Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 3
vísm Mánudagur 19. nóvember 1979 Bændur seinlr að senda frá sér karlöflur Lltlar 09 lélegar kartðflur f verslunum enn um slnn Að undanförnu hafa aöeins fengistannars flokks kartöflur i verslunum i Reykjavík og að sögn Katrinar Eðvaldsdóttur, skrifstofustjóra hjá Græn- metisverslun landbúnaðarins er útlit fyrir að litil breyting verði á þvi fyrr en islensku kartöflurnar eru uppseldar. Ástæöan er sú, að vegna veðráttunnar i sumar er islenska uppskeran að mestu litlar kartöflur, sem ekki ná þvi að komast i fyrsta flokk. Þó hefur ástandið verið meö verra móti undanfarið, þar sem bændur hafa verið heldur seinir að senda kartöflurnar til Grænmetisverslunarinnar. — SJ. Hrólfur ölvirsson og Guftbrandur Stlgur Ágústsson, sem báftir eru I stjórn Landsambands mennta- og fjölbrautaskólanema. Landssamband mennta-09 fldlbrautaskólanema: Mötuneytismál eru helstu baráttumálln „Þessi samtök voru stofnuft árift 196S, duttu niftur vegna þess aft hluti þeirra vildi taka pólitlska afstöðu til mála eins og hersins en nú er verift aft reyna aft drifa þau upp aftur” sagfti Guftbrandur Stigur Agústsson, varaformaður Landsambands mennta- og fjöl- brautaskólanema i samtali vift Vísi. Sambandið hélt landsþing i Munaðarnesi dagana 27. og 28. október siöastliðinn. Þingið sóttu fimmtiu og sex fulltrúar frá tólf framhaldsskólum, auk áheyrnar- fulltrúa frá tveimur skólum svo og fráfarandi framkvæmda- stjóra. Tveir skólar gengu i sam- bandið á þinginu, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og framhaldsdeild Kvennaskólans i Reykjavik. Helsta baráttumál sambands- ins á þessu ári verður mötu- neytismálið, sem felur i sér að fá hið opinbera til að greiða starfs- mönnum er starfa við mötuneyti framhaldsskólanna full laun, og að mötuneytum veröi komiö upp i þeim skólum þar sem það er ekki nú þegar starfandi. Auk mötuney tismálsins ályktaði þingið um námsstyrki og námslán. Þar er bent á nauðsyn þess að dreifbýlisstyrkir haldi raungildi sinu ár frá ári, nemendur sem stundi nám fjarri heimilum sinum fái greiddar sex ferðir á ári i stað fjögurra eins og nú er, það er að segja páska- ferðir, og að nemendur fái að stunda nám i þeim skóla sem þeir óska eftir og missi ekki rétt til dreifbýlisstyrkja ef þeir telja skóla i heimahéraði ekki þjóna markmiðum sinum. Loks ályktar þingið að við þá skóla sem ekki er lágmarks aðstaða fyrir félagslif, sam- kvæmt núgildandi lögum, sé yfir- völdum skylt að sjá fyrir við- unandi aðstöðu utan skólans nemendum að kostnaöarlausu og bendir á að leiklistarstarfsemi sé orðinn svo snar þáttur i menningarstarfsemi skóla aö kominn sé grundvöllur fyrir styrk veitingu frá bæjar-eða rikissjóði. Þeir Guðbrandur Stigur Agústsson, varaformaður sam- bandsins og Hrólfur ölvisson, gjaldkeri, sem báöir eru i fram- haldsskóla i Breiðholti sögðu aft þar væri leiklist með miklum blóma en engin aðstaða til æfinga og sýninga. Hana þyrftu þeir að fá i barnaskólanum og greiða fyrir hana hálfa milljón króna af nemendagjöldum. Þetta væru peningar sem rynnu til rikisins og þeim fyndist eölilegt að fá slika aðstööu án endurgjalds úr þvi hún væri ekki fyrir hendi I þeirra skóla. — JM. ROYAL—VERÐLA UNA VEKJA RINN HÉR ER ÞAD — Sambyggða klukku- og út- varpstækið með vekjaraklukku sem nær i þig inn í draumalandið. Vekur annað hvort með bjölluhringingu eða útvarpi. Útvarpið hefur 3 bylgjur, LB. MB. og FM. Þú getur sofnað út frá útvarpinu, þvi það slekkur á sór sjátft eftir 59 minútur. Komdu og skoðaðu Royal-verðlaunavekjarann. Stærð: 300 x 155 x 94 mm. Gott verð, kr. 52.560 ARMULA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVIK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHOLF 1366 leggðu kostina á vogarskálarnar Á hverjum miðvikudegi frá Rotterdam og alla fimmtudaga frá Antwerpen Góð flutningaþjónusta er traustur grunnur á erfiðum tímum í íslensku efnahagslífi. Þegar þú leggur hagkvæmni vikulegra hraðferða Fossanna á vogarskálamar koma ótvíræðir kostir þeirra í ljós. \ Vönduð vömmeðferð og hröð afgreiðsla eru sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að bæta viðskiptasambönd þín og stuðla að traustum atvinnurekstri hér á landi. Hafóu samband EIMSKIP * SIMI 27100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.