Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 25

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 25
VISIR Mánudagur 19. nóvember 1979 BændablóQ meö kfmni 09 krafti JónBjamason tra Girdsvfc Hinn kunni Norðlendingur og húmoristi, Jón Bjarnason frá Garðsvik, hefur á vegum Bókaút- gáfunnar Orn og Orlygur gefið út fyrsta bindi æviminninga sinna og nefnir bókina BÆNDABLÖÐ. Jón segir frá fátæku fólki, bjargálna fólki, duglegu fólki, einkennilegu fólki og umfram allt góðu fólki. Hvergi segir frá vondu fólki né leiðinlegu. Þá er sagt frá baðstofulifi með tilheyrandi hljómsveit rokka, kamba og vef- stóls, svo og heimsóknum bráð- skemmtilegra flóa, sem sumir kunnu þó ekki að meta. Alltaf er eitthvað að gerast og i frásögnina er fléttað gaman- sögum og visum sem höfundur hefur tint upp af götu sinni og vill bjarga á þrykk, áður en lok glat- kistunnar fellur yfir þær. Jón segir frá uppruna sinum og bernsku, leik að legg og skel og elskulegu samfélagi við hunda, sauðféoghross. Einnig frá hinum margbreytilegu störfum i þjónustu við stórt bú þar sem smáar hendur leituðust snemma við að verða að gagni og margt manna var á heimili. Það er ekki ofsögum sagt að það sé þjóðlegur fróðleikur, kraftur og kitlandi kimni i bókinni Breiðholtsbúar, er safn tiu sagna, tengdra saman I tima og rúmi, eða skáldsaga i tiu sjálf- stæðum köflum, eftir þvi hvenig lesandinn h'tur á málið, segir aft- an á nýrri skáldsögu eftir Guðjón Albertsson sem Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út. Sagan geristi Breiðholtsbyggð I Reykja- vik, en Breiðholtshverfin eru sem kunnugt er fjölmennasti og jafn- framt yngsti hluti borgarinnar, ný borg i þeirri gömlu. Ibúar Breiðholts eru að stærstum hluta ungt fólk eða fólk innan við miðj- an aldur og vandamál þess eru þvi vandamál liðandi stundar. 1 þessari bók er i skáldskaparformi lýst lffsháttum, sambúðarvanda- málum og neysluvenjum Breið- hyltinga. En sé grannt skoðað er Breiðholt auðvitað ísland nUtim- ans í smækkaðri mynd og Breið- holtsbúinn hinn islenski nútima- maður. Höfundurinn, Guðjón Albertsson, gjörþekkir persónur sinar og sögusvið, enda borinn og barnfæddur Reykvikingur — og sjálfur Breiðholtsbúi. BÆNDABLÓÐ og hún muni vekja hlýjar endurminningar margra frá bernskuárunum og veita ungum innsýn i heim horfinna þjóðhátta. Bókin er filmusett, umbrotin og prentuð i prentstofu G. Benediktssonar en bundin I Arnarfelli hf. Kápumynd gerði Ernest Bachmann. Bókin Breiðholtsbúar er filmu- sett, umbrotin og prentuð i prentsmiðjunni Oddi hf. en bund- in i Sveinabókbandinu hf. Kápu- mynd gerði Pétur Hahdórsson. Breiðholtsbúi segir sögu úr Brelðholtinu Skemmið ekki vetrardekkin líka! Látið hjóiastilla bifreiðina iBÍLASKOÐUN &STILLING S13 ÍOO HÁTÚN 2a HJÖLÁ- LJÓSA- VÉLA- ST1LUNGAR **>*&&& OPIÐ KL. 9-9 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Nœg bilactaoði a.m.k. á kvöldin II M N \ R S I K 1 I I siiiu !2Ti lAllar skreytingar unnar af )fagmönnum._________________

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.