Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 36
Mánudagur 19. nóvember 1979
slminnerðóóll
Loki segir
Þrettán er óheillatala lands-
manna samkvæmt heilsi&u-
auglýsingu Sjálfstæðimanna
þar sem rakin voru verk
vinstri stjórnar á þrettán
mánaða valdatima hennar.
Viö þetta má bæta að forsætis-
ráöherra þrettán mánaöa
stjórnarinnar er fæddur 1.3
1913 og býr við Aragötu nr. 13.
Veðurspá
dagsins i
m
Um 500 km SV af Hvarfi er
965 mb. lægðá hreyfingu ANA.
Hæð er yfir NA Grænlandi.
Heldur mun fara hlýnandi.
Veðurhorfur
sólarhring.
næ sta
Suðvesturland, Faxaflói og
mið, vaxandi SA átt,
stinningskaldi eða allhvasst
þegar kemur fram á morgun-
inn. Dálftil slydda á stöku stað
fyrst, en rigning þegar liður á
morguninn.
Breiðafjöröur, Vestfiröir og
miö, þykknar upp með SA
stinningskalda og dálitilli
slyddu þegar líöur á daginn.
Norðurland og mið, SA gola
eða kaldi, skýjað en úrkomu-
laust.
Norðausturiand og miö,
hægviðri, skýjaö og smáél á
miðunum.
Austfirðir og mið, sunnan
gola, viða léttskýjað.
Suðausturland og mið, SA
gola og siöar kaldi. Skýjað og
dálltil súld á miöum og ann-
esjum þegar liöur á daginn.
i
lngólfur Guðbrandsson leiöir þær Vilborgu Jóhannsdóttur og Laufeyju Astráðsdóttur niöur af sviðinu i
Súlnasalnum, en þær voru valdar úr hópi gesta á Gtsýnarkvöldi að Hótel Sögu f gærkvöldi til að taka
þátt I keppninni „Ungfrú Gtsýn”.
Húsfyllir var að Sögu og mikiö fjör. t Súlnasalnum var diskótek, I fyrsta skipti i sögu hússins, og stjórn-
aði Þorgeir Ástvaldsson þvi af alkunnri röggsemi. Visismynd: ATA
PalreksllörSur:
Ekið yfir mann
og hest
Ekið var á mann og hest á
Patreksfirði siðdegis á laugar-
daginn og slasaöist maðurinn svo
að flytja þurfti hann til Reykja-
vikur á sjúkrahús.
Maöurinn teymdi hest eftir götu
á Patreksfirði og á eftir honum
var annar maður sem rak lausan .
hest. Jeppi kom á móti þeim og
skipti það engum togum að jepp-
inn ók á mann og hest er á undan
fóru. Lentu báðir undir bílnum og
drógust með honum nokkra
metra áðuren billinn nam staöar.
Var þá annað framhjól bilsins á
hálsi hestsins en er hesturinn
losnaði spratt hann upp og
var ómeiddur að kalla.
Þegar meiðsli mannsins voru
könnuð á sjúkrahúsi staðarins
kom í ljós að hann var handleggs--
brotinn, önnur hnéskelin brotin
auk meiösla f andliti. Var hann
fluttur með sjúkraflugvél til
Reykjavikur i gær. Jeppinn mun
mun hafa verið með bilaðar
bremsur.
—SG/AB Patrcksfirði
Óttast um
smalamann
Tveir smalamenn urðu viðskila
I hrauninu sunnan Hafnarf jarðar
I gærdag. Annar komst heilu og
höldnu til byggða, en leit var að
hefjast að hinum i gærkvöldL er
hann birtist.
Björgunarsveit Slysavarnar-
félagsins I Reykjavik og Hjálpar-
sveit skáta voru að undirbúa leit
þegar frétttist að smalamaöur
hefði skilaö sér úr hrauninu og
rak hann á undan sér 10 kindur.
-SG.
veðrlð
hér og har
Veðriö kl. 6 i morgun.
Akureyri skýjað frost 2,
Bergenskúr5, Helsinki þoku-
móða 5, Kaupmannahöfn
rigningá, Oslósúld 2, Reykja-
vik súld 2, Stokkhólmur
rigning 6, Þórshöfn skýjað 5.
Veðrið kl. 18 i gær.
Aþena rigning 19, Berlin
rigning 4, Chicago heiðskirt
19, Frankfurt slydda 1, Nuuk
skýjaö, frost 5, London skýjað
8, Luxemburg alskýjað, viö
frostmark, Las Palmas skýjað
19, Mallorca léttskýjaö 10,
Montreal skýjað 2, New York
heiðskirt 14, Parls léttskýjað
5, Malaga léttskýjað 17, Vfn
súld 5, Winnipeg léttskýjað 6.
Enn úlfúð h|á Vegagerðlnnl á Austurlandl:
VERKSTJðRI HÆTTI
OG ÞRIR NEB HONUM
Nokkur styrr mun nú standa meðal vega-
gerðarmanna á Reyðarfirði eftir að fjögurra
manna vinnuflokkur hætti störfum skyndilega sl.
þriðjudag, vegna deilna milli verkstjórans og
verkfræðings Vegagerðarinnar þar á staðnum.
Mun mál þetta að einhverju
leyti tengjast ráðningu i stöðu
rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni
fyrir einu og hálfu ári, en þá
urðu nokkur blaðaskrif vegna
þess að ráðið var i þá stöðu póli-
tiskt að þvi er talið var.
Fáleikar munu hafa verið
með verkstjóranum og verk-
fræðingnum um alllangt skeið
þangað til upp úr sauð sl. þriðju-
dag eins og áður sagði.
Visir hafði samband við Einar
Þorvarðarson, umdæmisverk-
fræðing Vegagerðarinnar á
Reyðarfirði og innti hann eftir
þessu máli en hann vildi litið
gera úr þvi og sagði verkstjór-
ann hafa sagt upp starfi sinu og
að hinir hafi þá fylgt á eftir,
enda hafi þeim ekki verið ætluð
vinna nema út þennan mánuð.
Heimildarmaður Visis orðaði
þetta hins vegar þannig, að
flokkurinn hefði verið „rekinn
heim”.
Ekki tókst að ná I báða máls-
aðila áður en blaðið fór i prent-
un,til að inna þá eftir þessu
máli. —HR
úttlutnlngur á herlrl lelli
Flytjum út 550 tonn
- segir Pétur Pétursson hjá Lýsi hi.
„Ég er með samning í höndunum upp á 450 tonn af
hertu lýsi og er þegar búinn að senda hundrað tonn til
Bretlands, þannig að við vitum að við náum 550 tonna
útflutningi, þaðer raunverulega það eina, sem ég get
sagt,"sagði Pétur Pétursson hjá Lýsi hf. þegar Vísir
spurði, hvort það væri rétt, að fyrirtækið væri að und-
irbúa útflutning í stórum stíl á hertu lýsi og jafnvel
byggingu nýrrar verksmiðiu.
Lýsi hf. hefur framleitt hert
lýsi i tuttugu ár, en aðeins fyrir
innanlandsmarkað. Lýsiö er
notað I bökunarfeiti og smjör-
liki. Pétur var spurður hvernig
lýsið væri hert og hvort þetta
væri orkufrekt fyrirtæki.
„Lýsið er hreinsað og siðan
„vetnað”, látið ganga i sam-
bandi við hreint vetni. Þá hækk-
ar bræðslupunkturinn i þessu.
Eins og er nota ég milli tvö og
þrjú megavött og það myndi
aukast, ef framleiðslan yrði
meiri. En þessi megavött fram-
leiði ég að mestu með oliu.
Það er i gangi athugun á, að
þetta verði eitthvað meira, en
það er of snemmt að segja um,
hvað verður úr þeim áætlunum.
Við erum með verksmiðju,
sem getur án verulegra breyt-
inga framleitt þó nokkurt magn
af hertri feiti og við höfum
reynslu og kunnáttu á þessu
sviði, sem búið er að byggja upp
á tuttugu árum og það er
hugsanlegt, að vð getum gert
eitthvað úr þessu,” sagði Pétur
Pétursson.
—JM