Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 2
VÍSIR Mánudagur 19. nóvember 1979 Hver er skemmtilegasti maður landsins? Björn Harðarson nemi: Þaö er Ómar Ragnarsson bæöi sem skemmtikraftur og sjónvarps- maöur. Ddra Tryggvadóttir nemi: Þaö er ábyggilega hann bróöir minn. Sigriöur Vaigeirsdóttir nemi: Jens ljósmyndari Visis. Klara Arngrimsdóttir nemi: Þaö veit ég ekki, kannski Dóra vin- kona. Sigurlaug Waage hiismóöir: Þaö er hann Laddi, alveg bráö- skemmtilegur. „Fyrirtækið er sjálf- sagt eina frystihúsið i landinu sem hefur starfað þetta ár án þess að snerta við þorski, við einbeitum okkur að vannýttum fisktegund- um,” sagði Einar Kristinsson fram- kvæmdastjóri i Sjö- stjörnunni i Njarðvik- um i samtali við Visi. Mikil umskipti hafa oröiö f rekstri fyrirtækisins á þessu ári en starfsemin lá að mestu leyti niðri á siðasta ári vegna hrá- efnisskorts. Frá þvi snemma á þessu ári hefur verið mikil vinna i húsinu og aðallega unnar vannýttar fisktegundir svo sem skarkoli, karfi og grálúða. „I byrjun ársins 1979 voru launþegar hjá fyrirtækinu 25 manns en þegar kom fram I feb- rúar og loðnufrysting hófst uröu þeir fljótlega um 100”, sagöi Einar. Flökunarvélin fyrir skarkolann. Vlsismyndir: Heiöar Baldursson, Keflavik. Dragnótaveiðar voru bannað- ar i Faxaflóa árið 1970 en til- raunaveiðar hófust aftur árið 1975. Einar sagði að skarkola- stofninn væri vannýttur að áliti fiskifræðinga. A siðasta ári hefði verið talið óhætt að veiða 1Ó þúsund tonn af skarkola en aðeins 5 þúsund tonn verið veidd. Gömul þjóðtrú Mjög skiptar skoðanir eru á dragnótaveiðinni i Faxaflóa. Þeir sem hafa lagst gegn þeim halda m.a. fram að veiðarnar spilli lifrikinu á sjávarbotni. ,,A siðasta ári var fenginn kafari til að taka kvikmyndir neðansjávar af dragnótinni. Myndirnar sýndu að þessi gagn- rýni á ekki við rök að styðjast”, sagði Einar og benti á að þessar tilraunaveiðar hefðu veriö sam- þykktar á Alþingi. ,,Það er greinilegt að viðhorf til dragnótar hér i Njarðvikum og Keflavik eru að breytast. Að minum dómi er andstaðan gegn henni byggð á gamalli þjóðtrú sem erfitt er að uppræta, sér- staklega þar sem trillubátaút- gerð er mikil. Þessar veiðar hafa gefið góða raun og ég held að við eigum að halda þeim áfram. Eftir að ver- tiðarafli hefur dregist saman hér sunnanlands eigum við að lita til alls afla og við höfum tal- ið heppilegt i rekstri okkar á þessu ári að vera ekki i hinni hefðbundnu vinnslu.” Ný tæki „Sjöstjarnan keypti á sifiasta ári nýja kolaflökunarvél sem var að koma á markaðinn. Hún var hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi og flakar hún einnig grá- lúðu. Siðan hefur okkur tekist að fá blástursfrysti til að lausfrysta flökin. Þessi einfalda frysting ryður sér mikið til rúms i freð- fiskframleiðslunni og markað- urinn krefst þess. Ennfremur höfum viö fengið flokkunarvél fyrir kolaflökin þvi þau seljast á Bretlandsmarkað i 12 flokkum eftir stærð. Og nú siðast keyptum við roðflettivél fyrir kolaflökin en þar með opnast möguleikar á fleiri mörkuðum en i Englandi. Við höfum farið út i þessar fjárfestingar i trausti þess að leyfi fáist fyrir timabundnum veiðum á skarkola þegar hann er best fallinn til vinnslu i júll til nóvember.” Einar Kristinsson fram- kvæmdastjóri Sjöstjörnunnar I Njarövíkum. Vísism. GV'A. Halda áfram á sömu braut Það kom fram hjá Einari að útflutningsverðmæti fram- leiðslunnar hjá Sjöstjörnunni ^það sem af er þessu ári væri um 700 milljónir króna en þeir stefndu að þvi að fara yfir mill- jarðinn á árinu. Til saman- buröar var verömæti fram- leiðslunnar hjá þeim i fyrra 176 milljónir. „011 sú vinnsla sem við höfum verið i á þessu ári hefur skilað góðri útkomu. Mér heyrist á kollegum minum hérna að þeir hafi svipaða sögu að segja fram að siðustu fiskverðshækkun en þá keyrði þetta allt niður fyrir núllið i hefðbundnu vinnslunni”. sagði Einar. „Það sem er framundan hjá okkur er karfavinnsla fram að áramótum og einnig höfum við verið að frysta sild. Bátarnir hafa einnig verið að kolaveiðum á Hafnarleir og fengið dágóðan afla, ekki siðri en i Flóanum. Siðan ætlum við að halda áfram á næsta ári á þeirri braut sem við höfum veriö á. Við höf- um áhuga á þvi að kaupa skut- togara til veiöa á úthafsrækju en okkur hefur verið synjaö um leyfi. Við erum einnig með athugun á þurrkun kolmunna. Ef skiln- ingur er fyrir hendi hjá ráða- mönnum ætti að vera nóg verk- efni við aþ vinna þær tegundir sem eru vannýttar.” — KS Flökin er lausfryst,en sú aöferö er aö ryöja sér til rúms I freðfisk- framieiöslunni. Hér eru flökin á leiö inn i blástursfrystiskápinn. Flokkunarvél fyrir skarkolann, en flökin eru seld I 12 stæröa- flokkum til Bretlands. 13,3 tonn af lúöu, 8,5 tonn af ýsu, 12,2 tonn af þorski og rúm 2 tonn af skötu. Heildaraflaverðmætið er rúmar 70 milljónir króna. Útflutningsverðmæti skarkol- ans er um 160 milljónir króna og hann skapaði vinnu fyrir rúm- lega 40 manns og vinnulaunin voru um það bil 35 milljónir. Það má einnig geta þess að bátarnir eru mjög gamlir, Gull- þór 50 ára og Baldur 20 ára og sýnir það mjög góöa nýtingu á þeim.” „Eftir loðnuvertiðina hófum við framleiðslu á karfaflökum fyrir Bandarikjamarkað og ennfremur vinnslu á grálúöu.” Dragnót i Faxaflóa „Sjöstjarnan fékk i byrjun ágúst leyfi fyrir tvo dragnóta- báta sem veiða máttu skarkola i Faxaflóa undir eftirliti Haf- rannsóknastofnunarinnar. Fyrir valinu urðu Gullþór KE og Baldur KE. A þessu timabili var afli bátanna 425,9 tonn af skarkola og af öörum tegundum „Einbeítum okkur aö van- nýttum nsktegundum” - seglr Einar Krlstinsson framkvæmdastlóri Sjðstjörnunnar i Njarðvlkum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.