Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 27

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 27
, Mánudagur 19. nóvember 1979 31 Huglelðing vegna lelftursóknar Ihalds Guðmundur Jónsson skrifar: „Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn lagt fram mjög róttæka stefnu sem lengi hefur verið beðið eftir. Um þessa stefnu verður kosið en ekki hjöðnunar- stefnu Framsóknar eða kerfis- stefnu krata. Kjarninn i stefnu Sjálfstæðis- flokksins er aö taka skuli rikis- fjármálin upp frá grunni. Ég vona að vasklega verði gengið til verks. Það er staðreynd að sósialist- ar hafa hreiðrað vel um sig á rikisjötunni. Við skulum ganga að þeim, blása i fiðrir og af- hjúpa þá. Við ^kulum bjóða þeim framleiðslustörf, það er við skulum fá þá i lið með okkur og stækka þjóðarkökuna. Annað atriði i stefnu Sjálf- stæðisflokksins og ekki siður mikilvægt er stefnan i skatta- málum. Það á að færa skattana i æ rikarai mæli frá rikinu til sveitarfélaganna, eða með öðr- um orðum að færa þetta fjár- magn nær fólkinu. Þannig aö það sjái eitthvað af sinum fjármunum bera ávöxt. Það verða þvi sveitarfélögin sem sjá til dæmis um byggingu og ( rekstur skóla, sjúkrahúsa og i- þróttamannvirkja að þvi sem næst öllu leyti en ekki rikið. Með þessum aðgerðum og auknu frelsi á öllum sviðum menningar- og atvinnulifs litum við björtum augum á framtið- ina. En sósialistar munu grenja. Þeir munu grenja hátt bæði fyrir og eftir kosningar. En fáir aðrir munu gráta með þeim. Við viljum breytingu en ekki bara breytinganna vegna, heldur breytingar sem við vit- um að leiða mun til góðs. Þess vegna kjósum við Sjálfstæðis- flokkinn.” Grátur sósíailsta Kjósandi skrifar: „Hér á árum áður áttu ihalds- menn foringja og voru ekki deil- ur um hæfileika þeirra sem slikra en nú er að koma betur og betur í ljós að þeir hafa haldið of fast i stjórnartauma flokks- ins, þvi að þegar þeir hurfu báð- ir svo snögglega af sjónarsvið- inu, stendur þessi stærsti flokk- ur landsins eftir sem höfuðlaus her. Gæfuleysi núverandi forystu ihaldsins litur út fyrir að vera algjört, eða meöfæddur hæfi- leikaskortur til forustu sé á- stæöan. Tökum til dæmis að það eru liðin niu ár af þessum áratug og fimm af þessum árum hefur setið rikisstjórn við völd undir forsæti ihaldsins og þar af fjög- ur undir forustu núverandi for- manns, en samt lýsir hann þvi yfir og hans flokksmenn að þeir hafi fátt haft til málanna að leggja og að þetta sé áratugur Framsóknar. Ætli að það hafi ekki verið þægilegra og auð- veldara fyrir ólaf að stjórna i gegnum Geir og ihaldið og fá verk sin menguð af þeim. Og ekki tók betra við þegar ihaldið var komið i stjórnarandstöðu, þá hafi hann ekki neitt til mál- anna að leggja og það helsta sem frá forustu ihaldsins kom var dauft bergmál frá siöum Þjóðviljans og Allaballa frá fyrra ári. Og svo þegar tunglsýkin greip kratana rauk forusta ihaldsins upp og heimtaði kosningar á jólaföstu. Það er vist eitt af þvi fáa sem þeir hafa náð svo til al- gjörri samstöðu um en samt ekki alveg þvi að Albert hefur list þvi yfir að hann hafi verið á móti þessu frumhlaupi. For- sendan fyrir kosningum nú segja þeir að sé sú að siðast liðiö ár hafi allt rekið á reiðanum og efnahagskerfið að reka i strand. Og nú þurfi styrka stjórn ihalds- ins með hreinum meirihluta, og alþjóð er nú búin að heyra og sjá lausnarorðiðjleifturstriö við alla þjóðina með stórfelldum niður- skurði á opinberri þjónustu og samhjálp og opinberum fram- kvæmdum ásamt yfirlýsingu um niðurfellingu visitölu og I hinu orðinu að rikisstjórnin eigi ekki að skipta sér af samning- um vinnumarkaðarins. Halda þessir foringjar ihalds- ins virkilega að þeir vinni kosn- ingar með þvi aö lýsa striði á hendur við hinn almenna mann, og gefa forustu Allaballa vopn i hendur til að gera gagnárás. Og alþjóð hafi það borðliggjandi fyrir framan sig að afleiðing sigurs þeirra væru margra vikna verkföll strax uppúr ára- mótum, og svo þegar áhrif verkfalla og samdráttarstefnu þeirra færi að gæta kæmi stór- fellt atvinnuleysi, og hrun at- vinnuveganna og þar með efna- hagskerfisins. Þeir einu sem væru ánægðir væru skólabóka- kommar þvi að þá væri komin óskastaða þeirra til að reisa skólabókariki þeirra á rústun- um. Eina von þjóðarinnar er að ihaldsflokkurinn hætti að tefla fram mönnum sýndarmennsku og gæfuleysis, þvi að það væri ó- hugnanlegt ef að þessir menn settust i ráðherrastóla án eftir- lits” Orðsending lll Þorvaldar Þorvaldur sem hringdi inn lesendabréf á dög- unum vegna beinnar linu Vísis er beðinn að hafa samband við lesendadálkinn. ÍOOO É EA8218236 EA8218236 ÍOOO m EITO^ÞUSUND þeim sem taka jölapermanentió fyrir l.des, fá2000kr. afslátt gegn fiamvísun á auglýsingunni. IOKKUR -r-T---- Strandgötu 1-3 Hafnarf simi 51388 En hjálpi okkur allir heilagir, þegar þær beita frekjunni, þá stendur ekkert fyrir þeim. Annars eru þær Ijúfar og hljóðlátar Sú til vinstri er 90 hestöf I við 4200 snúninga — og ekki nema rúm 200 kíló... Sýningarvél á staðnum, tilbúin i bílinn. óarco BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGASI 6, GARÐABÆ, 53322 52277 DISIL að sjálfsögðu — stöllurnar eru liprar og léttbyggðar SALUHJÁLP I VIÐLÖGUM. Ný þjónusta. Símavika frá ki. 17-23 alla daga vijcunnar. Sími 8-15-15. Fr$ðslu- og leiðbeiningarstöð opin alla virka daga frá kl. 09-17. Sími 82399. Hringdu — og ræddu málið. SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS UM ÁFENG/SVANDAMÁUÐ ■ ii uijfuu ug i oci FATASAUMUR - STARFSÞJÁLFARAR Iðntæknistofnun Islands vill ráða tvo starfs- menn með starfsreynslu við saumaskap eða á skyldum sviðum vegna hagræðingarverkefnis i fataiðnaði. Starfsmennirnir munu fá þjálfun erlendis og aðstoða síðan f innska sérfræðinga með starfsþjálfun í fataverksmiðjum. NANARI UPPLÝSINGAR VEITIR SIGURÐ- UR GUÐMUNDSSON, IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS, SKIPHOLTI 37, SiMI 81533. bb Þ. ÞORGRIMSSON & CO co 'Armúla 16 sími 38640

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.