Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 13

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 13
ÓHAPPATALA ÞJÓÐARINNAR Fyrir suma er talan 13 happatala,fyrir aðra óhappatala. Fyrir þjóðina hefur talan 13 verið óhappatala með þrettán mánaða VINSTRI STJÓRN. Sannkallaðri óhappastjórn. 13 mánuðir og verðbólga Verðbólgan hefur magnast hrikalega í tíð vinstri stjórnar. Síðasta hækkun framfærsluvísitölunnar, en hún mælir verðhækkanir á þeim vörum sem við notum daglega, jafngildir 81% verðbólgu á ári. Hækkun byggingarvísitölu, sem mælir hækkun á vörum til húsbyggingajafngildir nú 74.2% verðbólgu á ári. 13 mánuðir og gengissig Við upphaf vinstri stjórnar fékk ferðamaður 2.246 V-Þýsk mörk í gjaldeyris- skammt. 1 dag fær þessi sami maður aðeins 1.204 mörk. Eftir þrettán mánaða setu vinstri stjómar fær því hver ferðamaður 1.042 færri V-Þýsk mörk í gjaldeyri. Hækkun 86.5% 13 mánuðir og kauprán Kaupmáttur verkamannakaups hefur lækkað um 12% í tíð 13 mánaða vinstri stjórnar. Verkamaður,sem nú fær 220. þús. kr. í mánaðarlaun,hefði fengið 250 þús eða 30 þús kr. meira á mánuði ef kauprán vinstri stjórnar hefði ekki komið til. Þannig fór fyrir slagorðinu stóra “Samningana í gildi,,. Sama gildir um kaupmátt lífeyrisbóta, elli og örorkulífeyri, mæðralaun og barnalífeyri. Þeir.sem fá í þessum mánuði 228 þús. kr. í ellilífeyri og tekjutryggingu,hefðu fengið 266 þús. kr.,ef kauprán vinstri stjórnar hefði ekki komið til,eða 31 þús. kr. meira. Þetta kalla vinstri flokkarnir “Félagslega-- 13 mánuðir og skattaálögur Einn nýr skattur á mánuði hefði getað verið kosningaloforð 13 mánaða vinstri stjómar. Svo slæmt var það ekki, en tíu nýja skatta eða viðbótarskatta tókst vinstri stjórninni að setja,sem hafa í för með sér tuttugu milljarða álögur á landsmenn. LENGI GETA VINSTRI STJÓRNIR VERSNAÐ Sj álfstæðisflokkurinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.