Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 19.11.1979, Blaðsíða 16
Mánudagur 19. nóvember 1979 16 Krafturinn í fólkinu er mesta auðlindin Island er aö veröa láglauna- land.SU áratuga sókn til bættra lifskjara sem Sjálfstæöis- flokkurinn hefur alltaf barist fyrir er aö stöövast og neyöar- ástandblasir viö I efnahagsmál- um okkar. Reynslan hefur sýnt aö þau ráö sem gripa átti til i þeim tilgangi aö draga úr dýrtiö hafa ekki dugaö og afleiöingin oröiö sú að þjóöarframleiöslan hefur dregist saman og stöönun blasir viö. Iðnaður-Smáiðnaður. 1 atvinnumálum erum viö stödd á timamótum. Viö höfum nú séð að sjávarútvegur og landbúnaöur munu ekki taka viö nýju atvinnutækifærum, svo teljandi sé. Ef ekki á aö veröa um stórfelldan landflótta frá Is- landi að ræða á næstu árum, verðum viö að gera stórátak til þess að byggja upp atvinnutæki- færifyrirþann fjölda tslendinga sem koma á vinnumarkaö á næstu árum og áratugum og tryggja þeim lifskjör sem eru á við það besta sem þekkist i ná- grannalöndum okkar. Það er í iönaöi sem fyrst og fremst er hægt aö skapa ný atvinnutækifæri. Mikil efling hans er þvi þjóöarnauösyn. Þaö er alveg ljóst aö við munum þurfa aö virkja fallvötn og setja upp stór orkufrek iönfyrirtæki „Viö byggjum á aldagamalli menningararfleifö og erum framarlega á mörgum sviöum nútfmalista”. „Þurfum aö virkja fallvötn og setja upp stór orkufrck iönfyrirtæki”. til þess að mæta þeim kröfum sem viö gerum nú þegar til lifs- kjara. En eina meginforsend- una fyrir slikum stórfyrir- tækjum tel ég hins vegar vera, að i skjóli þeirra, og i tengslum viö þau þrifist minni fyrirtæki og smáiönaöur, sem reynslan hefur sýnt aö ná oft hvað bestum árangri i framleiðslu og arðsemi. Þjóðir eins og Danir og Hollendingar eru lýsandi dæmi um það hvernig halda má uppi vaxandi þjóðarframleiðslu að miklu leyti á fyrirtækjum þar sem vinna 50-200 manns. Erfiða ieiðin er sú eina. Slik iðnfyrirtæki gera kröfur um menntaö vinnuafl og skapa oft manneskjulegri atvinnu- aöstæöur en stór iöjuver hafa möguleika á. Fámenn þjóö eins og Islendingar eru háöari þvi en aörar þjóöir að hér þrifist sem allra fjölbreyttast atvinnulif og mannlif og menningarlif. Þaö er okkur hættulegra en stærri þjóðum aö falla i þá freistni aö trúa á stórar patentlausnir til þess aö firra okkur þeim vanda aö standa á eigin fótum. Að byggja upp margs konar iönaöarframleiöslu I opinni samkeppni viö háþróaðar iön- aöarþjóöir, sem hafa haft alda-forskot fram yfir okkur er ekki einfaldasta eöa auöveid- asta leiöin og þessi þróun mun taka langan tima. En Islending- ar hafa sýnt og sannað aö þeir eru haröir af sér og duglegir og ég hef þá trú aö viö munum mæta þeim vanda. En hér þarf aö koma til samhæft átak á mörgum sviðum: — mun betri menntun og stööug starfs- þjálfun iönaöarfólks, tækni- kunnátta, stórauknar rann- sóknir, þróunarstarfsemi, hönnun og listiðnaöarmenntun, og ekki sist breytt viðhorf skól- anna og alls almennings um aö bóknám sé æöra verkkunnáttu og iönmennt. Hér þarf aö koma til samverkandi stýring fjár- magns sem veitir iöngreinum fullkomiö jafnrétti i aöstööu og starfsskilyröum á viö aöra at- vinnuvegi og erlénd fyrirtæki sem iönaöurinn keppir viö. Þar sem viö íslendingar eigum eingöngu til sjálfra okkar aö sækja um vinnuafl og gerum háar kaupkröfur, eigum við i erfiöri samkeppnisaöstööu viö stórþjóöir sem kaupa ódýrt vinnuafl, oft meö þvi aö flytja verksmiöjur sinar til fátækra litt þróaðra þjóöa. Þetta gerir þaö aö verkum að vörur okkar veröa aö vera I þeim gæðaflokki sem fólk vill greiöa hátt verð fyrir. Ég er þeirrar skoðunar aö viö Islendingar eigum m.a. Erna Ragnarsdóttir segir meðal annars i þessari grein sinni, aö þau öfl, sem á þarf aö halda til aö bæta lífskjörin veröi ekki leyst úr læðingi meö rikisforsjá heldur fyrst og fremst meö frjálsum og sterkum fyrir- tækjum fólksins og samtaka þeirra i ölium landshlutum. mikla möguleika i listiön og góöri hönnun. Viö byggjum á aldagamalli menningararfleifð og erum framarlega á mörgum sviðum nútimalista. Tónlistar- menn okkar, rithöfundar og myndlistarmenn eru aö gera hluti sem standast fyllilega samanburö viö þaö besta sem heimurinn hefur fram aö færa. A siöustu árum höfum við tekiö miklum framförum á mörgum sviöum þar sem hönnun hefur komiö við sögu, svo sem i húsgagnaiönaði, um- búða-og auglýsingagerö, prent- iðn og fataiönaöi. Meö bættri hönnun hefur á örfáum árum tekist að byggja upp milljarða- útflutning i ullariönaði. Sú skoðun heyrist stundum að vör- ur okkar þurfi að vera með sérstöku islensku sniöi — helst með höfðaletri eða úr roðskinni. Við eigum að tengja nýja framleiðslu gamalli hefð og menningu þar sem slikt er fyrir hendi en höfuömarkmiöiö hlýtur aöveraaömiöa alla framleiöslu okkar við útflutning og það besta sem til er i heiminum hverju sinni. Þaö á aö vera okkar aðalsmerki. Krafturinn býr i einstakUngunum. Þaö hefurveriö rik tilhneiging til þessá undanförnum árum aö setja allt traust á „félagslegar lausnir” og stórar einingar meö rikiö i broddi fylkingar. En einstaklingseöliö er góöu heilli rikt I okkur Islendingum og hefur dugaö vel til þessa. Sjálf- stæöisflokkurinn vill i fram- farasókn virkja þennan kraft — mestu auölind hverrar þjóöar — vegna þess aö hann hefur skilning á þörfum fólks til þess aö standa á eigin fótum, vera ekki öðrum háöur og hafa val- kosti i lifinu. Reynslan hefur sýnt, svo ekki veröur um villst að þaðer affarasælast. Bætt lifskjöreru orö dagsins á Islandi og viö göngum senn til kosninga um þaö hverjir eiga aö hafa forystu um þá sókn sem veröur aö eiga sér staö á næstu mánuöum og árum. Þau öfl sem slik sókn byggist á veröa ekki leystúr læöingi meö rikisforsjá, heldur fyrst og fremst með frjálsum og sterkum fyrir- tækjum fólksins og samtaka þeirra i öllum landshlutum. A sama tima skulum viö aldrei missa sjónar á þvi hvert er raunverulegt markmiö meö baráttunni fyrir bættum lifs- kjörum og efnahag. Þaö mark- miö er aö viö getum lifaö sem sjálfstæö menningarþjóö, Islendingar á Islandi. A Bókmennta- bSb kynning LAXNESS heimsækir opinbera starfsmenn að Grettis- götu 89, þriðjudaginn 20. nóv. kl. 20.30. Fyrst verður kynnt: KRISTNIHALD UNi BALDVIN HALLDÓRSSON leikari les upp valda kafla. HALLDÓR LAXNESS talar um verkið og svarar fyrirspurnum. Opinberir starfsmenn og gestir þeirra velkomnir. FRÆÐSLUNEF Fræðslunefnd BSRB hef ur tekið upp þá nýjung aðkynna íslensk skáld og verk þeirra. 16% veiðileifa seld erlendis Sextán af hundraöi heimilaðra veiðileyfa i Islenskum ám á þessu ári, voru seld erlendis, aö þvi er kemur fram i skýrslu nefndar sem skipuð var til aö kanna hvort innlendir veiðimenn fengju eöli- legan aögang að laxveiðiám. Karl Ómar Jónsson, formaður Landssambands Stangarveiðifé- laga flutti útdrátt úr þessari skýrslu á aðalfundi sambandsins fyrir skömmu. Til að gera grein fyrir skiptingu veiðileyfa lagði hann fram eftir- farandi töflu: Nýting Tala Hundraös- leyfa hiuti 1. Selterlendis 2. Seltá almennum markaöi innanlands 3. Veiöileyfi, sem ekki eru á alm. markaði vegna einkanota eigenda eöa leigjenda 4. Ekki boöiö til sölu vegna friöunaraðgeröa eöa litillar veiöivonar á þeim tima 5. Framboöin veiöileyfi, sem ekki seljast 5.442 16% 17.479 51% 4.800 14% 3.600 11% 2.700 8% Samtals: 34.021 100%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.