Flutningavagninn stóð á flug- brautinni rétt við vélina og mun hann sennilega hafa hrokkið i gir meö þeim afleiðingum. aö hann fór af stað og ók á vélina framan- veröa. Komu tvö allstór göt á skrokk hennar og einnig skekktist styrktarbiti sem liggur neðst i flugvélinni. Fokker-vél þessi var á leiö til Færeyja þegar óhappið vildi til. Voru farþegarnir siðan fluttir á áfangastaö meö minni fhigvélum frá Flugfélagi Norðurlands. Gert var við Fokker-flugvélina til bráöabirgöa á Egilstöðum I gær svo að hægt væri að fljúga henni til Reykjavikur þar sem endanleg viögerö fer fram. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaöafulltrúa Flugleiða, hafa skemmdirnar ekki verið fullkannaðar, en búast mætti við þvi að vélin yrði frá flugi i 2-3 vikur. Þetta á þó ekki að hafa áhrif á innanlandsflugiö þvi þær fjórar Fokkervélar sem eftir eru eiga að geta sinnt þvi undir eðli- legum kringumstæðum. -HR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.