Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 21

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 21
VISIR Mánudagur 19. nóvember 1979 í _ bað sem slys GUÐMLMXJR G HAGAIJN - Ný bók eftlr GuOmund Hagaiín Þelr vlta Daö fyrlr vestan „Þeir vita það fyrir vestan” heitir ný bók eftir Guðmund Hagalin sem Almenna bókafélag- ið gefur út. Hún fjallar um þau 23 ár i æfi Hagalins sem umsvifa- mest hafa orðið. Fyrst dvaldist hann 3 ár i Noregi, lifði þar fjölbreytilegu lífi og ferðaðist viösvegar um landið til fyrirlestrahalds. Siðan var hann blaðamaður við Alþýðu- blaðið tæp 2 ár, uns hann fhittist til Isafjarðar 1929 og þar tók hann rikan þátt i stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima. Meginhluti bókarinnar er um. Isafjarðarárin. ERUNO POUISEN ÍU- Óvænt örlög Upphaf átaka 09 övæntra öriaga Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen, sem þekktur er hér á landi af bókunum,,Hjarta mitt hrópar á þig”, „Ást i skugga óttans” og „Það ert þú sem ég elska”. „Danska skipið Elisa Torp varð fyrir tundurskeyti skammt frá Orkneyjum. Skipst jórinn, Holeger Skotterup, og öll áhöfn skipsins fórst”. — Þegar Sonia van Hardenborg greifafrú las þessa frétt fékk hún taugaáfali. Skipstjórinn var faðir hennar. Hún fæddi stúlkubarn fyrir tlmann i litilli fæðingarstofu i Karild. Svo að segja samtimis fæddi önnur kona stúlkubarn i sama herbergi. — Það sem geröist á fæðingarstofunni þennan morgun varð upphaf mikilla átaka og óvæntra örlaga. Rómantísk skemmtlsaga Eldur heitir skáldsaga eftir Phyllis A. Whitney og kom hún út nýlega á vegum Iðunnar. Phyllis er bandarisk kona sem hefur áunnið sér vinsældir fyrir rómantiskar skáldsögur. Aður hafa komið út sex skáldsögur eftir hana á íslensku. Bókin Eldur er kynnt þannig á kápubaki: . „Ef eitthvað kemur fyrir mig hérna niður frá, þá littu ekki á .Þannig skrifaði Davið i siðasta bréfinu til konu sinnar. Tiu dögum siðar var hann látinn með sviplegum hætti. Bréfið var ofsafengið, einskonar framhald af siðasta samtali þeirra hjónanna þegar Karen hafði sagt Davið að hún væri ákveðin i að skilja við hann. Könnun Karenar á öllum atvikum i sambandi við dauða Daviðs leiddi hana á nýjar framandlegar slóðir. Hún stóð aftur augliti til auglitis við hálfbróðir Daviðs — manninn sem hún hafði alltaf elskað”. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi Eld. Prentrún prentaði. II Hvernig kemst blllinn úr stað? Setberg hefur nýlega sent á markað bókina „Svona er tækn- in”. Þetta er bók um bila, skip, flugvélar, heimilistæki, verkfæri, hljóðfæri, útvarp, sjónvarp, myndavélar og margt fleira. Hvers vegna flýtur þungt járnskip? Hvernig kemst billinn úr staö? Hvernig flýgur stór flugvél? Hvað lætur þvottavél þvo og ryk- sugu sjúga? Hvernig verka útvarp, sjónvarp og simi og önnur furðutæki sem við notum daglega? Bókin „Svona er tæknin” veitir með skýrum teikningum og skipulega fram settu máli svör við þessum spruningum og fjöl- mörgum öðrum sem varða heim tækninnar. í greipum dauðans 1 greipum dauöans heitir ný bók eftir spennusagnahöfundinn Gavin Lyall. Aður hafa komið út þrjár bækur eftir þennan höfund. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi, en Skúli Jensson þýddi söguna. ...Skyndiljós lýsti upp framrúð- una. Flugvélin lyftist snögglega. Ég sneri stönginni og kom nef- inu niður. Nokkrar sekúndur hékk hún þannig nötrandi. Eldingin sprakk á framrúðunni og við féllum...Ég jók bensingjöfina, Vatnið spýttist eins og gos inn með vatnsþéttum hliðarglugg- unum og yfir mig,..Ég hrökk úr sætinu, sólgleraugun ruku upp úr vasanum, skullu á vanga minum og svo á þakinu...Þá vissi ég skyndilega hvað var að gerast.. Vörur frá 28 verslunum Á boðstólum hvers konar gjafavörur, fatnaður og skór, heimilistœki, hljómplötur, leikföng, ritföng, skartgripir og klukkur, blóm, skreytingar og húsgögn og margt fleira. OPIÐ: Mánudag kl. 13-18 Þriðjudag kl. 13-22 Miðvikudag kl. 13-18 Skemmtidagskrá á skemmtipalll þnðjudagskvöld frá kl. 18- Tóti trúður kemur fram kl. 18 og 19. SYNINGAHOLLINNI ARTUNSHOFÐA Bíldshöfia 20 - Simar 8-14-10 09 8-11-99

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.