Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 35

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 35
vísm Mánudagur 19. nóvember 1979 ; Umsjón: í Halídór '\ (Reynisson Úlvarp mánudag kl. 194 kl. 19.40 Einvígl í útvarpi Einvigi milli fulltrúa stjórn- málaflokkanna verður á dagskrá útvarpsins i kvöld klukkan 19.40. Einvigisvottur verður Hjörtur Pálsson. Sagði hann i samtali við Visi að þættinum hefði verið gefið þetta nafn, þvi fyrirkomulagið yrði með þeim hætti að tveir flokkar eigast við hverju sinni og einn fulltrúi frá hvorum flokki. Einvigin verða sex að tölu og kljáðust Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur i gærkvöldi. Þessir þættir verða á sunnudög- um, mánudögum, og miðvikudög- um tvær siðustu vikur fyrir kosn- ingar og taka flokkarnir fjórir sem bjóða fram i öllu'm kjördæm- um þátt i þeim. Ekki verður skýrt frá hvérjir eru fulltrúar flokkanna i einvig- inu fyrr en áhólminn verður kom- ið Einvigi fulltrúa stjórnmálaflokkanna er á dagskránni f kvöld. Eflaust vérður barist um hvert atkvæði sem fer I atkvæöakassana, sem hér sjást á myndinni i vörslu lögreglu. Mánudagur 19. nóvember . 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.00 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassisk tónlist, dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóð- færi. 14.30 Miðdegissagan: „Fiski- menn” eftirMartin Joensen Hjálmar Arnason les þýð- ingu sina (24). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar 16.00 Fréttir Tónleikar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Síödegistónleikar. 17.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Bjössi á Tré- stöðum” eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Bööv- arsson flytur þáttinn. 19.40 Einvigi stjórnmálaflokk- anna i útvarpssal: Annar þáttur. Fram koma fulltrú- ar G-lista Alþýöubanda- lagsins og AB-lista Fram sóknarflokksins. Einvigis- vottur: Hjörtur Pálsson. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk. Umsjónarmenn: Jór- unn Siguröardóttir og And- rés Sigurvinsson 20.40 Lög unga fólksins. Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Mónika” eftir Jónas Guð- laugsson. Þýðandi: Június Kristinsson. Guörún Guð- laugsdóttir les (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Tækni og visindi. Páll Theódórsson eðlisfræðingur fjallar um rafknúna bQa, fyrri þáttur. 22.55 Frá tonleikum Sinfonlu- hljómsveitar lslands. 1 Há- skólabiói 15. þ.m.: — siðari hluti. Hljómsveitarstjóri: Karsten Andersen. Einleik- ari: Rögnvaldur Sigurjóns- son. Pianókonsert nr. 2 i c-moll eftir Sergej Rak- hmaninoff. — Jón Múli Arnason kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárbk. Mánudagslelkrll sjónvarpslns: Farsi í léttum dúr „Þetta er I léttum dúr, einn af þe’ssum ýktu försum” sagöi Dóra Hafsteinsdóttir sem er þýðandi leikritsins sem sjónvarpiö sýnir i kvöld, klukkan 21.05. Það heitir ,Spjátrungurinn” og er skrifað um miðja nítjándu öld. Höfundur leiksins er Dion Boucicault. Efnisþráður er á þá leið að Sir Harcourt Courtley, spjátrungur- inn, sem er frábitinn sveitalifi getur þó ekki vikist undan þvi að heimsækja hina ungu,fögru og auðugu unnustu sina sem býr i sveit. Fyrir tilviljun er sonur hans staddur i sveitinni á sama tima og verður ástfanginn af unn- ustu föður sins. Faðirinn, sem hefur ekki séð son sinn siðan hann var litill skóladrengur þekkir hann ekki. Sonurinn er reyndar auk þess að vera orðinn fullvaxta maður, mikill gleðimaður, sem hefur lif- að hátt og safnað skuldum. Hann þykist vera annar þegar fundum þeirra feðga ber saman og allt byggist leikritið á flækju og tóm- um misskilningi. Allt fer þó farsællega þar sem faðirinn hittir aðra konu og verð- ur ástfanginn af henni og er þvi ekki lengur þröskuldur I vegi son- ar sins. Mánudagur 19. nóvember 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Iþróttir.Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.05 Broddborgarar. Gamanleikur eftir Dion Boucicault. Sjónvarpshand- rit Gerald Savory. Leik- stjóri Ronald Wilson. Aöalhlutverk Charles Gray, Dinsdale Landen, Anthony Andrews og Judy Cornwell. 22.40 Dagskrárbk KGB-Diónusta fyrlr listfræöinga Ljóst er orðið að KGB hefur haft mann I salarkynnum Bretadrottningar I ótilgreindan tima. Maður þessi hefur siðan 1964 veriö yfirlýstur njósnari þótt breskum skrifstofumönn- um þætti engin ástæða til að halda þvLá lofti. Nú er vitað mál að vegna samvinnu Breta og Bandarikjamanna innan leyni- þjónustunnar hafa kommún- istar lagt á það áherslu að kom- ast í raðir bresku leyniþjónust- unnar og eignast með þvi aðild að ýmsum dulmálum vestur- landa. Það er einnig upplýst að þessi breski KGB-maður, Anthony Blunt, er kynvillingur. Kemur það heim við þá áráttu KGB að treysta á afbrigöilega náttúru, einkum vegna þarfar fyrir þagnarheit. Nýleg njósnamái I Þýskalandi, þar sem KGB- menn lögöust á pipraðar skrif- stofuskvisur sýnir raunar betur en margt annað, hvernig kennslu er háttað á þvi heimili andaktarinnar þar sem KGB fólk nýtur uppeldis. Við íslendingar erum mikið frægðarfólk. Og vilji erlend frægð ekki tengja sig við okkur, kunnum við ráð viö þvi, og lýs- um gjarnan yfir hér heima, að við höfum verið I tygjum viö eina eða aðra persónu, sem verður fræg i útlöndum. Að vlsu hafa aldrei birst yfirlýsingar um að eitthvert okkar hafi þekkt menn á borð við A1 Cap- one eða Dillinger, en óðara og fréttist af einhverjum hálfrugl- uðum kommúnista I útlöndum stendur ekki á mönnum að segja: ó, þennan mann þekkti ég. Þetta var lærifaöir minn. t því tilfelli er varðar nefndan Anthony Blunt, kynvilling og KGB mann, risu tveir Islenskir listfræðingar upp á afturfæt- urna til að lýsa þvl yfir að þeir hefðu numið hjá honum fræði, - Annar þeirra Aðaisteinn Ingólfsson, menningarritstjóri Dagblaðsins. lét fylgja I fyrstu frétt I blaöi sinu af þessum breska vesaling, að hann hefði lært hjá honum listfræði, nema það hafi verið bókmenntir. Og Björn Th. Björnsson segir klipp- ara Þjóðviljans að hann hafi svo sem lært hjá Mr. Blunt, sem hafi skammað hann fyrir marx- isma. Þannig hafa snarlega veriö tiunduð þáu kynni sem islenskir menningarvitar hafa haft af Mr. Blunt. Þau eru for- vitnileg. Listadellan I landinu hefur upp á siðkastiö borið keim af þvl að hér væri á feröinni kunnur viðbúnaður gegn al- mennum listviöhorfum. Hann er kannski I samræmi við framúr- stefnu almennt á vesturlöndum. Þó ber svo undarlega við að þessi svonefnda framúrstefna er I mörgum tilfellum pólitisk I eðli sinu og borin fram af vinstri mönnum. t þeim punkti geta framúrstefnumenn og KGB átt sér stefnumót hvaða dag sem er. Mr. Anthony Blunt er einn af þeim ógæfumönnum sem týna fööurlandi slnu. Kennsla hans þrátt fyrir drottningarlega vel- vild hlýtur að haf einkennst af þeirri upplausn sem vinstri menn segja að hljóti að verða hlutskipti vesturlanda. Tveir listfræðingar islenskir, sem hafa numið fag sitt hjá kennarastóli KGB, veröa ef- laust seint læknaðir af náms- töktum slnum. Verra er þó ef þeir hafa týnt föðurlandinu I þeirri glimu. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.