Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 17
vísm r"“" Mánudagur 19. nóvember 1979 Laufabrauðs- skurður hafinn ,,Ég kemsí alltaf í jólaskap þegar ég sker laufabrauð”, sagði Margrét Jónsdóttir, en hún var ásamt stöllum sinum að skera laufa- brauð í Kjötbúð Suður- vers er Visir hitti þær. „Þetta er mjög skemmtileg vinna — en bara fyrsta daginn. Svo verður þetta bara eins og hver önnur vinna”, sagði Þor- gerður Einarsdóttir um leið og hún lauk við að skera eitt brauð- Llð....—. Að sögn þeirra tekur það 5-10 minútur að skera hvert brauð, allt eftir þvi hvernig deigið er. Þetta er áttunda árið sem Kjötbúð Suðurvers framleiðir og selur laufabrauð, en salan á þvi hefst i byrjun desember. — ATA Margrét Jónsdóttir, Þorgeröur Einarsdóttir og Dóra Halldórs- dóttir hafa allar skorið laufa- brauð frá því þær voru smá- stelpur. Enda voru handtökin snör og örugg. Visismynd:BG. LSÐ-salínn ákæröur Rikissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur bandariska körfuknattleiksmanninum sem játaði að hafa selt 60 skammta af ofskynjunarlyfinu LSD hérlendis. Málið var afgreitt frá sak- sóknara á föstudag og sent dóm- stóli i ávana- og fikniefnamálum þar sem dómur verður kveðinn upp. Bandarikjamaðurinn á hugsanlega fangelsisdóm yfir höfði sér vegna fikniefnasmygls og sölu. — SG. Tvær gerðir ai Hringskortum Kvenfélagið Hringurinn vill koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri af gefnu tilefni. — Við höfum orðið varar við að nokkur brögð eru að þvi þessa dagana að farið er i hús og verslanir og boðin til sölu jóla- kort sem sögð eru vera til styrktar Barnaspitala Hringsins. Af þessu tilefni viljum við taka fram að á okkar vegum eru aðeins seldar tvær tegundir jóla- korta fyrir þessi jól og er hvert kort merkt með merki félagsins. A öðru jólakortanna er mynd af steindum glugga úr Bessastaða- kirkju eftir Finn Jónsson og á hinu mynd Baltasars við kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Jóla- barnið. Við viljum benda velunnurum okkar á að gæta þess að þau kort sem boðin eru til sölu i okkar nafni séu með merki félagsins á bakhlið”. Nú er gler littala býöur frábæra línu í glösum, bollum, diskum, skálum o.fl. Komið í nýju GJAFAVÖRUDEILDINA og skoðið nýju gerðirnar með lausu handfangi ætlaðar fyrir heita og kalda drykki. KRISTJfifl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113. REVKJAVÍK, SÍMI 25870 ítísku ólafur Guðmundur Sigrún Frambjóðendur Framsóknar- flokksins i Reykjavik bjóðast til að mmta á vinnustöðum hvarvetna um borgina k og á smmrri fundi i \ heimahúsum só \ þess óskað. Upplýsingar gefur ^\ skrifstofa Fram■ ^\ sóknarflokks- Jk ins i sima ^ ^ 24480. Olafur Jóhannesson, Guðmundur ^ G. Þórarinsson, Haraldur Ólafsson og Sigrún Magnúsdóttir — frambjóðendur Framsóknarflokksins f Reykjavík, verða til viðtals a skrifstofu flokksins, Rauðarárstig 18, daglega frá argus

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.