Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 8
VISIR
Mánudagur
19. nóvember 1979
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson
Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
,Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
Kosningafundirnir eru byrjaðir. Kjósendur veröa aö hætta aö lita á viöureignir
frambjóöenda sem hanaat og skemmtiatriöi og krefja þá i staöinn sagna um stefnuna i
þeim málum, sem raunverulega þýöingu hafa.
Upplýsingar um, að þorskafl-
inn á þessu ári verði a.m.k.
330—340 þúsund lestir og ræða
Kjartans Jóhannssonar sjávar-
útvegsráðherra á Fiskiþingi hafa
nú komið af stað umræðum um,
hver eigi að verða stefna okkar i
þorskveiðimálum, ekki bara á
næsta ári heldur á næstu árum.
Þeir, sem beinna hagsmuna
eiga að gæta, eru að vonum f arn-
ir að láta í sér heyra, og er það
ekki nema sjálfsagt og gagnlegt.
En þeir, sem stefnunni eiga að
ráða í þessum efnum, þ.e.
stjórnmálamennirnir, forðast í
lengstu lög að ræða málið nema
þá helst hver um sig í sínu
kjördæmi, þar sem þeir undan-
tekningarlitið halda þeim sjónar-
miðum á loft, sem þeir helst
telja sér henta nú fyrir kosning-
arnar.
Enginn stjórnmálaf lokkurinn
hefur hins vegar mótað bita-
stæða stef nu í f iskveiðimálunum,
og er það þeim öllum til hábor-
innar skammar. Þetta er sá
málaflokkur, sem hvað mestu
skiptir fyrir f ramtíðarvelferð
þjóðarinnar, og stjórnmála-
mönnum á ekki að haldast uppi
að ganga stefnulausir til kosn-
inga í slíku stórmáli. Þetta á
reyndar líka við um annað stór-
mál, jöfnun á kosningarétti
landsmanna án tillits til búsetu. I
kjördæmamálinu skjóta flokk-
arnir sér á bak við stjórnar-
skrárnefnd, sem þeir eiga allir
f ulltrúa í, og er m.a. að dunda við
að útbúa fyrir þá einhverja „val-
kosti", algjörlega stefnulaust.
Háttvirtir kjósendur ættu að
taka sig saman í andlitinu og
hætta að haga sér jafnrolulega í
þessum stórmálum og
stjórnmálaf oringjarnir. I
sambandi við stefnuna í fisk-
veiðimálunum segja flokkarnir
flestir eitthvað á þessa leið, að
þeir vilji „tryggja skynsamlega
hagnýtingu f iskistof nanna".
Þetta segir nákvæmlega ekki
nokkurn skapaðan hlut. Það þarf
að krefja flokkana sagna um
það, hvað þeir telji „skynsam-
lega" hagnýtingu f iskistofnanna,
og þannig þarf að ganga í skrokk
á þeim þangaðtil skýr svör liggja
Ijós fyrir eða stefnuleysið er öll-
um Ijóst.
( kjördæmamálinu eru stefnu-
yfirlýsingar flokkanna álíka
loðnar. Flestir munu þeir segjast
vilja „ jöfnun" atkvæðaréttarins.
En þetta svar getur þýtt margt.
Það getur þýtt einhverja
smávægilega lagfæringu í jöfn-
unarátt f rá því» sem nú er, og það
getur þýtt algjöra jöfnun at-
kvæðisréttarins. Kjósendur, sem
vilja kjósa eftir málefnum,verða
að ganga eftir skýrum svörum
um stefnu flokkanna. Menn eiga
ekki að láta sér lynda að fá að
heyra, hvað t.d. frambjóðendur
flokkanna í Vestfjarðakjördæmi
segja i sinu horni um atkvæðis-
réttinn og hvað f rambjóðendur
þeirra í Reykjaneskjördæmi
segja um sama mál í sínu horni.
Og hvernig vilja flokkarnir t.d.
hagnýta þorskstofninn? Vilja
þeir fylgja friðunartillögum sem
miða að skipulegri uppbyggingu
þorskstof nsins á tiltölulega
stuttum tíma, eða vilja þeir láta
„brjóstvitið" ráða, sem í f lestum
tilvikum þýðir, að skammtíma-
sjónarmiðin eru látin ráða ferð-
inni? Og hvernig vilja þeir láta
standa að veiðitakmörkunum? Á
að gera það með tímabundnum
veiðistöðvunum með svipuðum
hætti og gert hef ur verið á þessu
ári? Á að fara að úthluta afla-
leyfum? Eða á að selja afla-
leyf i? Á að láta hvern landshluta
fá ákveðinn veiðikvóta? Eða
kannski hvern úgerðarstað? Og
eftir hvaða sjónarmiðum ætti þá
að úthluta gæðunum? Á að loka
útgerð og fiskvinnslu fyrir nýj-
um mönnum og nýjum fyrirtækj-
um? Og svo framvegis.
Vísir hvetur kjósendur til að
spyrja flokkana hvasst um þessi
mál sem önnur, láta sér ekki
nægja einhverja loðmullu, og
greiða siðan atkvæði eftir svör-
unum.
Aðgengileg
landafræði
Francis Colman: Stóra
Bretland. Land og þjóð.
Þýðandi: Sigurður R.
Guðjónsson. Bjallan,
1978.
George Morey: Sovét-
rikin. Land og þjóö. Þýð-
andi: Erna Árnadóttir.
Bjallan 1978.
Carmen Irizarry:
Spánn. Land og þjóð.
Þýðandi: Sonja Diego.
Bjallan 1979
Kennslubækur i landafræði
vilja oft á tiöum veröa einhæfar
og oft höföa þær sáralitið til
þeirra barna sem þær eiga aö
læra. En bækur á borö viö þess-
ar höföa mun sterkar til barna.
Hvers vegna? Jú, þar eru tekin
fyriratriöi sem börn hafa áhuga
á. Þar er ekki eingöngu talaö
um lengd fljóta, ibúafjölda
borga og önnur tölfræöileg
atriöi, heldur eru gefnar greina-
bókmenntir
Fáar námsgreinar i skólum
gefa jafn mikla möguleika á
fjölbreytni og landafræöi. Hins-
vegarhefur alltof lftiö veriö gef-
iö út af bókum sem henta börn-
um um lönd og þjóöir. En þó
kemur fyrir aö slíkar bækur
komi á markaö hér á landi. Nú
fyrir skömmu kom út hjá Bjöll-
unni þriöja bókin i bókaflokkn-
um Landabækur Bjöllunnar.
Hún fjallar um Spán, en fyrr
komu bækur um Stóra-Bretland
og Sovétrikin. Bækurnar eru
þýddar úr ensku og komu fyrst
út hjá Macdonald forlaginu i
London, en þaö hefur gefiö tölu-
vert út af svipuöum bókum.
Sigurður
Helgason
skrifar
góöarupplýsingarum mannlifið
i viökomandi löndum. Sagt er
frá daglegu lifi fólks, tómstund-
um þess og áhugamálum,
matarvenjum og margt annaö
er tekiö til meðferöar sem til-
heyrir hinu daglega lifi. Það er
svolitið sem oft vantar i
kennslubækurnar.
Texti bókanna er yfirleitt
stuttur og greinilega er lögð
mikil áhersla á aö gera bækurn-
ar aðgengilegar fyrir börn. Mik-
iö myndefni prýöir bækurnar,
ljósmyndir og teikningar aö
ógleymdum kortum sem eru
nauösynleg viö landafræöinám.
A eftir megintexta eru til-
visanir, þ.e. samanþjappaöar
upplýsingar er varöa viökom-
andi land. Þar eru t.d. upplýs-
ingar um loftslag og landshætti,
stjórnarfyrirkomulag, sögu
landsins, listamenn og efna-
hagslifið i landinu.
A eftir er siöan atriöaoröa-
skrá, sem ásamt efnisyfirliti
gerir bókina aögengilega öllum
sem hana lesa.
Það er alveg óhætt aö segja aö
Landabækur Bjöllunnar séu
mjög þarfar fyrir skóla og
heimili. Þær gæöa skólanámiö
lifi og gera fólki kleift aö afla
sér upplýsinga um lönd og þjóö-
ir á auðveldan máta. Astæöa er
til aö fagna útkomu þessarra
bóka og jafnframt aö vona að
fleiri komi af sama tagi.
Siguröur Helgason
Spá Piöðhagsstolnunar:
sama verðtwlga
á næsta ári að
ðllu ðbreyttu
„Ytri aðstæöur eins og oliuverös- 1 frétt Þjóöhagsstofnunar segir
hækkun eiga hér nokkurn hlut aö ennfremur aö lausleg áætlun á
máli en veröbólgan er þó fyrst og verðlagsþróun fyrstu mánuöi
fremst óleyst innlent vandamál”, næsta árs bendi ekki til aö hún
segir i frétt frá Þjóðhagsstofnun verði að marki hægari en um
þar sem gerö er grein fyrir þessar mundir.
skvrslu stofnunarinnar um fram- Veröi framvinda ríkisfjármála
vindu i þjóöarbúskapnum á árinu og peningamála meö likum hætti
1979 og horfunum á næsta ári. á næsta ár og i ár og visitölukerfi
launa óbreytt séu engar líkur á að
,,A siðasta fjóröungi ársins 1979 úr veröbólgu dragi á næsta ári.
er árshraöi veröbreytinga á flesta Hún yrði um 45-50% og þaðan af
mælikvarða um eöa yfir 50%. meiri ef viðskiptakjör breyttust
Litlar likur virðast til aö úr verð- ekki mikið eöa samiö yrði um ál-
bólgunni dragi á næstunni aö mennar grunnkaupshækkanir.
óbreyttri efnahagsstefnu”. — KS.
Vörurnar munu halda áfram aö hækka næsta ár.