Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 20
24 Mánudagur 19. nóvember 1979 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 37., 41. og 42 tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á MB Sandgerði GK 517, þinglýstri eign Jóhanns Guð- brandssonar, fer fram viðbátinn sjálfan í Sandgerðishöfn að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. fimmtudaginn 22. nóv. kl. 14.30. Sýslumaðurinn f Guilbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síöasta á fasteigninni Heiðarvegi 19, kjallara í Keflavik, þingl. eign Hilmars Arasonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. Veö- deildar Landsbanka tslands og Garðars Garðarssonar hdl. fimmtudaginn 22. nóv. ’79 kl. 10.30. Bæjarfógetinn Keflavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Grófin 5 Keflavik, þingl. eign Sveins og Þórhalls sf., ásamt vélum og tækjum, fer fram á eigninni sjáifri að kröfu Iðnlánasjóös fimmtu- daginn 22. nóv. 1979 kl. 14.00. Bæjarfógetinn Keflavik. Nauðungaruppboð sem augiýst var i 50. 52. og 55. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1979 á eigninni Lambastaöabraut 2, Seltjarnar- nesi, þingl. eign Eyþórs Arnórssonar og Margrétar Guð- mundsdóttur, fer fram eftir kröfu Inga R. Heglasonar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 22. nóv. 1979 kl. 4.30. e.h. Bæjarfógetinn á Seitjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 34., 36. og 37. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1978 á eigninni Miðbraut 4, 2.h. t.v., Seltjarnar- nesi, þingl. eign Þorgils Axeissonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, á eigninni sjálfri fimmtud. 22. nóv. 1979 kl. 4.00 e.h. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101., 103. og 106. tbl. Lögbirtingablaösins 1977 á eigninni Gimli v/AIftanesveg, Garðakaupstað, þingl. eign Guömundar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóös og Garðakaupstaðar á eigninni sjálfri fimmtud. 22. nóvember 1979 kl. 2.30 e.h. Bæjarfógetinn I Garðakaupstað. / I>ÆR\ /WONA\ ÞUSUNDUM! Góð reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. i LLi isftm r .r.VC & jíLiA lllvMS \ & P ■x í^æsi j| Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþásundum og þjóna þúsundum. VtSIR’S86611 smáauglýsingar ra „Langt er um liöið siöan stjórnmálaflokkur á islandi hefur birt jafn furðulegt plagg og Sjálfstæðismenn nú með áætlun sinni um leiftursókn gegn verðbólgu.” Framsðknarmenn geia elnlr samelnað Plóðina - gegn lelftursðkn íhaldsins I kosningunum í desember verður kosið um tvær meginstefnur í efnahags- og þjóðmálum. Annars vegar stefnu Sjálfstæðisflokksins/ sem er hrein og ómenguð markaðsstefna/ þar sem lifskjör fólks eru gerð að leiksoppi þeirra afla er auðmagninu ráða. Hins vegar eru tillögur Framsóknarmanna um raunhæfar og framkvæmanlegar að- gerðir til að draga úr verðbólgunni án þess að ráðist sé gegn lífskjörum alþýðu manna. Leiftursókn gegn almenningi Langt er um liðið siðan stjórnmálaflokkur á íslandi hefur birt jafn furöulegt plagg og Sjálfstæðismenn nú með áætlun sinni um leiftursókn gegn veröbólgu. 1 viðtölum viö fjölmarga menn og konur undanfarna daga hefur sá er þetta ritar orðið var við, að fólk er órólegt og óttaslegið vegna þessarar stefnuyfirlýsingar. Launafólk sér fram á samdrátt i atvinnulifi, lækkandi kaup og átök og öryggisleysi á vinnu- markaði. Fólk skilur, að ætlunin er að gripa til gamalkunnugra ráða auöhyggjumanna, er þeir telja sig komast i aöstöðu til að bæta hag sinn. Þá eru þeir sem auðæfin skapa látnir borga. Launafólkið til sjávar og sveita á að færa fórnir til þess að þeir geti aukið gróða sinn. Þjóð- félagið á að þjóna auðhyggj- unni. Maöurinn er gerður aö þjóni auðsins i stað þess, að auðurinn á að þjóna manninum. Allt er þetta svo sett fram undir yfirskini „bjargráða”. Þaö á aö bjarga þjóðfélaginu úr klóm verðbólgu og þenslu. Það á aö efla kjörin einhvern timann I neöanmáls „Það er greinilegt aö Sjálf- stæðismenn lita á Framsóknar- flokkinn sem höfuðandstæðing sinn i þessum kosningum, — og með réttu. Það verður kosið milli leiftursóknar Sjálfstæðis- flokksins og hinna raunhæfu og nákvæmu tillagna Framsóknar- flokksins um ný úrræði I efna- hagsmálum,,” segir Haraldur Ólafsson dósent m.a., I þessari neöanmálsgrein. framtiöinni, — þegar búiö er að knésetja samtök þeirra, sem skapa verðmætin i þessu landi. Framsókn til betra lifs Tillögur Framsóknarflokks- ins i efnahagsmálum ganga i allt aðra átt. Þar er gert ráð fyrir þjóðarsátt um niðurtaln- ingu veröbólgunnar i áföngum. Þetta er unnt að gera án þess að ráðist sé á lifskjörin og komið á atvinnuleysi. Ef Sjálfstæðis- menn kæmust i þá aðstöðu að geta framkvæmt stéfnu sina mundi það þýöa tvennt: at- vinnuleysi og hrun framleiðslu- fyrirtækja annars vegar, og hins vegar verðbólgu sem yröi langt um geigvænlegri en við höfum kynnst til þessa. Framsóknamenn vilja stöðvun verðbólgu án atvinnuleysis og án samdráttar. Þeir vita, að verðbólgan verður ekki stöðvuð i einni svipan. Það tekur tima, og þolinmæði þarf til að losna úr þeim vitahring, sem islenska þjóðin er komin i. Þessi mál verða ekki leyst nema i samráði við launþegasamtök og hags- munasamtök i landinu. Engu riki verður til lengdar stjórnað i andstöðu við almenning. Stefna Framsóknaramanna leiðir til hagsældar og vinnufriðar, fullr- ar atvinnu og betri og skynsam- legri nýtingar auðlinda landsins en nú tiðkast. Stefna Sjálf- stæðisflokksins leiðir til at- vinnuleysis, verðbólgu og stórfelldra átaka á vinnumark- aði. Baktrygging leiftursóknarinnar. Þegar Hitler hóf leiftursókn sina inn i Pólland fyrir fjórum áratugum hafði hann tryggt sér að Stalin stæöi ekki i vegi fyrir honum. Leiftursókn er hættu- fyrirtæki og enginn leggur út i það án þess að tryggja frið á einhverjum vigstöðvum. Getur veriö að Sjálfstæðismenn telji sig hafa slika baktryggingu i A- flokkunum? Ekki hafa þeir lagt fram neinar efnahagstillögur. Hjá þeim er ekkert að hafa nema almennar yfirlýsingar, sem hafa álfka vægi og vind- gnauð i þakskeggi. Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn lita á Framsóknarflokkinn sem höfuðandstæðing sinn i þessum kosningum, —og með réttu. Það verður kosið milli leiftursóknar Sjálfstæöisflokksins og hinna raunhæfu og nákvæmu tillagna Framsóknarflokksins um ný úr- ræði i efnahagsmálum. Framsóknarflokkurinn verður aö knýja fram stuöning A-flokk- anna viö þessar tillögur, en það getur hann ekki nama hann stórauki fylgi sitt og verði á þingi öflugasti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Fólk óttast leiftursókn Sjálf- stæðismanna. Það getur stöövað hana með þvi að styöja Framsóknarflokkinn. Gáfu nær sjð miiijónír tn vangeflnna Kvennadeild Reykjavikur- deildar Rauöa kross Islands af- henti nýlega Styrktarfélagi van- gefinna 6.7 milljónir króna aö gjöf. Upphæðinni skal varið til kaupa á innbúi i dagheimili það, sem félagið hefur i smiðum við Stjörnugróf i Reykjavik. Stefnt er aö þvi að heimilið vrði tilbúið til notkunar á næsta ári. — KP Helga Einarsdóttir afhendir form. Styrktarfélags vangefinna gjöfina frá Kvennadeild Reykjavikurdeildar Rauðakross- ins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.