Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 9
Mánudagur 19. nóvember 1979 9 Geir Hallgrimsson Ólafur Jóhannesson Luövik Jósepsson Benedikt Gröndal Steingrimur Hermannsson LHSODDAR KOSNINGANNA Segja má að liðinn tími hafi yfir sér hinn fagra himin góðra minninga# og þvi sé ætið um nokkra skekkju að ræða, þegar hann er borinn saman við liðandi stund með öllum sínum tilf inningum, skoðunum og persónuleg- um viðhorfum til manna og málefna. Þessu er einkum þannig farið í stjórnmálum, enda sann- ast mála að á þeim vett- vangi gengur jafnan erf- iðlega að komast leiðar sinnar áfallalaust. Þeir stjórnmálaforingjar, sem nú eru á dögum fara ekki varhluta af slíku, enda miðar okkur hægt til jafnvægisáttar og friðar í þjóðmálum. Og er heldur ekki vitaðtil þess að frið- ur hafi nokkurn tíma rikt á stjórnmálasviðinu á þessari öld og löngum áð- ur. Engu að síður er talað um mikilhæfa foringja á liðinni tíð. Þeir hafa tímannn með sér. En þeir þóttu ekkert merkilegri á sinni tíð en forustulið á okkar dögum. Þeir sem hæst ber nú eru að sjálfsögðu for- menn flokkanna fjögurra og höfðingja þeirra. Það eru Geir Hallgrímsson, ólafur Jóhannesson, Benedikt Gröndalog Lúð- vik Jósepsson. Allir þess- ir menn verða að búa við harða gagnrýni, og skipt- ir engu þótt einhverjir þeirra kunni að vera vin- sælir í þröngum hóp, og séu auk þess sómamenn í hvivetna. Þeir eru skammaðir í bak og fyrir dag hvern og mega þola illt umtal meðal andstæð- inga. Þarf að snúa ofan af óskapnaðinum 1 stjórnmálum hefur sá ára- tugur sem nú er að líða verið kenndur við Ólaf Jóhannesson og Framsóknarflokkinn, en henn hefur verið valdamikill sem fyrirliði i tveimur vinstri stjórnum. A fyrra stjórnartima- bili vinstri manna var töluvert um atvinnuuppbyggingu i dreif- býlinu, og mun Ólafur hafa von- ast til að Framsóknarflokknum yrði þakkað það að nokkru. Hins vegar fóru leikar svo, að Fram- sókn tapaði herfilega. Siðan er eins og Ólafur hafi verið svolitið ráðvilltur og litið trúaö á hefö- bundnar lausnir i þjóðfélags- málum. Arangur rikisstjórna hans hefur oröiö litill i viöureign við verðbólgu og viröist áratug- urinn ætla að stefna út meö hundrað prósent á svonefndum ársgrundvelli, nema hinir vitr- ari menn komi nú til skjalanna og snúi ofan af þessum óskapn- aði. Til þess eru m.a. þær kosn- ingar háðar, sem nú fara fram innan tiöar. Mild og mannúðleg forysta En Ólafur Jóhannesson er ekki einn um að láta sér mistak- ast samskiptin við kjósendur og viðureign viö verðbólgu. Geir Hallgrimsson hefur átt i erfið- leikum i flokki sinum, m.a. vegna framboðsmála alveg ný- verið, þar sem mildi hans og hógværð og meðfædd kurteisi varð til þess að tveir einstakl- ingar ákváöu að bjóða fram sér i skjóli Sjálfstæðisflokksins. Ekki verða þau atkvæði, sem þessir tveir menn fá, til að auka veg flokksins. Þau koma honum til frádráttar og þjóna engu nema þvi að draga athygli að jafn algengum atriðum og óá- nægju innan stórra flokka. Nú segja menn: heföi Geir Hall- grimsson verið Ólafur Thors eða dr. Bjarni Benediktsson, hefði þessum tveimur undan- villingum veriö sýnd alvara sem dugði. En við lifum á breyttum tima og sú harka og lotningarfulla aðdáun sem kjós- endur höfðu á forustuliði stjórn- mála fyrir tuttugu eða þrjátiu árum er horfin og kemur ekki aftur. Geir hefur eflaust hagað sér rétt miöað við aöstæöur. Hins vegar er eftir að sjá hvort kjósendur fella sig við milda og mannúðlega forustu. Að minnsta kosti eru þeir aö leita að landsfööur, og þá helst i neöanmáls Indriöi G. Þorsteinsson, rithöf- undur, veltir fyrir sér stöðunni I stjórnmálaþófinu þessa dagana og hver staða forystumanna flokkanna er i kosningabarátt- unni, sem hafin er. mynd ólafs Jóhannessonar, sem fékk nýverið 79 atkvæði sem mesti leiðtoginn. Einhver sagöi aö hann hefði fengiö at- kvæðin út á göngulagið. Sá siöasti af gamla skólanum. Formaður Alþýðubandalags- ins er ekki i framboði viö þessar kosningar. Hann leggur nú á ráðin um, hvernig hægt verði að ná helftinni af þeim Fram- sóknaratkvæðum sem eftir eru með þvi að efna til funda i dreif- býlinu, þar sem bændapólitikin vakir yfir vötnunum og veldur alla jafna nokkrum höfuðverk á stjórnarheimilum. Lúðvik Jósepsson er siðasti forustu- maður flokks af gamla skólan- um. Hann barðist langtimum saman við Eystein Jónsson á Aústfjörðum, og tamdi sér i þeirri glimu þá rökfræði, sem hefur gert hann aö hálfgerðri sjónvarpsstjörnu. Sem beturfer hafa kjósendur ekki látið þetta ganga lengra. Þeim nægir að horfa á hann möndla með gler- augun og beina föðurlegum orð- um að viðmælendum sinum, sem flestir gætu verið synir hans aldurs vegna. Þessi „grand old man” islenskra stjórnmála á aðeins það eitt eftir að fylgja glókollunum sinum nokkuð á veg til sjálfstæðrar stjórnmálastarfsemi. Þeir geta margt af honum lært. Þó mega þeir ekki taka upp landbúnaðar- stefnu Lúðviks, sem felst ein- faldlega i þvi að landsmenn boröi meira lambakjöt. Undir kjörorðinu: Étið þið meira hyggst Lúðvik koma Fram- sóknarflokknum undir Alþýðu- bandalagið og .stela Sambandi islenskra samvinnufélaga með þvi að hefja sóknina i deildun- um. Þar er að finna hinn mjúka kvið samvinnuhreyfingarinnar, og kommúnistar hafa reynsluna i félagsmálum. Þeir læröu sina lexiu á Neskaupstað á sinum tima, þegar þeir hirtu allar stjórnir nema sóknarnefndina. Hafa kratar talað yfir sig? Stóra barnið i islenskum stjórnmálum er Alþýðuflokkur- inn. Eftir langa þrautagöngu sem smáflokkur vaknaði hann allt i einu til lifs með fjórtán menn á þingi, sem hann vissi eiginlega ekki hvaö hátt átti að gera við. Benedikt Gröndal var nýlega orðinn formaður fyrir atbeina landsbyggðarfulltrúa flokksins, sem hafa alltaf kosið þvert ofan i vilja Reykjavikur klikunnar. Samt sem áður trúöi þvi enginn að Benedikt hefði unniö þennan kosningasigur. Og það voru aðrir en hann sem réðu úrslitum um að stjórnarsam- starfinu var hætt á haustdögum. Benedikt siglir þó byrinn og mundar stýrisárina og hefur hægt sæti um þessar mundir sem forsætisráðherra. Sterku mennirnir i flokknum eru hins vegar Kjartan Jóhannsson, Vil- mundur Gylfason og Eiður Guönason Og nú er þessu stóra barni spáð gifurlegum ósigri. Auðvitaö þýðir ekkert að spá um slikt. En Alþýöuflokkurinn býður fram menn, sem enn eru nýir og óráðnir þrátt fyrir mis- heppnaða stjórnarsetu i nokkra mánuði. Þeir hafa einfaldlega ekki enn fengið tækifæri til að sýna hvernig þeir vilja stjórna. Og þótt þeir hafi m.a. komið fram hávaxtastefnu rann hún út i sandinn vegn tengingar hennar viö visitölu, sem séð var um að ekkert réöist við. Alþýðuflokk- urinn hefur ekki boöið upp á leiftursókn eða hvatt til ofáts á landbúnaðarvörum. Honum er eiginlega varnað máls i þeirri kosningabaráttu, sem nú stend- ur fyrir dyrum. Þaö er kannski vegna þess að þeir hafi talað yfir sig i stjórnarsamstarfinu. Steingrímur á pallskörinni Einn maður i viðbót á skilyrð- islaust heima i upptalningu á forustuliði flokkanna, það er Steingrimur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. Þar sem Ölafur Jóhannesson hætti við að hætta, verður litil saga af Steingrimi i þessum kosningum. ólafur tekur af hon- um ómakið og talar fyrir báöa. Þannig fer ætið, þegar fráfar- andi formaður flokks þrjóskast við að hætta baráttunni, einkum i Framsóknarflokknum, þar sem formenn eru teknir i guða- tölu að liðnum hæfilegum um- þóttunartima. Steingrimur verður þvi að una um sinn á pallskörinni . Ég vona bara að þeir fyrir vestan verði góðir viö hann. Verður staðið við leiftursóknina? Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka hefur þegar boöað stefnu sina i kosningabaráttunni. Eftir áratuga þóf við verðbólgu boðar hann nú leiftursókn gegn mein- vættinni og tilkynnir þrjátiu og ' fimm milljarða samdrátt hjá þvi opinbera. Þetta er drengi- lega mælt, og hefði fyrr mátt framkvæma. Þeir, sem eru ekki of hrifnir af Sjálfstæöisflokkn- um halda þvi fram að hann hafi lofað svona nokkru áður. Og vist er að einhverju lofaöi hann fyrir kosrnngarnar l974.Hvort það var alveg svona stórkostlegt skal látið ósagt. Flokkurinn hafði mikill byr meðal kjósenda um þaö bil sem stjórnarsamstarfið var að rofna. Siðan hefur sigið á ógæfuhliöina allt þangaö til að leiftursóknin var boöuð. Þá sneru sjálfstæðismenn taflinu við að nokkru leyti. Eftir er að sannfæra okkur kjósendur um, að við leiftursóknina verði stað- ið að kosningum loknum. Þá mun nefnilega koma upp gamla sagan um myndun samsteypu- stjórnar, og það er ekki alveg vist að samstarfsflokkur Sjálf- stæðisflokksins, eigi hann aðild að stjórnarmyndun, verði sam- mála leiftursókninni. Kannski krefst samstarfsflokkurinn ein- ungis þess að landsmenn éti meira af landbúnaðarvörum. Aftur á móti er hægt að tryggja meö einum hætti að Sjálfstæðis- flokkurinn verði að standa við loforöið um leiftursóknina, og það er að veita honum meiri- hluta á þingi. Okkur munar um þrjátiu og fimm milljarða sparnað. — ÍGÞ ■I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.